Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 -X i i — MORGUNBLAÐIÐ FOLKIFRETTUM Kvikmyndin „The Wonder Boys“ með Michael Douglas frumsýnd vestanhafs Undursamlegt hvernig lífíð og list- . in fléttast saman Leikarinn Michael Douglas, sonur gamla hörkutólsins Kirk Douglas og leikkon- unnar Diana Dill, er sannkölluð ofur- stjarna í Hollywood. Einkalíf hans hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu og í samtali við Alex Preston segir hann frá kynnum sínum af ástinni og nýjustu mynd sinni „The Wonder Boysu. MICHAEL Douglas fékk sín fyrstu Óskarsverð- laun aðeins 30 ára að aldri, fyrir að framleiða Gaukshreiðrið. Meðal kvikmynda sem hann hefur komið fram í eru hinar eftirminnilegu „Basie Inst- inct“, „Falling Down“ og „Wall Street“ og myndin sem skaut honum á stjörnuhimininn „Romaneing the Stone“. í sinni nýjustu mynd, sem frpmsýnd var vestanhafs í síðustu viku, „Wonder Boys“ leikur Douglas formfastan og miðaldra prófessors í ensku sem missir tökin á tilverunni þegar eiginkonan yfírgefur hann og ástkona hans (Frances McDormand) tilkynnir honum að hún sé ófrísk . Michael, sem fær allt að 1.420 mil- ljónir króna íyrir hverja mynd, við- urkennir sposkur á svip að þessi grá- glettna gamanmynd eigi margt sameiginlegt með einkalífí hans sjálfs. En það eru einmitt þessir þættir í lífi hins 55 ára gamla leikara sem eru mest í sviðsljósinu þessa dagana og jafnvel hafa varpað skugga á leikferil hans. Douglas batt nýverið enda á 22 ára hjónaband sitt og Diandra Luker en stuttu síðar iiár leikarinn upp bónorð sitt við þrítuga kærustuna, leikkonuna Catherine Zeta-Jones. En þau hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan á kvikmyndahátíðinni í Deauville árið 1998. Skötuhjúin tilkynntu nýlega að þau ættu von á sínu fyrsta barni í júlí og sögusagnir herma að þau muni ganga í það heilaga í september. Þessar fréttir veita Douglas annað tækifæri til að bregða sér í föður- hlutverkið sem hann tekur fegins hendi því hann eyddi mestum sínum tíma á uppvaxtarárum sonar síns Camerons, sem nú er tvítugur, fyrir framan kvikmyndavélarnar. Sá hana í sjónvarpi og strengdi þess heit að hitta hana „Já, það er dagsatt að við Cather- ine séum að fara að gifta okkur,“ segir Michael og stoltið leynir sér ekki. „Við erum bæði mjög ánægð. I skýjunum!" - Hvernig kynntist þú Cntherine? „Ég sá kvikmyndina „Zorro“ heima hjá einhverjum og framkoma Catherine í henni sló mig út af lag- inu. Ég sá hana og sagði: Vá, hver er þetta? Hún er ótrúleg! Catherine er ein fallegasta og hæfíleikaríkasta kona sem ég hef á ævi minni séð og ég strengdi þess heit að hitta hana.“ Skömmu síðar var Douglas staddur í Evrópu að leggja lokahönd á kynn- ingu myndarinnar „A Perfect Murd- er“ og þar kom tækifærið. „Ég fór á kvikmyndahátíðina í Deauville og sá á dagskránni að „Zorro“ yrði sýnd. Ég bað kynningarfulltúann minn um að athuga hvort Catherine væri við- stödd hátíðina. Ég bað hann um að komast að því hvort hún væri ein- sömul og hvort hún gæti snætt með mér kvöldverð. Heppnin var mér hliðholl og hann komst að því að hún væri á leið til hátíðarinnar og hún væri einsömul. Það var kokkteilboð fyrir matinn og þar spurði ég Cath- erine hvort ég gæti setið hjá henni við kvöldverðarborðið og hún jánk- aði því mjög kurteislega og þannig hófst þetta.“ Douglas segir að eftir það hafi hlutirnir gerst hratt. „Mér fannst hún yndisleg. Þetta gerðist í septem- ber fyrir ári. Eitt af því sem ég tók strax eftir í sambandi við Catherine, að fegurð hennar undanskilinni, var hversu vingjamleg og látlaus hún var.“ - Hvernig baðstu hennar? „Ég bað hennar um árþúsunda- mótin. Ég veit að það er kvöld sem ég mun aldrei gleyma. Og já, þegar ég ætlaði að fara biðja hennar fann ég ekki hringinn,“ bætir hann við hlæjandi. - Hvernig fórstu að týna hringn- um? „Ég veit það ekki (hlær). Ég var á leið til Swansea um jólaleytið, sem er heimabær Catherine í Wales, og við ætluðum þaðan til Colorado. Ég tók þess vegna hringinn með mér frá New York. Ég var á hótel- herberginu mínu að taka til nokkra hluti til ferðarinnar og var hringur- inn þar á meðal þegar Catherine gekk inn í herbergið með foreldrum sínum. Ég flýtti mér að breiða yfir hringinn svo þau sæju hann ekki. Stuttu síðar lögðum við af stað til Colorado og þá byrjaði martröðin. Þegar við komum þangað leitaði ég í farangrinum, en fann ekki hringinn. Ég var viss um að einhver hefði stol- ið honum úr farangursgeymslunni á leiðinni og var ég kominn í mjög mik- ið uppnám, þá hringdi ég á hótelið þar sem við höfðum dvalið og spurði Leikfélag ML sýnir Þrek og tár Leikferð um Suð- urland LEIKFÉLAG Menntaskólans að Laugarvatni frumsýnir í dag Þrek og Tár eftir Ólaf Hauk Símonar- sson í leikstjórn Ingunnar Jens- dóttur. Ingunn hefur þrisvar áður sett upp leikrit með nemendum ML, ávallt við góðan orðstír. Þetta leikrit Ólafs Hauks er eflaust mörgum kunnugt eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu 1995 við miklar í leikritinu á stóran þátt í uppfærsiunni og sér Malcom Holloway um hljómsveitarstjórn og útsetningu hennar. Æfingar leikhópsins byrjuðu í janúar og er fyrsta sýningin í tengslum við árshátíð skólans í dag. Að sögn Hafdísar Ásgeirs- -tíl^ttur, formælanda leikhópsins, er um viðamikla sýningu að ræða -fýnsældir. ^Tónlistin þar sem 50 manns koma að sýn- ingunni á einn eða annan hátt. Sögusvið leikritsins er vestur- bær Reykjavíkur í kringum 1960 og fjallar um upprifjun ungs manns á þeim árum er hann ólst þar upp. Fylgst er með ferðalagi um land minninganna þar sem allt getur gerst. Fjölskylda mannsins er ákaflega söngelsk og hrærist í tónlist þessara tíma sem ómar í margvíslegum myndum í gegnum verkið. Leikfélag ML mun ferðast um Suðurland og sýna á eftirtöldum stöðum; mánudaginn 6. mars kl. 21 á Laugarvatni, 8. mars kl. 21 í Þingborg, 10. mars kl. 21 á Kirkju- bæjarklaustri, 11. mars kl. 21 í Vík í Mýrdal, 12. mars kl. 17 og 21 í Gunnarshólma. Síðasta sýning verður á Flúðum 13. mars kl. 21. Reuters „Það er nokkuð skondið að ég hafði strengt þess heit að lenda aldrei í sambandi við leikkonu en það gleymdist allt um leið og ég hitti Cather- ine,“ segir Douglas sem hér er ásamt unnustunni. hvort þau höfðu fundið lítð box. Það höfðu þau og ég andaði léttar.“ Aldurinn er afstæður - Hvernig líst þér á það að verða aftur pabbi? „Það er frábært, eins og annað tækifæri. Það er alveg yndislegt vegna þess að nú þarf ég ekki að hugsa um tvennt í einu, starfsferilinn og fjölskylduna. Nú gengur fjölskyldan fyrir.“ Douglas á soninn Cameron frá fyrra hjónabandi. „Ég held að ég verði góður pabbi. Ég var ekki til staðar fyrir son minn Cameron. Ég var að reyna að leggja grunninn að starfsferlinum þá og varð lítið úr for- eldrastai'fmu." - í nýjustu mynd þinni, „Wonder Boys“ virðist listin herma eftir raun- veruleikanum. „Að því leyti að undir lok myndar- innar kemur barn inn í líf persónu minnar? Ég hafði ekki ráðgert að vera með neinar opinberar tilkynn- ingar í sambandi við barnið þar til fjölmiðlarnir blönduðu sér í málið. Það var aldrei mín ætlun. Ég hafði gert samning um að leika í „Wonder Boys“ áður en ég hitti Catherine en það er undarlegt hversu listin og lífið geta blandast saman.“ - Hvað um hinn 30 ára aldurs- mun? „Heyrðu! Þetta eru nú ekki nema 25 ár (hlær). Svona aldursmunur hverfur nokkuð hratt í tilhugalífinu. Það er bara hlutur sem maður hugs- ar ekki um lengur. Ég held að aldur frægra manna sé alltaf undir smá- sjánni. En aldursmunurinn er ekk- ert að angra mig, hann er afstæður. Við höfum áhuga á sömu hlutunum og við elskum hvort annað og það er það sem skiptir máli. Ég held að það hafi komið mér skemmtilega á óvart að verða ástfanginn. Ég bjóst ekki við því að það gerðist. Það er nokkuð skondið að ég hafði strengt þess heit að lenda aidrei í sambandi með leik- konu en það gleymdist allt um leið og ég hitti Catherine." - Er ásókn fjölmiðlanna ykkur til ama? „Það er hreint óskiljanlegur hlut- ur sem gerist þegar tveir leikarar byrja að slá sér upp. Þeir verða allt í einu að þessu risastóra fyrirbrigði sem er miklu umfangsmeira en þess- ar tvær manneskjur. Allir missa stjórn á sér í sambandi við þetta.“ Vill fjölbreytt hlutverk -„Wonder Boys“ er ólíkt þínum fyrri hlutverkum. Hvað fékk þig til þess að taka það hlutverk að þér? „Ég hef ávallt reynt að kanna ný svæði sem leikari og reynt fynr mér í fjölbreyttari hlutverkum. Ég hef nýlokið við að leika tvö hlutverk í dekkri kanntinum. Persónur mínar í „A Perfect Murder" og „The Game“ voru fágaðir, vel klæddir, ríkisbubb- ar. Ég hef verið svo lánsamur að áhorfendur hafa veitt mér það svigr- úm að leika mismunandi hlutverk. Það eina sem ég vil er að taka þátt í góðri kvikmynd. Margir leikarar vilja halda í ímyndina og láta endur- skrifa myndina til þess að þjóna henni. Ég veit að ef myndin er góð þá hagnast allir á því.“ - Ég hef frétt að þú hafir bætt á þigmörgum kílóum fyrir hlutverkið. „Já, ég varð að bæta á mig 12 kíló- um, svq ég át eins og svín. Ég át mexík- anskan mat og pits- ur í öll mál. Það hefur verið erfitt að ná þyngd- inni aftur niður. Það er liðið ár og ég er enn fjórum kflóum frá takmarkinu.“ - Pú ert búinn búinn að setja upp nýja vefsíðu. Finnst þér að vefsiðurnar þínar hjálpi þér að halda utan um þær sög- ur sem sagðar eru um þig? „Já. Vefsíðan mín, sem er ekki sett upp í gróðaskyni, gerir mér kleift að tala um mörg af þeim málefnum sem mér finnst vera mikilvæg eins og af- vopnun, og útbreiðslu kjarnorku- vopna. Þetta hefur einnig gert mér kleift að stofna aðdáendaklúbb þar sem fólk borgar ákveðið ársgjald. Klúbburinn hefur allar upplýsingar um mig og myndirnar af afmælis- veislunni okkar... minnar og Cather- ine... allar þær myndir sem gula pressan vildi en fékk ekki. Ég er að nota þetta sem tækifæri því pressan vill aldrei deila neinu með nokkrum. Hún vill stela hluta af lífi þínu, elta þig um allt, taka myndir af þér, og selja þær til allra og aldrei láta þig fá neitt til baka. Þarna get ég einnig talað um málefni sem eru mér og Catherine kær og aflað peninga til góðgerðarmála." - Er Basic Instinct II í bígerff! „Nei. Ég veit ekki hvar þær sögu- sagnh' spruttu upp. Ég verð alla vega ekki viðriðinn hana. Það eru nokkrar aðrar myndir sem ég á að vera með í pokahorninu en það er líka uppspuni. Ég veit ekki hvert mitt næsta verkefni verður.“ - Faðir þinn sagði, þegar hann sá þigí fyrsta skipti íleikriti, aðþú haf- ir staðið þig hræðilega. Hvernig jafnar fólk sig á svona umsögn ? „Hann sagði mér það reyndar ekki“ segir Douglas og hikar bros- andi áður en hann heldur áfram. „Hann sagði það við vin sinn. En ég var hræðilegur. Ég fór með ræðu sendiboða í Ys og Þys út af engu og því miður þurfti ég að koma inn á sviðið frá sætaröðunum, ekki langt frá þeim stað sem faðir minn sat. Eg var svo taugaóstyrkur og talaði svo hratt að enginn skildi hvað ég var að segja. Að sýningunni lokinni kom faðir minn að hitta mig og sagði hann við vin sinn sem komið hafði með honum: „Hann var hræðilegur. Ég þakka Guði að ég þurfi ekki að óttast að hann verði leikari.““ Höfundur er blaðamaður hjá umboðsskrifstofunni Bang í Bretlandi. Pressan vill aldrei deila neinu með nokkrum. Hún vill stela hluta af lifi þínu, elta þig um allt, taka myndir af þér, og selja þær til allra og aldrei láta þig fá neitt til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.