Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 y---------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Auknar áherslur og aukið fé FERÐAÞJÓNUST- AN er einn þeirra mik- ilvægu málaflokka er undir samgönguráðu- neytið heyrir. Sem samgönguráðherra hef ég lagt áherslu á ferða- þjónustuna sem eina rnikilvægustu atvinnu- grein þjóðarinnar og nauðsyn þess að skapa greininni sem best starfsskilyrði. I ljósi þessa þótti mér ánægjulegt er Alþingi samþykkti í fjárlögum fyrir árið 2000 að stór- auka framlög til ferða- mála. Ferðaþjónustan sem atvinnu- grein skiptir okkur sífellt meira máli í efnahagslegu tilliti. Tekjur af greininni hafa aukist jöfnum skref- um undanfarin ár, og hefur sú aukn- ing að meðaltali verið um 5%. Nú er svo komið að greinin skilar um 30 ireilljörðum krónar í tekjur og stefn- ir hærra. Sömu sögu er að segja um síaukinn fjölda ferðamanna til landsins, en þar er fjölgunin að sama skapi jöfn og árviss. Ef fjárlög fyrir árið 2000 eru skoðuð kemur í ljós að framlög til að veita einkaaðilum og opinberum að- ilum styrki til að koma upp eða end- urbæta aðstöðu fyrir ferðamenn og til landkynningarverkefna á vegum Ferðamálaráðs voru aukin á milli áranna 1999 og 2000 um 15 mkr. og epi nú 83 mkr. í stað 68 mkr. áður. Til ferðamálasamtaka landshlut- anna voru framlög aukin úr 8 mkr. í 18 mkr. t>á vil ég sérstaklega benda á að framlög til uppbyggingar að- stöðu við fjölsótta ferðamannastaði voru nærri þrefölduð, þ.e. aukin úr 14,8 mkr. í 35,8 mkr., þ.e. um 21 mkr. Alls eru framlög til verkefna á sviði Ferða- málaráðs aukin um nærri 50 milljónir króna, úr tæpum 150 milljónum á árinu 1999 í nærri 200 milljónir í ár. Þarna er um að ræða umtalsverða hækkun milli ára, sem sýnir í verki þá auknu áherslu sem lögð er á að styrkja þá starfsemi sem í dag er unnin víða um land á vegum Ferðamálaráðs. Þetta aukna fjármagn til mála- flokksins verður til þess að nú verð- ur ráðstafað 5 mkr. til verkefna í rannsóknum í ferðaþónustu, til frek- ari uppbyggingar upplýsingamið- stöðva er veitt 10 mkr. og til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum verður nú varið 21 mkr. Þá er einnig um að ræða verulega aukin framlög til markaðsmála ferðaþjónustunnar þar sem framlag til verkefna markaðsráðs hækkar um 20 mkr. og markaðsátak í Bandaríkjunum, í samvinnu við helstu fyrirtæki okkar vestra, undir slagorðinu Iceland Naturally, fær 49 milljónir. Alls er því um að ræða aukningu til verkefna Ferðamála- ráðs íslands og sérstakra markaðs- verkefna í ferðamálum um alls 114,2 milljónir miðað við fjárlög yfirstand- andi árs. Sem samgönguráðherra hef ég Ferðaþjónusta Égvil sérstaklega benda á, segir Sturla Böðvarsson, að framlög til uppbyggingar að- stöðu við fjölsótta ferða- mannastaði voru nærri þrefólduð. lagt rika áherslu á að styðja sem best ég get við bakið á þessari mikil- vægu atvinnugrein sem ferðaþjón- ustan er. Gjaldeyristekjur þjóðar- búsins af ferðaþjónustunni eru miklar, sem fyrr segir, og því ljóst að um er að ræða atvinnugrein sem skiptir okkur sem þjóð miklu máli. Ég bind vonir við að tekjur okkar af ferðaþjónustunni haldi áfram að aukast jafnt og þétt og skapa með því grundvöll að enn öflugri atvinnu- grein. Nokkuð jöfn aukning ferða- manna hefur verið undanfarin ár og benda spár til að þessi þróun haldi áfram - jafnvel að aukningin verði meiri en nú er. Ekki síst vegna þess- arar staðreyndar tel ég mikilvægt að ferðaþjónustunni verði búin þau starfskilyrði sem hún á skilið. Með nýsamþykktum fjárlögum hefur því verið undirstrikuð sú stefna sem íylgt er í samgönguráðuneytinu að styðja sem best við megum við bakið á þessari mikilvægu atvinnugrein. Hiifundur er samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson Kjör eldri borgara RAUÐI kross ís- lands hefur nýlega látið gera rannsókn á lífskjörum fólks. Það kom í ljós, að töluverð fátækt ríkir hér á landi. >, Það eru ellilífeyris- þegar, öryrkjar og einstæðar mæður, sem hafa eingöngu tekjur frá almanna- tryggingum, sem búa við mesta fátækt. Þetta kom okkur í Félagi eldri borgara ekki á óvart, því í fréttum í desember kom fram, að aldrei hefðu fleiri leitað til hjálparstofn- ana og á því ári. Fólkið átti ekki fyrir nauðsynjum. Eini maðurinn, sem virtist hissa yfir þessu, var háttvirtur forsætis- ráðherra, er hann kom fram í =>jónvarpinu. Hann sagði, að bætur hefðu hækkað. Já, þær hafa hækkað smávegis frá 1995, en miklu minna en laun. Er hann búinn að gleyma því, að árið 1995, þegar stóð til að hækka laun verulega, tóku stjórn- völd þá ákvörðun að taka bæturnar úr sambandi við laun, en trygg- ingabætur höfðu verið tengdar við ákveðinn launaflokk verkamanna. Næsta ár var það háð duttlung- um stjórnvalda, hvað bætumar hækkuðu mikið. Árið 1997 voru tryggingabæt- 4&-nar aftur tengdar, en ekki við laun, heldur við neysluverðsvísi- tölu, sem hafði hækkað mun minna en launavísitalan. Árið í fyrra var „Ár aldraðra", og bjuggumst við í Félagi eldri borgara við því, að stjórnvöld myndu sjá sóma sinn í því að ,-^ekka bætur okkar verulega, en flrtmin varð önnur. Bæturnar hækkuðu um 4% í jan- úar 1999, og grunnlíf- eyririnn hækkaði um 7% í apríl. Þetta gerði 3.611 kr. á mánuði eft- ir 1. apríl hjá þeim einstaklingi, sem var með óskertan grunn- lífeyri, tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilis- uppbót, aðrir fengu minna. Hvort hjóna, sem var með óskertan gmnnlífeyri og tekju- tryggingu, fékk 2.648 kr. hækkun á mánuði. Þetta voru svo litlar hækkanir, að maður skammast sín fyrir að segja frá þvi. Hver getur lifað af rúmlega 60 þúsund krónum á mánuði? Hvað skeði svo rétt eftir kosn- ingar? Jú, þá birtist úrskurður kjaradóms um launahækkanir æðstu fulltrúa ríkisvaldsins. Laun alþingismanna og ráðherra hækk- uðu um tæp 30% á mánuði. Hækk- un til alþingismanna nam rúmlega 60 þúsund krónum á föst laun og yfirvinnu á mánuði. Ráðherrar fengu helmingi meiri hækkun, en við vitum ekki, hvað ýmsar auka- greiðslur hækkuðu mikið. Sem sagt mánaðarhækkun hvers þingmanns var mun hærri en árs- hækkun hvers bótaþega, sem fékk hæstu greiðslurnar. Þannig er mis- réttið á íslandi í dag. Ef meðaltal er tekið af tekjum allra lands- manna, kemur sennilega út sæmi- leg tala, sérstaklega ef við tækjum alla kvótakóngana með. Árið 1998 var verg landsframleiðsla 585.735 milljarðar króna. Greiðslur til elli- lífeyrisþega námu 12,7 milljörðum eða 2,17% af vergri landsfram- leiðslu. Danmörk og Noregur greiða um Aldradir Eigum við það ekki skil- ið, spyr Margrét H. Sig- urðardóttir, að eiga ánægjulegt ævikvöld? 5-6% af vergri landsframleiðslu sinni í bætur til eldri borgara og Svíþjóð og Finnland um 8-9%. Við eldri borgarar ætlumst ekki til, að við fáum eins háar greiðslur og frændur okkar á hinum Norður- löndunum. En við teljum, að það þurfi að hækka grunnlífeyrinn til muna, hann er alltof lágur. Ennfremur viljum við, að farið sé með 2/3 hluta þeirra greiðslna, sem við fá- um úr lífeyrissjóðum og eru vaxta- tekjur, eins og fjármagnstekjur, og við borgum 10% skatt af þeim hluta og aðeins helmingur hans skerði tekjutrygginguna, enda er þessi hluti fjármagnstekjur. Við, sem nú erum komin á efri ár, ólumst upp á kreppuárunum og síðan geisaði heimsstyrjöldin síð- ari. Svo fór að rofa til, og við tók- um þátt í að byggja upp það vel- ferðarþjóðfélag, sem við búum öll við í dag. Eigum við það ekki skilið að eiga ánægjulegt ævikvöld, ef heilsan leyfir? Við viljum gjarnan lifa líf- inu lifandi, fara í ódýrar utanlands- ferðir og skemmta okkur, meðan við erum fær um það. En það er eins og stjórnvöld skilji það ekki og séu að koma í veg fyrir það með sköttum og skerð- ingum, að við getum notið lífsins. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður FEB íReykjavík og nágrenni. Margrét H. Sigurðardóttir Afnemið ríkis- ábyrgð á fast- eignalánum Á DÖGUNUM kynnti Samband ungra sjálfstæðismanna hugmynd- ir sínar um það hvernig greiða mætti upp skuldir íslenska ríkisins fyrir lok yfirstandandi kjörtíma- bils. Hugmyndir SUS báru yfir- skriftina „Skuldlaust ísland“. Með þeim sýndu ungir sjálfstæðismenn fram á að með aðhaldi í ríkisútgjöldum, ann- ars vegar, og með sölu þeirra ríkisfyrir- tækja sem eru í sam- keppni við einkafyrir- tæki, hins vegar, mætti ná fram fjórum meginmarkmiðum samtímis, þ.e. að tryggja stöðugleika efnahagslífsins, upp- greiðslu á hreinum skuldum íslenska rík- isins, að ná fram bættri nýtingu fram- leiðsluþáttanna með því að færa þá í hend- ur einkaaðila og loks að lækka himinhá vaxtagjöld hins opinbera. Jafn- framt telja ungir sjálfstæðismenn að hugmyndirnar séu ekki einung- is þeim kostum búnar að leysa úr þeim tímabundna vanda sem of mikil þensla er nú að valda, heldur leggi þær um leið grunninn að áframhaldandi hagvexti og kaup- máttaraukningu fyrir almenning á íslandi. Meginorsök þenslu Fulltrúar ríkisvaldsins hafa margsinnis á síðustu vikum komið fram í fjölmiðlum og minnt al- menning áhversu mikilvægt það er að einstaklingar sýni ráðdeild og sparnað í sínu daglega lífi. Tilgan- gurinn er m.a. sá að slá á þenslu í þjóðfélaginu. Undir þessi hvatn- ingarorð má taka. Það má hins vegar ekki gleyma því í þessu sambandi að þenslan er að stórum hluta tilkomin vegna umsvifa hins opinbera á fasteignamarkaði og þá fyrst og fremst vegna niður- greiðslu hins opinbera á vöxtum til íbúðarkaupenda sem nú fást í for- mi ríkisábyrgðar á fasteignalánum frá íbúðarlánasjóði. Vaxtakjör til samræmis greiðslugetu Mikil umsvif á fasteignamarkaði og hækkandi fasteignaverð eru bæði einkenni og orsök þenslu. Skýringuna má þó að miklu leyti rekja til þess að fjármögnunar- kostnaður húsnæðis hefur farið mjög lækkandi. Einnig varð rýmkun skilyrða til greiðslumats til þess að auka útlán Ibúðarlánasjóðs. Áhrifin hafa kom- ið fram í ódýrari fjármögnun hús- næðis, sem að sama skapi hefur valdið mikilli þenslu á fasteigna- markaði. íbúðarkaupendum bjóðast nú hagstæðari lán en nokkru sinni þrátt fyrir að skuldastaða heimil- anna hafi farið versnandi. Það hlýst af ríkisábyrgð sem er á öll- um lánum íbúðarlánasjóðs, en áætluð útgáfa húsbréfa á síðasta ári nam 24 milljörðum króna. Nettóútgáfa húsbréfa reyndist hins vegar um 30 milljarðar króna. Óbörf ríkisábyrgð íslenska ríkið þarf ekki að ábyrgjast lán til einstaklinga. í ljósi batnandi skuldastöðu ríkisins hafa lánskjör þess batnað. Batn- andi lánskjör hafa birst í lækkandi langtímavöxtum. Þessi lánskjör hafa hins vegar færst yfir til íbúð- arkaupenda í gegnum ríkistryggt íbúðarlánasjóðskerfi. Með því að ríkistryggja öll fasteignalán gefur ríkið röng skilaboð út á markaðinn og fasteignaverð hefur hækkað með hinum hagstæðu vaxtakjör- um. Lánskjör eru skilaboð um hversu hæfur lántakandi er til þess að taka lán. I ljósi versnandi skuldastöðu heimilanna ættu lán- skjör til þeirra að fara versnandi. Ríkisá- byrgð á fasteignalán- um hefur hins vegar haft öfug áhrif. Þann- ig hefur orðið til hvati á fasteignamarkað- num til þess að ráðast í frekari fjárfestingar í stað þess að eldri skuldir séu greiddar upp. Skilaboðin eru því þensluhvetjandi og hættuleg. Erlend húsnæðislánakerfí Ef litið er til hús- næðislánakerfa í okk- ar helstu viðskipta- löndum þá styðjast þau ekki við ríkisábyrgð. Slík lánakerfi gefa réttari skilaboð út á markaðinn og halda því aftur af þenslu. Sem dæmi má nefna húsnæðiskerfið í Bretlandi þar sem vextir á lánum eru breytilegir, í stað þess að vera Húsnæði Til að slá á þenslu er brýnt, segir Sigurður Kári Kristjánsson, að ríkið hætti niður- greiðslu vaxta til íbúðar- kaupenda sem nú fást 1 formi ríkisábyrgðar á fasteignalánum. fastir eins og hérlendis tíðkast. Þannig eykst vaxtabyrði þegar þensla ríkir, eftirspurn eftir pen- ingum er mikil og skammtímavext- ir eru háir. íbúðareigendur greiða því frekar af núverandi lánum heldur en að taka ný lán þar sem verð á lánsfé hefur hækkað. Með þessu verður hagstjórn skilvirkari þar sem skammtímavaxtahækkun hefur bein áhrif á fjárhag heimil- anna. Húsnæðiskerfið í Danmörku, sem kalla má fyrirmynd hins ís- lenska, er t.d. án ríkisábyrgðar og hefur fengið mjög góða lánshæfisieinkunn sem tryggir að kerfið getur lánað á hagstæðum kjörum. Það eru þó kjör sem endurspegla lánshæfi viðkomandi lántakanda en ekki einhvers annars, t.d. danska ríkis- ins. Ríkið hætti niðurgreiðslu Vilji ráðamenn þjóðarinnar slá á þenslu í þjóðfélaginu er brýnt að þeir sjái til þess að ríkið hætti nið- urgreiðslu vaxta til íbúðarkaup- enda sem nú fást í formi ríkisá- byrgðar á fasteignalánum frá íbúðarlánasjóði. Ríkisábyrgðin þýðir í raun aukn- ar skuldir ríkisins þótt til komi auknar eignir á móti. Ríkisábyrgð- in gerir það jafnframt að verkum að vextir til lántakenda verða ekki í samæmi við greiðslugetu þeirra og kyndir því undir þenslu. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstœðismanna. Sigurður Kári Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.