Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 35 LISTIR Kristnihátíð í Kjalarnesprófastsdæmi á morgun Fjölbreytt dagskrá í TILEFNI þúsund ára kristni á ís- landi stendur Kjalarnesprófasts- dæmi fyrir hátíð í Mosfellsbæ á morgun, sunnudag, sem er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Hátíðin er samstarfsverkefni sveitarstjórna og sóknarnefnda í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós og verður haldin í íþróttahúsinu að Varmá. Menningardagskráin hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 17.00. Á dagskrá er tónlist, myndlist, leiklist, ávörp, guðsþjónusta, sögu- sýning, kaffí og terta. Einnig er menningardagskrá í Lágafells- kirkju kl. 20.00 með orgeltónleikum og fyrirlestri um orgelsmíði á ís- landi. I Iþróttamiðstöðinni að Varmá verður dagskrá sem hér segir: Kl. 13.00 hefst menningardagskrá í sal I, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Sveins Þ. Birgissonar; myndlistarsýning barna úr leikskól- um, Varmárskóla, Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar, Klébergsskóla og Ásgarðsskóla; nemendur Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar leika á hljóð- færi; barnakór Varmárskóla, Klé- bergsskóla og Ásgarðsskóla syngur undir stjórn Guðmundar Omars Oskarssonar; minningar úr Kjalar- nesþingi - myndasýning; tölvur og netsamband við umheiminn; skátar standa heiðursvörð. Hornakall á norræna bronslúðra: Þorkell Jóels- son og Sveinn Þ. Birgisson. Kynnir verður Þórunn Lárusdóttir leik- kona. Hátíðardagskrá hefst í sal II kl. 14. Setning: Jónas Sigurðsson for- seti bæjarstjórnar. Ávörp: Forseti fslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Sólveig Pétursdóttir kirkjumálaráðherra. Kl. 14.30 verð- ur síðan guðsþjónusta í sal II. Predikun: Séra Gunnar Kristjáns- son prófastur. Séra Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, séra Jóni Þorsteinssyni, séra Kristínu Þór- unni Tómasdóttur héraðspresti og Þórdísi Ásgeirsdóttur djákna. Tvö verk eftir Jónas Þóri Börn úr leikskólum í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós ásamt hátíðar- kór Kjalarnesprófastsdæmis syngja við undirleik hljómsveitar. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson syngja einsöng. Stjórnandi er Jónas Þórir. Við guðsþjónustuna verða Liður í hátfðinni er myndlistarsýning barna, þar sem finna má þessa mynd eftir Söndru Gunnarsdóttur sem er í fímmta bekk Varmárskóla. Sigpain Bergþór Hjálmtýsdóttir Pálsson frumflutt tvö tónverk eftir Jónas Þóri, „Ur Hávamálum. Hugleiðing", sem samið er við erindið Deyr fé, og kristnihátíðarljóð, „Á krossgötum“ við ljóð eftir Lárus Þórðarson. Einsöngvarar verða Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Konsertmeistari er Szymon Kuran. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur undir á píanó. í hljómsveitinni er 21 hljóðfæra- leikari. Kórinn samanstendur af kórum úr Kjalarnesprófastsdæmi og nefnist Hátíðarkór Kjalarnes- prófastsdæmis. Jónas Þórir hefur samið mörg lög, m.a. fyrir Spaugstofuna, Egil Olafs- son, leikhús o.fl. Hann hefur verið organisti í átján ár og er nú organ- isti Lágafellssóknar. Um tónlistina sagði Jónas Þórir að hún væri í anda Jóns Leifs. Sjálfur sagðist hann vera alinn upp við tónlist, en faðir hans er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit- inni. Kl. 15.30 verður Kirkjukaffí í sal III. Mosfellsbakarí býður upp á 1000 manna há- tíðartertu og Mjólk- ursamsalan býður upp á ávaxtasafa. Kl. 16.00 hefjast Menningardagskrá og leikir í sal II og í gamla íþróttasaln- um, ýmsar uppákomur með tónlist í fyrirrúmi. Nemendur úr söng- og fiðludeild Tónlistarskóla Mosfells- bæjar syngja og leika; furðuleikhús - „Frá goðum til Guðs“, leikir og leikþáttur í gamla íþróttasalnum, hoppkastalar, Karlakórinn Stefnir og Karlakór Kjalnesinga syngja. Lokaorð: Ásgeir Harðarson, for- maður framkvæmdanefndar. I Lágafellskirkju stendur dagská frá kl. 20-21. Björgvin Tómasson orgelsmiður flytur erindi um sögu orgelsins og orgelsmíði á íslandi og Jónas Þórir leikur m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach. Séra Jón Þorsteinsson flytur ritningarorð og bæn. Af Holmes o g fleiri en einum Watson ERLEADAR BÆKIJR Spennusaga „SPANKING WATSON" eftir Kinky Friedman. Faber and Faber 1999.216 sfður. KINKY Friedman kallar sig bandarískur rithöfundur kómískra spennusagna. Hann segist búa í litlu grænu hjólhýsi einhverstaðar í hæð- um Texas þegar hann er ekki að fá sér te um borð í Queen Elisabeth II og hefur sent frá sér þó nokkrar bækur þar sem hann sjálfur er í að- alhlutverki en sú nýjasta heitir „Spanking Watson“. Hún kom fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Faber og Faber-útgáfunni og segir af því þegar Kinky setur sig í einskonar Sherlock Holmes-hlutverk vegna knýjandi þarfar fyrir að stríða lesb- íu á hæðinni fyrir ofan og fær nokkra aldarvini sína til þess að taka að sér hlutverk Watsons, hins trygga og dygga en jafnframt ímyndunarsnauða aðstoðarmanns súperspæjarans. Le Petomane í upphafi erum við minnt á söguna um Holmes og Watson þar sem þeir lágu uppi á heiði og virtu fyrir sér stjörnum prýddan himininn. Látum okkur nú sjá hversu snjallir við er- um að draga ályktanir, segir Holm- es. Hvað er það sem þú sérð? Ég sé stjörnurnar á fallegum sumarhimni, segir Watson. Hvað segja ályktun- arhæfileikarnir þér? spyr Watson á móti. Þeir segja mér, svarar Holm- es, að einhver hefur stolið tjaldinu okkar. Gamansemin í sögunni er nokkuð í þessa veru, næsta pínleg fyrir alla nema Kinky Friedman. Hann er piparsveinn sem býr með kettinum sínum og á við hann langar samræð- ur um allt milli himins og jarðar. Það má vel vera að við séum öll skáldsagnapersónur í öfugsnúnu gamanstykki sem er ekki sérlega mikið sótt, er ein af athugasemdum Friedmans, sem einnig talar um að uppáhalds Frakkinn hans sé Le Pet- omane en sá skemmti með ótrúleg- um viðrekstrum á Moulin Rouge á árunum 1892 til 1914. Kinky á eins- konar vinkonu er heitir Stefanía og hún átti föður sem gaf henni ungri heilræði sem hún hefur ætíð síðan haldið í heiðri: Aldrei að panta margarítu á kínverskum veitinga- stað. Lesbian á efri hæðinni Þannig er að lesbían í íbúðinni fyrir ofan Kinky Friedman veldur honum einstöku hugarangi'i. Hún er með þróttmikla danstíma fyrir aðrar lesbíur sem veldur því að steypan í loftinu í eldhúsinu hjá honum er far- in að detta niður í kaffibollann hans. Hann fær menn til þess að múra upp í loftið, en það vill svo til að þeir eru tengdir mafíunni. Friedman fær þá hugmynd að bregða lítillega á leik. Hann lýgur því að vinum sínum, heldur ólánlegum hópi karlmanna, að lesbían, sem heitir Winnie Katz, hafi fengið morðhótun og að þeir þurfi að komast að því hver sendi hana og er tilgangurinn sá að hún fái engan frið fyrir þeim, en brátt kem- ur í Ijós að svo virðist sem einhver vilji drepa Winnie í alvörunni. Inn í endaleysu þessa blandast aragrúi persóna og dularfull mafíu- saga en allt kemur það einhvern veginn heim og saman í spaugskrif- um Friedmans. Hann veður úr einu í annað án þess að taka nokkurn skapaðan hlut alvarlega og það má hafa gaman af sumum athugasemd- um hans en öðrum ekki eins og gengur. Sem dæmi má nefna litla ritgerð um miðbik sögunnar um vandræðamenn af gyðingaættum; Jesú var sá fyrsti en síðan komu menn eins og Spinoza, Freud, Karl Marx og Groucho Marx en á síðari tímum Jack Ruby, Lenny Bruce, Abbie Hoffman og Joseph Heller. Fyrir þá sem hafa yndi af svolítið fráánlegum húmor og kaldhæðni og gæjastælum er „Spanking Watson" svosem ágætis stundarafþreying en það er ekki margt sem maður minn- ist hennar fyrir. Arnaldur Indriðason M-2000 Á sýningunni í Borgarskjalasafni Reykjavíkur kennir ýmissa grasa úr lífi barna og unglinga á 20. öld. Borgarskjalasafn Reykjavíkur Ungt fólk í Reykjavík á 20. öld Laugardagur 4. mars. Safnhús Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Kl. 14. Mundu mig ég man Þig Sýning á vegum Borg- arskjalasafns Reykja- víkur um líf ungs fólks í Reykjavík á 20. öld. Sýningin er margþætt og samanstendur af ljós- myndum, skjölum og alls kyns öðrum gögnum. Fjallað verður um tengsl borgarinnar við börn á mismunandi tímum með til- liti til leikvalla, skóla, félagslífs, heilbrigðismála o.fl. Aðgangur Djass á Jómfrúnni í TILEFNI af Góugleði veit- ingahúsa í Reykjavík verður leikinn djass á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu í dag, laugardag, kl. 16-18. Fram kemur tríó Þóris Bald- urssonar Hammond-orgelleik- ara. Aðgangur er ókeypis. www.rvk.is/borgarskjala- Kringlan kl. 14. Forskot á sæluna í viðburðamiðstöð Menning- arborgarinnar í Kringlunni mun Ríkisútvarpið, í sam- vinnu við Kvikmynda- safn Islands og Ljós- myndasafn Reykjavíkur, kynna Fögnuð - margmiðlunarvef, sýn- ingar og útvarpsþætti sem fjalla á einn eða annan hátt um fagnaðar- stundir íslendinga á 20. öld. Laugardalshöll Laugardagur og sunnudagur Alþjóðlegt frjálsíþróttamót fþróttafólags Reykjavíkur Á frjálsíþróttamóti ÍR munu Ól- ympíuverðlaunahafar, heimsmet- hafar, Evrópumethafar og meistar- ar ásamt fremstu frjáls- íþróttamönnum Norðurlanda etja kappi við skærustu stjörnur okkar íslendinga, meðal annars Völu Flosadóttur og Jón Arnar Magnús- son. Rúmlega 100 krakkar, 14 ára og yngri, úr ÍR taka þátt í setning- arathöfn mótsins. Laugardag 4. mars kl. 14.00 og 18.00 er opið mót 15-16 ára. Sunnudag 5. mars kl. 10.00- 16.00 er opið mót 14 ára og yngri. Mótinu lýkur með alþjóðlegu keppninni á sunnudagskvöld kl. 20.00-22.30. MUNDU mig ég man þig - Ungt fólk í Reykjavík á 20. öld er sýning sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 14 á vegum Borgarskjalasafns Reykja- víkur á 6. hæð Safnahúss Reykjavík- ur að Tryggvagötu 15. Sýningunni er ætlað að draga fram lifandi svip- myndir af lífi bama og unglinga á öld breytinga og framfara í Reykjavík. Sýningunni er skipt upp eftir aldri bamanna og er fjallað um líf bam- anna frá því eftirlit hefst með barns- hafandi konum og þar til ungmennin verða sjálíráða. A henni em jafnt not- uð skjöl borgaryfirvalda og skjöl frá bömunum og unglingunum sjálfum. Þar kennir ýmissa grasa, en tugir einstaklinga hafa gefið eða lánað efni á þessa sýningu. Til að endurvekja hughrif liðinna tíma verða einnig not- aðar Ijósmyndir, tónlist, kvikmyndir frá skólastarfi og munir af öðm tagi. „I skjölum Reykjavíkurborgar má sjá hversu mikla áherslu borgaryfir- völd lögðu á málefni bama og ungl- inga. Þar er til dæmis fjallað um upp- byggingu skólakerfisins, leikvelli og öryggi bama, heilbrigðisvarnir, æsk- ulýðsstarf, hættur borgarinnar fyrir unglinga, félagslíf, o.s.frv. í skjölun- um má oft sjá framtíðarsýn fyrr á tímum varðandi böm og ungmenni og framsýnar tillögur sem miðast við að komandi kynslóðir eigi bjarta og gæfuríka framtíð," segir í kynningu. I bekkjarklöddum er til dæmis hægt að sjá hvemig ömmur okkar og afar mættu í skólann. Þar er einnig að finna athugasemdir um brot þeirra sem vom sendir til skólastjór- ans eða vísað úr kennslustund. Um- fjöllun um lýsisgjafir, vítamíngjafir, skólatannlækningar og sólböð í skól- um skipa jafnframt sinn sess, en rík áhersla var lögð á heilsufar og heil- brigði skólabarna. Vandi tengdur unglingadrykkju er tekinn til um- fjöllunar og mikilvægi æskulýðs- starfs og fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem félagsmiðstöðva og rekstrar vinnuskóla fyrir unglinga. Borgarskjalasafnið varðveitir einnig nokkuð af skjölum barna og unglinga. Þar á meðal em minninga- bækur, ástarbréf og önnur sendibréf, vinnubækur, stílabækur, ritgerðir um atvik í samtímanum og framtíðar- sýn. Sýningartextar era bæði á ís- lensku og ensku. Sýningin mun standa til 15. maí og er opin alla daga kl. 13-17 og einnig á fimmtudögum tO kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis. ókeypis. safn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.