Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 67 Fyrirlestur um ást og aga í uppeldi FYRIRLESTUR verður í Foreldra- húsinu að Vonarstræti 4b, bakhúsi, mánudaginn 6. mars kl. 20:30. Fyrir- lesturinn heitir „Ást og agi í upp- eldi“. Farið verður yfir mikilvægi aga og aðferðir fyrir foreldra til að ná stjóm á bömum sínum á upp- byggilegan hátt. Fjallað verður um atriði eins og sjálfstraust, hlutverk foreldra í því sambandi og það sem kalla má „einkenni á árangursríku uppeldi" og einnig algengustu mis- tök í uppeldi. Fyrirlesari er Sæ- mundur Hafsteinsson, sálfræðingur, kennari og félagsráðgjafi með sér- menntun í fjölskylduráðgjöf. Hann starfar sjálfstætt, en hefur langa reynslu af sálfræðistörfum t.d. innan bamavemdar- og félagskerfisins og kennslu í ýmsum skólum og nám- skeiðahaldi. Allir velkomnir. Að- gangseyrir er 500 kr. -------------- Fylgist með dýrunum DÝRAVERNDARSAMBAND ís- lands hefur beðið blaðið um að birta eftirfarandi tilkynningu: Nú em jarðbönn um allt land og daglega berst fjöldi ábendinga og fyrirspurna um húsdýr, sem virðast vera í bjargarleysi úti á víðavangi. Aðallega er um hesta að ræða. Þar sem fólk virðist alveg ráðalaust í slíkum tilvikum viljum við benda á eftirfarandi. I lögum um dýravemd nr. 15/1994 segir: Lögreglunni ber að hafa eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði dýra. Þar segir einnig: Hver sem verður var við sjúkt, lemstrað eða bjargarlaust dýr skal veita því umönnun eftir föngum og gera lögreglu eða dýralækni við- vart svo fljótt sem unnt er. -----*-♦-♦---- Námskeið fyrir barn- fóstrur REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins gengst fyrir bamfóstru- námskeiði fyrir nemendur fædda 1986-1988. Markmiðið er að þátttak- endur fái aukna þekkingu um böm og umhverfi þeirra og öðlist þannig aukið öryggi við bamagæslu. Fjallað er um æskilega eiginleika bamfóstm, þroska bama, leikfanga- val, mikilvægi fæðutegunda, matar- hættí, aðhlynningu ungbama, pela- gjöf, slys í heimahúsum og veikindi. Leiðbeinendur eru Unnur Hermanns- dóttir, leikskólakennari, Ragnheiður Jónsdóttir og Kristín Vigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingar. Kennt verður fjögur kvöld frá kl. 18-21 í Fákafeni 11, 2. hæð. Haldin verða 8 námskeið. Næsta hefst miðvikudaginn 8. mars. Fjölskyldu- samkoma við Holtaveg FJÖLSKYLDUSAMKOMA verður í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg sunnudaginn 5. mars kl. 17. Ungur félagsmaður, Heiðar Þór Jónsson, mun lesa úr Biblíunni og hafa vitnisburð og bæn. Kór Kristí- legra skólasamtaka mun syngja. Stjómandi kórsins er Ólöf Inger Kjartansdóttir. Miðbæjarprestur KFUM og KFUK, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, hugleiðir Guðs orð með allri fjölskyldunni í tílefni dagsins. Létt og fjörug lög verða sungin. Stjómendur samkomunnar verða feðgamir Þorkell Gunnar og Sigur- björn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Eftir samkomuna geta viðstaddir fengið keypta máltíð. Búnaðarþing sett á sunnudag BUNAÐARÞING 2000 verður sett sunnudaginn 5. mars kl. 14 í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið verð- ur opnað kl. 13.30. Ávörp flytja: Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna og Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra. Þá ávarpar dr. Sigmun- dur Guðbjarnason, prófessor, þingið í tilefni setningarinnar. Barnakór Biskupstungna syng- ur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, leikararnir Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son og Erlingur Gíslason flytja þátt úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Afhent verða land- búnaðarverðlaunin 2000. Að lokinni setningarathöfn verður Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra og Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, afhent álit nefndar um þátttöku hesta og hestamanna í opinbemm móttök- um og landslið hestamanna fylkir liði við Hótel Sögu. Allri velunnarar landbúnaðar á íslandi em boðnir velkomnir. Fuglaskoðun í Fossvogi FUGLAVERNDARFÉLAG ís- lands gengst fyrir fuglaskoðun og vettvangsfræðslu sunnudaginn 5. mars. Kl. 14 verða sérfróðir leiðsögu- menn við botn Fossvogs að sunnan- verðu, niður af Sæbólsbraut og Mar- bakkabraut, fólki til leiðbeiningar, halds og trausts. Litið verður á vetrarfugla en þama getur oft að líta margar tegun- dir anda, vaðfugla og ýmsar óvæntar tegundir. Jafnvel er hugsanlegt að sjá fyrsta farfuglinn. Fólk er beðið að taka með sér sjónauka en fjarsjár verða á staðn- um. Hekluferð á morgun , FERÐAFÉLAG íslands efnir til Hekluferðar sunnudaginn 5. mars. Farið verður á jeppum og stærri bíl- um og er stefnt að því að aka fólki al- veg að hraunkantinum. Jarðfræðing- amir Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson sjá um leið- sögn. Farið verður frá Mörkinni 6 kl. 10 á sunnudagsmorgun. Þar sem bfla- fjöldi verður sniðinn að farþega- fjölda er nauðsynlegt að kaupa mið- ana íyrirfram og verður skrifstofa F.I., Mörkinni 6, opin vegna miða- sölu kl. 11-14 í dag, laugardag. ^ Áformuð heimkoma er milli 22 og 23 á sunnudagskvöld. Ariö 2030 munt þú geta gert ’ ótrúlegustu Vertu viss um aö þú hafir efni á því framtíðin bíðuneftirþér Landsbankans Lífeyrisbók Landsbankans: ?,?% viöbótarlífeyrissparnaöur Fjárvörslureikningar Landsbréfa: 2,2% viöbótarlifeyrissparnaöur íslenski lífeyrissjóöurinn: 2,2% viöbótarlífeyrissparnaöur Islenski lífeyrissjóðurinn: 10% lögbundiö lágmarksiögjald Lífís lífeyríssöfnun: 2,2% viðbótarlífcyrissparnaöur i Ifá II 1 il 19 Fjölbreytt val í lífeyrissparnaði Landsbankinn Betri banki www.landsbref.is I ANDSHRI-I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.