Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 55 ----------------------np KARL JAKOB MÁSSON + Karl Jakob Más- son fæddist 17. júlí 1977. Hann lést 29. janúar síðastlið- inn og fór útfor hans fram frá Djúpavogs- kirkju 5. febrúar. Litli bróðir er farinn. Það er ótrúlegt að fá ekki að sjá hann, heyra í honum og dást að hon- um. Hann er mikil hetja í okkar augum. Og það eru svo ótal margar sögur sem okk- ur langar til að rifja upp. En allir vita hve uppátækja- samur, skemmtilegur og hjartahlýr hann var. Hann var nkur af góðum vinum sem sakna hans sárt eins og við. En minningin er góð og sterk, við varðveitum hana alla ævi. Nú verðum við öll sterk í virðingu og þakklæti fyrir þennan góða mann, sem var alltaf að flýta sér, en mundi þó eftir mér og þér. Elsku bróðir, við vitum að eftir lif- ir hugur þinn. Þú ert í öruggum höndum í ókunnum löndum. Og ljós þitt skín þar eins og alls staðar. Þú verður alltaf brot í hvers manns hjarta. Að eilífu við kveðjum þig svo þú verðir sáttur, okkar ljósið bjarta. Guð heldur nú í hlýja hönd þína og leiðir þig með sér. Elsku mamma og pabbi, þið eigið okkur að. Það kemur sumar eftir þennan vetur. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt Hafðuþarsessogsæti, signaði Jesú mæti. (Höf.ók.) Þórlaug, Kjartan og Jóhanna. Nú er Kalli okkar farinn og hans munum við minnast alla tíð, hversu góður vinur vina sinna hann var, allt- af með bros á vör. Eftir að Kalli fluttist í Mörkina færði það okkur nær hvert öðru. Hann var alltaf með annan fótinn heima og í hvert sinn sem hann kom í heim- sókn kom hann með nýja og skemmtilega sögu. Hann var hrókur alls fagnaðar í vina- hópnum og gat alltaf fengið okkur til að hlæja. Við fórum mikið út að borða saman því það eina sem Kalli kom með heim úr matvöru- búðinni var gulur M&M-nammipoki. En margs er að minnast. Elsku Kalli, minning þín er sem dýrmæt perla. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu, ættingja og vini í þessari miklu sorg. Kristmundur, Rebekka, Jón Pálmar, Benedikt og Þorbjörg. Elsku vinur. Núna er ég að skrifa þér mitt síðasta og erfiðasta bréf til þín, en þau eru búin að vera mjög mörg í formi tölvupósts, spjallrása og sms-skilaboða. Og ekki hafa sam- tölin í símanum verið fá. Eða eins og þú skrifaðir að jólakortið væri „kost- að af Nokia“ og vonandi að símarnir okkar væru 2000-heldir svo við gæt- um bullað okkur inn í nýja öld. Ekki voru heimsóknirnar heldur fáar, þó aðallega á þessu ári, þar sem þú hafðir frá svo mörgu að segja. Hvort sem þér leið illa eða ekki, allt- af var stutt í húmorinn, og í einu bréfi gastu tvinnað saman sorg og gleði á ótrúlegan hátt. Við áttum margar mjög góðar og skemmtilegar stundir , en því miður voru þær líka oft erfiðar þar sem þér leið mjög illa og vildir að ég aðstoð- aði þig í gegnum þær sem og ég gerði eins og ég gat og oft var öll ork- an mín búin en þá hlóðstu batteríin með hrósi og skemmtilegheitum. M varst alltaf tilbúinn að hjálpa TRYGGVI HARALDSSON + Tryggvi Haralds- son fæddist í Kerlingadal í Mýrdal 25. febrúar 1918. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hh'ð 1 Kópavogi 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Einarsson bóndi og Guðlaug Andrésdóttir, sem bjuggu í Kerlingadal og seinna í Vík í Mýr- dal. Börn þeirra voru fimm og var Tryggvi þeirra næstelstur. Hinn 17. maí 1947 kvæntist Tryggvi eftirlifandi konu sinni, Svövu Hjaltadóttur frá Reykja- vík, f. 30. nóvember 1925. For- eldrar hennar voru Iljalti Jóns- son, skipstjóri og framkvæmdastjóri, og Sigríður Guðmundsdóttir. Tryggvi og Svava eignuðust sex börn. Þau eru: Elsa, f. 19. ágúst 1948, maki Páll Jónsson, Ás- laug, f. 9. maí 1951, maki Nebojsa Hadz- ic, Haraldur, f. 22. febrúar 1955, maki Sigrún Eiríksdóttir, Ásta, f. 31. desem- ber 1957, Svava, f. 24. október 1964, Sigríður, f. 26. mars 1967, maki Héðinn Sveinbjörnsson. Barnabörn Tryggva og Svövu eru tfu. Tryggvi var lærð- ur búfræðingur frá Hvanneyri og vann við ræktunarstörf eftir námið. Hann var í lögreglunni í Reykja- vík frá árinu 1943 til 1946 og hóf þá störf hjá Pósti og sfma. Hann gegndi þar ýmsum störfum; var póstvarðstjóri, útibússtjóri og síð- ar deihlarstjóri. Hann hætti störf- um_1984. Útfor Tryggva fór fram frá Kópavogskirkju 3. mars. Okkar elskulegi vinur Tryggvi Haraldsson hefur nú kvatt þennan heim eftir langa sjúkrahúsdvöl og ef- laust þakklátur hvíldinni. Tryggvi var mikið góður drengur og smekk- maður. Hann kvaddi á fæðingardegi sínum hinn 25. febrúar síðastliðinn. Margar góðar minningar, hrann- ast upp frá hálfrar aldar vináttu. Ógleymanlegar ferðir bæði innan- lands og utan, ennfremur öll skemmtilegu matarboðin sem við höfðum hvert hjá öðru í gegnum tíð- ina. Öll erum við búin að eiga gull- brúðkaup og mörg skemmtileg veisluhöld höfum við haft saman undanfarin 50 ár. Það er ómetanlegt á langri ævi- braut að hafa samfylgd með góðum vinum og alltaf lærum við mikið gott og göfugt á langri samveru. Við þökkum okkar elskulega vini Tryggva Haraldssyni fyrir ógleym- anlega samfylgd. Megi góður guð blessa og styrkja okkar ástkæru vinkonu, Svövu Hjartardóttur, og hennar stóru fjöl- skyldu. Kær kveðja, Hjónaklúbburinn. RANNVEIG STEINUNN ÞÓRSDÓTTIR öðrum og fékk ég að finna það, t.d. þegar bíllinn minn var bilaður, þá vildir þú endilega fá að keyra mig í vinnuna kl. 8 þótt þú ættir ekki að mæta í vinnu fyrr en kl. 9, og svo komstu alltaf að sækja mig og keyrð- ir mig heim aftur. Eins fyrir jólin þegar ég bað þig að kaupa nammi í skóinn fyrir Hörð Inga og þú komst með þvílíkt mikið nammi að það hálfa hefði verið nóg. Þegar ég talaði við þig á kvöldin og þú sagðist vera að horfa á vídeó vissi ég alltaf hvað þú varst að horfa á, það var alltaf „Friends". Og lánað- ir þú mér spólur svo ég vissi um hvað þú værir að tala því oft varstu með frasa úr þáttunum sem ég skildi ekki. Ekki má gleyma teppahreinsun aldarinnar sem átti að vera fyrir jól en vegna bilunar varð ekki fyrr en eftir jól, þið voruð eins og Bakka- bræður, þú og Krissi, þegar þið kom- uð með vélina og hún bilaði en þið ætluðuð að gera við hana en það tókst reyndar ekki en mikið hlógum við að ykkur. Samband okkar var mjög sérstakt og engin skildi það, en skilja kannski aðeins betur núna. Við töluðum mjög mikið saman, þó aðallega þú. Þú varst farinn að fjarlægjast vini þína svolítið, en notaðir tækifærið til að kveðja þá á fóstudagskvöldið. M varst alltaf að flýta þér og nú gastu ekki beðið eftir að þér liði bet- ur. Allt þurfti að gerast strax. M hringdir í mig nokkrum mínút- um áður en þú fórst frá okkur og kvaddir mig. Ég sakna þín mjög mikið og er alltaf að hugsa um þig, og ég vona að þér líði betur núna. Ég veit líka að þú átt eftir að standa við það sem þú skrifaðir í einu bréfi til mín um að þú ætlaðir að vaka yfir okkur öllum og hjálpa okkur öllum eins og þú gætir. Hvíl í friði, vinur minn. Endar nú dagur, en nótt er nær, náðþinnilofégsegi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Már, Margrét, Þórlaug, Kalli, Gummi, Sonja, Kjartan, Bryndís, Dagur, Jóhanna, Gilsi, Eydís og Krissi. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Erna Amardóttir. + Rannveig Stcinunn Þórsdóttir fæddist á Bakka í Svarfaðar- dal 17. janúar 1929. Hún lést af slysförum 13. febrúar síðastliðinn og fór utför hennar fram frá Stærra-Árskógskirkju 19. febr- úar. Kæri eiginmaður, börn og fjöl- skyldur, við vottum ykkur samúð okkar með eftirfarandi ljóðlínum: Skýja flókar himin hylja, hnígur sól á Árskógsströnd. Dauðinn hefur enn og aftur, óvænt höggvið lífsins bönd. Elsku góða, gamla vina, geislum stráð þín minning er. Það var eins og vorið væri, vetrarlangt í fylgd með þér. Grannkona mín góða, trygga, guði falin sé þín önd. Eflaust berðu aftur sólskin, inníhjörtuánýrriöld. Hver ein minning ennþá yljar, öldnu hjarta er skortir þrótt. En býður þér með harm í huga, í hinsta sinni góða nótt (Kristján Ámason.) Guð blessi ykkur öll. Kveðjur. Halldóra og Jóhannes. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS PÁLSSONAR skipstjóra, frá Vestmannaeyjum, til heimilis á Dalbraut 18. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða aðhlynn- ingu, umönnun og hlýlegt viðmót. Ósk Guðjónsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðmundur Sigurmundsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Gunnlaugur Vignir Gunnlaugsson, Steinar Jóhannsson, Ingigerður Axelsdóttir, Herjólfur Jóhannsson, Dagný Másdóttir, afabörn og langafabörn. GARÐH EIMAR BLÓMABÚÐ • STEKKJ ARB AKK A 6 SÍMI 540 3320 w t Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hiýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og iangafa, PÁLS V. ÓLAFSSONAR frá Dagverðartungu, Hörgárdal. Guð þlessi ykkur öll. Hulda Snorradóttir, Gylfi Pálsson, Rósa María Björnsdóttir, Ragna Pálsdóttir, Ævar Ragnarsson, Gísli Pálsson, Stefanía Þorsteinsdóttir, Snjólaug Pálsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Snorri Þ. Pálsson, afabörn og langafabarn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ t Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og ómetanlega vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU HALLDÓRSDÓTTUR, Hjallaseli 55, Reykjavík. Færum starfsmönnum og hjúkrunarfólki i Seljahlíð, sérstakar þakkir fyrir alla umönnun. Gunnar Maggi Árnason, Stefanía Flosadóttir, Vigfús Þór Árnason, Elín Pálsdóttir, Halla Vilborg Árnadóttir, Ásmundur Eiríksson, Rúnar Jón Árnason, Kristín Eiríksdóttir og ömmuböm. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.