Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 5 AT VINNUAUG S I IM G Al Biskup íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Ingjaldshólsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi frá 1. maí 2000 • Kirkjumálaráðherra skipar í embættið. • Um launakjörfer skv. ákvörðun kjaranefnd- ar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. • Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um- sókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. • Valnefnd velur sóknarprest skv. starfsreglum um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. • Heimilt er að óska eftir að almennar prests- kosningar fari fram samkvæmt 20. gr. starfs- reglna um presta nr. 735/1998, en ákvæðið er svohljóðandi: „Óski minnst þriðjunguratkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa bor- ist biskupi eigi síðar en að hálfum mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar". • Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups- stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550, fax 551 3284. • Umsóknarfrestur rennur út 20. mars 2000. • Umsóknir sendist Biskupi íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31,150 Reykjavík. Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug- lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlíta breytingu á störfum sínum og verksviði á skip- unartímanum sbr. 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fjármálastjóri Þekkt framsækið framleiðslufyrirtæki á Stór- Reykjavíkursvæðinu, með tæplega hálfs millj- arðs króna veltu, sem selurframleiðslu sína á innlendum og erlendum mörkuðum óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Starfssvið: • Yfirstjórn fjármála, umsjón með bókhaldi og samskipti við endurskoðanda. • Gerð rekstrar-, greiðslu- og fjárhagsáætlana. • Umsjón með greiðslu innlendra og erlendra reikninga. • Þátttaka í stefnumótun og markaðsmálum. • Gerð söluáætlana með söludeild. • Umsjón með skipulagi skrifstofuhalds. • Tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun á sviði viðskipta- eða hagfræði. • Mjög góð almenn tölvukunnátta. • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. • Frumkvæði, skipulagshæfni og lipurð í samskiptum er nauðsynleg. • Reynsla af hliðstæðum störfum. I boði er fjölbreytt og krefjandi starf í góðri starfsaðstöðu. Skriflegar umsóknir með nauðsynlegustu upp- lýsingum s.s. menntun, aldri og fyrri störfum, fjölskylduhagi og aðrar þær upplýsingar sem gera það kleift að meta hæfni umsækjenda. Með umsóknir verðurfarið sem trúnaðarmál og ekki verður haft samband við aðra nema slíkt sé heimilað í umsókn eða í samráði við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Umsókn skal send til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 24. febrúar nk. merkt: „F — 9263". Seltjarnarnesbær Skjalavörður/ bókavörður Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða bóka- safnsfræðing(a) til starfa. Um er að ræða hálfa stöðu á Bókasafni Seltjarnarness. Störfin felast m.a. í að hafa yfirumsjón með skjalavörslu, umsjón heimasíðu, upplýsinga- þjónustu, sjá um útgáfumál og skráningu. Störfin gera kröfu um að menn geti unnið sjálf- stætt og í hópi og hafi áhuga á og vilja til að taka þátt í uppbyggingu og mótun upplýsinga- þjónustu á Seltjarnarnesi. Menntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur sambærileg menntun áskilin. Upplýsingar gefur Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður, í síma 561 2050. Organisti við Kópavogskirkju Laust er til umsóknar starf organista við Kópa- vogskirkju, en í kirkjunni er nýlegt32 radda pípuorgel. Við leitum að organista sem hefur reynslu af kórstjórn. Gert er ráð fyrir að nýr organisti hefji starf í apríl/maí. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við tónlistarskólakennara (TKÍ). Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skulu berast til Kópavogs- kirkju, pósthólf 241, 200 Kópavogi, eða í sím- bréfsnúmer 554 1897, fyrir 1. mars nk. Nánari uplýsingar um starfið veita Haukur Hauksson, formaðursóknarnefndar, í síma 893 0794 og Þórunn Björnsdóttir í síma 554 4548. Blaðbera vantar í Grafarvog - Borgarhverfi ^ | Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Keflavík Skrifstofustarf Laust er starf í innheimtudeild embættisins í Keflavík. Tölvukunnátta æskileg. Um er að ræða fullt starf. Umsóknareyðublöð fást hjá embættinu. Laun samkvæmt kjarasamningum opnberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar undirrituðum fyrir 19. febrúar nk. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Börkur Eiríksson, skrifstofustjóri embættisins, í síma 421 4411. Keflavík, 7. febrúar 2000. Sýslumaðurinn í Keflavík. ---- SINCE 1 9 6 6 - Nýr og glæsilegur veitingastaður Brasserie Askur óskar eftir að ráða matreiðslu- mann í fullt starf, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í símum 698 8846, 897 7759 * eða hjá rekstrarstjóra í síma 553 9700. Tollskýrslugerð — birgðaumsjón Starfsmann vantar í innflutningsfyrirtæki í Reykjavíktil að hafa umsjón með birgðakerfi í Navision Financialstölvukerfi, ásamttoll- skýrslugerð og öðrum almennum skrifstofu- störfum. Vinnutími erfrá kl. 8:30 til 17:00 mánu- daga til fimmtudaga og 8:30 til 14:00 á föstu- dögum. Um er að ræða framtíðarstarf og við- komandi þarf að geta byrjað fljótlega. ^ Áhugasamirsendi upplýsingartil afgreiðslu Mbl., merktar: „IS — 02", fýrir 21. febrúar nk. REYKJALUNDUR Leikskólinn Birkibær Leikskólakennara vantar í 50% stöðu fyrir há- degi frá og með 1. mars nk. Til greina kemur *'* að ráða starfsmann með reynslu af uppeldis- störfum eða aðra uppeldismenntun. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Sigursteinsdóttir, í síma 566 6200 (177). □ N N □ WWW.ONNa.IS Tækniteiknari Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að að ráða tækniteiknara með mjög góða AutoC- AD þekkingu og skilning á þrívíddarteikningu. Umsóknir berist til Onno ehf., Skúlagötu 61 a , 105 Rvk. fyrir 21. febrúar. Ritari óskast Áfasteignasölu óskast ritari í fullt starf. Starfs- reynsla ekki skilyrði. Góð íslensku- og tölvu- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Ritari - 9264", fyrir 23. febrúar. Rennismiður Óskum eftir að ráða rennismið. Upplýsingar á verkstæðinu, Súðarvogi 14 eða í síma 568 1820. Jens Árnason ehf., Súðarvogi 14, Reykjavík. Hjólbarðaverkstæði Óskum eftir að ráða starfsmenn, ekki yngri en 25 ára. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar á staðnum og í síma 587 5810. Höfðadekk ehf., Tangarhöfða 15. Trésmiðir Óskum eftir trésmið á verstæði okkar vönum smíði innréttinga. Fjölbreytt verkefni. Sökkull ehf, Funahöfða 9, sími 577 6100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.