Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
*----------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hinrik Andrés-
son fæddist á
Siglufirði 3. júní
1926. Hann andaðist
á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 25. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Andrés Hafliðason
kaupmaður, f. 17. 8.
1891, d. 6.3. 1970, og
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja, f. 12.11
'»1890, d. 26.5 1961.
Hinrik átti tvö systk-
in: Hafliða, f. 26.3.
1920, d.13.4 1970, og
Sigríði Jóhönnu, f. 15.12.1923.
Hinrik kvæntist 5.10.1957 eftir-
lifandi eiginkonu sinni Margréti
Pétursdóttur fv saumakonu og
skrifstofukonu, f. 20.2 1923 í
Tungukoti á Vatnsnesi. Foreldrar
hennar voru Pétur Theodór Jóns-
son, f. 6.3.1892, d. 21.9.1941, bóndi
í Tungukoti, og kona hans Kristfn
Jónsdóttir, f. 12.7.
1891, d. 31.7 1961.
Börn Hinriks og Mar-
grétar eru: 1) Theódór
Kristinn Ottósson við-
skiptafræðingur, _ f.
25.7 1951, maki Ámý
Elíasdóttir fræðslu-
stjóri, f. 14.7 1952.
Synir Theodórs eru
Rúnar og Grétar
Sveinn. 2) Jón Andi’jes
Hinriksson umboðs-
maður, f. 19.5 1958,
maki Jónína Brynja
Gísladóttir, f. 18.9
1947. Sonur Jóns er
Snævar Jón. 3) Ingibjörg Hinriks-
dóttir læknir, f. 6.2. 1962, maki
Andrés Ragnarsson sálfræðingur,
f. 7.5. 1954. Dóttir Ingibjargar er
Margrét.
Hinrik gekk í Barna- og gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar og lauk
sfðan prófi frá Iðnskóla Siglufjarð-
ar. Hinrik hóf ungur störf hjá Olíu-
verslun Islands og átti þar allan
sinn starfsferil. Fyrst sem sumar-
afleysingamaður á skólaárum sín-
um, síðar fastráðinn sem af-
greiðslumaður og 1970 tók hann
við starfi föður síns sem umboðs-
maður Olíuverslunar Islands á
Siglufírði og gegndi því starfi fram
til ársins 1999 er hann lét af störf-
um vegna aldurs. Hann v_ar því
starfsmaður Olíuverslunar Islands
í meira en hálfa öld. Um margra
ára skeið starfaði hann jafnframt
sem ökukennari á Siglufírði. Hin-
rik gegndi ýmsum félags- og trún-
aðarstörfum í bæjarfélaginu. Hann
var í 30 ár einn af ábyrgðarmönn-
um Sparisjóðs Siglufjarðar og átti
sæti í stjórn sparisjóðsins í 21 ár.
Hann átti sæti í sóknarnefnd Siglu-
fjarðarkirkju í 22 ár, lengst af sem
gjaldkeri. Þá var hann virkur í
starfi Lionshreyfingarinnar og
Frímúrarareglunnar og fleiri fé-
laga. Um nokkurra ára skeið var
hann hluthafi og sljórnarmaður í
Isafold hf. sem rak samnefnt frysti-
hús og útgerð á Siglufirði. Síðasta
æviár sitt bjó Ilinrik í Reykjavík.
IJtför Hinriks fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 16.
HINRIK
ANDRÉSSON
í dag kveð ég tengdaföður minn
hinstu kveðju og mig langar með fá-
um orðum að þakka góða samfylgd
*neð einstökum manni. Á svona
stundum leita margar minningar á
hugann líkt og kvikmynd í bútum.
Allar þessar minningar eru litaðar
svipuðum litum. Sumar þeirra eru
erfiðar - einkum þær sem eru nýj-
astar og tengdar veikindum og upp-
gjöri við lífið og dauðann - en allar
eru þær hreinskiptar, fullar vænt-
umþykju, heilar og sannar. Og ef til
vill er það einmitt svo að erfiðu hlut-
irnir reynast dýrmætastir þegar upp
er staðið. Hver og ein þessara minn-
inga gefa mynd af manni sem fær
næstu mögulega lyndiseinkunn sam-
ferðamanna sinna. Það er því í auð-
mýkt að ég þakka íyrir allt sem að
mér hefur snúið. Að taka mig inn í
fjölskylduna, gefa mér hlutdeild og
vináttu eru fjársjóðir sem ég mun
alltaf varðveita í hjarta mínu.
í upphafi var það þannig með okk-
ur að sá okkar sem eldri var tók að
sér að fræða þann yngri um þá hluti
sem hann taldi mér skylt að kunna
nokkur skil á. Hinni var óendanleg
uppspretta fróðleiks um ættina og
átthagana, um söguna og samtím-
ann. Trúmennskan gagnvart því sem
honum var kært var mjög mikil og
taldi hann mikils um vert að ég vissi
sem mest. Urðu þetta mörg kvöld
■íttíkillar ánægju fyrir mig; ekki bara
vegna þess að frásagnargáfan var í
góðu samræmi við þekkingarbrunn-
inn, heldur líka vegna þess að ánægj-
an af því að eiga þessar samvistir var
djúp. Oftar en ekki dvöldum við við
þetta svo lengi að aðrir voru farnir í
svefn. Hver þessara stunda var með
þeim hætti að sú næsta var tilhlökk-
unarefni. Það var því svo með mig
eins og marga aðra að þó að stundum
væri erfitt að komast til Siglufjarðar
vegna erfiðrar tíðar, var alltaf gott
að vera kominn. Gestrisni þeirra
hjóna var alrómuð og fór ég ekki var-
hluta af henni, þótt ég hafi rænt
einkadótturinni. Samheldni þeirra
og gæfuríkt líf var mér einnig aug-
íjóst.
Þegar veikindin voru orðin stað-
reynd kom nýr kafli í samskipti okk-
ar. Það var Hinna fullkomlega eðli-
legt að nú snerum við dæminu
svolítið við. Nú var kominn tími til að
dvelja við annars konar viðfangsefni,
sem tengdust líðandi stund. Hann
stjórnaði því að nú ræddum við um
eðli og inntak þess sem var að bær-
ast með honum sjálfum. Veikindin
reyndust marghöfða þurs sem þurfti
að snúa sér að. Opinskár, hreinskipt-
ur og af fullkomnu æðruleysi tók
jhanri á móti því sem að bar. Þó að
‘fiSiikil umræða væri um sálarlífið og
uppgjörið við lífið og dauðann reynd-
ust mestu áhyggjuefnin snúast í
kring um þá sem eftir lifðu og honum
voru svo kærir, einkum Möggu sem
hann vissi að ætti mesta missinn
þegar að kæmi.
Heill, óskiptur og óbugaður undir-
r^Bó hann sig í sama anda og hann lifði
'&flu sínu lífi. Trúfesta Hinna var svo
einlæg og djúp að rætur hennar voru
kræktar í bjarg. Með henni og full-
kominni sátt við gott lífshlaup kvaddi
hann þennan heim á sömu stundu og
sólin skreið yfir snævi þakin fjöllin
og landið sýndi sína allra fegurstu
ásýnd sem þakklætisvott til þessa
gegnumgóða manns sem nú var að
kveðja og fara heim.
Með virðingu og þakklæti.
Andrés Ragnarsson.
Elskulegur tengdafaðir minn hef-
ur nú kvatt eftir erfið veikindi. Um
þrjátíu ár eru liðin síðan hann tók
fyrst á móti mér á Siglufirði en þang-
að lá leiðin til að vera samvistum við
núverandi eiginmann minn,
Theodór, stjúpson Hinriks. Þau
hjónin opnuðu heimili sitt fyrir mér
og Hinni réð mig í vinnu til sín hjá
Olís. Hann var góður yfirmaður og
kenndi mér margt og afar vel fór um
mig hjá þeim Möggu. Gestrisni var
Hinna í blóð borin en best naut hann
sín við borðstofuborðið þar sem hann
skenkti af höfðingsskap og ræddi líf-
ið á Siglufirði í nútíð og þátíð. Ég
fann líka fljótt að hann var vel virtur
í bæjarfélaginu.
Síðar meir fengu synir mínir,
Rúnar og Grétar Sveinn, að njóta
þess að dvelja á sumrin hjá afa og
ömmu fyrir norðan. Þeir fengu að
hjálpa afa á skrifstofunni, sendast
um bæinn og fara með olíubílnum að
dæla olíu í skip og á heimili. Dvölin á
Sigló var ánægjuleg og lærdómsrík
rejmsla fyrir þá og eiga tengdafor-
eldrar mínir miklar þakkir skildar
fyrir sinn hlut í uppeldi þeirra.
Síðastliðið ár var Hinna erfitt. Við
höfðum þó öll vonað að hann ætti eft-
ir að eiga góð ár hér fyrir sunnan
með okkur og fengi að njóta yngsta
barnabarnsins hennar Margrétar.
En hann kvartaði aldrei og hélt reisn
sinni fram á síðasta dag. Blessuð sé
minning Hinriks Andréssonar.
Arný Elíasdóttir.
Kom huggari, mig hugga þú,
kom hönd og bind um sárin,
kom dögg og svala sálu nú,
komsólogþerratárin,
kom hjartans heilsulind,
kom heilögfyrirmynd,
komljósoglýstumér,
kom líf er ævin þver,
komeilífðbakviðárm.
(V. Briem)
Við sólarupprás í morgunroðanum
skildi Hinni við þennan heim. Hann
tók morgunroðann með sér en eftir
stóðu fagurblár himinn, fannhvít
jörð og sorgmædd hjörtu en þakklát
fyrir líf þessa yndislega manns.
Hinni var frændi minn og besti
vinur pabba en fyrir mér var hann
miklu meira en það. Hann var mér
sem annar faðir á uppvaxtarárum
mínum á Siglufirði þar sem ég dvaldi
oft hjá honum og Möggu, sem var
mér líka sem önnur móðir. Foreldrar
mínir voru svo lánsamir að eiga
þessa yndislegu vini sem leyfðu mér
að vera hjá sér þegar ég var lítil og
mamma þurfti að fara suður á spít-
ala. Það var ekki aftur snúið, þangað
fór ég í tíma og ótíma. Á heimili
þeirra fékk ég ómælda ástúð og um-
hyggju og leið mér alltaf eins og ég
tilheyrði fjölskyldu þeirra.
Hinni var einstakur maður. Hann
var kærleiksríkur, umhyggjusamur,
hjartahlýr, glaðlyndur, traustur,
heilsteyptur og umfram allt góður
maður sem allir gátu stólað á. Eg var
ærslafullur krakki og var gott að
leita skjóls hjá Hinna þar sem alltaf
var hægt að finna öryggi, hvort sem
það var heimafyrir eða á skrifstof-
unni. í mínum huga átti Hinni Olís
og að sjálfsögðu var alltaf keypt Olís
bensín á bílana í okkar fjölskyldu.
Ég heimsótti hann á skrifstofuna og
þar var oft líf og fjör þegar ýmsir
karlar úr bænum heimsóttu hann og
ræddu málefni líðandi stundar.
Hinna var ekkert mannlegt óvið-
komandi, enda lét hann til sín taka í
bæjarlífinu á Siglufirði og setti mark
sitt á það.
Mikil gestrisni ríkti á heimili
þeirra hjóna og fengu margir að
njóta hennar. Það eru ófá boðin þar
sem foreldrar mínir og við systkinin
áttum skemmtilegar stundir hjá
þeim og var oft hlegið dátt. Yfirleitt
hló Hinni manna hæst. Þegar ég var
í gagnfræðaskólanum borðaði ég
alltaf í hádeginu hjá Möggu og
Hinna og á ég margar skemmtilegar
minningar frá þeim tíma þar sem
Hinni var að leggja mér lífsreglurn-
ar ásamt Jóni Andrési, en oftast var
það glettnin sem réð ríkjum.
Það mikilvægasta í lífi Hinna var
fjölskyldan hans. Ást hans á Möggu
og fjölskyldunni birtist í einstakri
hlýju og skipti velferð þeirra hann
öllu. Með sínu einstaka brosi ljómaði
hann þegar rætt var um fjölskylduna
og sérstaklega barnabörnin og skein
í gegn hversu stoltur hann var af
þeim. Magga og Hinni voru mjög
samrýnd og ríkti milli þeirra mikill
kærleikur og djúp virðing hvort fyrir
öðru. Það er mikill missir fyrir
Möggu og fjölskylduna að sjá á eftir
Hinna, en ég hugga mig við þá hugs-
un að hjá Guði vaki Hinni yfir ást-
vinum sínum og gæti þeirra.
Fyrir einu og hálfu ári ákváðu
Magga og Hinni og flytja til Reykja-
víkur og ijuttu þau í næsta nágrenni
við mig. Ég var mjög glöð að fá þau
suður og að geta verið oftar hjá
þeim. Þetta skipti mig líka miklu
máli þar sem ég var búin að eignast
litla dóttur og núna gat hún líka
fengið að njóta ástríkis þeirra eins og
ég fékk í æsku. Þau bjuggu sér fal-
legt heimili en fyrr en varði varð
Hinni veikur.
Ég er ekki viss um að Hinni hafi
gert sér grein fyrir því hversu djúp-
stæð áhrif hann hefur haft á líf mitt
með ást sinni og umhyggju. Það er
ekki nóg með að ég hafi fengið vega-
nesti út í lífið frá foreldrum mínum
heldur líka frá honum og Möggu. Ég
þakka Guði fyrir að hafa gefið mér
þennan yndislega frænda, sama gera
systkini mín og foreldrar sem kveðja
jafnframt sinn besta vin. Dýrmæt
minning mun lifa í hjarta okkar allra.
Ég kveð þig að sinni, elsku frændi.
Þín
Guðbjörg.
Nýlátinn er á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur náfrændi okkar og vinur, Hin-
rik Andrésson, umboðsmaður OLÍS
í Siglufirði um áraraðir. Hann hafði
um tæpra tveggja ára skeið átt í erf-
iðri baráttu við illkynja sjúkdóm sem
síðan varð honum að aldurtila. I öllu
sínu sjúkdómsstríði sýndi hann mik-
ið æðruleysi og kvartaði aldrei þótt
sárþjáður væri. Með honum er geng-
inn ákaflega heilsteyptur maður og
drengur góður. Engin feyra í steyp-
unni enda efnið gott.
Hinrik frændi okkar var borinn og
barnfæddur Siglfirðingur. Foreldrar
hans voru þau sæmdarhjón Ingi-
björg Jónsdóttir, móðursystir undir-
ritaðra, og Andrés Hafliðason, kaup-
maður og forstjóri Olíuverslunar
íslands. Heimili þeirra hjóna að Að-
algötu 19 þekktu flestir Siglfirðingar
af eigin raun. Heimsóknir innlendra
sem erlendra gesta voru alltíðar
enda áttu margir viðskiptavinir er-
indi við forstjórann, en á síldarárun-
um góðu var útibú Olíuverslunarinn-
ar á Siglufirði það stærsta utan
Reykjavíkur. Faðir Andrésar var
hinn stórmerki maður Hafliði Guð-
mundsson hreppstjóri, en hann og
séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld
voru nánir samstarfsmenn um ára-
tuga skeið og settu þeir tveir öðrum
fremur svip á Siglufjörð þau ár sem
staðurinn var í mótun og uppbygg-
ingu, áður en hann öðlaðist kaup-
staðaréttindi árið 1918. Sagt var að
séra Bjarni hefði verið bygginga-
meistarinn og komið húsunum upp,
en Hafliði hreppstjóri haldið þar aga
og séð um að allt færi fram eftir röð
og reglu.
Hinrik var af góðu bergi brotinn.
Að loknu iðnskólanámi gerðist hann
fljótlega aðstoðarmaður föður síns
og síðan eftirmaður og gegndi hann
störfum sem umboðsmaður OLÍS í
Siglufirði um áratuga skeið. Allir
sem viðskipti áttu við hann luku upp
einum munni um að þar færi heill
maður og voru það orð að sönnu,
enda var trúmennska í starfi honum
eðlislæg og í blóð borin. Viðhorf hans
var sem Kolskeggs forðum daga, að
níðast aldrei á neinu því ætlunar-
verki er honum var til trúað. Af þess-
um sökum var til hans leitað til ým-
issa starfa. Hann var um áraraðir í
sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju og
lét sér mjög annt um öll hennar mál-
efni. Má þar helst nefna byggingu
hins myndarlega safnaðarheimilis og
ýmsar mikilvægar endurbætur á því
fagra guðshúsi, bæði utan og innan.
Var hann áhugasamur um hag
kirkjunnar og ötull starfsmaður
hennar. Hann átti og langa setu í
stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar, elstu
núverandi peningastofnunar lands-
ins, og fetaði þar í fótspor afa síns
sem var einn af máttarstólpum hans
allt frá stofnun að heita má.
Hinrik var mikill Siglfirðingur í
sér og vildi hag bæjarfélagsins sem
mestan í hvívetna. Hann var afar
vinmai’gur og vinsæll og margir nutu
hjálpsemi hans og gestrisni. Honum
var einkar lagið að umgangast fólk
og var manna kátastur á mannamót-
um. Öllum sem kynntust honum féll
vel við hann og engum vildi hann illt
gera en öllum gott. Þeir verða því
margir sem harma fráfall þessa góða
drengs.
Stærsta giftuspor í lífi Hinriks var
er hann kvæntist konu sinni, Mar-
gréti Pétursdóttur, ættaðri úr Húna-
vatnssýslu, merkri konu bæði til orðs
og handa, enda bjó hún honum og all-
ri fjölskyldunni fyrirmyndarheimili í
þess orðs bestu merkingu. Þar voru
allir ættingjar og vinir velkomnir og
þeir sem brottíluttir voru áttu þar
öruggan samastað í heimsóknum á
æskuslóðimar. Móttökurnar eru
okkur ógleymanlegar en til boða stóð
bæði gisting og viðurgjörningur af
bestu gerð. Mikið jafnræði var milli
þeirra hjóna og heimilisandinn slíkur
að öllum leið vel í náveru þeirra. í
slíku umhverfi ólust upp börnin þrjú,
Theodór, viðskiptafræðingur, Ingi-
björg, læknir, og Jón Andrés, trésm-
iðui’ og framkvæmdastjóri, öll hið
mesta mannkostafólk.
Nú þegar Hinrik frændi verður
lagður til hinslu hvílu í Firðinum
okkar viljum við systkinin frá Nöf og
fjölskyldur okkar færa bestu þakkir
fyrir áratuga vináttu sem aldrei bar
skugga á.
Margréti og börnum biðjum við
Guðs blessunar.
Jón, Stefán, Gunnlaugur
og Jóhanna.
Er það ekki undarlegt með hug-
ann hvað hann getur reikað um liðna
tíð og skiptir þá litlu um tíma og rúm
en allt það sem maður geymir við
fegurstu minningar lífsins, getur
maður kallað fram og það yljar oss.
Kannski er það barnið í manni
sjálfum, sem sér hin hugljúfu æsku-
spor ástar og friðar, trú á lífið, birt-
una og ylinn og hið góða í mannsál-
inni.
Það var snemma sem ég gerði mér
ljós hvar rætur mínar liggja og
kannski liggja þær meira norður yfir
heiðar á æskuslóðinar hennar
mömmu.
Þar sem fjöllin risu upp og tignar-
legri en önnur fjöll að manni finnst.
Blá, græn, hvít og gullinrauð eftir
því hvernig geislar sólarinnar döns-
uðu eftir tindum og hlíðum og veitti
svo bænum yl.
Og fjörðurinn spegilsléttur og ut-
an sér maður Siglunes og enn utar
Grímseyjarsund. Þar sem för hafsins
sigla um og koma með feng að landi,
lífæð til Siglufjarðar.
Undir fjöllunum stendur Siglu-
fjarðakirkja, gnæfir hátt yfir bæinn
og er sem kennileiti fyrir sæfarend-
ur, ferðamenn og bæjarbúa. Og það
er sem bærinn sé kirkja og kirkjan
sé bærinn.
Þessi kirkja sem var svo tengd
fjölskylduni á Aðalgötunni. Æsku-
heimili Hinna, mömmu og Hafliða. Á
Aðalgötu 19 ólust systkinin upp við
einstaka ást foreldra sinna, Ingi-
bjargar Jónsdóttur, hennar Boggu,
og Andrésar Hafliðasonar. Yngstur
var Hinrik. Hinni frændi, eins og við
systkinin kölluðum hann, hann Hinni
frændi á olíubílnum sem færði Sigl-
firðingum olíu til að ylja upp hjá sér í
vetrarkuldanum, olíu til skipa og
báta sem færðu okkur svo björg í bú.
Hinni, með góða skapið, brosið,
glettnina í augunum, hlýjuna og
þessa einstæðu góðmennsku sem
einkenndi fjölskylduna á Aðalgötu
19.
Og svo er það myndin hennar
mömmu af Hinna og ömmu sem
lengi hékk á vegg í stofunni á Aðal-
götunni, þar sem þau halla sér sam-
an Hinni sem ungur drengur umvaf-
inn móðurhlýjunni. Hún amma sem
kenndi mér allt hið góða í lífinu af
einstakri hjartahlýju. Og kannski
kenndi hún mér meira um ást og
kærleikann en allar bækur heimsins
gætu rúmað og allir prestrar sagt.
Þannig hefur hún alið börnin sín upp,
þannig hefur Hinni numið af hennar
vörum lífsspekina sem hann hélt af
stað með út í lífið. Kannski var það
þessi góðmennska og glettni sem
heillað hefur mig ætíð og hvað er lífið
án góða skapsins?
Hamingjusólina sína og gæfuspor
sótti Hinni til Reykjavíkur, hana
Möggu, þessa góðu konu sem hefur
verið perla og kóróna í lífi hans.
Saman hafa þau gengið gegnum lífið
með og móti sól og hlýjað hvort öðru
og vermt á erfiðum tímum. En oft
var vinnudagurinn langur meðan
síldin var, þegar bátar og skip komu
á öllum tímum og ekki spurt hve vök-
urnar voru langar og strangar. Bilaði
hjá einhverjum ólíukyndingin var
komið og gert við og skipti þá ekki
hvað klukkunni leið né hvort væri
helgardagur eður ei enda hjálpsemin
einstök.
Hinni byrjaði ungur að vinna hjá
B.P. er síðan varð Olís og var afar
farsæll og vinsæll í starfi. Gekk þar
stigann upp í forstjórastöðu á Siglu-
firði. Olís er eitt af þeim fyrirtækjum
sem kunna að meta góða starfskrafta
sem starfað hafa lengi eða rúm 50 ár
og sýndu Hinna ýmsan sóma enda
stýrði hann skipi sínu afar vel.
Fjölskuldulífið á Hlíðarveginum
var afar ástríkt, enda hjónin einstak-
lega samstilltar manneskjur og gest-
rækin og gott þar að koma. Alltaf var