Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ - LANDIÐ Þjálfun hesta hafín fyrir Landsmót hestamanna Myndarleg hestamið- stöð opnuð á Hellu Hellu - Um miðjan febrúar var ný og glæsileg hestamiðstöð tekin í notkun á Hesthúsvegi 13 á Hellu. Það eru Þórður Þorgeirsson tamningamaður og sambýliskona hans Inga Jóna Kristinsdóttir sem hafa byggt upp nýtt hús á gömlum grunni og rúmast þar 32 hross í fyrsta flokks húsi. „Við keyptum gamalt 12 hesta hús af móður Ingu Jónu en úr því húsi eru fáar spýtur eftir. Hér er allt nýtt, bestu innréttingar sem fáanlegar eru hér á landi, smíðaðar af Höskuldi Hildibrandssyni, með opnanlegum milligerðum sem gera kleift að vél- moka út úr húsinu. Húsið sjálft, sem Guðjón Sigurðsson smiður og hrossabóndi í Kirkjubæ smíðaði, er allt klætt að utan með stáli, eins og loftið, en veggir að innan með eik. Við höfðum áður aðstöðu í tamninga- stöðinni í Gunnarsholti, en þegar hún var lögð niður og húsinu breytt í sæðingastöð urðum við að finna okk- ur nýjan vettvang. Það kom til greina að kaupa jörð en þetta varð úr. Nú búum við á Hellu og höfum okkar starfsaðstöðu hér,“ segja þau Þórður og Inga Jóna. Landsmótsefnin standa í röðum Að sögn Þórðar og Ingu Jónu er fyrirtak að vera nú búin að koma sér upp góðri starfsaðstöðu, en yfir stendur þjálfun hrossa fyrir Lands- mót hestamanna sem haldið verður í Reykjavík í júlí. „Hér eru 15 stóð- hestar, allt frá ungum og efnilegum upp í hátt dæmda fyrstu verðlauna- gæðinga, sem að sjálfsögðu stefna á landsmótið. Það má nefna t.d. þrjá syni hins fræga stóðhests Orra, þá Dyn frá Hvammi, Kvist frá Hvols- velli og Stæl frá Miðkoti. Þá eru hér höfðingjar eins og Spegill frá Kirkju- bæ, Fengill frá Kjarri og Kveldúlfur frá Kjamholtum. Auk þess eru hér bráðefnilegar hryssur og geldingar sem einnig er stefnt á landsmótið. Þetta eru aðallega hross sem við er- um að temja fyrir aðra, en auk okkar starfa hér tveir tamningamenn í fullri vinnu, enda næg verkefni fram- undan,“ segir Þórður. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Glæsileg veisla var haldin í hestamiðstöð Þórðar og Ingu Jónu í tilefni opnunarinnar og vinir og velunnarar fjölmenntu. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Við nýju hestamiðstöðina á Hellu, f.v. Inga Jóna Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson, Nicki Pfau og Ólafur Þórisson tamningamenn. i Morgunblaðið/Björn Bjömsson Verðlaunahafar f.v.: Guðmundur Ingvi Einarsson, Egill Þórarinsson og Jón Amar Magnússon. Jón Arnar Magnús- son íþróttamaður Skagafjarðar Sauðárkróki - Fjölmenni var sam- ankomið í félagsheimilinu Ljós- heimum við Sauðárkrók þar sem fram fór tilncfning á íþróttamanni Skagafjarðar 24. mars sl. Það var á vegum menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar og í samvinnu við Ungmennasamband Skagafjarðar og sveitarfélagið sem þessi árlega tilnefning fór fram og hafði undir- búningi verið hagað á þann veg að öllum íjjróttafélögum innan sveit- arfélagsins hafði verið gefinn kost- ur á tilnefningu í sinni grein og bárust átta svör. Ómar Bragi Stefánsson, for- maður nefndarinnar, bauð gesti velkomna og ræddi gildi íþrótta í daglegu lífi nútimafólks sem ætti nú mun fleiri fristundir en áður þekktist og benti á að íþróttir og aðstaða til iðkunar þeirra væri ein aðalforsenda fyrir búsetu á hveij- um stað. „Agi, staðfastur vilji og rétt þjálfun auk góðrar aðstöðu til þess að iðka íþróttir, er það sem hefur skilað þessu sveitarfélagi fþrótta- fólki í fremstu röð,“ sagði Ómar Bragi. Þá kynnti Haraldur Jóhannes- son, formaður UMSS, þá átta íþróttamenn sem tilnefningu hlutu og voru þeim afhent blóm og viður- kenningarskjöl vegna þessa. Þá voru kallaðir til þeir íþrótta- menn sem höfðu skarað framúr en í þriðja sæti var Guðmundur Ingvi Einarsson kylfingur frá Golfklúbbi Sauðárkróks en hann varð íslands- meistari í flokki 18 ára og yngri og landsliðsmaður í þeim flokki. í öðru sæti var Egill Þórarinsson, hestamannafélaginu Svaða, en hann vann til fjölmargra verðlauna á síðasta ári í iþrótt sinni og í fyrsta sæti var Jón Arnar Magnús- son en fáum mun hafa komið á óvart að Jón hlyti þennan titil svo langt sem hann hefur náð í frjáls- um íþróttum og hefur þar skipað sér í raðir þeirra bestu í heiminum. ■0 ára 15—30% afsláttur af öllum vínþrúgusafa r v Opið alla helgina Laugardag A. mars opið kl. 11 —18 Sunnudag 5. mars opið kl. 13—17 J Vei\ilunin Vínliet Laugavegi 178, Reykjavík, sími 562 5870. Hafnargötu 25, Keflavík, sími A21 7414. Stunda samtímis nám í framhaldsskóla o g grunnskdla Frumkvöðlastarf unnið í grunnskóla Grindavík - Það eru um það bil 4 ár síðan fyrstu nemendur Grunnskóla Grindavíkur fóru að eiga þess kost að flýta sínu námi og taka sam- ræmdu prófin ári á undan jafnöldr- um. Þess hefur verið gætt að félags- legi þátturinn í þessu námi gleymdist ekki og því sitja viðkom- andi nemendur áfram í Grunnskóla Grindavíkur þó þeir hafi tekið sam- ræmd próf ári áður. Þessa dagana glíma þeir Daníel Pálmason og Hjalti Sigvaldason við námsefni framhaldsskólans í kjamagreinunum 4 en eru með bekkjarfélögunum í öðru námi. Pálmi Ingólfsson hefur verið um- sjónarmaður þessa máls öll árin og sagði að þetta hefði byrjað með einni grein fyrir 4 árum en síðustu þrjú árin hafa greinarnar verið 4 þar sem menntamálaráðuneytið gefi ekki færi á að taka einungis hluta af samræmdu greinunum. „Undirbúningur hófst í 9.bekk hjá fyrstu hópunum en best er að þetta sé undirbúið frá 8. bekk. Krakkarnir taka samræmd próf ári á undan, þ.e. í 9. bekk, en fylgja bekkjarfélögunum í öllum öðrum greinum. Við leggjum sérstaka áherslu á að passa félagslega þátt- inn. Samvinnan við F.S. hefur geng- Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson. Þeir voru brosmildir félagarnir Hjalti Sigvaldason og Daníel Pálmason þegar Morgunblaðið leit við hjá þeim á dögunum. ið mjög vel, þau fá áætlanir og fylgja sama efni og aðrir nemendur í F.S. Þeir taka prófin í F.S. og ljúka allt að 24 einingum yfir árið. Þetta er sameiginleg ákvörðun nemendanna, foreldra þeirra og skólans. Bæjarfélagið styrkir líka þetta verkefni með auknu tíma- magni fyrir þennan hóp og árang- urinn er ótvíræður. Það er greini- lega meiri námsáhugi ekki bara hjá þeim krökkum sem eru þarna á undan heldur smitar þetta út frá sér því það er litið upp til þessa hóps. Þá er þetta nauðsynlegt til að geta komið til móts við þarfir þessara nemenda eins og annarra þannig að allir fái nám við hæfi,“ sagði Pálmi. f I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.