Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Jarðborana hf, 91,2 milljónir króna á síðasta ári Aukin umsvif vegna nýrra verkefna JARÐBORANIR HF Úr reikningum ársins 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 945,8 651,4 +45% Rekstrargjöld 821,9 558,9 +47% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 123,9 92,5 +34% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 13,9 2,6 +435% Hagnaður fyrir skatta 137,8 95,2 +45% Reiknaðir skattar (46,6) (24,2) +93% Hagnaður ársins 91,2 71,0 +29% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 976,4 796,8 +23% Eigið fé 726,5 625,4 +16% Skuldir 249,9 171,4 +46% Skuldir og eigið fé samtals 976.4 796,8 +23% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Ávöxtun eigin fjár 14,8% 13,0% Eiginfjárhlutfall 74,4% 78,5% Veltufjárhlutfall 2,1% 4,2% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 175,8 130,1 +35% HAGNAÐUR samstæðu Jarðbor- ana hf. árið 1999 var um 91,2 mil- ljónir króna, samanborið við 71,0 milljón árið á undan. Nam hagnað- urinn um 9,6% af heildartekjum fyr- irtækisins. Þessi afkoma er í sam- ræmi við þá áætlun sem félagið gerði ráð fyrir þegar gengið var frá rekstraráætlun ársins. Heildarvelta samstæðu Jarðbor- ana hf. nam 945,8 milljónum króna en var 651,4 milljónir árið á undan. Veltan hefur því aukist um 45% á milli ára. Rekstrarhagnaður án fjár- munatekna var 123,9 milljónir króna en var 92,5 milljónir árið á undan. Heildareignir félagsins voru bók- færðar á 976,4 milljónir króna í árs- lok 1999 og skiptust þannig að fastafjármunir námu 713,9 milljón- um en veltufjármunir 262,5 milljón- um. I árslok 1999 nam eigið fé fé- lagsins 726,4 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs 1999 var 74,4%. Arðsemi eigin fjár nemur 14,8% en var 13% árið á undan. Veltufé frá rekstri var 175,8 millj- ónir króna árið 1999 en var 130,1 milljón árið 1998. Handbært fé frá rekstri var 182,9 milljónir í árslok. Hlutafé félagsins er 259,6 milljónir króna. Stjóm félagsins mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greidd- ur 12% arður af hlutafé, eða um 31,1 milljón króna. Samkvæmt upplýsingum Bents. S. Einarssonar, framkvæmdastjóra Jarðborana hf., einkenndist starf- semi Jarðborana hf. af áframhald- andi vexti á síðasta ári, en félagið tekst nú á við fjölbreyttari verkefni en nokkru sinni. Aukin velta og vax- andi umsvif koma til vegna nýrra verkefna innanlands sem utan. „Rekstrartekjur Jarðborana hf. hafa aldrei verið meiri en á þessu starfsári og nýtur félagið þess að uppsveifla er í orkuvinnslu. Þær breytingar sem nú eiga sér stað inn- an og utan orkumarkaðarins skapa fyrirtæki eins og Jarðborunum hf. mikla möguleika. Þátttaka Jarðbor- ana hf. á þessu ári í ýmsum verkefn- um sem hafa það að markmiði að virkja jarðhita staðfesta vilja fé- lagsins til að taka þátt í þeirri fram- þróun sem framundan er,“ segir Bent. Erlend verkefni 17% af heildarveltu Jardborana hf. Nýliðið ár var fyrsta heila starfs- ár Iceland Drilling (UK) Ltd. (ID UK), hins breska dótturfyrirtækis Jarðborana hf. ID UK annaðist á árinu alla erlenda starfsemi sam- stæðunnar og rak umfangsmikil verkefni, annars vegar á írlandi og hins vegar á Azoreyjum. Heildar- velta dótturfélags Jarðborana hf. Iceland Drilling (UK) á starfsárinu 1999 var um 158 milljónir króna sem jafngildir um 17% af heildartekjum samstæðunnar á liðnu starfsári. I ágúst sl. náðust samningar við orkufyrirtækið Sogeo á Azoreyjum um borun á tveimur háhitaholum á eyjunni Sáo Miguel, hinni stærstu í eyjaklasanum. Samningsupphæðin var um 145 milljónir króna. Um þriðjungi af verkefninu var lokið fyrir síðustu áramót en nú er hafinn seinni hluti verkefnisins og er áætl- að að því ljúki í apríl nk. Daewoo undirbýr uppboð DAEWOO bílaframleiðandinn ætlar að senda um tíu bíla- framleiðendum bréf í þessari viku til að bjóða þeim að gera tilboð í fyrirtækið, en Daewoo er nú til sölu vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Akvörðun Daewoo kemur nokkrum vikum eftir að Gen- eral Motors, Ford og Daiml- erChrysler bflaframleiðend- urnir höfðu allir sýnt áhuga á Daewoo, sem leiddi til vanga- veltna um verðstríð. Auk þessara þriggja er a.m.k. gert ráð fyrir því að Hyundai verði leyft að bjóða í Daewoo. Þróunarbanki Kóreu, Kor- ea Development Bank, sem er helsti lánardrottinn Daewoo, hafði áður sagt að senda ætti út boðskort til þátttöku í lok- uðu útboði í janúar síðastliðn- um, en endurskipulagning hjá Daewoo seinkaði því, segir á fréttavef CNNfn. Kaup á Daewoo, sem skuld- ar 18.600 milljarða suður-kór- eskra wona á móti eignum sem metnar eru á 12.900 milljarða wona, eru áhuga- verð fyrir erlenda bílafram- leiðendur þar sem þeir búast við því að 70% af heimsvexti bflamarkaðarins næstu fimm árin muni fara fram í Asíu. Kaup á Daewoo væru ef til vill auðveldasta leiðin fyrir erlenda bílaframleiðendur til að komast inn á suður-kór- eska markaðinn, sem er ásamt Kína og Japan einn af þremur mikilvægustu bif- reiðamörkuðum Asíu. Skýrsla Verslunarráðs fyrir Viðskiptaþing 2000 Sameining Verðbréfa- skráningar og V erðbréfa þings verði athuguð Vöruskiptajöfnuður árið 1999 Ohagstæður um 22,8 milljarða MÆLST er til þess í nýrri skýrslu Verslunarráðs íslands að farið verði yfir það hvort sameining Verðbréfaskráningar og Verð- bréfaþings sé hagkvæm fyrir markaðinn. Eigendur fyrirtækj- anna verði síðan að taka ákvörðun um málið. Skýrslan nefnist „Atvinnulíf framtíðarinnar - Island meðal tíu bestu“, og verður kynnt á Við- ------------------------ Minni hagn- aður hjá Norsk Hydro SAMKVÆMT ársuppgjöri Norsk Hydro sem kynnt var í gær skilaði fyrirtækið hagnaði á síðasta ári sem nemur um 3,1 milljarði norskra króna, eða tæpum 28 milljörðum ís- lenskra króna. Það er 666 milljónum norskra króna, eða tæpum 6 millj- örðum króna, minna en á árinu 1998, að því er fram kemur í frétt frá NRK. Hlutabréf í Norsk Hydro hækkuðu um 2,2% á mörkuðum í kjölfar birtingar uppgjörsins. Olíu- og gasframleiðsla fyrirtækis- ins jókst um 25% í fyrra, í samræmi við yfirtöku Hydro á Saga Petrol- eum. Tekjur tvöfölduðust, úr 3,2 milljörðum norskra króna 1998 í 6,9 milljarða á síðasta ári, eða úr 28,8 milljörðum íslenskra króna í 62,1 milljarð íslenskra króna. skiptaþingi Verslunarráðs 2000, sem haldið verðurá morgun, mið- vikudag. I henni er bent á að hvorki í lög- um um kauphallir né lögum um rafræna eignarskráningu verð- bréfa sé kveðið á um einkarétt til- tekinna fyrirtækja á þeirri starf- semi sem þeir stunda. Því mæli ekkert gegn því að Verðbréfa- skráning geti hafið rekstur kaup- hallar eða Verðbréfaþing taki að sér rafræna skráningu. Verslunarráð telur rafræna skráningu hlutabréfa og annarra verðbréfa nauðsynlega til þess að ná niður kostnaði og auka hag- kvæmni. Nauðsynlegt sé að meta hvernig til hafi tekist eftir að Verðbréfaskráning Islands hefur starfað í nokkra mánuði. Bæta verði úr ef starfsumgjörð fyrir- tækisins reynist ekki nægilega góð og ennfremur sé ljóst að þróun þessara mála erlendis sé svo hröð að aðferðir við rafræna skráningu og umsýslu verðbréfa geti úrelst á skömmum tíma ef þær eru ekki aðlagaðar jafnóðum því sem gerist annars staðar. Skilgreina þarf betur að- gangsrétt að hluthafaskrám Ýmis mál sem snúa að rafrænni skráningu hlutabréfa hafa ekki enn fengið farsæla lausn að mati sumra forráðamanna hlutafélaga, segir í skýrslunni. „Þannig er nefnt að ekki er nægilega ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi og um- sjón með hluthafaskrá eftir að hlutabréfin eru komin í rafrænt form. Ekki er á hreinu hvaða aðili hefur síðasta orðið um breytingar á hluthafaskrá, t.d. þegar hún breyt- ist án þess að nein viðskipti hafi verið gerð. Þá er umdeilt hvernig breytingar eru gerðar á skránni þegar viðskipti eru með hlutabréf án milligöngu aðila að skráningar- fyrirtækinu. Ekki liggja fyrir reglur um hvernig hluthafar veita tilteknum aðilum umboð til að eiga viðskipti og hvernig þau skuli stað- fest. Skilgreina þarf betur hver ber ábyrgð á mistökum gagnvart hlut- höfum.“ Hluthafar hafi ákveðna vernd Þá telur Verslunarráð að skil- greina þurfi betur réttindi til að- gangs að hluthafaskrám. „Rafræn skráning á í sjálfu sér ekki að breyta neinu í eðli sínu um aðgang að hluthafaskrám. Hlutafélag eða hluthafar eiga að hafa eitthvað um það að segja hvort þessar skrár megi nýta til annarra þarfa en sem beint tengjast samskiptum viðkom- andi félags við hluthafana,“ segir í skýrslunni. Er lagt til að tryggt verði að hluthafarnir hafi ákveðna vernd gegn því að skrárnar verði ekki notaðar til markaðssetningar af ut- anaðkomandi aðilum eða fyrir þá hvort heldur er til þess að falast eftir kaupum á hlutum í viðkom- andi félagi eða bjóða þá til sölu. VORUSKIPTAJOFNUÐUR í við- skiptum Islendinga og erlendra ríkja var óhagstæður um 22,8 millj- arða króna á árinu 1999. Fluttar voru inn vörur fyrir 167,8 milljarða króna, en útflutningur nam 145 milljörðum. Til samanburðar var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 25,5 milljarða á árinu 1998, á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,7 milljörðum króna betri árið 1999 en árið 1998 á föstu gengi, segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu Islands. í desembermánuði 1999 voru fluttar út vörur fyrir 11,6 milljarða króna og inn fyrir 13,1 milljarð króna. Vöruskiptin í desember voru því óhagstæð um 1,5 millj- arða. Vöruskiptajöfnuður var hins vegar óhagstæður um 0,9 milljarða á föstu gengi, í desember árið 1998. Minni halli en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá Hallinn á vöruskiptum var rúm- um tveimur milljörðum króna minni en gert var ráð fyrir í endur- skoðaðri þjóðhagsspá fyrir árið 1999 frá desember síðastliðnum. Ef skip og flugvélar eru undanskilin er halli síðasta árs rúmum milljarði meiri en árið 1998, að því er segir í morgunfréttum F&M. í tilkynningunni frá Hagstofunni segir að árið 1999 hafi heildarverð- mæti vöruútflutnings verið 6% meiri árið 1999 en árið 1998, eða sem nemur 8,6 milljörðum króna á föstu gengi. Sjávarafurðir voru 67% útflutn- ings og var verðmæti þeirra 1% minna en árið áður eða sem nam 1,4 milljörðum. Stærstu liðir út- íluttra sjávarafurða voru fryst fisk- flök og saltaður og/eða þurrkaður fiskur. Lægra verðmæti útflutn- ings á lýsi og mjöli var helsta ástæða samdráttar á útflutningi sjávarafurða, en á móti kom aukn- ing í útflutningi á frystum flökum, ferskum fiski og á söltuðum og/eða þurrkuðum fiski, segir í tilkynning- unni. Útfluttar iðnaðarvörur voru 26% alls útflutnings árið 1999 og jókst verðmæti þeirra um 18% frá fyrra ári eða um 5,7 milljarða króna. Á1 átti stærstu hlutdeild í útflutningi iðnaðarvöru svo og í aukningu út- flutnings. Útflutningur á öðrum vörum jókst um 4,1 milljarð, aðal- lega vegna sölu á skipum og flug- vélum. Innflutningur 4% meiri Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings var 4% meiri árið 1999 en árið á undan eða sem nam 6,0 milljörð- um króna á föstu gengi, segir í til- kynningunni. Stærstu liðir innflutnings árið 1999 voru fjárfestingarvörur með 25% hlutdeild, hrávörur og rekstr- arvörur með 23% hlutdeild og neysluvörur, aðrar en matar- og drykkjarvörur, með 20% hlutdeild, en innflutningur þeirra jókst um 11% eða um 3,2 milljarða króna. í tilkynningunni segir að af ein- stökum liðum hafi mest aukning orðið í innflutningi á flutningatækj- um, 13% eða 3,4 milljarðar, og var það aðallega á fólksbílum. Inn- flutningur á flutningatækjum var alls 18% alls innflutnings árið 1999. Innflutningur á hrávörum og rekstrarvörum dróst hins vegar saman um 5% eða um 2,1 milljarð króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.