Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 35 LISTIR Sungið til ferðalags TONLIST B tí s t a ð a k i r k j a STÚLKNAKÓR BÚSTAÐAKIRKJU Stúlknakór Bústaðakirkju söng fslensk og erlend lög; píanóleikari Guðni Þ. Guðmundsson; stjórnandi Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Gestir kórsins voru Kór Þorfinnsbræðra og Léttsveit Kvennakórs Reykja- víkur. Píanóleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir og stjórnandi Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Laugardag kl. 15.00. STÚLKNAKÓR Bústaðakirkju viðheldur þeirri hefð íslenskra kóra að leggja yfir höf og lönd til að syngja fyrir aðrar þjóðir. Nú í vik- unni fer kórinn með stjórnanda sín- um Jóhönnu V. Þórhallsdóttur í fimm daga tónleikaferð til Eng- lands. Verkefnaskrá kórsins í tón- leikaferðinni er nokkuð viðamikil og skiptist í þrjá hluta; andlega tónlist, veraldlega tónlist og þjóð- lög frá ýmsum löndum. Á tónleik- um í Bústaðakirkju á laugardag söng kórinn nokkur lög af efnis- skránni, en auk þess léku stúlkur úr kórnum á fiðlur. Það var reynd- ar fiðludúettinn sem hóf tónleikana með tveimur íslenskum þjóðlögum, Ólafi Liljurós og Hani, krummi, hundur, svín. Þetta var fín byrjun, stúlkurnar léku skínandi vel, tand- urhreint og fallega. Þjóðlega hrynjandin í seinna laginu vafðist ekkert fyrir ungu stúlkunum. Kór- inn söng fyrst þjóðlagið Gefðu að móðurmálið mitt við kvæði Hall- gríms Péturssonar og Guð sem skapar líf og ljós, eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæði sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Bæði lögin voru prýðilega sungin. Ungversku Óska- steinarnir hafa sest að í íslensku kórtónbókmenntunum, lagið fallegt og snjall íslenskur texti Hildigunn- ar Halldórsdóttur fer laginu svo dæmalaust vel. Kórinn naut þess að syngja þetta óskalag og innlifunin var mikil. Nú komu fleiri klassískar íslenskar kórperlur; Smaladrengur Skúla Halldórssonar, Ki’ummi svaf í klettagjá og söngur Dimmalimm efth’ Atla Heimi Sveinsson. Ein- söngvarar stúlknakórsins stóðu sig frábærlega vel; hver einasta þeirra, og kórinn aldeilis vel settur að hafa slíkar söngraddir innanborðs. Krummavísurnar voru sísta lagið sem sungið var; innkomur efri raddanna ómarkvissar og loðnar. Eflaust væri betra hjá kórstjóran- um að sleppa nótunum og gefa inn- komur betur; syngja minna með kómum og láta stelpurnar treysta betur á eigin getu. Þetta var gegn- umgangandi vandi en mest áber- andi þarna. Lag Kabalewskíjs, Senn kemur vor, á það sammerkt með Óskasteinunum að syngjast vel, - ekki síst vegna þess hve ís- lenski textinn er vel lukkaður. Hér var kórinn líka í essinu sínu og söng dýnamískt og músíkalskt. Enski sálmurinn Dagur er risinn var þokkalega sunginn, en vantaði meiri hljóm í hæðinni. Valstaktur- inn í Vínarljóði Schuberts höfðaði hins vegar greinilega til stúlknanna og þær sungu lagið fjörlega undir dillandi „úmm pa pa“ leik Guðna Þ. Guðmundssonar píanóleikara. Álandseyjaslagarinn Vem kan segla var sunginn af einlægni og innlifun, en nokkuð vantaði á að síðasta lag- ið sem kórinn söng; Memory eftir Andrew Lloyd Webber væri nógu gott. Það var þó einkum áberandi í seinni hlutanum, þar sem kórinn var óöruggur og því náði lagið ekki því risi sem ætlast er til. Gestir stúlknakórsins voru Kór Þorfinnsbræðra og Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, en Jó- hanna V. Þórhallsdóttir er stjórn- andi þeirra beggja. Kór Þorfinns- bræðra er lítið söngfélag, og markmið þess greinilega að gleðja sig og aðra fremur en að fórna sér á æðstu altari sönglistarinnar. Þeir bræður sungu þrjú lög; Sæfaraljóð, Einbúann eftir Magnús Eiríksson og Óla Lokbrá eftir Carl Billich. Síðasta lagið var best, - sennilega þó erfiðast í flutningi. Léttsveit Kvennakórsins söng fjögur lög; Eg man það enn, Stúlkuna við hliðið eftir Freymóð Jóhannsson og Ömmubæn eftir Jenna Jóns, sem öll gerðu það gott í óskalagaþáttum Útvarpsins á sínum tíma; og loks rússneska slagarann Vertu til er vorið kallar á þig. Konurnar sungu öll lögin skínandi vel og af ein- beittri innlifun og sönggleði. Ekki spilltu fyrir frábærar útsetningar píanóleikara þeirra Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Bergþóra Jónsdóttir M-2000 Þriðjudagur 15. febrúar. Ténleikar í Salnum, Kópa- vogi kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í þrí- þættri hátíð Tónskáldafélags Islands: íslensk tónlist á 20. öld. Flytjendur á tónleikunum eru: Marta Guðrún Halldórs- dóttir, sópran, Ingveldur Yr Jónsdóttir, mezzósópran, Finnur Bjarnason, tenór og Örn Magnússon, píanó. Miðasala: Upplýsingamið- stöð ferðamála, Bankastræti 2, og við innganginn. Launakerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Tk bílar betri notaðir bðar VíPka daga 9-18 Laugardag 10-16 Hyundai Pony Lsi Nýskr. 09.1994, 1300cc, 3 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 60.þ. Verð: 490.þ. Skrnr. PT966 VW Transporter Nýskr. 12.1998, 2000cc, 4 dyra, 5 gíra, hvitur, ekinn 22.þ. Verð: 1.550.þ. Skrnr. LL109 Hyundai Accent Glsi Nýskr. 09.1997, 1500cc, 4 dyra, 5 glra, blár, ekinn 43.þ Verð 890.þ Skrnr. ND701 Renault Twingo Nýskr. 09.1995, 1200cc, 3 dyra, 5 glra, rauður, ekinn 55.þ Verð: 570.þ Skrnr. AG309 Hyundai Sonata Glsi Nýskr. 11.1994, 2000cc, 4 dyra, 5 gfra, rauður, ekinn 76.þ. Verð: 790.þ. Skrnr. VH590 VW Golf CL Nýskr. 01.1995, 1400cc, 3 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 101 .þ. Verð: 690.þ. Skrnr. TU288 Hyundai H100 m/gluggum Nýskr. 05.1997, 2400cc, 5 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 103.þ. Verð: 870.þ. Skrnr. ST692 Volvo S70 2400cc 4 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 41 ,þ. Verð: 2.790.þ Skrnr. SN656 Grjóthálsi 1 • 575 1230 VW Vento Nýskr. 02.1998, 1600cc, 4 dyra, 5 glra, grænn, ekinn 24.þ. Verð: 1,290.þ. Skrnr. RB560 Land Rover Discovery TDI Windsor Nýskr. 10.1997, 2500cc dfsil, 5 dyra, sjálfskiptur, d.blár, ekinn, 55.þ. Verð: 2.690.þ. Skrnr. VE108 Mercedes Benz 230E Nýskr. 09.1997, 2300cc, 4 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 112.þ. Verð: 1,590.þ. Skrnr. NT619 Hyundai Elantra Glsi Nýskr. 08.1998, 1600cc, 5 dyra, 5 glra, blár, ekinn 14.þ. Verð 1.260.þ. Skrnr. DV045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.