Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 riKU 1K MORGUNBLAÐIÐ ■ | ^ " æn- ir ostar Verulegar breytingar eiga sér nú stað í ostabúðinni við Skólavörðustíg. Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum og áherslur eru að breytast. Steingrímur Sigurgeirsson leit við og kynnti sér málið. Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Jóhannsson matreiðslumeistari í Ostabúðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Alhliða sælkeraverslun Þegar inn í búðina er komið sést að ekki er ætlunin að einblína á osta einvörðungu því í kæliskáp má sjá pylsur, skinku og ýmislegt for- vitnilegt kjötmeti auk þess sem í hillum er að finna ólívur, gæsalifur og annað góðmeti. Þá er stefnt að því að viðskipta- vinir geti komið í búðina og keypt ýmiskonar forrétti, sem verða á boðstólum, nánast tilbúnir á matar- borðið. I hádeginu selur búðin heitar, nefna taðreykt hangikjöt frá Kjarnafæði, týrólaskinku frá Kjötsmiðjunni, ýmsar pylsur frá Borgarnesi og smalaskinku frá Húsavík. Jóhann mun sjálfur sjá um að grafa lambakjötið auk þess sem hann var í þann mund að byrja að heitreykja og grafa bæði gæs og skarf er ég ræddi við hann. Ráðgjöf og birgðageymsla! „Við ætlun að kappkosta að bjóða viðskiptavinum okkar fyrsta flokks sælkeravörur," segir Jóhann. Hann álítur að það sé mikil þörf á sælkeraþjónustu, bæði fyrir stór- ar og smáar veislur, svo og fyrir einstaklinga sem vilja bera fram bragðgóða sælkeramáltíð á nýjan hátt. „Þrír grænir ostar á eftir að verða ráðgjafamiðstöð um mat- reiðslu og birgðageymsla fyrir alla þá sem kunna að meta frábæran sælkeramat!“ segir Jóhann að lok- um og brosir sínu breiðasta brosi. matarmiklar súp- ur, salöt og brauð til fyrirtækja í ná- grenninu. Hin vinsælu brauð frá Mosfells- bakaríi njóta mikilla vinsælda. Taðreykt hangikjöt og týrólaskinka Jóhann segir að sérstök áhersla verði lögð á kjötbakka, sem t.d. er hægt að kaupa í veislur. Sérsmíðaðir tréplattar hafa verið gerðir í þeim tilgangi. Á þá er síðan raðað pepperoni-pylsum, gröfnu lambi, skinku af ýmsum gerðum, kæfu o.fl. Jóhann hefur verið í sam- bandi við kjötvinnslustöðvar um allt land til að þefa uppi það forvitni- legasta sem verið er að þróa. Þá er í sumum tilvikum verið að gera vörur sérstaklega fyrir búðina. Meðal þess sem hann hefur verið að bjóða upp á síðustu daga má TÖLUVERÐAR breytingar eru í vændum hjá Osta- búðinni við Skólavörðu- stíg. Þrír nýir eigendur tóku fyrir skömmu við rekstrinum af Osta- og smjörsölunni og hafa þeir nú þegar hafið breytingar á rekstri fyrirtækisins. Nýjar áhersl- ur verða útfærðar á sviði sérvöru fyrir sælkera, bæði osta og annars lostætis. Þrír grænir . . . Það eru þeir Jóhann Jónsson matreiðslumeistari, Eggert Jó- hannsson feldskeri og Skjöldur Sig- urjónsson (fataverslun Kormáks og Skjaldar), sem keyptu búðina. Þeh hyggjast færa hana í nýjan búning, svokallaðan ,;delecatessen“-búning, sem margir Islendingar þekkja úr ferðum sínum erlendis. Þegar þeir þremenningar tóku við versluninni af Osta- og smjör- sölunni voru þeir spurðir hvað fyr- irtækið ætti að heita. Þá fyrst áttuðu þeir félag- ar sig á því að þeir höfðu ekki rætt það sín á milli hvert nafnið á búð- inni ætti að vera. Eggert bjargaði þeim úr klemmunni með því að svara að bragði að búðin ætti að heita „Þrír grænir ostar", enda væru þeir eigendurnir allir frekar grænir í svona rekstri. Nafnið var því tilvísun í hina nýju eigendur frekar en vörurnar sem þeir koma til með að bjóða viðskiptavinum sínum. Engir nýgræðingar Þessir þrír grænu félagar eru samt ekki byrjendur í faginu. Eggert feldskeri og Skjöldur hafa rekið fyrir- tæki sín við Skólavörðu- stíginn um árabil og Jó- hann Jónsson matreiðslumeist- ari hefur getið sér gott orð fyrir hug- myndaríkar útfærslur á matseðlum sínum, nú síðast á veit- ingastaðnum Iðnó, þar sem hann starfaði áður en hann byrjaði á Skólavörðustígn- um. Jóhann segist ætla að leggja sérstaka áherslu á að sinna þörfum ostaneytenda, en jafnframt hefðbundnum ostum verði boðið upp á bragðbætta osta, svo sem brie-ost með sólþurrkuðum tómötum og fleiru sem geri ostinn að nýrri sælkeraafurð. Sælkerinn Visindavefur Háskóla Islands Hvað er ást? Vísindi I síðustu viku hafa meðal annars birst______________________________ svör á Vísindavefnum við spurningum um kuldann í háloftunum, bragðskyn fugla, framlegð, freistni, aðbúnað hrossa, tilkomu jarðarinnar, diffrun i rekstri fyrirtækja, kælingu örgjörva,frumuna, menn sem dýr, grávirði fyrirtækja, sveigt tímarúm, svarta og hvítasvani, orkubrennslu við mismunandi áreynslu, endalok sólarinnar, lífrænt ræktað græn- meti, örbylgjuofna og næringargildi, orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí, kviknun lífs á jörðinni, víkinga í Vínlandi, strengjakenningu öreindafræð- innar og frægð Mónu Lísu. Að sögn Þorsteins Vilhjálmssonar ritstjóra var því einnig svarað, af hverju sumir álíta að Guð / frwrm t m s »§ Ikúauuiu I |gj|lli!iilliill 'ISlliiimimij www.opinnhaskoli2000.hi.is sé kona og hvort við séum komin af öpum eða fisk- um. Af þessu má Ijóst vera að íslendingar velta fyr- ir sér ýmsum hlutum, bæði þeim sem í askana verða látnir og hinum sem hafa ekki svokallað hagnýtt gildi að svo stöddu. Hvað er ást? Er hún mælanleg? SVAR: Sigmund Freud sagði: Án ást- ar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á eru líklega for- sendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins,, jáið“, lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, ftjóa, uppbyggilega - líbídó. Hið gagnstæða er afl dauðans, „nei- ið“, dauðahvötin, afl hins neikvæða, illa, eyðileggingar. Að bera jákvæðar tilfinningar til annarrar manneskju og finna hið sterka uppbyggilega afl beinast að henni er forsenda þrosk- aðra tengsla. Þetta ber í sér að- dráttarafl - andlegt og tilfinninga- legt, líkamlegt og kynferðislegt. Tengslakenningar samskiptafræð- inga byggja meðal annars á hug- myndinni um að í vitund vanþroska ungbams séu þessi tvö öfl ósamræm- anleg: Hið góða, næringin úr bijósti móðurinnar, og andstæða þess vonskan, höfnunin. Ungbarnið þrosk- ast síðan af stöðugum og nánum tengslum sem veita stundum unað en stundum andbyr frá sömu mann- eskju. Heilbrigður einstaklingur, sá sem er fær um að höndla ástina, lærir að ráða við hvort um sig og geta fund- ið það samræmast í sömu persónu (sbr. um kenningar M. Klein hjá Sæunni Kjartansdóttur, 1999). Þann- ig er ást foreldris til bams og síðan tengsl foreldris og bams líklega frumástin - og forsenda þess að geta upplifað aðra ást - gefa og taka við í öðrum tengslum. Bandaríski sál- og samskiptafræðingurinn Erik H. Er- ikson ritaði um þetta afl sem nánast meðfædda, eðlislæga eða líffræðilega (foreldra)hvöt, „generativitý', sem við greinum bæði hjá mönnum og dýrum. Hjá dýmm lýkur vemdinni um leið og ungviðið er fleygt og fært, enda er takmarkið að viðhalda hópn- um, tegundinni. Langtíma tilfinn- ingatengsl þróast venjulega ekki, enda tjáskiptaleiðirnar takmarkaðar án tungumálsins, þótt hagstæð hegð- un þróist í genunum og berist til næstu kynslóða. Parsambandið hjá dýrum getur þó birst í tryggð sem helst yfir lengri tíma. Hjá manninum er þessi hvöt forsenda kynslóða- og menningararfsins, frumaflið í endur- nýjun mannkynsins en um leið hreyfi- aflið í þróun þjóðhátta, gilda, vináttu og menningar. Þessi (foreldra)ástar- hvöt er óeigingjöm og lætur eigin (skammtíma)hag víkja fyrir afkomu barnsins og velferð. Erikson segir að anga af þessu sama fyrirbæri megi greina hjá fagfólki sem hefur það hlutverk að koma fólki til þroska, leið- rétta hegðun þess og efla hæfni til að njóta sín í mannlegum samskiptum („helping professions'j. Umhyggja gagnvart vandalausum, sem tengd hefur verið við mannúðarstefnu (fil- antropi) og er framlag í þágu ann- arra, er einnig talin liggja að baki slíkri óeigingimi (altmism). Þessi tegund ástar er andstæða sjálfsástar. í nútíma samfélagi er gjarnan hvatt til sjálfselsku undir slagorðinu „elsk- aðu sjálfan þig“. Þá er verið að boða „lækningu" við vanmætti af ýmsu tagi, lágu sjálfsmati og tilfinninga- legri ófullnægju sem á oft rætur að rekja til ónógrar ástar eða skorts á innri kjölfestu (Fromm, 1974). Sjálfs- ást í þeirri merkingu er í eðli sínu eig- ingjörn (egoism) og dæmi um eigin- hagsmunastefnu (sjá einnig umfjöllun um sjálfselsku hjá Páli Ár- dal, 1982). Umhyggja og afskiptasemi foreldris lýsir sér í hæfileikanum til að sýna baminu ást, ýmist með viður- kenningu eða gagnrýni, eftirlæti eða ögun, mildi eða mörkum, sætu eða súru. í klínískri umfjöllun um hvernig megi mæla eða finna mælikvarða á foreldraást eða hið góða foreldri er gjaman unnið með hugtakið „nægi- lega mikil ást“ sem á meðal annars rætur að rekja til breska samskipta- fræðingsins og sálgreinisins Winn- icott (sbr. „good enough mothering* j. Átt er við að foreldrið sé fært um að mynda nægilega stöðug og samræmd tengsl við bamið, virkja það og trúa á það, til þess að það geti treyst öðrum og orðið heilsteypt manneskja. í nánu sambandi fullorðinna, oftast karls og konu, endurspeglast þetta samspil. Þær þarfir sem þar liggja að baki hafa áhrif í makavali, ekki síður en ytri félagslegar þættir, og valda stundum margvíslegri spennu í lífi sambúðarfólks í nánum tengslum. í hjónameðferð er iðulega unnið með þessi ómeðvituðu öfl sem eru svo oft afdrifarík ekki aðeins í tilfinninga- samspili, tjáskiptum og kynlífi heldur einnig í daglegum verkefnum og sam- starfi. Italski fræðimaðurinn Alber- oni hefur fjallað rækilega um það að ást er ekki það sama og að verða ást- fanginn. Flestir reyna það oft að verða ástfangnir af ýmsum persón- um, í yfirfærslum, stundum aðeins í huganum eða við ákveðnar aðstæður, misjafnlega heppilegar. Þetta er dýr- mætur hæfileiki sem ungt fólk hefur oftast í ríkara mæli en þeir sem eldri eru, sterk tilfinning sem heldur mönnum „föngnum". Fæstir elta ólar við hvert tilvik en geta notið þess í sínum ólíku myndum. En einnig verð- ur fólk ástfangið á þann veg að það finnur blossa sem verður undanfari langtímaástar. Við tölum um tilhuga- líf, samruna (symbiosis, sbr. nýfætt bam og móður) sem upphaf kjarnans sem verður eftir þegar nýjabrumið er flosnað af. Fromm segir í Listin að elska (1974) að ástin feli í sér fjögur grundvallaratriði: virka umhyggju, ábyrgðarkennd, virðingu og þekk- ingu. I rannsóknum í félagssálíræði einkum á tengslum foreldris og bams og á makatengslum, hefur verið reynt að skilgreina og mæla ást eða styrk tengsla. Aðferðimar sem notaðar era byggjast á J)ví að nota ýmis tilbúin matstæki. Ákveðnar spurningar eru lagðar fyrir með svarskvarða, fólk látið raða upp myndum og fígúram eða teikna tengslalínur. Þannig er reynt að mæla tíðni eða birtingar- form ákveðinna atriða í samskiptum sem þá hafa verið fyrirfram skil- greind sem mælikvarði á ást. Hið klíníska viðtal er einnig notað til að fá fram eðli tengsla og hjálpa fólki til að átta sig sjálft á í hvaða mæli tilfinn- ingar þess snúast um ást - eða eitt- hvað annað henni óskylt, eða skylt og ef til vill jafn mikilvægt. Þannig er ljóst að ástin er mælanleg í þeim skilningi að þeir sem standa utan ást- arsambandsins geta oft greint hana og metið. Þannig má einnig vinna með forsendur hennar og þroska í meðferðarvinnu, með einstaklingum ogpöram. Islenskt lesefni: Fromm, Erich, Listin að elska [The art of Loving]. Jón Gunnarsson ís- lenskaði. Reykjavík: Mál ogmenning, 1974. Páll Ardal, Siðferði og mannlegt eðli. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1982. Sæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til?: Leit sálgreiningar að skilningi. Reykjavík: Mál ogmenning, 1999. Sigrún Júlíusdóttir dósent í félagsráðgjöf við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.