Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LANGMESTI
UMHVERFIS-
VANDINN
IÞEIRRI miklu umræðu um umhverfismál, sem sett
hefur svip sinn á þjóðlífið um margra missera skeið,
hefur athygli manna ekki beinzt að því gífurlega jarð-
vegsrofi, sem á sér stað á hálendi Islands og reyndar víð-
ar. Hver sérfræðingurinn af öðrum, jafnt innlendir sem
erlendir, hafa bent á þá eyðingu, sem á sér stað og hefur
átt sér stað um aldir á gróðurþekju landsins. Þrátt fyrir
landgræðslu um áratuga skeið, skógrækt og almennan
áhuga á uppgræðslu, er langt frá því að nóg hafi verið að
gert og fósturjörðin fýkur enn á haf út þegar vind hreyfir í
þurrkatíð. Við svo búið má ekki standa lengur.
Á ráðstefnu, sem nýlega var haldin um jarðvegsrof og
beitarfriðun á hálendinu, sagði Olafur Arnalds, sviðsstjóri
umhverfissviðs Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, að
megnið af hálendinu sé nýtt til beitar, þótt ítarlegar
skýrslur sýni alvarlegt jarðvegsrof. Hann leggur til, að
stór hluti hálendisins verði friðaður og beit aflögð á svæð-
um, þar sem sjálfbær nýting er ekki möguleg. Hann bend-
ir jafnframt á, að stór svæði á landinu séu engu síður góð
til beitar og þangað þurfi að stýra sauðfjárframleiðslunni.
Hann kvað ekkert hafa gerzt í þessum málum, þrátt fyrir
slæmt ástand hálendisins, og engar áætlanir liggi fyrir um
viðbrögð. „Nánast allt hálendið er í dag opið fyrir beit og
mjög fá svæði friðuð. Það er mjög eindregin afstaða okkar
fagfólks, að beit á auðnum og rofasvæðum á hálendinu er
ekki viðunandi og er ekki sjálfbær nýting á landinu,“ segir
Ólafur. Hann kveður þessi svæði fyrst og fremst ná frá
Suðurlandi og norður í Þingeyjarsýslu.
Ólafur Arnalds telur fara vel saman að hagræða í sauð-
fjárræktinni með því að fækka búum og stýra beitinni í
framhaldinu inn á þau góðu svæði, sem þoli álagið, en þau
séu víða um land og ekki bundin landshlutum. Það sé hluti
af vandamálinu, að menn vilji ekki viðurkenna vandann, og
séu ekki reiðubúnir að taka skrefið inn í 21. öldina. Lögin
um landgræðslu séu gjörsamlega úrelt og gangslaus að
mörgu leyti. „Landgræðslan á ekki aðeins að vera upp-
græðslustofnun heldur eigi að hafa forræði á landinu og
sjá um að gæta hags þess,“ segir Ólafur Arnalds.
Björn Barkarson, beitareftirlitsfulltrúi Landgræðsl-
unnar, kveðst hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að afrétt-
arbeit sé ekki síður félagslegt vandamál heldur en efna-
hagslegt og vistfræðilegt. Bændur haldi t.d. fram, að
gróðri fari fram á einhverjum af þessum stöðum, en Land-
græðslan aftur á móti að þar sé sandfok og jarðvegsrof.
Hann spyr, hvort þeir, sem alist upp í þessu umhverfi, þ.e.
að landið sé í rúst, taki nokkuð eftir því? Þeim, sem alist
; upp með gróður allt í kring um sig, ofbjóði hins vegar.
Björn telur mikinn árangur nást með friðun, en það gerist
; hægt, og ef til vill muni núlifandi kynslóðir ekki sjá veru-
legar breytingar.
Ummæli þessara sérfræðinga eru áminning um þá van-
rækslu, sem landinu er sýnd, og verða vonandi hvati til
þess, að Alþingi og ríkisstjórn grípi til víðtækra aðgerða
til að stöðva landeyðinguna. Fósturjörðin þolir ekki langa
bið.
PINOCHET HEIM
EINVALDURINN fyrrverandi, Augusto Pinochet, er
kominn heim til Chile á ný eftir mikið japl, jaml og fuð-
ur. Brezka ríkisstjórnin færði einvaldinn í stofufangelsi er
hann leitaði sér lækninga í Bretlandi. Innanríkisráðherrann
tók þá ákvörðun rúmu ári síðar að heimila honum að halda
heim, þar sem læknar töldu hann ekki þola réttarhöld af
heilsufarsástæðum. Upphaflega var Pinochet handtekinn að
kröfu spánsks saksóknara vegna óuppgerðra mannréttinda-
brota í Chile fyrr á öldinni, er Pinochet hrifsaði til sín völdin í
byltingu hersins.
Mál Pinochets hefur þegar haft mikil áhrif í þá veru, að
vekja athygli á mannréttindabrotum almennt. Sú staðreynd
að brezk yfírvöld handtóku Pinochet og höfnuðu þar með
þeirri friðhelgi, sem hann hafði fengið samþykkta í heima-
landi sínu, er auðvitað viðvörun til allra einræðisherra heims-
ins. Þeir, sem fremja voðaverk gegn eigin þjóð og þar með
gegn mannkyni öllu, eiga í raun hvergi griðastað hætti þeh’
sér út fyrir eigin landamæri. Ákvörðun Breta tryggði Pin-
ochet hins vegar mannréttindi, sem hann neitaði eigin lands-
mönnum um á valdatíma sínum. Það er háttur siðaðra stjórn-
valda.
Kostnaður við viðgerð á raflínum í Vestur-Skaftafellssýs
Morgunblaðið/RAX
Menn létu vegalengdir ekkert þvælast fyrir sér og komu víða að til að gera við raflínur í Mýrdalnum. Hér eru þrír
menn úr línuflokki RARIK í Borgarnesi að festa þverslá með baulu á nýjan staur í Víkurlínu.
Rafmagn
komið á
alla bæi
Rafmagn komst á síðustu bæina í Mýrdal um
miðjan dag í gær og lokið var viðgerðum á
raflínunni milli Hvolsvallar og Víkur. Kostn-
aður við viðgerðir nemur allmörgum milljón-
um króna. Helgi Bjarnason blaðamaður og
Ragnar Axelsson ljósmyndari fylgdust með
línumönnum að störfum.
Morgunblaðið/RAX
Að lokum er staurinn réttur af.
KOSTNAÐUR Rafmagns-
veitna ríkisins vegna
skemmda á raflínum í Mýr-
dal, Álftaveri og Meðal-
landi í Vestur-Skaftafellssýslu nemur
allmörgum milljónum króna, að sögn
Kristjáns Jónssonar rafmagnsveitu-
stjóra. 25-30 línumenn hafa unnið að
viðgerðum frá því aðfaranótt fímmtu-
dags, auk björgunarsveitarmanna sem
aðstoðað hafa við að hreinsa klaka af
línum.
Á milli 30 og 40 rafmagnsstaurar
féllu í miklu ísingarveðri á miðviku-
dagskvöld og aðfaranótt fimmtudags.
Fór rafmagn af öllum Mýrdalnum, þar
á meðal þorpinu í Vík, öllu Álftaveri og
hluta Meðallands. Rafmagn frá dísil-
vélum komst á hluta Víkur snemma á
fimmtudagsmorgun og var þar því raf-
magnslaust í fáeina klukkutíma, og
rafmagn var komið á allt þorpið um
kukkan 14 um daginn, að sögn Jó-
hanns Kjartanssonar, starfsmanns
Rafmagnsveitna ríkisins. Síðan hafa
bæir og bæjahverfi verið að komast í
samband einn af örðum, margir á
fimmtudagskvöld, og síðustu bæirnir
fengu straum um miðjan dag í gær.
Þar voru Götur og Skagnes.
Auk skemmda á mörgum heimtaug-
um brotnuðu tíu staurar og staura-
stæður í flutningslínunni milli Hvols-
vallar og Víkur. Þegar blaðamenn
Morgunblaðsins voru á ferð í Mýrdaln-
um um miðjan dag í gær voru línu-
Kalt og allt óþægilegt
í rafmagnsleysinu
„ÞAÐ er kalt og allt óþægilegf þegar maður
hefur ekki rafmagn,“ sagði Guðrún Einarsdótt-
ir á Suður-Götum þegar blaðamenn hittu hana
og Birnu Pétursdóttur á Giljum á förnum vegi í
Mýrdalnum. Voru nágrannakonumar að koma
úr sinni daglegu hressingargöngu en rafmagn
var þá komið á báða bæina frá rafstöðvum.
Ekki sögðust þær hafa lent í teljandi erfið-
Ieikum vegna rafmagnsleysis í rúman sólar-
hring. Kuldinn hafi verið verstur. Bima sagði
að á Giljum væru lijón um nírætt og hefði fólk
haft mestar áhyggjur af þeim. Hjónin hefðu
setið inni í cldhúsi og yljað sér við kertaljós og
dúðað sig svo niður í rúm.
Sjálf bar Bima sig vel. Sagðist hafa hellt upp
á kaffi og bakað lummur á gasi þegar gesti bar
að garði. Svo sé alltaf eitthvað kalt til að borða,
slátur í tunnu og fleira. Þá sagði hún að vegna
hugsanlegra hamfara í Kötlu væm alltaf til raf-
hlöður uppi í skáp og þvi hægt að hlusta á út-
varp. Guðrún sagðist hafa hitað súpu á gasi og
látið það duga fyrir þau hjónin á Götum.
Rafmagnslínan heim að Suður-Götum stend-
ur þvert á slæman vindstreng á 400 metra kafla
og sagði Guðrún að ekki mætti hreyfa vind til
þess að hún færi í sundur. Jón Hjaltason maður
hennar sagði að línan hafi farið í sundur 7 eða 8
sinnum frá þvf 1962 að rafmagnið kom.
Kýrnar þefuðu af bóndanum
Kúabúskapur er ekki á Suður-Götum eða
Giljum og sagði Guðrún að erfiðast hafi verið
að mjólka í rafmagnsleysi á meðan kúabúskap-
ur var á bænum. Sögðu þau hjónin að erfitt
væri að handmjólka þegar kýrnar væru orðnar
óvanar því, þær yrðu órólegar og hreinlega
seldu ekki. Vissu þau til þess að erfiðleikar
höfðu orðið með mjaltir á nokkmm bæjum.
Tómas Pálsson á Litlu-Heiði sagði ekkert
nýtt að rafmagnið færi einstöku sinnum. Það
gerðist óþægilega oft og væri bagalegt, sér-
staklega við mjaltir. Sagðist hann hafa hand-
mjólkað hámjólka kýrnar en sleppt hinum.
Ekki hafi bætt úr skák að konan hans hafi verið
handlama en hann tók fram að kúabúið væri
ekki stórt.
Tómas bar sig vel, þótt rafmagnslaust hafi
verið í rúman sólarhring, sagðist enn kunna að
Birna Pétursdót
í rafm
mjólka í höndunur
Þá hafi kúnum þót
mjaltavélunum, oj
Bændur hafa ýn
við mjaltir. Sumir