Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MINNINGAR + Einar Ásgeirsson fæddist á Breið- dalsvík 19. septem- ber 1946. Hann lést 23. febrúar síðastlið- inn. Einar var sonur Stefaníu Magnús- dóttur, f. 17.11.1924, húsmóður í Reykja- vík, og Ásgeirs Ás- geirssonar, f. 24.10.1926, d. 6.6. 1970, sjómanns. Stef- ' anía er dóttir Magn- úsar Guðmundsson- ar kaupmanns og konu hans Rósu Sig- urðardóttur, sem lengst af bjuggu á Reyðarfirði. Ásgeir var sonur Ásgeirs Sigurðssonar skip- stjóra og konu hans, Ásu Ás- grímsdóttur. Systkini Einars samfeðra eru Guðríður Ása, f. 10.10. 1946, Kar- en Ása, f. 1946, Ása, f. 25.11. 1950, Elísa Hjördís, f. 24.11.1952, Jónatan Ingi, f. 30.7.1953, Rúnar, f. 27.1. 1955, og Sigríður Ragna, f. 7.6. 1959. Systkini Einars sam- mæðra eru: Jóhanna Birgisdóttir, f. 19.10. 1957, Aðalheiður Birgis- dóttir, f. 5.10. 1959, Bergþóra Birgisdóttir, f. 30.05. 1961, og Karl Th. Birgisson, f. 8.10.1963. Einar ólst upp á Breiðdalsvík hjá fósturforeldrum móður sinn- Ef ég man rétt þá hitti ég Einar bróður minn fyrst þegar ég kom með mömmu í brúðkaup hans og Báru á Breiðdalsvík 1965, sex ára gömul. Sumarið eftir kom ég svo til nýgiftu hjónanna á Djúpavog og var hjá þeim öll sumur og tvo vetur 1 skóla þar til ég var 12 ára. Síðan man ég aldrei eftir að talað væri um Einar nema Bára væri nefnd líka. Og öfugt. Saman sigldu þau lífsins ólgusjó í þrjátíu og fimm ár. Samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og svo samrýnd að þau máttu vart hvort af öðru sjá. Einar var einstakur faðir og bera börnin þeirra tvö þess glöggt merki. I bernskuminningunni man ég hvað mig langaði mikið að kalla Einar og Báru pabba og mömmu, þegar við vorum einhvers staðar innan um ókunnuga. I dag hljómar það auðvitað hjákátlega; Einar var, jú, ekki nema 13 árum eldri en ég. •En í þann tíð var hann bara svo miklu meiri, stærri, sterkari - og eldri - en ég. Og það breyttist eig- inlega aldrei neitt. Fyrir mér stóð Einar bróðir fyrir traust. Og trygglyndi. Það kannski fór ekkert mikið fyrir því en á ein- hvern hátt finnst mér eins og hann hafi verið höfuð litlu fjölskyldunnar okkar. Kjölfestan og ankerið ef á þurfti að halda. Ekkert alltaf orð- margur, en það sem hann hafði að segja hlustuðum við yfirleitt á. Hann var enda elskaður og virtur langt út fyrir systkinahópinn og ég veit að allt móðurfólkið hans minn- ist hans með miklum söknuði og hlýju. Einar fór ekki í manngrein- '-arálit, en honum leiddist allt „snobb“ og yfirlætisháttur. Hann mat fólk eftir þvi hvernig það kom fram. Hvaða mann það hafði að geyma. Annað skipti hann engu máli. Ég er á því að þegar fólk á annað borð kynntist honum hafi það skynjað það. Hann var ekkert mikið fyrir að látast. Þegar kom til tals að ég flytti á Stöðvarfjörð sl. sumar hafði ég lítið rætt það við Einar. Þó komst ég ekki hjá því, þegar ég kom í „vett- vangsrannsókn“, að finna eftirvænt- ! inguna hjá honum. Ég veit að hann ■ öskaði þess ég tæki starfinu hér, en hann passaði sig á því að segja ekk- ert. Hann vissi þetta var stórt skref og ætlaði ekki að hafa áhrif á ákvörðun mína. En ég veit líka hann var stoltur af mér og einlæg- lega glaður þegar við Victor flutt- um hingað. Honum var umhugað : «jm að við aðlöguðumst samfélaginu nér sem best og ég man hvað hann ar, þeim Aðalheiði Pálsdóttur ljósmóð- ur og Einari Björns- syni kaupfélags- stjóra. Fóstur- bræður hans eru Birgir Einarsson, f. 11.4. 1928, og Guð- mundur T. Arason, f. 28.2.1923. Einar kvæntist 29.10. 1965 Guð- laugu Báru Ólafs- dóttur, f. 14.8. 1944. Börn þeirra eru Val- ur Mörk, f. 5.11. 1975, unnusta hans er Erla Rán Kjartansdóttir, og Anna Dögg, f. 2.6. 1982. Einar lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum i Reykjavík 1968. Hann stundaði útgerð og sjómennsku allt sitt líf, lengst af frá Djúpavogi. Einnig stundaði hann útgerð og var skip- sljóri á Krossanesi frá Breiðdals- vík og Stokksnesi frá Hornafirði. Siðustu sjö árin var Einar skip- stjóri á skuttogaranum Kamba- röst, sem gerður er út frá Stöðv- arfirði. Útför Einars verður gerð frá Stöðvarfjaröarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður frá Heydalakirkjug- arði i Breiðdal. var innilega ánægður þegar ég sagði honum nokkrum dögum eftir afmælið mitt í haust að nú hefði ég þroskast svo mikið að ég hefði m.a.s. skráð mig í kirkjukórinn! Hann fylgdist með hvernig Victori gekk í skólanum og tilkynnti mér reglulega hvað hann hafði heyrt. Sama átti við um vinnuna mína. Hann vildi fá að fylgjast með hvernig gengi og sagði mér alltaf ef hann hafði hlerað eitthvað jákvætt um Islenska miðlun á Stöðvarfirði og starfsfólkið þar. Ég kem líka alltaf til með að minnast þess þegar hann kom í land á morgnana og hringdi þá gjaman í mig í vinnuna rétt fyrir hádegi og sagði: Heyrðu, ég missti of mikinn fisk í pottinn. Viljið þið ekki koma og borða með okkur? Og það brást ekki að Valur og Erla Rán voru mætt líka. Þannig vildi hann hafa það þegar hann kom í land. Okkur öll saman. Við borðuð- um líka saman kvöldmat nokkrum dögum áður en hann lést, þegar Bára hafði brugðið sér frá. Þá missti hann líka of mikið í pottinn og vildi endilega við Victor kæmum yfir. Við áttum saman góða kvöld- stund sem ég verð ævarandi þakk- lát fyrir. Litla þorpið okkar hefur misst mikið. Útgerðarfélagið Snæfell líka, að ekki sé minnst á áhöfnina á Kambaröstinni. Enginn var meira vakinn og sofinn yfir togaranum „okkar“ og afkomu fólksins hér en Einar. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir á „kvótakerfinu“, ákveðnar hugmyndir um hvernig gera ætti hlutina - sem eflaust ekki allir voru sammála um. En eitt held ég allir geti sammælst um: hann vildi veg Stöðvarfjarðar og fólksins þar sem mestan. Elsku Einar. Þetta er svo óraun- verulegt og óskiljanlegt, svo óum- ræðilega sárt. Mér finnst eins og þú hafir alltaf verið og hélt að þú myndir alltaf verða. Þær eru ótal minningarnar sem koma upp í hug- ann. Allar minningamar frá Djúpa- vogi, þar sem ég gat vafið þér um fingur mér. Fyrsta barnið af mörg- um til þess, held ég. Allar heim- sóknirnar mínar austur til ykkar Báru. Símtalið þitt á aðfangadags- kvöld til mín í Ameríku. Hvað það gladdi mig ósegjanlega. Ferðin sem þið Bára gerðuð ykkur suður til að vera Guðforeldrar Victors; þegar þú komst til okkar seint um kvöld á afmælinu hans tveimur árum seinna, staddur í Reykjavík, til að færa honum rebba. Stundum veit ég ekki hvað ég á að gera hér á Stöðvarfirði nú þegar þú ert farinn. Við vorum rétt að byrja að kynnast aftur og við áttum svo mikið órætt. Það var svo margt sem ég átti eftir að spyrja þig um. En það verður víst að bíða betri tíma. Ég ætla að gera það sem ég kann til að styðja Báru þína, Önnu Dögg, Val og Erlu Rán. Og mömmu. Þau voru þér allt og þeirra missir er mestur. En þetta verður erfitt án þín. Þú varst, þrátt fyrir allt, ank- erið okkar. Það verður öðruvísi núna fyrir okkur Victor að fara í uppáhalds- matinn okkar á Skólabrautinni. Victor hefur verið fámáll um brott- för þína, en spurði mig þó hvort maður gæti fengið eitthvað að borða uppi hjá honum Guði. Ég hef grun um að hann hafi haft áhyggjur af því hvort til væri ný ýsa og rúg- brauð með smjöri. Én við erum bæði viss um að ef Guð hefur ekki hugsað fyrir því, þá hefur þú gert það. Astarþakkir fyrir allt sem þú varst okkur. Þín Aðalheiður, Victor og Helga. Það hefur aldrei verið okkar sterka hlið að kveðja þá sem okkur þykir vænt um. Við höfðum ekki mörg orð síðast þegar við kvödd- umst á flugvellinum á Egilsstöðum eftir heimsókn til ykkar um jólin. Þótti það ástæðulaust, enda vön því að hittast alltaf aftur. Og þú ókst okkur orðalaust í Egilsstaði, þótt ekki liði þér vel. Rétt eins og þú hafðir sótt okkur þreyttur og lítt sofinn tveimur dögum áður. Það þurfti ekki einu sinni að nefna það. Þannig varstu - það þurfti ekki einu sinni að nefna það. Og þannig verður þú áfram í minningum okk- ar, þótt nú hittumst við ekki oftar. Elsku hjartans Einar, þú kvaddir hægt og hljótt fyrir örfáum dögum, án þess að okkur gæfist færi á að kveðja, þrátt fyrir að aldrei þessu vant væri fjarlægðin milli okkar ekki mikil. Það var þér líkt, að kveðja hægt og hljótt. Þú hafðir ekki hátt í þessu lífi. „Hann var aldrei í vondu skapi,“ segir Rabbi þegar við setjumst niður og rifjum upp. „Sæl, elskan,“ voru orðin sem þú heilsaðir jafnan með. Ég man aldrei eftir annarri kveðju. Svo bættirðu gjaman við: „Hvað syngur í ykk- ur?“ með yndislega óspjölluðum framburði barnfæddra Breiðdæl- inga. Engan annan man ég sem heilsar undantekningarlaust jafn hlýlega. Og það var þér svo eðlilegt, sama hver í hlut átti. Þú áttir greiða leið að lífi okkar allra með hlýlegu viðmótinu, glettninni og ró- legu yfirbragðinu. Sennilega varstu sá eini okkar með þokkalegt jarð- samband. Þér hugnaðist lítt að fást um orðinn hlut, þótt lífið tæki þig sannarlega mismjúkum tökum. Ég man stoltið sem ég fann oft til yfir að eiga þig að stóra bróður. Ég var stolt lítið stýri þegar þið Bára komuð suður og þú byrjaðir í Sjómannaskólanum. Þú varst svo stór í huga mér, sem enn var svo stutt í annan endann. Það hafði teygst talsvert úr mér, 20 árum síð- ar, þegar ég sigldi með hornfirsk- um síldarbáti austur um firði. Þá hafði bátur strandað við innsigling- una inn á Djúpavog og hver var kallaður til bjargar? Jú, stóri bróðir minn sem ég fylgdist hreykin með í gegnum talstöðina. Það var heldur ekki slæmt að koma sem unglingur á Djúpavog og vera kynnt sem systir hans Einars. Rabbi kveður með miklum sökn- uði. Hann kveður ljúfan frænda og góðan vin. Upp rifjast sumrin hjá ykkur Báru austur á Breiðdalsvík; heyskapurinn á góðviðrisdögum inni í Flögu, ævintýrin á dráttarvél- inni, torfæruferðir á jeppanum, út- reiðartúrar yfir fjöll og firnindi - og folaldið sem þú gafst honum en aldrei gafst færi á að sinna frekar. Fyrst og fremst man hann þó hlýj- una og kærleikann. Það var svo Ijúft að leita í fangið hans Einars fyrir lítinn stúf sunnan úr Reykja- vík. Við erum svo þakklát í dag fyrir að hafa komist austur til ykkar um jólin. Fyrstu jólin sem við náðum að eiga öll saman. Nú er ljóst að það verða einnig þau síðustu. Við sátum fyrir fáum dögum og horfð- um á síðustu jólagjöfina sem þú færðir móður þinni. Mynd af þér bamungum framan við jólatréð, á milli afa og ömmu á Breiðdalsvík. Það er undarleg „tilviljun" að í dag skulir það vera þú sem ert jarð- settur á milli þeirra í kirkjugarðin- um á Heydölum. Hafðu þökk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Elsku hjartans Bára, Valur, Anna Dögg og Erla Rán. Stundum virðast því engin takmörk sett sem okkur er ætlað að fást við. Fyrir- varalaust horfið þið nú ekki aðeins á eftir ástríkum eiginmanni, föður og vini, heldur á sama tíma móður og ömmu sem jarðsungin verður innan skamms. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur kraft og auð- mýkt til að syrgja og elska og hug- rekki til að gleðjast þegar fram líða stundir. Hann var svo hreykinn af að eiga ykkur öll. Jóhanna og Rafn. „Mér var sagt að dauðinn væri eins og góður vinur, því betur sem þú þekkir hann því minna óttaðistu hann. Ég gekk niður að vatninu og kastaði steini og vatnið gáraðist. Það var kvöld.“ (V.G.) Sæll, vinur. Þannig var kveðjan alltaf. Frá því í fyrsta barnsminni. ,;Sæll, vin- ur.“ Ég held að Einar Asgeirsson hafi ekki getað heilsað öðruvísi. Þessi litlu, látlausu orð lýsa honum betur en margir fyrirlestrar, hlýj- unni og traustinu sem maður skypj- aði í hvert sinn sem við hittumst. Það var ekki að ástæðulausu sem við systkinin sóttumst eftir að dvelja hjá Einari og Báru, sumar- og jafnvel vetrarlangt. Og börnin okkar seinna. Einar var ekki bara stóri bróðir- inn sem við vorum svo stolt af og litum upp til, heldur var heimilið öruggt skjól þar sem okkur leið vel. Við urðum börnin hans og þeirra, bæði þá og síðar. Og meira að segja á fullorðinsárum sóttum við í þetta skjól undan sviptivindum og þá eins og endranær brást ekki einlæg um- hyggjan og ástúðin. Ég held að mynd okkar systkina allra af Einari sé hin sama: Einar var stoðin, sterki, trausti bróðirinn sem aldrei brást og vildi alltaf vita hvemig okkur farnaðist. Og svo gat hann verið svo fjandi skemmtilegur. Aldrei var skemmtilegra að sitja með Einari við eldhúsborðið en þegar hann fór að segja sögur. Sá kunni að segja sögur. Sögur af fólki sem aðrir myndu kalla undarlegt, en honum þótti vænt um, af því að þetta var fólkið hans og honum hefði þótt lífið býsna fátæklegt án þess. Sögurnar komu hver af ann- arri af skringilegum uppátækjum og tilsvörum, og svo sauð niðri í honum hláturinn svo hann hristist allur, frá öxlum og niður úr. Það var gott að hlæja með honum. En Einar gat líka verið mjög al- varlegur og ákveðinn. Hann hafði afdráttarlaust viðhorf til skyldu sinnar sem skipstjóra og tók mjög alvarlega ábyrgðina sem á honum hvíldi þar. Ég varð aldrei svo hepp- inn að fara á sjó með honum, en veit að strákarnir báru mikla virð- ingu fyrir honum. Þeir vissu hvar þeir höfðu hann, vissu að ekki þýddi að malda í móinn við hann, en vissu líka að hann var ósérhlíf- inn og aldrei ósanngjam. Þetta sýndi hann líka þeim sem kynntust honum í landi, þótt með öðrum hætti væri. Við krakkamir lærðum fljótt að þegar Einar sagði að eitthvað ætti að vera svona þá yrði það þannig. Og í stað þess að fara í fýlu eða kvarta undan honum sættum við okkur við það, líklega af því að við vissum að hann vildi okk- ur alltaf vel og hafði rétt fyrir sér. Svo var ekki ólíklegt að þegar Ein- ar sá að við vomm búin að meðtaka reglumar, þá þætti honum tíma- bært að sveigja þær aðeins okkur í hag. Þá var hann vís með að segja „komdu aðeins með mér, vinur“ og hlýja blikið í augunum sagði manni að nú yrði gaman. Og það var sann- arlega gaman. Elsku hjartans mamma, Bára, Valur, Anna Dögg og Erla Rán: Við kveðjum hann Einar bróður í dag, en hann hverfur samt aldrei. Til þess var hann of stór og afgerandi hluti af lífi okkar, til þess kenndi hann okkur of mikið. Hann býr með okkur, í því sem við geram og hugsum. Það er stærsta huggunin nú þegar við kveðjumst. Vertu sæll, vinur. Karl Th. Birgisson. Stundum þó að stutt sé kynning strengjast bönd ei laust... (Jakob Thor.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Sendi Bára, börnum þeirra og öðram aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Poul. Við í áhöfn Kambarastar viljum í nokkram orðum minnast skipstjóra okkar, Einars Asgeirssonar, sem nú er látinn. Það vora sönn sorgartíðindi þeg- ar hann hvarf okkur svo skyndi- lega. Einar vildi hafa allt í röð og reglu. Hann var vakinn og sofinn í starfi. Einar vildi hlut okkar sem allra bestan, var farsæll skipstjóm- andi, kappsamur og ákveðinn. Kambaröstin verður aldrei söm án hans. Einlægar samúðarkveðjur til eig- inkonu, barna og annarra aðstand- enda. Áhöfn Kambarastar. Mig langar í nokkram orðum að minnast Einars Asgeirssonar, skip- stjóra Kambarastar, sem nú er lát- inn langt um aldur fram. Ég kynntist Einari fyrst fyrir al- vöra vorið 1996, þegar ég tók við starfi framkvæmdastjóra Gunnars- tinds hf. hér á Stöðvarfirði, sem síð- ar varð Snæfell hf. Þetta vora miklir umbrotatímar þar sem allur kvóti Kambarastar var búinn og var skipið sent um vorið á Reykjaneshrygg að veiða úthafskarfa og síðar um sumarið og haustið á saltfisk í Barentshafið (Smuguna). Einar hafði alltaf eitt að leiðar- ljósi og það var að gefast aldrei upp, sama á hverju gekk. Ódrep- andi bjartsýnin og hin ótrúlega þrjóska vora hvað mest ein- kennandi fyrir hann. Einar gerði hins vegar miklar kröfur til sjálfs sín og kannski á tíðum of miklar og vildi ætíð gera betur. Hann var far- sæll í starfi og var hugurinn oftast bundinn við sjóinn, hvort sem hann var í landi eða úti á sjó. Besta dæmið er þegar hann keyrði með Bára sinni um Kambanesskriður á jóladag og leit út á spegilsléttan sjóinn og sagði: „Það er synd að vera ekki á sjó, í svona góðu veðri.“ Oft hefur Bára hent gaman að þessu. Einari var margt til lista lagt og ber heimili þeirra hjóna glöggt merki þess. Hann átti sér verk- stæði úti í bflskúr og vann þar flest- um stundum við smíðar þegar hann var í landi, sér til ánægju og yndis- auka. Besta dæmið er eldhúsið, hversu vel honum tókst til við smíð- arnar. Einar var hins vegar fyrst og fremst landsbyggðarmaður og fáum mönnum hef ég kynnst sem bára jafn mikla umhyggju fyrir hinum dreifðu byggðum landsins eins og Einar gerði. Hann talaði oft um hvort ekki væri hægt að sameina fyrirtæki tengd sjávarútvegi og þá Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog og gera þessi byggðarlög að einni heild. Hann hafði sjálfur búið á þessum stöðum og vildi veg þeirra sem mestan og bestan. Nú er skarð fyrir skildi en minn- ingin um mætan mann lifir. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum stundum, kæra Bára, Valur Mörk, Anna Dögg og aðrir aðstandendur. Við Sólveig þökkum þér sam- fylgdina og kveðjum þig, kæri vin- ur, og biðjum þér blessunar. Magnús Helgason. EINAR ÁSGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.