Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 BILAR MORGUNBLAÐIÐ Bflasýningin í Genf áhugaverð en ekki margar nýjungar Breytt eignaraðild þýðir nýja uppröðun Alþjóðleg bflasýning 1 Genf stendur nú yfír og lýkur í næstu viku. Að venju sýna þar allir helstu framleiðendurnir vöru sína. Jóhann- es Tómasson gekk þar um garða og komst að því að margt er þar forvitnilegt þótt nýjungar séu kannski færri en stundum áður. MEÐ ýmsum samruna í bflaiðnaði í, síðustu misserin og breyttri eignar- aðild og/eða samstarfi gamalgróinna bflaframleiðenda hefur orðið ákveð- in breyting á yfirbragði alþjóðlegu bflasýningarinnar í Genf sem nú stendur. I Palexpo sýningarhöllinni hefur nefnilega ríkt ákveðin íhalds- semi eða kannski reglusemi í upp- röðun framleiðenda. Þannig hefur verið hægt að ganga beint að Toyota-básnum að meðtöld- um Lexus-bflunum í vinstra hominu við einn aðalinngang meginsalarins, BMW hefur breitt úr sér í gagn- stæðu horni lengst frá þeim inn- gangi og Volvo og Nissan hafa síðan helgað sér hin tvö hornin í aðal- salnum. Volvo flutti sig hins vegar uppá efri hæðina í ár til að vera í námunda við Ford, Mercedes Benz gat því þanið sig út yfir svæðið sem Volvo hafði og kippti í leiðinni til sín Chrysler-hluta fyrirtækisins og Sa- ab flutti sig líka uppí efri sal eins og Volvo-frændinn og er nú í skjóli hjá GM-risanum. Þá eru Mini, Rover og Landrover nú komnir á næsta svæði við BMW-hornið áðurnefnda. Og enn eina breytingu má nefna, Lexus hefur flutt sig frá horninu hjá Toyota og yfir þveran salinn og stendur þar undir eigin nafni og vekur athygli. Viðráðanleg sýning á hlutlausu svæði Þetta breytir samt ekki því að Genfarsýningin er ennþá sú „við- ráðanlegasta" af _ stóru alþjóðlegu bflasýningunum. í Frankfurt þenja framleiðendur sig yfir nokkrar Laugardalshallir og í París er líka allt stærra í sniðum en Genf - fyrir nú utan einatt erfiðar og tafsamar samgöngur milli hótela og sýningar- sala. I Genf er sem sé tiltölulega stutt milli miðborgar og sýningar- hallar og flugvöllur borgarinnar hin- um megin vegar við höllina. Þar er líka bflasafn og hluti sýningarinnar, sérdeildir, eins og rafmagnsbflar eða annað, eru settar þangað. í ár voru það svonefndir „fun cars“ sem við gætum kallað hálfgerða brand- arabíla. Þetta með tiltölulega þægi- lega stóra sýningu kann þó að breytast í framtíðinni en í undirbún- ingi er að byggja við Palexpo-höll- ina, bæta við eins og einum vænum sýningarsal. Þá er enn ótalið hlutleysið sem einkennir Svisslendinga og snertir líka bílaheiminn. A Genfarsýning- unni eiu flestir mikið til jafnir. Framleiðendur fá úthlutað plássi nokkuð eftir velgengni sinni í land- inu og þannig verður vígstaða þeirra í réttu hlutfalli við árangur. Enginn einn ræður ríkjum og _ ekkert eitt land er yfirgnæfandi. A Frankfur- tarsýningunni eru það hins vegar þýsku framleiðendurnir sem breiða vel úr sér, þeir frönsku gera það í París, í Tókýó hafa japönsku fyrir- tækin tögl og hagldir og í Detroit fer vitanlega mest fyrir heimamönnum. Morgunblaðið/jt Alfa Romeo býður ntí 156 langbak sem er hinn laglegasti útlits. Nýr Alfa Romeo- langbakur FRÁ Alfa Romeo gat að líta nýjan skutbíl eða langbak sem þeir nefna Sportwagon. Hann er í 156- línunni og ber sama nafn og 33- langbakurinn gerði sem hætt var að bjóða árið 1995. Ekki er ráðgert hjá verksmið- junni að bjóða langbaksgerðir í 166 eða 147 sem væntanleg er bráðlega og verður 156 því eini langbakurinn í boði. Þetta er af- skaplega sléttur og felldur bíll, eins og nýrakaður og skafinn þannig að ekki fellur á hann blettur eða hrukka. Bíllinn er 4,43 m langur og verða tvær dísilvélar í boði og fjórar bensínvélar sem eru frá 105 til 190 hestöfl. Sala á að hefjast á Ítalíu í lok mars og eftir það verður farið að bjóða hann á öðrum mörkuðum. Honda HR-V boðinn fimm dyra HONDA býður nú HR-V-jepplinginn í fimm dyra útgáfu sem ekki hefur verið í boði til þessa. Sú gerð er líka 10 cm lengri, þ.e. hjólhafið, ogþann- ig eykst rýmið og aksturseiginleik- ar ættu að breytast li'tið eitt. Með því að bjóða bflinn nú fímm dyra segjast fulltrúar Honda reikna með að ná enn stærri kaupendahópi en bflinn megi allt eins nota sem fjölskyldubfl eða sem lítinn fyrir- tækisbfl. Farangursrýmið mælist 285 li'trar og er það sama og í þrennra dyra gerðinni. Rýmið er fyrst og fremst betra fyrir farþega í aftursætum og í fimm dyra bfl er vitanlega einfaldara að umgangast aftursætin. Honda framleiðir nú í Bretlandi um helming bfla sem seljast í Evrópu. Seldust 236 þúsund bflar í álfunni í fyrra og er ráðgert að auka söluna í 257 þúsund á þessu ári. Heildarsala bfla í Evrópu er 17,5 milljónir. Hillusamstæða kr. 54.900.- st^r. HR-V bfllinn frá Honda er nú boðinn fimm dyra. Opel framleiðir Agila í Póllandi. Hann hefur verið þróaður í sam- vinnu við Suzuki sem einnig framleiðir sams konar bfl, Wagon R+. Agila smábíll frá Opel AGILA nefnir Opel nýjan 3,5 m langan bíl sem framleiddur er í verksmiðju fyrirtækisins í Póll- andi. Þetta er framdrifinn fjög- urra sæta bfll og er hinn sami og Su/.uki Wagon R+. Þarna hafa Opel og Suzuki lagt saman kraftana að miklu leyti, þ.e. Suzuki séð um hönnun útlits en Opel um innviðina. Hvor fram- leiðandi býður sínar vélar og hjá Opel eru eins lítra 58 eða 75 hestafla í boði. Farangursrýmið mælist 248 lítrar en sé bfllinn að- eins notaður tveggja sæta getur það orðið 598 lítrar. Með Agila ætlar Opel að vera í fararbroddi sem fyrsti framleið- andi í Evrópu með fjölnotabíl af minnstu gerð, sagði Michael J. Burns, forstjóri GM í Evrópu, á blaðamannafundi í Gcnf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.