Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 1 3 Jón Gunnarsson nýkjörinn formaður Landsbjargar Ahersla lögð á samningu laga um réttindi og skyldur björgunarfólks Á LANDSÞINGI Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem fram fór um síðast- liðna helgi, var Jón Gunnarsson kosinn nýr formaður samtak- anna. Dr. Olafur Proppé, fráfarandi for- maður Landsbjargar, hafði beðist lausnar frá störfum þar sem hann hefur tekið við starfi rektors Kenn- araháskóla Islands. Ýmislegt á döfinni innan Landsbjargar Jón Gunnarsson segir ýmislegt á döfinni hjá Lands- björg. Lögð verður áhersla á að ljúka samningu laga um réttindi og skyldur björgunarsveitafólks og framundan sé vinna við slysafor- varnir. Ennfremur verður lögð áhersla á að fá fullgildan fulltrúa Landsbjargar inn í Almannavarna- ráð. Hann segir einnig að starfsemi samtakanna hafi gengið mjög vel eftir sameiningu SVFÍ og Lands- bjargar í fyrra og haldið verði áfram að vinna að sameiningu að- ildarsveita Landsbjargar. Ólafur Proppé, fráfarandi for- maður, hefur verið viðriðinn björg- unarmál hérlendis í 42 ár og hefur verið formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá sameiningu SVEÍ og Landsbjargar á síðasta ári, en þar áður hafði Ólafur gegnt for- mennsku í Landsbjörg frá stofnun hennar árið 1991. Þar áður var Ól- afur í forystu fyrir Landssamband Hjálparsveita skáta. „Kennaraháskólinn er stór og vaxandi stofn- un og það er of mikið íyrir einn mann að sinna formennsku í Landsbjörg og gegna rektorsembætti sam- tímis,“ segir Ólafur. Hann tók við embætti rektors hinn 1. janúar síðastliðinn en stöðu- veitingin lá íyrir í des- ember sl. Slysavarnafélagið Landsbjörg er stærstu sjálfboðaliðasamtök í landinu sem í eru 20 þúsund meðlimir og nærri 4 þúsund félagar í yfir 100 björgunarsveitum um land allt. Réttarstaða björgunarfólks verði tryggð Jón Gunnarsson segir að það mál sem brýnast sé að vinna að á næst- unni sé samning laga um réttindi og skyldur björgunarfólks. „Við leggjum mikla áherslu á að réttarstaða björgunarfólks verði skilgreind og tryggð í lögum enda er það mikið hagsmunamál fyrir okkur,“ segir hann. „Björgunarfólk vinnur ábyrgðarmikið starf í um- boði lögreglunnar en réttindi og skyldur þess eru hvergi skilgreind- ar í lögum eða samkomulagi milli þess og lögreglunnar.“ Hann segir hugmyndir hafa komið fram innan Landsbjargar um að efla umræðu um umferðarslysavarnir í landinu með samstilltu átaki tryggingafé- laga, fjölmiðla og opinberra aðila. „Við höfum áhuga á því taka á þessum málum með kerfisbundnum hætti og ennfremur viljum við að almenn slysavarnafræðsla í skólum landsins verði tekin fastari tökum en gert hefur verið til þessa,“ segir hann. „Það er mjög hendingum háð hvernig þessari fræðslu er háttað í dag og það er mjög áríðandi að koma skipulagi á þessi mál t.d. í grunnskólum landsins. Við ætlum því að beita okkur fyrir því að gerð verði athugun á því hvar þessi mál eru á vegi stödd í grunnskólunum. Við vitum að sumir skólar sinna slysavarnafræðslu þótt hún sé al- mennt lítil og í því tilliti viljum við efla hana með skipulögðum hætti og fá viðeigandi aðila til samstarfs við okkur.“ Fyrir þremur árum fékk Lands- björg og SVFÍ samþykktan áheyrnEirfulltrúa inn í almanna- varnaráð. Miðað við þann veiga- mikla þátt sem Jón segir að Slysa- varnafélagið Landsbjörg vinni á sviði almannavarna, verði lögð áhersla á að fá fullgildan fulltrúa inn í almannavarnaráð. „Um síðustu helgi fóru t.d. fram mjög umfangsmiklar björgunarað- gerðir víða um Iand þótt björgunar- aðgerðirnar í oíviðrinu í Þrengslun- um hafi staðið upp úr þegar 1.500 manns voru flutt úr ökutækjum sínum í skjól. Þótt ekki hafi verið litið formlega svo á að þessi aðgerð hafi verið almannavarnamál má segja að hún hafi verið almanna- varnaaðgerð vegna umfangsins. Það er því eðlileg að Landsbjörg eigi fullgildan fulltrúa í almanna- varnaráði." Jón Gunnarsson Morgunblaðið/Friðrik Gígja Oveðurs- skýin reyná að ná yfir- höndinni VEÐRABRIGÐIN sem blasað hafa við Dalvíkingum er tilkomu- mikil sjón. Það er sól aðra stund- ina en éljagangur hina. Skýja- slæðan hangir yfir fjallstoppum út Eyjafjörðinn en á móti sjást óveðursskýin reyna að ná yfir- höndinni. Samherji hf. stefndi rfkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra Mega nýta 206 milljóna króna tap Kirkjusands SAMHERJA hf. er heimilt að draga uppsafnað tap Kirkjusands hf., framreiknað rúmlega 206 milljónir króna, frá skattskyldum tekjum sín- um gjaldárið 1997, samkvæmt niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sl. hlaupársdag. Forsaga málsins er sú að Kirkju- sandur, sem lengst af var í eigu SÍS og síðar Hamla hf., eignarhaldsfé- lags Landsbankans, sameinaðist Strýtu. Var samrunaáætlun þar að lútandi undirrituð í árslok 1995 og yfirtók Strýta eignir og skuldir Kirkjusands. Samrunaáætlunin var síðar samþykkt á hluthafafundum Strýtu og Kirkjusands sumarið 1996. Um svipað leyti sameinuðust Strýta og fimm önnur fyrirtæki und- ir nafni Samherja hf. Hið sameinaða félag yfirtók þá réttindi og skyldur Strýtu. Forsendur vefengdar Deila Samherja og ríkisins stóð um það hvort Strýtu og síðar Sam- heija hefði verið heimilt að yfirfæra uppsafnað tap Kirkjusands og nýta það til frádráttar skattskyldum tekjum eins og gert hafði verið gjaldaárin 1996 og 1997. Ríkisskattstjóri úrskurðaði 16. desember 1997 að samruni Kirkju- sands og Strýtu hefði ekki uppfyllt ýmsar lagalegar forsendur yfir- færslu skattalegs taps á milli félaga. Voru opinber gjöld Samherja og Strýtu því endurákvörðuð fyrir fyrr- nefnd gjaldaár. Samherji hf. undi ekki úrskurði ríkisskattstjóra og stefndi fjármála- ráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til að fá honum hnekkt. Héraðsdómur staðfesti þann hluta úrskurðar ríkisskattstjóra, er varð- aði skattframtal Strýtu árið 1996, en felldi úr gildi þann hluta sem laut að endurákvörðun opinberra gjalda Samherja gjaldárið 1997. Gísli Baldur Garðarsson hrl. sótti málið fyrir Samherja hf., en Einar Karl Hallvarðsson hrl. var málsvari ríkisins. Dómsmálaráðherra á málþingi um sakhæf börn og réttarkerfíð Meðferðarstefna grundvalli refsingu SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir að leggja beri með- ferðarstefnuna til grundvallar við fullnustu refsingar þegar ungir af- brotamenn eiga í hlut. Þetta kom fram í máli Sólveigar á málþingi um sakhæf börn og réttarkerfið. Sólveig benti á að meðferðarstefn- an byggðist á því sjónarmiði að markmið refsinga væri að gera brotamenn að betri mönnum og end- urhæfa þá. Hún sagði Fangelsismálastofnun og Barnaverndarstofu hafa gert með sér samkomulag um að vistun fanga, yngri en 18 ára, yrði að jafnaði á með- ferðarheimilum þar sem fram færi sérstök meðferð, enda værí talið að það væri þeim fyrir bestu. Með þessu samkomulagi er að hennar mati stig- ið stórt skref í rétta átt við fullnustu refsingar ungra afbrotamanna. Sólveig benti á að lágmarkstími til vistunar á meðferðarheimilum fyrir ungmenni væri sex mánuðir, óháð lengd refsitímans. Því kynni að þykja vænlegra að afplána dóminn í venju- legu fangelsi, í þeim tilfellum þar sem skilorðsbundinn dómur væri skemmri en sex mánuðir, en það væri undir foreldrum ungmennisins og barnaverndamefnd komið að taka ákvörðun sem samrýmdist sem best hagsmunum barnsins. Einnig sagði hún að jákvætt væri að ungmenni sem hefðu hafið afplánun á meðferð- arheimili og yrðu átján ára á refsi- tímanum fengju að ljúka afplánun- inni á heimilinu. Hún benti einnig á tengsl fíkniefnaneyslu og afbrota ungmenna. „Við verðum að gera okk- ur grein fyrir samspili fíkniefnan- eyslu og afbrotum ungmenna, sem ég tel að sé síst vanmetið. Aðgerðir til að sporna við neyslu fíkniefna eru því fallnar til þess að hamla gegn því að ungmenni leiðist inn á braut af- brota,“ sagði Sólveig Pétursdóttir. Rúm 90% telja brýnt að velja formann RÚMLEGA þrír af hverjum fjórum eru þeirrar hyggju að það sé mikil- vægt fyrir Samfylkinguna að stofn- aður verði formlegur flokkur á þessu ári, samkvæmt skoðanakönn- un Þjóðarpúls Gallup. 91% aðspurðra taldi að máli skipti að flokkurinn hefði formann og voru 76,4 af hundraði þeirrar hyggju að hann þyrfti að velja fyrir vorið. Össur Skarphéðinsson efstur á blaði Gallup lagði einnig spurninguna: „Hver finnst þér að ætti að verða formaður Samfylkingarinnar?" fyrir þá sem þátt tóku í könnuninni og var Össur Skarphéðinsson þar efst- ur á blaði. Veit ekki sögðu 50,6%, 19,4% kváðust styðja Össur, 8,2% Margréti Frímannsdóttur, 5,5% Jó- hönnu Sigurðardóttur, 2,2% Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, sem reyndar hefur sagt að hún hyggist ekki gefa kost á sér til starfans, og 1,6% Guðmund Árna Stefánsson. Innan við einn af hundraði nefndu Bryndísi Hlöðversdóttur (0,9%), Jón Baldvin Hannibalsson (0,7%), Rannveigu Guðmundsdóttur (0,5%), Sighvat Björgvinsson (0,4%), Lúð- vík Bergvinsson (0,3%), Þórunni Sveinbjarnardóttur (0,3%) og Stef- án Jón Hafstein (0,3%). 1,2% að- spurðra kváðust vilja „einhvern nýj- an“ og 0,7% sögðu „enginn" eða „vildu engan formann". Þessar niðurstöður eru úr könn- un, sem gerð var dagana 19. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 1.145 manns af öllu landinu, valið sem valdir voru með tilviljun úr þjóðskrá og svarhlutfall einnig 70%. Vikmörk í þessum könnunum eru 2 til 4%. Rritax Bama- Mstólar Fyxir alla aldurshópa í miklu úrvali HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.