Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Hátíðarguðsþj ón- usta í Mosfells- prestakalli Hátíðarguðsþjónusta er í íþróttahús- inu í tilefni þúsund ára kristnitökuaf- mælis á æskulýðsdegi kirkjunnar ki. 14. Ávörp flytja forseti íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, Sól- veig Pétursdóttir, kirkjumálaráð- herra og Jónas Sigurðsson forseti bæjarstjómar. Prédikun: Sr. Gunn- ar Kristjánsson prófastur, sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup og sóknarprestur, sr. Jón Porsteinsson, ^Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðs- prestur og Þórdís Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Böm úr leikskólum í Mosfellsbæ, Kjalamesi og Kjós, ásamt hátíðarkór Kjalar- nesprófastsdæmis, syngja við undir- leik hljómsveitar. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson. Píanó: Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Stjómandi: Jónas Þór- ir. Við guðsþjónustuna verður frum- flutt tónverkið „Úr Hávamálum“ eft- ir Jónas Þóri og kristnihátíðarljóðið „Krossgötur“ eftir Láras Þórðarson. Húsið verður opnað kl. 13 með myndlistarsýningu barna úr leik- skólum Mosfellsbæjar, Varmár- •tfkóla, Gagnfræðaskóla Mosfellsbæj- ar, Klébergsskóla og Ásgarðsskóla. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leik- ur undir stjóm Sveins Birgissonar og bamakór Varmárskóla, Klé- bergsskóla og Ásgarðsskóla syngur undir stjóm Guðmundar Omars Óskarssonar. Kirkjukaffí ásamt veit- ingum í boði Mosfellsbakarís. I framhaldi af guðsþjónustunni verður boðið upp á fjölþætta menn- ingardagskrá í tali og tónum. Karla- kórinn Stefnir og Karlakór Kjalar- jess syngja. Nemendur úr ‘l’ónlistarskóla Mosfellsbæjar flytja list sína og Furðuleikhúsið sýnir leikritið „Frá goðum til guðs“. Orgeltónleikar í Lágafellskirkju kl. 20. Björgvin Tómasson orgels- miður flytur erindi um sögu orgels- ins og orgelsmíði á Islandi og Jónas Þórir, organisti safnaðarins, leikur á orgel kirkjunnar, m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach. Bamastarf í safnaðarheimilinu fellur niður en bent er á þátttöku barnanna í hátíðarguðsþjónustunni. Sóknarprestur - sóknamefnd. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í ** Grensáskirkju Á morgun verður sameiginleg guðsþjónusta allra aldurshópa í Grensáskirkju ki. 11 með þátttöku barnastarfs, barnakórs og væntan- legra fermingarbama. Byggt er á einföldu formi og líflegri tónlist við píanóundirleik Ástríðar Haralds- dóttur. Böm úr barnastarfinu koma fram og Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur kraftaverkakórstýra. Halldór Elías Guðmundsson djákni prédikar. Hann er framkvæmda- stjóri ÆSKR og hefur mikla reynslu af kristilegu starfi með unglingum. Strax að lokinni guðsþjónustu hefst *%rlegt bollufjör barnakórsins í safn- aðarheimilinu. Þar gefst kirkjugest- um kostur á að kaupa kaffi, gos og rjómabollur á sanngjömu verði, til styrktar öflugu starfi kórsins. Jafn- framt verður dagskrá í umsjá kórfé- laga. Mætum öll, ung á öllum aldri, til ánægjulegrar og uppbyggilegrar samverastundar í Grensáskirkju, á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar! Sr. Ólafur Jóhannsson. Fræðslufundur í safnaðarfélagi Dómkirkjunnar Aimennur fræðslufundur verður haldinn í safnaðarfélagi Dómkirkj- unnar simnudaginn 5. mars nk., í föstuinngangi, um kl. 12:00 á hádegi, strax að lokinni árdegismessu í JJómkirkjunni. Messan hefst kl. ^:00 og mun séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur prédika og þjóna fyrir altari. Á fundi safnaðarfélagsins mun Sumarliði Is- leifsson, sagnfræðingur halda erindi um suðurgöngu Nikulásar, ábóta í klaustrinu á Munkaþverá, og um píl- agrímsferðir íslendinga á miðöldum. Fræðslufundir safnaðarfélagsins era haldnir eftir árdegismessu fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast um kl. 12:00 á hádegi. Þeir era haldnir á 2. hæð í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, á homi Vonar- strætis og Lækjargötu, og standa yf- irleitt í rúma klukkustund. Fundim- ir hefjast með léttum málsv Fundir safnaðarfélagsins era opnir öllum velunnuram Dómkirkjunnar, innan sóknar sem utan, og era tilvalið tækifæri til að mynda og styrkja tengsl við Dómkirkjuna og Dóm- kirkjufólkið. Stjóm safnaðarfélags Dómkirkj- unnar. Fjör á æskulýðs- degi í Hafnar- fjarðarkirkju Sunnudaginn 5. mars er æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar. Margt verður þá um að vera í Hafnarfjarðarkirkju og höfðað einkum tfi bama og ung- menna í helgihaldi kirkjunnar. Fjöl- skylduguðsþjónusta fer fram um morguninn kl. 11.00. Þar verður boð- ið upp á fjölbreytilegt efni, barn verður skírt, sögur sagðar, sungið og leikið og eftir guðsþjónustuna verð- ur boðið upp á góðgæti í Strand- bergi. Um kvöldið fer fram æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 20:30 í umsjá æskulýðsfélags kirkjunnar og leið- toga þess Guðmundu og Gunnars Hljómsveitin Játning undir stjóm Ólafs Schram leikur létta kristilega tónlist. Eftir guðsþjónustuna bjóða fermingarböm til veislu í Strand- bergi. Prestur í báðum guðsþjónust- um dagsins er sr. Þórhildur Ölafs. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Æskulýðsdagur- inn í Seljakirkju Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er haldinn hátíðlegur í kirkjuni lands- ins sunnudaginn 5. mars. í Selja- kirkju verður ekki skorast undan því og börn og unglingar áberandi í helgihaldi dagsins. Að morgni sunnudagsins kl. 11.00 verður krakkaguðsþjónusta í Seljakirkju. Þar verður mikill söngur og fræðsla fyrir yngstu safnaðarmeðlimina. Litli kór barnakórs Seljakirkju kem- ur fram undir stjóm Gróu Hreins- dóttur. I guðsþjónustunni kl. 14.00 sem er í umsjá séra Ágústs Einars- sonar koma fram börn úr æskulýðs- og bamastarfi K.F.U.M. og K. og Seljakirkju. Þau munu syngja og flytja Ijóð og unglingar úr æskulýðs- félagi kirkjunnar, Sela, flytja leik- þátt. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjóm Gróu Hreinsdóttur og Þorvaldur Halldórsson syngur ein- söng. Einnig mun Þorvaldur stjóma almennum safnaðarsöng. Að guðs- þjónustu lokinni verður kökubasar í kirkjumiðstöðinni á vegum stúlkna úr K.F.U.K. Allur ágóði af kökusöl- unni rennur til hjálparstarfs. Komum til kirkju og tökum þátt í helgihaldi dagsins. Æskulýðsguðs- þjónusta í Sel- tj arnarneskirkj u Æskulýðsguðsþjónusta verður haldin í Seltjarnarneskirkju sunnu- daginn ö.mars kl. 11:00. Þá verður æskulýðsdagurinn haldinn hátíðleg- ur, en hann er helgaður börnum og unglingum um allt land. Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og hljómsveitin Messías leikur undir fjörugum söng.Starfsfólk í barna- starfinu, þær Ama Grétarsdóttir og Guðrún Karlsdóttirverða með skemmtilega samtalspredikun þar sem bænin er lögð til grandvallar. I predikuninni munu þær Arna og Guðrún leita eftir viðbrögðum kirkjugesta og þannig skapa skemmtilega stemmningu. Ungling- ar í æskulýðsfélagi kirkjunnar flytja almenna kirkjubæn og söngvavalið er úr bama- og æskulýðsstarfinu. Við blásum í andans lúðra og köll- um ykkur öll til helgrar samvera- stundar sunnudaginn 5. mars kl. 11:00 í Seltjarnameskirkju. Verið öll hjartanlega velkomin. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Æskulýðs- dagurinn í Hall- grímskirkju Æskulýðsdagurinn verður hald- inn hátíðlegur í Hallgrímskirkju með margvíslegum hætti. Kl. 11 f.h. hefst fjölskylduguðsþjónusta mað þátt- töku bama og unglinga. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjóm Bjarneyjar Ingi- bjargar Gunnlaugsdóttur og Magn- ea Sverrisdóttir æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju mun prédika. Um kvöldið verður kirkjuvaka kl. 20 í til- efni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Allirvelkomnir. Sigurður Líndal talar um kirkjuna og lögin Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju í fyrramálið kl. 10 (sunnudag- inn 5. mars)mun Sigurður Líndal prófessor flytja erindi er hann nefn- ir: Kirkjan og lögin. Alkunna er að með kristnum sið breyttist fjölmargt í réttarfari og löggjöf á íslandi og hafði kirkjan sem stofnun þar mikil áhrif. Sigurður hefur umfangsmikla þekkingu á sögu, löggjöf og réttar- fari ogverður án efa fróðlegt að heyra hann ræða þetta efni. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Að fyrir- lestrinum loknum hefst guðsþjón- usta á æskulýðsdegi kl. 11 þar sem prestar kirkjunnar munu þjóna fyrir altari og Magnea Sverrisdóttir æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju prédika. Æskulýðs- dagurinn í Dómkirkjunni Á æskulýðsdegi safnast unga fólk- ið saman í kirkjum landsins. Sunnu- daginn 5. mars kl. 14 verður dagskrá fyrir unga fólkið í Dómkirkjunni. Fermingarbörn sýna leikþátt eftir Örnólf Árnason í leikstjórn Helgu E. Jónsdóttur. Böm úr TTT-starfinu sýna helgileik. Hljóðfæraleikur og mikill söngur. Allir velkomnir. Dómkirkjan. Þverkirkjulegt námskeið í Krossinum Nú um helgina, 4-5 mars, verður námskeið í Krossinum. Fjallað verð- ur um bölvun kynslóðanna, illa anda og lækningu. Fyrirlesari verður Ray McGraw frá Kanada, en hann hefur ferðast víða um lönd til að fræða um þetta efni. Að þessu námskeiði standa Krossinn, Sjónvarpsstöðin Omega, Kefas, Samfélag trúaðra og líknarfélagið Byrgið. Námskeiðið hefst á laugardagskvöld kl. 20.30 og síðan verður kennt á sunnudags- morgni kl 11.00 og námskeiðinu lýk- ur á sunnudagskvöldið kl. 20.00. AJlir era hjartanlega velkomnir og að- gangur er ókeypis. Æskulýðs- og fjöl- skyldudagur í Bústaðakirkju Næstkomandi sunnudag er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá sam- einum við messur dagsins í eina æskulýðs- og fjölskylduguðþjónustu kl. 11:00. Þá er ungmennum sérstak- lega boðið til kirkju ásamt foreldram sínum og öðram ástvinum. Messuformið er breytt frá því sem venja er og nýir og léttir söngvar hljóma. Ungmenni taka þátt í mess- unni með margvíslegum hætti. Öll tónlist verður flutt af ungu fólki og alls taka um 100 ungmenni þátt í tónlistarflutningi í barna-, stúlkna- og bjöllukóram kirkjunnar. Ávörp dagsins flytja Atli Bollason, nemi í Réttarholtsskóla og Bára Elí- asdóttir, kennari og fræðari í barna- starfi Bústaðakirkju. Fermingar- böm lesa úr ritningunni. Fjölskyldur era hvattar tfi þess að koma saman til kirkju og taka þátt í messunum. í erli þjóðlífsins era sam- verastundir fjölskyldunnar á hröðu undanhaldi. Þetta mun ekki breytast nema við spymum við fótum og tök- um frá tíma tfi þess að sinna hvert öðra. Margir kannast við, að ætla að eyða tíma með bömum sínum síðar, en áður en við er litið era þau flogin úr hreiðrinu og foreldrar og böm hafa þá farið á mis við þá ánægju og þann þroska, sem slíka samvera veit- ir. Á æskulýðsdegi vill kirkjan skerpa nauðsyn þess að vera saman og eiga samleið. Það er þvi von okkar að fjölskyldur komi saman til kirkju og skerpi þannig einlægni og samtal sitt við Guð í kirkju hans. Með kær- leikann að leiðarljósi göngum við síð- an út í lífið, minnug þess, hve nauð- synlegt það er að tala saman, vera saman og eiga samleið. Bústaðakirkja býður þig og þína velkomna til kirkju á sunnudaginn. Æskulýðs- dagurinní Arbæjarkirkju Æskulýðsdagurinn er að vanda haldinn hátíðlegur í Árbæjarkirkju. Dagurinn byrjar á barnaguðsþjón- ustu kl. 13. Böm og fullorðnir eiga þar góða og uppbyggilega stund. Þar verður mikið sungið, sagðar sögur og farið í leiki. Afmælisbörn fá gjöf frá kirkjunni og þannig mætti lengi halda áfram. Aimenn guðsþjónusta fellur niður á sínum hefðbundna tíma kl. 11 ár- degis. Þess í stað verður hringt inn til guðsþjónustu kl. 20 mörgum morgunsvæfum unglingnum til mik- illar gleði og þeim sem styrkja líkamann í ýmiss konar íþróttum snemma á sunnudagsmorgnum. Guðsþjónustan verður með öðra sniði á þessum degi æskunnar eða Æ-deginum eins og gárangarnir kalla hann. Einvalalið tónlistar- manna og söngkvenna mun spila og syngja ásamt okkur hinum. Guðni Már Harðarson æskulýðs- leiðtogi og nemi mun flytja hugleið- ingu út frá þema dagsins sem er bænin. Fyrirhugað er að láta af hendi afrakstur biblíumaraþonslest- ursins frá helginni á undan í hendur fulltrúa Hins íslenska biblíufélags. Væntum við þátttöku fermingar- bama, foreldra þeirra og allra sem hafa áhuga á að eiga góða og gefandi stund í helgidómnum. Sr. Þór Hauksson. Æskulýðsdagur- inn í Askirkju Á æskulýðsdaginn verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Ás- kirkju kl. 11. Börn í TTT, 10-12 ára starfi kirkjunnar, flytja helgileik og félagar í æskulýðsfélaginu Asmegin flytja hugvekju í samtalsformi. Ing- ólfur Hartvigsson, guðfræðinemi prédikar, en hann og Fjölnir Ás- björnsson, guðfræðinemi stjórna TTT-starfinu í Áskirkju og unglinga- starfinu. Sönginn leiðir Kirkjukór Áskirkju undir stjóm Kristjáns Sig- tryggssonar. Eftir guðsþjónustuna verður kirkjugestum boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili Áskirkju. Æskulýðs- dagurinn í Grafar- vogskirkju í þetta sinn má segja að æskulýðs- dagurinn verði haldinn hátíðlegur í Grafarvogssókn tvo sunnudaga. Síð- astliðinn sunnudag var haldin æsku- lýðsguðsþjónusta, þar sem leikskóla- og grunnskólabörn stóðu fyrir kirkjuklukkudegi. Sýndu þau í Rimaskóla vinnu sína frá þemadög- um í skólanum. Öll vikan tengdist kristnitökunni árið 1000. Næstkomandi sunnudag verður dagskráin einnig fjölbreytt. Bama- guðsþjónusta verður kl. 11 í Grafar- vogskirkju þar sem yngsti hópur barnakórsins syngur. Barnaguðs- þjónusta í Engjaskóla kl. 11. Engja- skólakórinn syngur. Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari, Ragn- heiður Karitas Pétursdóttir, guð- fræðinemi, prédikar. Fermingar- böm aðstoða. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Opnuð verður listsýning á verkum eftir Hauk Dór. Guðsþjónusta á Hjúkranarheimil- inu Eir kl. 16.15. Prestur: sr. Vigfús Þór Árnason. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Gospelguðsþjónusta kl. 20.30. Gospelsystur Kvennakórs Reykja- víkur syngja, stjómandi er Margrét Pálmadóttir. Undirleikari: Ástríður Haraldsdóttir. Prestur: sr. Sigurður Arnarson. Fjölskyldu- guðsþjónusta og bollukaffi í Breiðholtskirkj u Á æskulýðsdag þjóðkirkjunnar verður barnaguðsþjónusta í Breið- holtskirkju í Mjódd kl. 11 og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. I fjöl- skylduguðsþjónustunni syngur barnakór kirkjunnar og nokkur ung- menni aðstoða við helgihaldið. Að guðsþjónustunni lokinni mun barna- kór Breiðholtskirkju selja bollukaffi til styrktar þátttöku kórsins í nor- rænu barnakóramóti í vor. Við vilj- um hvetja íbúa sóknarinnar og aðra velunnara Breiðholtskirkju til þátt- töku á þessum degi með okkur, með því að eiga fyrst uppbyggilega stund í húsi Drottins og nota síðan tæki- færið tfi að leggja starfi barnakórs- ins lið, með því að þiggja góðar veit- ingar. Verið öll velkomin. Sr. Gísli Jónasson. Æskulýðsguðs- þjónusta í Hjallakirkju Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður æskulýðsguðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11. Barnakór Snæ- landsskóla syngur og stýrir léttum safnaðarsöng undir stjórn Heiðrún- ar Hákonardóttur og leikið er undir á gítar og píanó. Krakkar úr æsku- lýðsstarfi kirkjunnar annast svo marga þætti guðsþjónustunnar, t.a.m. lestur ritningagreina og bæna, auk þess sem sýndur verður stuttur leikþáttur í stað prédikunar. Eftir hádegi þennan sama dag kl. 13 sýnir Stoppleikhópurinn bamaleikritið „Ósýnilegi vinurinn" í barnaguðs- þjónustu. Leikritið, sem tekur u.þ.b. 30 mínútur, fjallar um tvo vini, sem velta fyrir sér spurningum um lífið og tilverana. Fólk á öllum aldri er hvatt til að leggja leið sína í kirkjuna á æskulýðsdaginn. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur kemur í heimsókn og fjall- ar um umbrot í Kötlu. Fram verður borin tvíréttuð heit máltíð og kaffi- veitingar. Fríkirkjan Vegurinn. Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir- bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. Á morgun kl. 17 er 7. huti 10 vikna námskeiðs í Daní- elsbók. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson. Námskeiðið kostar ekk- ert. Daníelsbók er útvarpað beint á Hljóðnemanum FM 107. KEFAS. Samkoma í dag kl. 14. Ræðumaður: Helga R. Armanns- dóttir. Þri.: Brauðsbrotning og bæn- astund kl. 20.30. Mið.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Fös.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskólikl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórn- andi Elín Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.