Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 53 ......... " ->>• tekið vel á móti manni hvenar sem komið var. Hinni var afar góður fjölskyldu- faðir og hélt fast um gullin sín þrjú. Um kórónu lífsins, hana Möggu, fór hann afar mjúkum höndum. Tengda- börnum og barnabörnum var Hinni jafnt faðir sem og afi. Farðu í friði, frændi minn. Guð vaki yfir ykkur öllum sem eigið um sárt að binda. Sigurjón Vigfússon. Undarlegir eru lífsins vegir. Fyrir um 50 árum heyrði ég mág minn Eberg, sem nú er látinn, fyrst minn- ast á Hinrik. Þeir voru góðir kunn- ingjar á æsku- og unglingsárum á Siglufirði. Svo skeður það á miðju ári 1998 að hjón frá Siglufirði flytja í íbúðina við hliðina á íbúðinni minni. Þetta voru Margrét og Hinrik og var ég ákaflega ánægð og hlakkaði til að kynnast þeim nánar. Ekki var lofið neitt oflof, sem mágur minn og systir höfðu látið falla um Hinrik, hann var einstakiega ljúfur og þægilegur og vildi allt gott gera. Því miður urðu kynnin ekki löng, þessi hægláti prúði maður fékk illvígan sjúkdóm, sem hann tók á með karlmennsku og æðruleysi og Margrét stóð eins og hetja við hlið hans. Eg þakka Hinriki samfylgd og kynni, sem urðu allt of stutt. Margréti og fjölskyldu færi ég innilegai' samúðarkveðjur. Ásta. Fyrir einu og hálfu ári fluttu Hin- rik Andrésson og kona hans Margrét Pétursdóttir héðan frá Siglufirði og hugðust eyða efri árunum saman í öðru umhverfi eftir langt og farsælt starf hér. Eftir mikla umhugsun seldu þau húsið sitt og keyptu fallega íbúð að Sléttuvegi 15 í Reykjavík, þetta var erfið ákvörðun, þar sem vandfundinn er sá maður sem unni fæðingarstaðnum sínum eins og Hinni, það ríkti gagnkvæm virðing milli hans og samborgaranna og ekki veit ég til að hann hafi átt í útistöðum við nokkurn mann. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sínu, Olíuverzlun Is- lands hf., mjög ungur og starfaði þar allan sinn starfsaldur, eða yfu- fimm- tíu ár og efast ég um að hann hafi nokkumtíma verið á launaskrá í að- alstarfi hjá öðrum vinnuveitanda, ég segi fyrirtækinu sínu, því engan mann þekki ég sem hefur unnið jafn vel og heiðarlega á allan hátt, gagn- vart sínum vinnuveitanda, og þó hann hefði átt það sjálfur. Mig langar hér, kæri vinur minn og frændi, að þakka þér fyrir vináttu og velvilja við mig og mína fjölskyldu alla tíð. Löngu áður en ég fæddist hafði tekist vinátta með þér og föður mínum sem hefur haldist alla tíð gagnvart fjölskyldunni, þið raunar biðuð saman eftir því að frumburður pabba fæddist og varst þú spenntur um það, hvort það yrðu nákvæmlega nítján ár á milli mín og þín. Svo varð ekki, ég kom í heiminn einum degi seinna. Svo annt hefur þú látið þér um velferð mína alla tíð síðan að þú hefur fylgst með mér í leik og starfi ætíð síðan og þá hvort ég hafi verið að gera eitthvað það sem gæti orðið til þess að ég komi of seint, til að geta spjarað mig á lífsleiðinni. Ég minnist jólapakkans sem þú hafðir alltaf laumað inn fyrir dyrnar á Hvanneyr- arbrautinni á leið þinni til kirkju á aðfangadagskvöld. Fyrir allmörgum árum eignaðist ég litla mynd sem mér þykir mjög vænt um, hún er tek- in á myndastofu og er af pabba, þér og mér þriggja til fjögurra ára. Þessa mynd hefur Ásdís konan mín látið stækka fyrir nokkrum árum, ég hafði sagt þér frá myndinni og taldi alltaf nægan tíma til að láta stækka aðra og gefa þér, en svo varð ekki. Tímanum er ekki úthlutað eins og við sjálf vildum, það vissir þú manna best, trúrækni þín og rækt við kirkjuna alla tíð hefur orðið til þess að þú varst eins vel undir það búinn og hægt er að kallið kæmi. Samstarf áttum við í sparisjóðn- um, þar sem þú hefur setið í stjórn þau tuttugu ár sem ég hef verið þar við stjórn, en báðir höfum við átt að- ild þar að í yfir 30 ár, þú sem ábyrgð- ar- og stjórnarmaður, ég sem starfs- maður. Þar varst þú traustur ráðgjafi. Ég vona að ég geti þakkað þér velvild og vináttu með því að rækta samband við fjölskyldu þína. í mínum huga þarf ekki að skrifa langt mál til að lýsa lífshlaupi Hin- riks Andréssonar, þó ég gæti líka skrifað heila bók um það, án þess að vera rithöfundur: Það er heiðarleiki gagnvart sjálfum sér, fjölskyldu og öllu öðru. Mér er ofarlega í huga það sem ég hef reynt að taka mér til fyr- irmyndar, það er að: Það sem við getum sagt um annað fólk, verðum við að geta sagt við það. Móðir mín, við Ásdís og fjölskyld- an öll þökkum samfylgdina og send- um vinum okkar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þina. Björn Jónasson. Kæri vinm-. Nokkur orð á kveðju- stund. Ég var búinn að fylgjast með lífsvilja þínum um nokkurt skeið og því stríði sem þú áttir í við illvígan sjúkdóm sem loks leysti þig úr þrautaböndum. Kunningsskapur okkar hófst þeg- ar á unga aldri. Báðir áhugalausir um bókleg fræði en þeim mun áhugasamari um allt sem verklegt var, einkum vélagrúsk og bíla. Fljótlega þegar aldur leyfði réð- umst við í það stórvirki að eignast eigin vörubíla. Á þessum árum (5. áratugnum) var næg atvinna á Siglu- firði, heimabæ okkar, fyrir slík tæki. I tengslum við slíka atvinnu, í hópi góðra félaga, var oft glatt á hjalla og margar endurminningar frá þeim tíma. Foreldrar þínir voru Andrés Haf- liðason kaupmaður og umboðsmaður OLÍS á Siglufirði um langt skeið og Ingibjörg Jónsdóttir. Heimili ykkar var orðlagt myndar- og mannrækt- arheimili. Þau hjón voru einstök, heimili þeirra stóð ætíð opið gestum og gangandi og þess nutu samstarfs- menn þínir af Bílastöðinni í ríkum mæli enda var Ingibjörg „drottning bæjarins" í þeirra augum sem og margra annarra. Við vorum saman á Bílastöðinni um tíu ára skeið eða allt til þess tíma er þú tókst við umboði OLÍS af föður þínum og ég fór út í vöruflutninga- rekstur. Kunningsskapur okkar hélst að sjálfsögðu áfram. Við vorum báðir í raun miklir Siglfirðingar og vildum veg okkar heimabyggðar sem mestan. Til marks um það má nefna að við tókum þátt í, ásamt nokkrum öðrum áhugasömum mönnum, að stofna fiskvinnslufyrirtækið „ísa- fold“ til að örva og skapa atvinnu í bænum. Það fyrirtæki gekk vel um allmörg ár. Eftir að ég flutti frá Siglufirði lá leiðin að sjálfsögðu oft norður og þá var litið við hjá OLÍS og rifjaðar upp gamlar „glettur". Eftii' verklok hjá OLÍS fluttuð þið Magga til Reykjavíkur. Því miður naustu ekki hvíldar og góðra daga nema í skamman tíma áður en heils- an tók að bila. Á þessari stundu verður mér hugsað til Möggu og barnanna ykk- ar, Jóns Andrésar, Ingibjargar, stjúpsonarins Theódórs og fjöl- skyldu þeirra, og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Þakka þér, vinur, öll góð sam- skipti og bið þér farsældar og góðrar heimkomu á landi lifenda. Minningin um góðan dreng mun lifa í huga okk- ar allra. Hilmar. Fyrir tuttugu og fjórum árum lá leið mín norður til Siglufjarðar, til nyrsta kaupstaðar þessa lands. Þangað hélt ég ásamt eiginkonu minni og syni eftir að hafa verið val- inn til að gegna prestsþjónustu þar á stað. Það er ekki ofmælt að fólkið þar á stað tók á móti okkur opnum örm- um. Hin háu fjöll og tignarlegi fjörð- ur virtist bjóða okkur velkomin til starfa. Fljótt komust við að því að í kaupstaðnum, i prestakallinu var til staðar mikill mannauður. Þar var og er auðvitað mikið af góðu fólki, sem lætur sér annt um menningu og líf staðarins. Einn úr þeim hópi var Hinrik And- résson eða Hinni eins og við nefnd- um hann oftast. Við hjónin vorum ekki búin að dvelja lengi á Siglufirði er þau hjón Hinrik og Margrét Pét- ursdóttir kona hans buðu okkur inn á heimili sitt. Opnuðu þau arma sína gagnvart okkur allt frá upphafi dval- ar okkar við hið nyrsta haf. Þau hjónin voru miklir höfðingjar heim að sækja. Það gleymist seint þegar þau á okkar fyrstu jólum í Siglufirði héldu okkur jólaboð á heimili sínu. Höfðu þau nokkrar áhyggjur að því hvemig okkur liði á hátíðinni, þar sem okkar nánasta fjölskylda væri ekki nærri. Oft áttum við eftir að vera gestir þeirra á myndai'legu heimili þeirra. Hann Hinni setti svo sannarlega svip sinn á Siglufjörð og mannlífið þar. Hann var fæddur þar og alinn upp af foreldrum sínum, sæmdar- hjónum Ingibjörgu Jónsdóttur og Ándrési Hafliðasyni kaupmanni. Oft er það svo í lífinu að eplið fell- ur ekki langt frá eikinni. Rétt eins og faðir hans var Hinrik mjög vikur í öllum félagsmálum á Siglufírði. Allir sem störfuðu með honum á þeim vettvangi komust fljótt að því hve heilsteyptur maður hann var. Hann var heill í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Oft var haft á orði að það væri hægt að treysta honum, hann kæmi öllu í verk sem honum væri treyst fyrir. Þess vegna var hann valinn til forystu í félagsmál- um. Mest og best tengdist ég honum í gegnum kirkjustarfið. Á þeim vett- vangi komst ég að því að hann átti sína folskvalausu barnatrú, sem hann í gegnum árin ræktaði með því að taka þátt í guðsþjónustu sunnu- dagsins og kirkjustarfinu. Hann átti sitt fasta sæti á kirkjubekknum í hinni myndarlegu og glæsilegu Siglufjarðarkirkju. Ef hann var ekki á sínum stað í kirkjunni þegar guðs- þjónustan hófst var ljóst að hann var ekki heima, ekki á staðnum. Mikið er það dýrmætt kirkjunni að eiga slíkt fólk að. Það verður sá grunnur sem byggja má á. Það einmitt gerði söfn- uður hans, Siglufjarðarsöfnuður, og valdi hann til trúnaðarstarfa. Gegndi Hinrik starfi gjaldkera í ein 22 ár. í þvi ábyrðamikla starfi hans kom skýrt fram hve nákvæmur hann var. Hann var einn þeirra sem ekki vildi skulda neinum neitt og taldi að svo ætti einnig að vera með kirkjuna. Oft hefur það verið haft á orði að rekstur hennar sé til fyrirmyndar innan þjóðkirkjunnar. Honum Hinna leist ekki á það í byrjun að byggja upp safnaðarheim- ili á kirkjuloftinu. Það gæti orðið söfnuðinum of dýrt. Skynjaði hann þó mikilvægi þess fyrir safnaðar- starfið. Sóknamefndin hið ágæta fólk, Kristinn Þorsteinsson sem var for- maður nefndarinnar, Jónas Björns- son, Skúli Jónasson, Jón Dýrfjörð og Hinrik sjálfur gerðu ráð fyrir því að greiðslum ætti að vera lokið innan tíu ára. Tákn um stórhug og gjaf- mildi Siglfirðinga og að þar er til staðar góður og traustur Sparisjóð- ur, elsta peningastofnun landsins, varð til þess að lítið var um skuldir eftir um það bil ár, frá vígslu safnað- arheimilisins árið 1982. Vel var stað- ið að öllum málum. Það er í raun erfitt að hugsa sér Siglufjörð án hans Hinna. Það eru engar ýkjur að segja að hann hafi verið einn af bestu sonum Siglufjarð- ar. Hann og Margrét léðu lífinu þar liti. Heil í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ljúflyndi þeirra er svo mörgum kunnugt og þekkt. Þegar bróðir Hinna, Hafliði, var kvaddur aðeins fimmtugur að aldri var vitnað í minningargrein um hann í orð Gríms Thomsen er segja. „Látlauatf fas og falslaust hjarta finnst ei annað betra skraut.“ Þessi góðu orð eiga ekki síður við um hann Hinna. Genginn er góður drengur, sem mátti ekki „vamm sitt vita“. Hann sýndi mikið æðruleysi í öllu lífi. I sjúkdómsbaráttu sinni ekki síst þegar ljóst var hvert stefndi vissi hann hvað myndi hjálpa mest eins og reyndar í öllu lífi. Trúin, barnatrúin sem hann átti svo sterka og ræktaði svo vel. Hann var mikill fjölskyldumaður. Það var honum því dýrmætt að fjöl- skylda hans öll, eiginkonan, börniiT og afabörnin sem hann átti svo mikið í gátu verið nærri, haldið í hönd hans er kallið kom þann 25. febrúar síð- astliðinn. Huggun fyrir þau öll, eins og ávallt þegar við kveðjum ástvin burt úr heimi, eru minningarnar góðu og ljúfu um hann. Glaðlyndi hans, ein- lægni, greiðvirkni og heilindi öllu lífi eru verundarþætti sem koma upp í hugann þegar að hið eilífa austur blasir við. Það er mikil og dýrmæt gjöf lífi að fá að kynnast slíkum manni eins og honum Hinna. Vissulega gat hann á stundum sagt okkur samferðafólk- inu „til syndanna". Hann var ákveð- inn og hélt fast í skoðanir sínar semv ávallt tengdust mikilli réttlætis- kennd í öllu lífi. En „vinur sá sem til vamms segir“. Um leið og það var borið fram var um leið ávallt svo mikil umhyggja til staðar, sem sýndi best hans innri mann. Leiðsögninni var því ávallt vel tekið. Spor hans Hinna hafa markað braut og sú braut er til staðar þó að hans njóti ekki lengur við. Það er bæn okkar að hinn lifandi guð og faðir styðji þig Margrét, börnin þín og tengdabömin ok barnabörnin. Orð sálmanna hafa talað til ykkar um lífsins braut. Þar á meðal sálmur V.V Snævam er segir: Þú Kristur ástvin alls sem lifir ertennámeðalvor. Þú ræður mestum mætti yfir ogmáirdauðans spor. Þú sendir kraft af hæstum hæðum svo himinvissan kveikir líf í æðum og dregur heilagt fortjald frá Oss fegurð himins birtist þá. Guð blessi ykkur öll. Kveðju flyt ég ykkur frá fjölskyldu minni. Vigfús Þór Ámason. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BJÖRNSINGA STEFÁNSSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra, Grandavegi 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks R 3 á Grensás- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun. Stefán Björnsson, Gyða Guðbjörnsdóttir, Helga Björnsdóttir, Stefán Ágústsson, Sveinn Björnsson, Örn Björnsson, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Jón Björnsson, Svana Júlíusdóttir, Þórdfs Björnsdóttir, Stefán Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. + Hjartans þakkir fyrir vinarhug auðsýndan mér við andlát og útför mannsins míns, THORSTEN FOLIN. Góður Guð launi ykkur öllum. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Jónsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Brúnastekk 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.30. Laufey Kristinsdóttir, Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir, Brynhildur Magnúsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Rúnar Reynisson, Magnús Reynir Rúnarsson, Laufey Svafa Rúnarsdóttir. I + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við lát föður okkar, sonar, bróður, mágs og frænda, LEIFS FRIÐRIKSSONAR, Einarsnesi 42a, Reykjavík. Margrét Leifsdóttir, Baldur Leifsson, Friðrik Kristjánsson, Margrét Kristjánsson, Maríanna Friðriksdóttir, Bjarni Friðriksson, Efemía Guðmundsdóttir, Anna Maren Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.