Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Liðsmenn Ingólfs-Alberts sem og liðsmenn annarra björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu Ljósmynd/Hermann Sígurðsson aðstoðuðu fjölmarga ökumenn sem sátu fastir í bifreiðum sínum. Liðsmenn Ingólfs-Alberts unnu frá 1 til 9 í fyrrinótt og sinntu um 200 tilfellum. Friðurinn skammvinnur eftir stórhríðina á laugardag Verstu veður í þétt- býli í á annan áratug Sex ökutæki, þar af einn snjóbíll, voru notuð við björgunarstörf Ingólfs- Alberts og þurfti m.a. að koma snjóruðningstækjum til aðstoðar. MIKIÐ var að gera hjá lögreglu og björgunarsveitum á höfuðborgar- svæðinu í fyrrinótt eftir annan stór- hríðarkafla, sem rak hinn fyrri frá því á föstudag og aðfaranótt laugardags. Almennur vandræðagangur vegna færðar um helgina hefur ekki verið eins mikill í mörg ár á höfuðborgar- svæðinu og segir formaður Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík að fara þurfi aftur til vetrarins 1983 til að finna hliðstæðu við ástandið um helgina. Aflýsa þurfti flugi til ísafjarðar í gær með Flugfélagi Islands en að öðru leyti voru flugsamgöngur hjá ílugfélaginu að komast í rétt horf um kaffileytið í gær. Islandsflug aflýsti þá flugi til Gjögurs og Bíldudals en sendi vélar á aðra áfangastaði. Storminn hafði ekki fyrr lægt seinnipart laugardags en ný storm- viðvörun var gefin út á sunnudag og var komin stórhríð undir miðnætti sama dag. Mestur var vindur úr aust- suðaustri klukkan 3 í fyrrinótt er hann mældist 14,2 m/sek í Reykjavík sem samsvarar 50 km á klst. Veður- hamurinn var mestur á tímabilinu 1 til 4 þegar lægja tók og vindur fór niður í 11,6 m/sek klukkan 4. A tíunda tímanum í gærmorgun var snjómokstri að mestu lokið á síð- ustu ófæru strætisvagnaleiðum borg- arinnar. Starfsmenn snjóruðnings- deildar borgarinnar höfðu þá verið að störfum frá því klukkan sex á sunnu- dagsmorgun en margir voru kallaðir inn í fyrrinótt. Klukkan þjjú í fyrrin- ótt var svo kallaður út auka mann- skapur. Unnið sleitulaust að björgunarstörfum í fyrrinótt Strax klukkan 1 eftir miðnættið bað lögreglan í Reykjavík Björgunar- STOFUGLUGGI á Mðarhúsinu við gróðrarstöðina Braut í Reykholtsdal sogaðist út í heilu lagi í óveðrinu sem geisaði á landinu í fyrrinótt og lenti á snjóskafli fyrir utan húsið án þess að brotna. Auk þess brotnuðu um tut- tugu til þrjátíu rúður í einu gróður- húsi en að því er virðist urðu engar skemmdir á plöntum. Eigendur gróðrarstöðvarinnar og íbúar hússins eru Kristjaná Markús- dóttir og Jón Albert Sighvatsson garðyrkjubændur. „Eg man ekki eftir eins miklu veðurhöggi og var í morgun [gærmorgun],“ segir Jón Al- bert þegar hann lýsir atburðarásinni í gær, en glugginn er það sem kallað er brunagluggi og því ekki festur við húsið eins og venjulegir gluggar. „Ég ræsti út þrjá menn stuttu síðar og áttum við fjórir fullt í fangi með sveitina Ingólf-Albert um aðstoð vegna ófærðar. Unnu sveitarmeðlim- ir sleitulaust alla nóttina við hjálpar- störf og voru samtals 30 menn að störfum um nóttina og talið er að 200 aðstoðarbeiðnum hafi verið sinnt frá klukkan 1 til 9 í gærmorgun. Björg- unarsveitin hafði í notkun þrjá jeppa, tvo trukka og einn snjóbíl og meðal verkefna var aðstoð við snjómokst- ursbifreiðar sem höfðu fest sig í ófærðinni. í gærmorgun var mikill erill hjá björgunarsveitarmönnum við að flytja starfsfólk sjúkrastofnana og annarra opinberra stofnana til og frávinnu. Átta liðsmenn úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík voru að störfum í gærmorgun eftir að aðstoðarbeiðni barst frá lögreglunni klukkan 5. Talið er að liðsmenn hafi sinnt á fjórða tug tilfella frá klukkan 5 til 9 í gærmorg- un og mestar annir voru vegna flutn- inga starfsfólks heilbrigðisgeirans sem þurftu að komast til og frá vinnu. að koma glugganum aftur í gatið en samt er það hlémegin," segir hann ennfremur. Jón Albert segir að svo virðist sem slæmur vindstrengur liggi um jörð- ina sem valdi stormhviðum enda hafi þau ítrekað orðið fyrir tjóni vegna veðurofsa á undanförnum tíu árum eða frá því þau keyptu gróðrarstöð- ina Braut í Reykholtsdal. „Við höfum átta sinnum orðið fyrir miklu tjóni á þeim tíu árum sem við höfum búið hérna. í flestum tilvikunum var það vegna veðurs," segir Jón Albert í Einnig voru fjölmargar fastar bif- reiðir dregnar úr snjósköflum víðs- vegar um borgina. Að sögn Kristins Ólafssonar, for- manns HSSR, var nýliðin óveðurs- helgi í heild mjög annasöm hjá HSSR. Fyrsta útkallið kom aðfara- nótt laugardags og síðan íylgdi annað í kjölfarið strax á laugardagsmorgun og loks hið þriðja í gærmorgun. Auk þess sem liðsmenn óku starfsfólki úr heilbrigðisgeiranum í og úr vinnu, sem var uppistaðan í hjálparstarfinu, aðstoðaði sveitin lögregluna við ýmis verkefni. Alls voru 13 bifreiðir á veg- um HSSR í notkun þegar mest var og eru þá meðtaldar einkabifreiðir liðs- manna HSSR. Reynslan af illviðrum ekki fyrir hendi ly'á borgurum Kristinn segir færðina þá verstu síðan 1983 og þar sem langt sé um lið- ið síðan borgarar fengu að takast al- mennilega á við vetur konung, virðist samtali við Morgunblaðið en þau eru með tvö samtals sextán hundruð fer- metra gróðurhús þar sem þau rækta paprikur. Nefnir hann sem dæmi að í óveðrinu í desember 1997 hafi brotn- að um 500 rúður í gróðurhúsunum og í janúar árið eftir hafi brotnað um 300 rúður. Auk þess hafi þau orðið fyrir plöntutjóni. Fyrsta tjónið sem þau hafi hins vegar orðið fyrir var í óveðrinu í janúar 1991 en þá hafi þau verið illa tryggð. Síðan þá hafi þau reyndar verið betur tryggð og fengið bætur en þó aldrei að fullu eins og engu líkara en að þeir hafi gleymt því hvemig eigi að bera sig að við slíkar aðstæður. „Þegar nokkrir svona veðurkaflai- komu í röð árið 1983 þá var fólk farið að komast upp á lagið með að meta aðstæður rétt, þ.e. hvenær óhætt væri að að leggja af stað út í umferð- ina og hvenær best væri að halda sig heima,“ segir Kristinn. „Þessi reynsla var hins vegar ekki til staðar um helgina og fólk spáði þar af leið- andi ekki rétt í hlutina." Hann segir jafnframt að tímabært sé að huga að því hvernig megi auka upplýsingaflæði til almennings í að- stæðum sem þeim er ríktu um helgi- na og bendir á, að á tölvuöld væri sjálfsagt unnt að koma á fót fleiri upplýsingaleiðum en hafa verið not- aðar til þessa. í gærmorgun hafi engu að síður margir hlustað á viðvaranir í útvarpi og tekið mark á þeim. Kristinn segir þá borgarstarfs- menn og aðra snjómokstursmenn hafa unnið þrekvirki í snjómokstri um helgina, sérstaklega þegar óveðr- ið skall á aðfaranótt laugardags. „Það var með ólíkindum hvað menn voru snöggir út og duglegir að ryðja götur miðað við hvemig aðstæðumar vora og okkur fannst þeir standa sig virki- lega vel,“ segir hann. Hjálparsveit skáta í Kópavogi var á ferðinni í fyrrinótt með á annan tug liðsmanna á tveim bifreiðum eftir að aðstoðarbeiðni barst frá lögreglunni í Kópavogi um klukkan 2. Einkum þurfti að koma fólki sem hafði fest bifreiðir sínar í sköflum til aðstoðar. Að sögn Oddgeirs Sæmundssonar, formanns HSSK, var það mál liðs- manna hans að annað eins óveður hefði ekki komið síðan 1989 en menn myndu þó best eftir illviðravetrinum 1983. gerist og gengur með slíkar trygg- ingar. „Þegar við keyptum gróðrar- stöðina vissum við að stöðin hefði farið illa í óveðri árið 1981 en síðar fóram við að heyra af fleiri tilvikum," segir Jón Albert og bendir aukin- heldur á að lesa megi um slæman vindstreng við Braut í sögu Borgar- fjarðar. Hann segist því vera farinn að velta því fyrir sér af alvöra hvort ekki séu einhveijir möguleikar á því að losna við gróðrarstöðina til að mynda með því að aðilar ríkisins kaupi stöðina á svipaðan hátt og Of- anflóðasjóður kaupir Mðarhús á svæðum þar sem ekki þykir búandi vegna snjóflóðs. „Það er nóg að þurfa að hafa áhyggjur af lífsviður- værinu þótt maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af Mðarhúsnæðinu líka,“ segir Jón Albert að lokum. „Ein- manalegt í bílnum“ VISTIN var Reyni Freyssyni 17 ára pilti frá Ólafsvík ekki góð í fólks- bifreið hans sem festist á Fróðár- heiðinni í óveðrinu í fýrrinótt með þeim afleiðingum að hann mátti dúsa í bifreiðinni alla nóttina fram til klukkan 6 í gærmorgun þegar björgunarsveitarmenn frá Ólafsvik fundu hann. Lögreglan á Ólafsvík kallaði út menn frá þremur björgunarsveitum upp úr klukkan átta á sunnudags- kvöld til að sækja fólk sem fest hafði bifreiðir sínar á heiðinni og var Reynir sá síðasti sem bjargað var. Kallaðar vora út fjórar bifreiðir frá þremur björgunarsveitum, tveir snjósleðar og rúmlega tuttugu menn. Níu manns var bjargað af heiðinni og fimm eða sex bflar skild- ir eftir. Björgunarleiðangurinn gekk ekki átakalaust fyrir sig því björgunarsveitamennirnir festu sig sjálfir á heiðinni í gærmorgun en komust af sjálfsdáðum til byggða um klukkan hálfníu í gærmorgun Mesta leitin var gerð að Reyni sem staddur var á sunnanverðri heiðinni og var farið með hann á sveitabæ í Staðarsveit. Hann var staddur á Vegamótum í Miklaholts- hreppi klukkan 20:17 í gærkvöldi og hafði því verið í bflnum frá þeim túna og þar til honum var bjargað á heiðinni um sexleytið í gærmorgun. Að sögn Adolfs Steinssonar, lög- regluvarðstjóra á Ólafsvík, var veð- ur mjög slæmt á Fróðárheiði en það fór að ganga niður um sex- eða sjö- leytið í gærmorgun. Björgunar- sveitamenn áttu fullt í fangi með að tolla á snjósleðum og þurftu sumir þeirra að snúa við. Viðvaranir fóru framhjá pilti Reynir var á leiðinni frá Borgar- nesi til Ólafsvíkur á sunnudagskvöld og hafði að eigin sögn ekki heyrt neinar viðvaranir sem gefnar höfðu verið út um óveðrið sem var í nánd. „Ég fór upp á heiðina og þá kom svo geðveikt veður að óg komst ekki Iengra,“ sagði Reynir. „Vinur minn vissi af mér og lét björgunarsveitina vita og hún kom sfðan að mér um morguninn.“ Nærri lætur að Reynir hafi dvalið í bifreiðinni hátt í hálfan sólarhring, þar af dijúgan hluta tímans í óupp- hitaðri bifreiðinni þar sem hann varð að drepa á vél hennar fijótlega eftir að hún stoppaði. Ekki tókst honum að sofna svo nokkru næmi og þótti honum vistin slæm allt þar til björgunarsveitarmenn fundu hann. „Ætli ég hafi ég hafi ekki sofið í 30 mínútur eða svo og mér var frek- ar kalt. Ég heyrði siðan í útvarpinu að enn ætti eftir að ná í einn mann af heiðinni og var að vona að þar væri átt við mig. Það var ein- manalegt og skitkalt í bflnum, en björgunarsveitarmennimir gáfu mér að borða, fengu mér teppi og unnu þetta ágæt.lega," sagði Reynir. Bóndinn á Braut í Reykholtsdal man ekki annað eins veðurhögg Stofugluggi sogað ist út í heilu lagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.