Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagafrumvarp átta þingmanna þingflokks Samfylkingar Vilja nema á brott bráðabirgða- ákvæði um umhverfismat ÁTTA þingmenn þingflokks Sam- fylkingarinnar lögðu í gær fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Er um að ræða breytingu á ákvæði til bráðabirgða nr. 2 í lögunum, þar sem kveðið er á um að fram- kvæmdir, samkvæmt leyfum sem gefin voru út fyrir 1. maí 1994, skuli ekki háðar mati á umhverfis- áhrifum samkvæmt lögum nr. 63 frá 1993. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að það er flutt í fram- haldi af svörum iðnaðarráðherra við fyrirspurn Sighvats Björgvins- sonar um virkjunarleyfi og um- hverfismat. í svari ráðherra hafi komið fram að þónokkur fjöldi virkjunarheimilda er í lögum, sér- staklega lögum um raforkuver, nr. 60 frá 1981, sem taldar eru undan- þegnar ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum þótt fram- kvæmdir séu ekki hafnar. Nái þess- ar lagaheimildir til ársins 1947, en á árunum 1947-56 hafi Alþingi sett fjórum sinnum lög um ný orkuver Rafmagnsveitna ríkisins. Þessi lög eru enn í gildi og þar er að fínna ónýttar heimildir en um er að ræða litlar virkjanir, að því er segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að hitt sé alvarlegra, að í lögum um raforkuver sé að finna virkjunar- heimildir stórra raforkuvera eða heimildir til verulegra stækkana á eldri raforkuverum sem stjómvöld telja undanþegin mati á umhverfis- áhrifum um ókominn tíma. Össur Skarphéðinsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og hann ALÞINGI sagði löngu tímabært að nema um- rætt ákvæði á brott. Rakti hann að lög um umhverfismat hefðu verið sett á sínum tíma í samræmi við skuldbindingar Islands vegna Evrópska efnahagssvæðisins. Sagði hann að jafnframt því sem lögin hefðu verið samþykkt hafi á síðustu stundu verið ákveðið að hnýta við lagafrumvarpið tillögu sem kom fram í umhverfisnefnd þingsins um að þær framkvæmdir sem fengið hefðu leyfi fyrir tiltekna dagsetn- ingu þyrfu ekki að hlíta þessu mati. Afleiðingar þess væru að allmargar heimildir væri að finna í núgildandi lögum um raforkuver og virkjanir sem heimiluðu mjög miklar fram- kvæmdir á hálendinu án þess að beina yrði þeim í farveg löggilts umhverfismats. Á við um átta virkjanir „Mér þótti merkilegt að verða þess áskynja að hér er um að ræða a.m.k. átta stórar virkjanir eða meðalstórar sem heimild er fyrir. Eg tók eftir því að þeir sem áttu mestan þátt í umræðunni af hálfu stjórnarliða og okkar stjórnarand- stæðinga gerðu sér ekki grein fyrir þessu,“ sagði Össur. Hann bætti því við að í kjölfar umræðunnar um Fljótsdalsvirkjun væri ófært að láta þessi lög liggja óbreytt. Taka þyrfti af allan vafa um að allar stórframkvæmdir þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum, hvað sem liði bráðabirgðaákvæðinu. „Eg held að allir skynsamir menn hljóti að komast að því að einungis með þeim hætti getum við í heiðri haft varúðarregluna sem allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi hafa að minnsta kosti í orði lýst því yfir að þeir fylgi,“ sagði Össur. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, lýsti yfir stuðn- ingi við frumvarpið og sagðist mundu taka það vel til skoðunar í umhverfisnefnd þingsins þar sem hún á sæti. „Hér er verið að grípa til örþrifaráða til þess að, ég vil segja, koma vitinu fyrir ríkisstjórn- ina. Auðvitað er fullkomin ósvinna sem hér hefur verið við lýði að virkjanaheimildir sem eru jafnvel áratuga gamlar skuli ekki eiga að taka til endurskoðunar þegar við búum nú við lög um mat á um- hverfisáhrifum sem skylda okkur til að setja í lögformlegt mat allar framkvæmdir af því tagi sem hér um ræðir,“ sagði Kolbrún. Ráðherra samþykkur meginhugsun frumvarpsins Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði í ræðu sinni um frum- varpið að ljóst væri að ef það yrði samþykkt óbreytt þýddi það að Fljótsdalsvirkjun færi í mat á um- hverfisáhrifum. Alþingi hefði hins vegar fjallað ítarlega um það mál og þar hefði því verið hafnað á lýð- ræðislegan hátt í atkvæðagreiðslu og síðan hefði verið samþykkt að halda áfram með framkvæmdina með meiri þingmeirihluta en stjórnarflokkarnir hefðu á bak við sig. „I þessu frumvarpi er farið fram á að Alþingi breyti bráðabirgða- ákvæðinu þannig að allar fram- kvæmdir sem þar eru taldar upp fari í mat á umhverfisáhrifum og það verði engin undanþága. Ég er sammála þeirri meginhugsun sem kemur fram í greinargerðinni með þessu frumvarpi, þ.e.a.s. að það væri æskilegt að meta umhverfis- áhrif framkvæmda á þeim tíma sem framkvæmdin er að fara í gang,“ sagði Siv og skýrði það þannig að ekki ætti að taka ákvörðun um framkvæmdir og fara í þær löngu seinna, jafnvel áratugum síðar. „Eg vil undirstrika í því sambandi að það væri æskilegt að hafa lögin þannig að þau endurspegluðu líð- andi stund,“ sagði hún ennfremur. Siv sagðist vera sammála því meginviðhorfi að það væri eðlilegt að það væri einhvers konar sólar- lagsákvæði í lögum um umhverfis- mat, þannig að þessi leyfi fjöruðu út. Taldi hún eðlilegt að slíkt kæmi til skoðunar þegar fram kæmi nýtt frumvarp um lög um umhverfismat en það væri nú í vinnslu. Til varnar veðurhug- tökum SEX þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu íslands. Flutnings- menn tillögunnar eru Kristján Páls- son, Guðjón Guðmundsson, Guð- mundm- Hallvarðsson, Sturla D. Þorsteinsson, Einai- K. Guðfinnsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Halldór Blöndal. í tillögunni felst að umhverfisráð- herra feli Veðurstofu íslands að nota íslensku hugtökin logn, hægur vind- ur, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass vindur, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður og fárviðri eins og við á í veðurlýsing- um og veðurspám í ljósvaka- og prentmiðlum samhliða metrum á sekúndu þegar lýst er veðurhæð. í greinargerð með tillögunni segir að íslensk veðurhugtök eigi sér jafn- langa sögu og landnámið og hafi að stofni til lítið breyst í aldanna rás. Veðurstofa íslands hafi tekið upp þá nýbreytni að tala í veðurspám og veð- urlýsingum í ljósvakamiðlum um metra á sekúndu þegar veðurhæð er lýst. Gömul íslensk orð á borð við logn, hægan vind og andvara séu ekki lengur notuð í fjölmiðlum af starfs- mönnum þessarar opinberu stofnun- ar. Skýringar á þeirri nýbreytni hafi ekki verið sannfærandi, heldur óljós- ar í meira lagi, enda ekkert sem bendi til að nauðsynlegt sé að fella þessi hugtök úr orðasafni Veðurstof- unnar. Með þessari ákvörðun sé málfar Islendinga þynnt út og íslensk tunga gerð fátæklegri og málvitund og málskilningur takmarkaðri. Ungt fólk alist ekki lengur upp við þessa orðnotkun og orðin verði svo aðeins til í orðabókum, öllum gleymd og grafin nema sérfræðingum. Samstaða við Alþingi Þingmenn fóru ekki varhluta af ófærðinni í gær, fremur en aðrir landsmenn. Jóhanna Sigurðardótt- ir alþingismaður festi bifreið sína í snjónum á bílastæði Alþingis og naut liðsinnis samflokksmanns síns Lúðvíks Bergvinssonar, Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, Guðmundar Guðbergssonar þing- varðar og tveggja tápmikilla drengja við að losa bílinn úr hremmingunum. Verður ekki annað sagt en sam- staðan hafi borið árangur í þessu máli. lillip Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13:30 og eru eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Meðferðarstofnanir. Til heil- brigðisráðh. Beiðni um skýrslu. 2. Fjárreiður rfkisins (laun, risna o.fl.) lagafrumvarp. Frh. 1. um- ræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 3. Tollalög (aðaltollhafnir) laga- frumvarp. Frh. 1. umræðu. (At- kvæðagreiðsla.) 4. Mat á umhverfisáhrifum (und- anþáguákvæði) lagafrumvarp. Frh. 1. umræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 5. Notkun íslenskra veður- hugtaka hjá Veðurstofu íslands. Þingsályktunartillaga. Frh. fyrri umræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 6. Starfsheiti landslagshönnuða (landslagsarkitektar), lagafrum- varp. 2. umræða. 7. Höfundarlög (EES-reglur), lagafrumvarp, 1. umræða. 8. Skylduskil til safna (heildar- lög), lagafrumvarp, 1. umræða. 9. Grunnskólar (fulltrúar nem- enda), lagafrumvarp, 1. umræða. 10. Lögleiðing ólympískra hnefa- leika, lagafrumvarp, 1. umræða. 11. Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, lagafrumvarp, frh. 1. umræðu. 12. Eftirlit með útlendingum, lagafrumvarp, 1. umræða. 13. Bætt réttarstaða barna, þingsályktunartill. Fyrri umræða. 14. Tekjustofnar í stað söfnunar- kassa, þ.tillaga. Fyrri umræða. Gaf Árnastofnun myndskreytt handrit að Snorra Eddu Sýnir hugmyndir manna um forna kappa og guði Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Örn Arnar, ræðismaður íslands í Minnesota, afhendir Vésteini Ólasyni, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar, myndskreytt handrit að Snorra Eddu að gjöf. ÖRN Arnar, læknir og ræðismaður Islands í Minnesota, hefur afhent Stofnun Árna Magnússonar að gjöf myndskreytt handrit Snorra Eddu. Snorra Edda er til í allmörgum papp- írshandritum frá því eftir siðbreyt- ingu, auk hinna fornu skinnhandrita. „Við erum afskaplega glöð yfir svona gjöfum," sagði Vésteinn Ólason for- stöðumaður, en handritið er eitt þriggja frá því um 1700 með mynd- skreytingum sem sýna hugmyndir manna um foma kappa og guði. „Þessar Snorra Eddu uppskriftir og fleiri uppskriftir frá 17. og 18. öld eru þáttur í merkilegri menningar- hefð og þó hinn fomi texti Snorra Eddu breytist ekki við svona handrit eru þau vitnisburður um menningu síns tíma og um það hvemig menn á endurreisnar- og fommenntatíma unnu með þessa gömlu hefð,“ sagði Vésteinn. „Þar að auki era þama Ijómandi skemmtilegar myndskreyt- ingar og má kannski tala um ákveð- inn skóla þarna fyrir austan. Jakob Sigurðsson, sem skrifaði handritið og teiknaði og litaði myndimar, hefur lært af presti sem var í nágrenni við hann og raunar kóperað hans myndir með tilbrigðum. Svo er hitt sem við metum afskaplega mikils, að maður eins og Öm Amar, sem er staddur þama vestra, skuli leggja mikið á sig til að finna þennan grip, sem hann óttaðist að myndi kannski glatast í meðföram fólks sem skildi ekki ís- lensku.“ Þetta handrit Snorra Eddu hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því hún flutti til Vesturheims. Sagði Vésteinn að þingeysk kona, sem flutti með fimm böm vestur um haf, hefði tekið það með sér. „Það er hægt að rekja það að hand- ritið er komið frá ættingjum hennar og átti faðir hennai- það áður,“ sagði hann. „Þau settust að á bæ, sem kall- aður er Melstad í Manitoba, en sonur hennar flutti til Norður-Dakota og gerðist þar mjög efnaður bóndi. Seinni liðir fluttu norður til Sask- atchewan, þar sem Ken Melsted býr en langamma hans fór með bókina vestur.“ Sagði Vésteinn að eigendurnir hefðu gert sér grein fyrir hvað þeir vora með í höndunum, J)ví þau hefðu komið handritinu til Arnastofnunar fyrir nokkram árum, þar sem gert var við það. „Það var svo Öm sem samdi við hann og gaf okkur bókina," sagði hann. „Reyndar keypti hann líka af honum Guðbrandsbiblíu sem hann átti og er nú komin hingað. Henni verður væntanlega ráðstafað á góðan stað. Þetta er uppranaleg prentun frá 1584 og er hún í fallegu bandi frá 1625. Þetta er gott eintak en lítillega þarf að gera við fremstu síðumar. Þetta era mjög verðmætir hlutir og gott að fá þá til landsins.“ Ný heimasíða Um leið og Snorra Edda var afhent opnaði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra nýja heimasíðu Stofn- unar Áma Magnússonar á íslandi. Þar er að finna margvíslegar upplýs- ingar um stofnunina, starfsemi henn- ar og rit. Að sögn Vésteins verður fljótlega hægt að skoða tiltölulega góðar myndir af handritum á vefnum. Þegar era nokkur handrit komin á vefinn eða um 1-2000 síður sem hægt er að skoða og fá upplýsingar um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.