Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 6 Palestína sjálfstætt ríki árið 2000 HINN 15. nóvember árið 1988 lýsti þjóð- þing Palestínu yfir stofnun sjálfstæðs rík- is. I kjölfar þess viður- kenndi meirihluti að- ildarríkja Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Palestínu. Stofnun sjálfstæðs ríkis var mikilvægt atriði í diplómatískri sókn fyr- ir sjálfsákvörðunar- rétti palestínsku þjóð- arinnar. Enda þótt ekki væri um venju- legt ríki að ræða, held- ur hernumið land, stór hluti þjóðarinnar land- flótta, þúsundir manna í fangelsum og fangabúðum hernámsliðsins og stjórnmálaleg forysta þjóðarinnar með aðsetur í öðru landi, þá hafði þessi yfirlýsing mikla þýðingu. I henni fólst einnig formleg viður- kenning á tilvist Israelsríkis í sam- ræmi við ályktun Sameinuðu þjóð- anna frá árinu 1947 um skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og ar- aba. Það var ekki þrautalaust fyrir Pa- lestínumenn að kyngja því að landr- ánið, sem átt hafði sér stað aðeins 40 árum áður með ógn hryðjuverka, hervalds og auðs, væri nú staðreynd sem sætta yrði sig við. Og ekki nóg með það, heldur var í raun viður- kennt allt viðbótarhernám ísraela í stríðinu 1948, er þeir tóku stór landsvæði umfram það sem Samein- uðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim. Kýs Israel frið? Sjálfstæðisyfirlýsingin kom þeg- ar Intifada, uppreisnin gegn her- náminu, stóð sem hæst. Hún leiddi af sér friðarviðræður í Madrid, þar sem Sameinuðu þjóðirnar máttu, að kröfu ísraela, hvergi koma nærri. Einnig hinar leynilegu Oslóar-við- ræður og yfirlýsinguna sem undir- rituð var við Hvíta húsið í Washing- ton 13. september 1993. Arafat og Rabin tókust í hendur og nú þóttust menn eygja að einnig ísraelar væru reiðubúnir að viðurkenna tilveru- rétt palestínsku þjóðarinnar. En Rabin var myrtur af eigin mönnum og ísralear kusu yfir sig forsætis- ráðherra sem augljóslega hafði eng- an áhuga á friði, hvað þá réttlátum friði. Netanyahu reyndi lítt að leyna hroka sínum og yfirgangur ísraela undir hans stjórn var þvílíkur að meira að segja Bandaríkjastjórn fékk sig á köflum fullsadda. Ekki þó nóg til að takmarka stuðninginn við ísraela og binda enda á framferði þeirra. Enn einn hershöfðinginn er kom- inn til valda í ísrael, Ehud Barak. Tal hans er allt mun friðsamlegra, en ekki verður sagt að gerðirnar séu það, þegar litið er til grimmi- legra loftárása á Líbanon. Undir nýju stjórninni er einnig haldið áfram að festa hernámið í sessi með landnemavirkjum og lagningu hrað- brauta án nokkurs tillits til palest- ínsku byggðanna. Alþjóðaréttur og samþykktir Sameinuðu þjóðanna eru brotnar daglega eins og áður og ekki farið að gerðum samningum. Nú er þess einungis krafist að ísraelar skili aftur landinu sem þeir her- tóku í stríðinu 1967. Palestínumenn hafa ekki verið að fá nema brot af Vesturbakkan- um og Gaza með bráð- abirgðasamningum sem Bandaríkjastjórn hefur komið að. Enn er ósamið um helstu ágreiningsmálin; Jer- úsalemborg, land- nemasvæðin og síðast en ekki síst rétt palest- ínskra flóttamanna til heimkomu. Tíminn er runninn út sem Oslóarsam- komulagið gerði ráð fyrir að þetta bráðabirgðaástand stæði. Á þessu ári ætla Palestínumenn að stofn- setja ríki sitt á þeim landsvæðum sem náðst hafa undan hernáminu. Sameinuðu þjóðirnar munu fylgja eftir ályktunum sínum um sjálfs- ákvörðunarrétt palestínsku þjóðar- Frelsisbarátta Palestínumenn munu þurfa á víðtaekri sam- stöðu að halda á næstu misserum, segir Sveinn Rúnar Hauksson, til að fá notið réttar síns sem sjálfstæð þjóð. innar með því að fagna nýju og full- gildu aðildarríki á komandi hausti eða vetri. Framganga íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur verið í takt við þann yfirgnæfandi meiri- hluta aðildarríkja sem viðurkennir þjóðarréttindi Palestínumanna. Á Ailsherjarþinginu eru yfirleitt ekki nema tvö mótatkvæði, Israels og Bandaríkjanna, þegar atkvæði eru greidd um málefni Palestínu. í íslenska utanríkisráðuneytinu hefur gætt nokkurrar tregðu við að framkvæma þá stefnu sem Alþingi mótaði með samhljóða ályktun sinni 18. maí 1989. Þar sagði: „Alþingi leggur áherslu á að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og tilverurétt ísraels- ríkis. Einnig ber að viðurkenna rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við margítrekaðar álykt- anir Sameinuðu þjóðanna. Alþingi telur að ísland eigi að hafa vin- gsm 897 3634 Þrif i rimlagluggatjöldum. Sveinn Rúnar Hauksson Gœðavara Gjafavara - inatar- og kaítistcll. Allir verðflokkar. . Heimsfrægir liönnuöir m.a. Gianni Versace. VERSLUN/N Laugavegi 52, s. 562 4244. samleg samskipti við Frelsissamtök Palestínu, PLO.“ Stjórnmálatengsl komin á Ekki hafði verið komið á form- legu sambandi er Félagið ísland- Palestína vakti athygli á því við Arafat, forseta Palestínu, í ágúst 1998, að ísland eitt Norðurlanda væri án palestínskrar sendinefndar. í kjölfar þess var Omar Sabri Kitt- mitto útnefndur sendiherra á ís- landi með aðsetur í Osló. Þetta var staðfest í bréfi frá palestínskum stjórnvöldum, dagsettu 28. janúar 1999. í heilt ár var skipunarbréfinu ekki svarað, þrátt fyrir eftirrekstur af hálfu félagsins. Það var ekki fyrr en eftir að sjónvarpsstöðin Skjár 1 tók málið á dagskrá að hreyfing komst á. Fyrst þurftu þó áhorfend- ur að horfa upp á yfirlýsingar prótókollmeistara ráðuneytisins um að því bæri ekki nein skylda til að svara bréfi Palestínumanna, sem hafði þá legið ósvarað í nærfellt ár, enda væri Palestína ekki sjálfstætt ríki. Sem betur fer hefur þessi snurða á þræði ráðuneytisins verið lagfærð og hefur Omai' Klttmitto nú verið viðurkenndur af íslenskum stjórnvöldum sem yfirmaður aðal- sendinefndar Palestínu á Islandi með aðsetur í Noregi. Félagið Ísland-Palestína fagnar því að loks skuli hafa verið komið á formlegum tengslum milli landanna og væntir þess að þvi verði fylgt eft- ir með auknum samskiptum á sviði menningar og viðskipta. Utanríkisráðherra er dugmikill stjórnmálamaður sem sýnt hefur burði til að taka á ólíkum málum. Gamlir fordómar, vanþekking eða einfaldlega of mikið vinnuálag hjá hans ágæta samstarfsfólki má ekki verða til þess, að ísland sé staðið að því að draga fæturna og vera úr takt við þróunina í jafn mikilvægu alþjóðamáli og Palestínumálið er. Palestínumenn munu þurfa á við- tækri samstöðu að halda á næstu misserum til að fá notið réttar síns sem sjálfstæð þjóð. Þeir eiga skilinn fullan stuðning, ekki síst frá íslend- ingum. Höfundur erlæknir og formaður FIP. LYFJATÆKNI er nám sem kennt er við Heilbrigðisskólann við Armúla, en það er sér- stök deild við Fjöl- brautaskólann við Ár- múla og lýtur hann stjórn skólameistara og skólanefndar. Sér- stakt fagráð heilbrigð- isstétta og ráðuneyta er skólameistara til halds og trausts þegar námsframboð er skipulagt. Markmið námsins er að sér- mennta fólk til starfa við sölu, dreifingu og afgreiðslu lyfja í apót- ekum, heildsölum, sjúkrahúsum og opinberum stofnunum þar sem fjall- að er um lyf og lyfjatengd málefni. Námið tekur fjögur ár, þ.e. tveggja ára almennt nám og tveggja ára sérhæft nám. Auk þess bætist við tíu mánaða starfsþjálfun í apótek- um eða á öðrum vinnustað þar sem fengist er við lyf. Hægt er að fara beint í námið eftir grunnskólapróf en flestir sem eru í þessu námi núna hafa lokið prófum úr öðrum skólum eða eru búnir með einhvern grunn. Það eru eingöngu konur í þessu námi og aldur þeirra er á milli 20 og 45 (karlmenn eru samt velkomnir). Kennslustjóri er Egg- ert Eggertsson lyfjafræðingur. Námið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Við lærum um flest lyf, hvernig þau verka og hvað verð- ur um þau í líkamanum. Við lærum um hjúkrunarvörur, sjúkragögn og einnig næringarfræði fyrir mismun- andi hópa þjóðfélagsins. Meðal ann- arra áfanga sem kenndir eru má finna lyfjafræði náttúruefna, eitur- efnafræði, lyfjagerð, sýklafræði og sjúkdómafræði svo eitthvað sé nefnt. Sérstakur áfangi er um af- greiðslutækni og sam- skipti og farið er í hluta lyfjalaganna. Samfara starfsnám- inu vinnum við verk- efni á vinnustað og skilum skýrslu til kennslustjóra. Þegar við höfum lokið bók- ^ legu og verklegu námi™ sækjum við svo um löggildingu til heil- brigðisráðherra. Starfrækt er stétt- arfélag lyfjatækna hér á landi og heitir það Lyfjatæknafélag ís- lands, skammstafað LTÍ. Möguleikar á starfi eftir útskrift eru góðir. Það vantar lyfjatækna í apótekin. Okkur á brautinni finnst mjög merkilegt að ekki sé gerð sú Lyfjatæknar Möguleikar á starfí eftir^r útskrift, segir Hrafn- hildur Á. Smith, eru góðir. Það vantar lyfja- tækna í apótekin. krafa til lyfsala að einungis faglært fólk starfi við sölu lausasölulyfja. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð starfar eingöngu faglært fólk í apót- ekum. Þessu viljum við breyta svc^- að þessi stétt verði meira metin. Eg vona að þessi pistill minn hafi vakið áhuga fólks á lyfjatækni og því að það eru fleiri en lyfjafræðing- ar sem geta leiðbeint í apótekunum. Höfundur er lyfjatækninemi og situr í fagráði lyfjatæknibrautar. Faglært fólk í apótekum Hrafnhildur Á. Smith WARNEKS INTIMO ITALIANO Aubade Nansy Ganz Kringlunni 1,1. hæ&, sími 553 7355. Handboltinn á Netinu mbl.is -ALLTAe eiTTH\SA£J NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.