Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra Umferðarmál verði færð undir samgönguráðuneyti HALLDÓR Blöndal, forseti Aiþing- is og fyrrverandi samgönguráð- herra, kveðst þeirrar skoðunar að færa eigi umferðarmál undir sam- gönguráðuneytið, enda búi starfs- menn þess yfir meiri þekkingu en starfsmenn og undirstofnanir dóms- málaráðuneytisins í þeim efnum. Um þetta atriði hafi hins vegar ekki verið samkomulag milli hans og fyrrverandi dómsmálaráðherra, Þorsteins Pálssonar, í ríkisstjórn. Halldór segir að sér hafi þótt gæta misskilnings í svörum Helga Hall- grímssonar vegamálastjóra og Tóm- asar Jónssonar, yfirlögregluþjóns á Selfossi, í Morgunblaðinu í gær, þar sem borin var undir þá sú tillaga Halldórs, sem hann hafði viðrað í grein í Morgunblaðinu, að Vega- gerðin fengi heimild til að stöðva umferð um þjóðvegi að vetrarlagi. „Þegar ég er að tala um þá atburði sem gerðust í Þrengslunum um síð- ustu helgi er ég að minna á að það er Kjöriðí stiórn sparisjóða BORGARSTJÓRN kaus á fimmtu- dag fulltrúa í stjóm Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, og stjóm Sparisjóðs vélstjóra. Árni Sigurðsson og Arni Sigfússon vom kjörnir i stjórn SPRON. í stjórn Sparisjóðs vélstjóra vom Alfreð Þor- steinsson og Guðmundur Jónsson kjörnir. of mikið um það að illa búnir bílar, eða bflar með kerrar, séu að fara upp á fjöll í tvísýnu," segir Halldór. Segir hann að auðvitað eigi menn rétt á að komast leiðar sinnar, en ís- lendingar megi hins vegar aldrei gleyma því að þeir búa á norðlægum slóðum og að það getur verið jafn hættulegt að fara illa búinn upp á heiðar eins og út í stórfljót. „I þetta skipti varð til allrar ham- ingju ekkert slys en það breytir ekki þeirri skoðun minni að Vegagerðin eigi að hafa fastari tök á þessum málum og mér finnst útúrsnúningur að tala um lögregluaðgerðir í því efni,“ segir Halldór. Kveðst hann einfaldlega vera að tala um að Vega- gerðin hafi heimild til að beina illa búnum bifreiðum frá og geti ákveðið að ekki sé heimilt að fara með kerrar upp á fjöll í tvísýnu. Þurfi að kalla til löggæslulið í þessu sambandi geri menn það einfaldlega. Edith Sischka og Amheiður Sig- urðardðttir voru á leið heim úr skólanum í Hveragerði þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti leið um bæinn. Þar hefur verið þung- fært eins og víðar á landinu. SéraGunnar í sérverkefni I Á GRUNDVELLI úrskurðar áfrýj- unarnefndar þjóðkirkjunnar hefur biskup íslands ákveðið að sr. Gunn- ar Björnsson, sóknarprestur í Holt- sprestakalli í ísafjarðarprófasts- dæmi, færist til í starfi frá og með 1. aprfl. Mun sr. Gunnar starfa á veg- um biskups við margvísleg sérverk- efni. Starfsstöð hans verður á höf- | uðborgarsvæðinu. Fram til þess tíma mun sr. Gunn- I ar áfram gegna sama starfi og und- anfarna þrjá mánuði. Þá hefur sr. Gunnari verið gefinn kostur á að tjá sig um tilmæli áfrýj- unarnefndar um að honum verði veitt áminning.Embætti sóknar- prests í Holti verður auglýst fljót- lega. Prestsþjónusta í Holtspresta- kalli hefur verið falin prófasti ísafjarðarprófastsdæmis og sóknar- | presti Þingeyrarprestakalls uns nýr 1 sóknarprestur hefur verið skipaður. 1 Kostnaður við snjómokstur í Reykjavík fram úr áætlun Borgarráð skoði fyrirkomulag moksturs INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hyggur að kostnaður Gatnamálastjóra vegna snjó- moksturs í Reykjavík á árinu stefni verulega fram úr áætlun. Hún telur rétt að borgarráð fari yfir það hver er orðinn kostnaður og hvað menn sjá fyrir sér að kostnaðurinn verði mikill í lok árs. Þetta kom fram í svari borg- arstjóra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á borgar- stjórnarfundi í fyrrakvöld um fyrirkomulag við snjómokstur í borginni. Guðlaugur Þór spurði hvort ekki mætti gera betur í að ryðja snjó af götum og gangstéttum borgarinnar. Hann benti á að enn væru fjölmargar götur og gang- stéttar illfærar eftir mikla ofan- komu síðasta mánaðar og kallaði eftir viðbrögðum frá meirihluta borgarstjórnar um hvort gera ætti bragarbót á þessu. Borgarstjóri sagði að erfitt væri fyrir tæki og tól Gatnamál- astjóra að hafa undan í því mikla fannfergi sem verið hefur í borg- inni undanfarið. Hún sagðist telja að menn hefðu þar reynt sitt besta en gætu kannski aldrei gert svo öllum líkaði. Borgar- stjóri telur eðlilegt að farið verði yfir það í borgarráði hvernig áætlanir Gatnamálastjóra eru al- mennt um gatnamokstur og hver forgangsröðunin er. Borgarstjóri benti á að ákvörð- un hefði verið tekin um það í borgarstjórn að í bröttustu göt- unum í Grafarholti, nýjasta hverfi borgarinnar, yrði gert ráð fyrir snjóbræðslukerfi og þannig ætti að vera vel séð fyrir því að menn kæmust leiðar sinnar þar þrátt fyrir snjóa. Fjölskyldur fái aukinn stuðning Um 80% foreldra langveikra barna hafa einkenni al- varlegra álagssjúkdóma. Það kom í ljós í nýrri rann- sókn sem greint var frá á málþingi Umhyggju um málefni langveikra barna. Brynja Tomer heyrði á ræðumönnum að brýn þörf er á aukinni sálfélagslegri þjónustu og fjárhagslegri aðstoð. Morgunblaðið/Golli Frá málþingi um málefni langveikra barna og fjölskyldna þeirra. NÚ HILLIR undir að sett verði lög um málefni langveikra bama og segja má að það sé ljósið sem við sjáum í myrkrinu," sagði Ragna Marínósdóttir, varaformaður Umhyggju, að loknu málþingi sem félagið hélt í síðustu viku. Ragna sagði að í þingsályktunartillögu væri gert ráð fyrir að langveik börn nytu sömu rétt- inda og fötluð böm, en réttindaleysi hefði háð langveikum börnum og fjölskyldum þeirra mikið. Fjölmennasti hópur langveikra barna er, að sögn Rögnu, þau sem þjást af astma og ofnæmi. Langveik böm teljast einnig þau sem vegna veikinda þurfa sjúkrahúsvistun, lyfja- gjöf eða læknisaðstoð í þrjá mánuði eða lengur og í þeim hópi eru til dæmis hjartveik, flogaveik og geðsjúk böm, auk bama með krabbamein, sykursýki, efnaskiptasjúkdóma, Tourette heilkenni, psoriasis og exem, klumbufætur og skarð í vör eða góm. Ennfremur svokölluð axl- arklemmuböm og þau sem hafa alvarlega sjaldgæfa sjúkdóma. Foreldrar langveikra bama geta sjaldnast unnið báðir utan heimilis og tekjutap íjölskyldna er oft veru- legt. Misjafnt er eftir stéttarfé- lögum hvemig þau styðja við bak félagsmanna sinna sem eiga lang- veik böm, en margir foreldrar búa við fjárhagslegt óöryggi. Einnig era allt of mörg dæmi um að fólki sé sagt upp störfum vegna langvarandi veikinda bama og úr þessu er brýnt að bæta ásamt sálfélagslegri þjónustu fyrir foreldra og systkini veiku barnanna. Félagið Umhyggja var stofnað íyrir 20 áram og stóð fagfólk á barnadeildum Landspítala og Landakotsspítala að stofnun þess til að bæta hag bama á sjúkrahúsum og standa vörð um félagsleg réttindi langveikra barna. Foreldrar gengu síðan í auknum mæli í félagið og fyrir fjórum áram var þvi breytt í regnhlífarsamtök foreldrafélaga langveikra bama. Foreldrafé- lögin eru nú 13 talsins og segir Ragna að þau hafi meðal annars komið því til leiðar að félags- ráðgjafi var ráðinn við Landspítalann. Stjórnvöld og vinnuveitendur semji um lengri veikindarétt Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var meðal ræðumanna á málþinginu og sagði brýnt að fjölga þeim dögum sem foreldrar geta verið frá vinnu til að sinna veikum bömum sín- um án þess að tapa launum. Nú geta þeir verið frá vinnu í sjö daga á ári vegna veikinda bama, en í máli Ingibjargar kom fram að í Noregi halda foreldrar óskertum launum í allt að þrjá mánuði. Hún sagði að stjórnvöld og atvinnu- rekendur yrðu að vinna að og ná saman um bætta réttarstöðu foreldra að þessu leyti. Ráð- herra greindi frá nýstofnuðum velferðarsjóði íslenskra barna, en úthluta ætti úr honum til stuðnings foreldra lang- veikra bama. Barnaspítala bar alloft á góma á málþinginu og einnig málefni geð- sjúkra bama. Gerði ráðhema hvort tveggja að umræðuefni í ræðu sinni og sagðist hafa verið sökuð um að mismuna geð- sjúkum bömum þar sem ekki væri gert ráð fyr- ir þeim á nýjum barnaspítala. Sagði hún það einróma álit fagfólks að best væri fyrir geðsjúk böm að vera í fjölskylduvænu umhverfi, ekki á sjúkrahúsi. í því ljósi hefði verið horfið frá þeirri hugmynd að hafa barnageðdeild inni á barnaspítala og hugað að frekari uppbyggingu barna- og unglingageðdeildar, sérstaklega bráðamóttöku. „Geðsjúk börn verða ávallt of- arlega á forgangslista meðan ég er ráðherra," vora meðal lokaorða hennar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunar- fræðingur hefur kynnt sér rannsóknir sem tengjast systkinum langveikra barna. Sagði hún að ung systkini gerðu sér grein fyrir al- varleika veikinda þótt ekki væri búið að út- skýra hann fyrir þeim og ljóst væri að upplifun barna væri oft meiri en foreldrar gerðu sér grein fyrir. Komið hefði í ljós að systkini á ungl- ingsaldri gerðu sér skýra grein fyrir hversu mikið foreldrar legðu á sig við umönnun veika bamsins, en þótt systkini heyrðu um alvarleika sjúkdóms tengdu þau þær upplýsingar ekki við veikt systkini sitt fym en á síðustu stundu. Alvarlegir streitusjúkdómar hjá flestum foreldrum Rúmlega 80% foreldra langveikra barna hafa einkenni alvarlegra streitusjúkdóma, eða því sem kallað er post traumatic stress disorder. Þetta kom fram í erindi Huldu Guðmundsdóttur sálfræðings, en hún gerði nýlega rannsókn á áhrifum sem veikdindi bams hafa á fjölskyldur og þörf- um þeirra. Mun þetta vera fyrsta rannsókn af þessu tagi sem gerð er hér á landi og sagðist Hulda ekki enn hafa lokið endanlegri úrvinnslu hennar. Þó væri ljóst að þörf á sálfélagslegri þjónustu væri mjög mikil, enda væru alvarleg álagseinkenni algengari meðal foreldra lang- veikra barna en hjá þeim sem lent hefðu í snjó- flóðunum á Súðavík og á Flateyri. Benti hún á að þeir hefðu fengið áfallahjálp á sínum tíma en P engin aðstoð af því tagi stæði foreldram og fjöl- skyldum langveikra barna til boða. Sagðist Hulda mjög slegin yfir þessum nið- urstöðum, enda hefði hún vart trúað þeim sjálf. Greinilegt væri að brýn þörf væri á að foreldrar fengju góðan stuðning, einkum á þeim tíma er barn greinist með langvinnan sjúkdóm. Meirihluti aðspurðra kvaðst ánægður með þá þjónustu sem í boði er, sérstaklega læknis- L fræðilega þjónustu. Hulda sagði að sér hefði j komið á óvart að aðeins tæplega helmingur § hefði talið að frekari fjárhagsaðstoð vantaði, P hún hefði álitið að þörfin væri meiri. Ljóst væri að fólk bæri sig vel, þótt það yrði fyrir tekjutapi í tengslum við veikindi barna sinna. Ásgeir Haraldsson bamalæknir sagði meðal annars í ræðu að í framtíðarsýn sinni væri þverfaglegt teymi á bamaspítala, sem sinnti sálfélagslegri þjónustu við fjölskyldur lang- veikra barna. Ragna Marínósdóttir; varafor- maður Umhyggju, er því sammála. „Eg held að L sálfræðingur, prestur, félagsfræðingur og geð- | læknir sem eiga að styðja við fjöl- § skyldur langveikra barna verði að | þekkja aðstæður þeirra og þurfi því að hafa ákveðna sérþekkingu. Þegar barn greinist með langvinn- an sjúkdóm hrynur veröldin hjá fjölskyldu þess. Með góðum stuðningi frá upp- hafi held ég að hægt sé að vinna mikilvægt for- varnarstarf. Foreldrar langveikra barna eiga góð samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og eru ánægðir með þjónustu þeirra. Hins vegar má , ekki gleyma því að bak við hvert bam er íjöl- g skylda og henni þarf líka að sinna.“ Eru ánægðir með læknisfræðilega þjónustu Veikindaréttur í Noregi er þrír mánuðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.