Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 25
Telur matvöruverslun á Netinu
eiga framtíð fyrir sér
Halldór Páll Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Mata ehf., og Árni Þór
Arnason, framkvæmdastjóri Aust-
urbakka hf., héldu einnig erindi á að-
alfundinum. I máli sínu fjallaði Hall-
dór um matvöruverslun á Netinu, og
taldi hann hana eiga framtíðina fyrir
sér, en líklega aðeins hjá vissum
hópum. Hann sagði að í grunninn
væru til tvær tegundir netverslunar
með matvæli. Annars vegar pöntuðu
viðskiptavinir matvæli gegnum Net-
ið og sæktu svo pöntunina sjálfir, og
hins vegar væri pöntunum ekið upp
að dyrum hjá viðskiptavinunum.
Halldór fjallaði um netfyrirtækið
Shoplink.com í Bandaríkjunum, sem
væri af síðarnefndu gerðinni og
starfar á Boston-svæðinu en breiðist
jafnframt hratt út. Hann sagði að
markhópur þess fyrirtækis væri
hjón eða pör þar sem báðir einstakl-
ingamir vinna úti, hafa tekjur yfir
meðallagi ásamt þekkingu og vilja til
að nýta sér þjónustuna.
Hins vegar gerir fyrirtækið meira
en að afgreiða matvæli. Jafnframt
sér fyrirtækið um ýmsa snúninga
fyrir viðskiptavini sína, eins og t.d.
að fara með föt í hreinsun, filmur í
framköllun og skó í viðgerð. Hann
sagði að reynslan hefði sýnt að þetta
væri sá þáttur sem viðskiptavinum
þætti mest um verður, enda færi
mikill tími í þessa hluti hjá venjulegu
fólki þegar allt væri talið saman, og
fólk væri fegið að vera laust við
þessa snúninga.
Lítill munur á umfjöllun
um viðskipti og íþróttir
Árni Þór Árnason fór í gegnum
þann feril sem verslunarfyrirtæki
þarf að fara í gegnum hyggi það á
skráningu á almennum hlutabréfa-
markaði, en nú er unnið að undir-
búningi skráningar Austurbakka hf.
á Verðbréfaþingi íslands.
Ráðherra
styður til-
lögurnar
VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Val-
gerður Sverrisdóttir, lýsti í gær
stuðningi við tillögur Fjármálaeftir-
litsins um að verðbréfakaup sem fela
í sér brot á verklagsreglum verð-
bréfafyrirtækja verði látin ganga til
baka þar sem því verður við komið.
Eins og fram hefrn- komið telur
Fjármálaeftirlitið að í því sambandi
kunni að þurfa að taka tillit til þess
hvort viðskiptin hafi átt sér stað með
samþykki stjórnenda viðkomandi
fyrirtækis.
Bankaráð Búnaðarbanka mun á
næstu dögum taka þessi tilmæli
Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar.
Valgerður lýsti ánægju sinni með
viðbrögð Búnaðarbankans við fyrri
tilmælum Fjármálaeftirlitsins og
sagði að samkvæmt bréfi sem henni
hefði borist mundi bankaráð fara að
þeim og hefði m.a. bannað kaup í
óskráðum félögum.
„Þessu máli er ekki lokið og ég
mun fylgjast með viðbrögðum
bankaráðs Búnaðarbankans við hin-
um nýju tilmælum og hvernig á þeim
verður tekið.“
með í framtíðinni, og velt fyrir sér
hverjir myndu taka við stjórn fyrir-
tækisins. Hann sagði tilgang skrán-
ingar m.a. vera þann að geta betur
nýtt sóknarfæri í framtíðinni.
Ámi ræddi um þann mun sem er á
fremur lokuðu rekstrarumhverfi
fjölskyldufyrirtækis, hvað upplýs-
ingagjöf og gagmýni utanaðkom-
andi aðila varðar, og hlutafélaga á al-
mennum hlutafjármarkaði. Hann
kvaðst stundum ekki gera mikinn
greinarmun á umfjöllun um viðskipti
og íþróttir. Ef árangur væri ekki
góður væri í báðum tilvikum oft tal-
að um að reka stjórnandann, hvort
heldur það væri þjálfari eða forstjóri
fyrirtækis. „Það þýðir hins vegar
ekki að mikla það fyrir sér, heldur
verður að taka þessu eins og það er,“
sagði Ámi.
Hann nefndi einnig að sér fyndist
að stundum hefðu þeir sem fjölluðu
um rekstrarárangur og atvik í við-
skiptalífinu, bæði hjá fjölmiðlum og
fjármálafyrirtækjum, fremur litla
innsýn í það sem þeir fjölluðu um, og
stundum væri umræða á heldur lágu
plani.
Á fundinum voru þrír einstakling-
ar sæmdir gullmerki Samtaka versl-
unai-innar/FIS fýrir störf sín að
verslunarmálum. Þessir voru þeir
Rolf Johansen frá Rolf Johansen &
Co., Rafn Johnson frá Heimilistækj-
um og Kristján Skarphéðinsson frá
Amaro.
Morgunblaðið/Ásdfs
Haukur Þór Hauksson lagði til á aðalfundi Samtaka verslunarinnar/FIS að Alþingi setti á fót sérstaka þingnefnd
um Evrópumál.
hefðu 15,5 milljónir heimila í Evrópu
verið tengdar Netinu, en talið væri
að þau yrðu 57,5 milljón talsins árið
2003. Þetta væri meiri vöxtur en
gert væri ráð fyrir í Bandaríkjunum.
I máli hans kom einnig fram að
megináherslan í starfsemi Ford
hefði um árabil legið í því að selja
kaupendum nýja bíla, og taka svo
notaðan bíl upp í nýjan nokkrum ár-
um síðar. „Við höfum staðið okkur
ágætlega í þessu, en um helmingur
kaupenda á Ford-bílum kemur aftur
og kaupir bíl af sömu tegund þegar
endumýjað er.“ Einnig hefði nokkur
hluti viðskiptanna snúist um þjón-
ustu, sölu varahluta og tryggingar.
„Stóra tækifærið liggur hins veg-
ar í því að vera í sambandi við kúnn-
ann í gegnum allan notkunartímann.
Hvemig getum við skapað verðmæti
á þeim tíma. Það er það sem við höf-
um eytt heilmiklum tíma og fjár-
munum í að finna út úr. Við þurfum
að bæta við ýmissi eigendaþjónustu
við sem er mikilvæg fyrir viðskipta-
vininn. Við verðum að halda stöðugu
sambandi við hann og að sjálfsögðu
að sjá til þess að Ford sé efst á lista
þegar kominn er tími til að endur-
nýja bílinn,“ sagði Þorgeir.
Hann sagði að undirbúningur
skráningar Austurbakka hf. hefði
meðal annars falið í sér hlutafjára-
ukningu árið 1995, aðlögun á bók-
haldi og að fyrirtækið hefði verið
„markaðssett" meðal aðila á fjár-
magnsmarkaði. í þeim tilgangi hefði
fyrirtækið kynnt sölutölur opinber-
lega og gefið út kynningarbækling
um starfsemi fyrirtækisins sem væri
fátítt meða heildsölfyrirtækja hér-
lendis.
Einnig hefði fyrirtækið skilgreint
þá vöruflokka sem það vildi höndla