Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 3* UMRÆÐAN Heiðskírt yfir Evrópu FYRIR nokkrum árum ritaði ég fáeinar greinar í þetta ágæta blað um mikilvægi þess að ísland tæki fullan þátt í lýðræðissamruna Evrópu með því að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Málið var heitt og brann á þjóðinni. Alþýðuflokkurinn hafði for- göngu um málið en eftir að flokkur- inn beið afhroð í kosningunum 1995 samfylktu jafnaðarmenn sér frá Evrópumálefnum. Helmingaskipta- stjóm kyrrstöðuflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, var mynduð og þrátt fyrir að meiri- hluti þjóðarinnar hafði tjáð þá skoð- un sína í könnunum að sækja bæri um aðild að ESB þá gaf værukær þjóðin undan svæfingarmætti ríkis- stjómarinnar sem tilkynnti að málið væri ekki á dagskrá. En nú eru blikur á lofti í Evrópumálunum. í kjölfar þreifinga Noregs og Sviss um inn- göngu í ESB er utanríkisráðherra nú farinn að gá til veðurs í Evrópumál- um, eins og hann orðar það sjálfur. Kannanir sýna að þjóðin er enn hlynnt aðildarumsókn og það sem meira er; það er heiðskírt yfír Evrópu. Því sting ég hér niður penna á ný tíl að rifja upp þær megin rök- semdir sem knýja á um aðild íslands að ESB. Þeim má skipta í tvennt; annarsvegar siðferðisrök og hins vegar efnahagsrök. Siðferðisrök Á fyrri hluta aldarinnai- var Evrópa hlaðin múmm sem leiðtogar álfunnar höfðu byggt í kringum yfír- ráðasvæði sín. Haftastefnan var al- ger og þjóðarhugtakið var notað sem afsökun til að draga íbúa álfunnar í Rökum fyrir aðild ---7------------------- Islands að ESB má skipta í tvennt, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, annarsvegar siðferðisrök og hins vegar efnahagsrök. dilka. Um miðbik aldarinnar var Evrópa orðin rjúkandi rúst eftir tvö gjöreyðingarstríð sem háð voru af völdum skefjalausrar þjóðemis- hyggju. í rústunum fæddist sú hug- mynd meðal lýðræðisaflanna að auk- in samvinna og samruni ríkja álfunnar væri eina leiðin til að tryggja frið og framfarir í hinni stríðshrjáðu Evrópu. Hugmyndin var að gera ríkin svo innbyrðis háð að árás eins ríkis á annað væri í raun árás gegn eigin hagsmunum. Til- raunin tókst og nú 50 árum síðar búa íbúar Evrópusambandsins á einum friðsælasta og farsælasta bletti jarð- ai-kringlunnar. Hugmyndafræði Evrópusamvinnunnar var í raun afar einföld: Á múrana var ráðist og þeir muldir niður með frelsi og mannúð að vopni. Þannig voru íbúar álfunnar tengdir órjúfanlegum böndum. I stað hafta og frelsisskerðingar varð álfan að einu athafnasvæði með frjálsu flæði fólks, fjármagns, vöru og þjón- ustu. íslendingar eru Evrópuþjóð og það særir þjóðarhjartað að standa utangarðs í samrunaþróun Evrópu. Við eigum að láta af minnimáttarkenndinni og ganga hnarrreist til samvinnu við bræðra- þjóðir okkar í álfunni. Efnahagsrök Með auknu frjáls- ræði í viðskiptum hefur Evrópusambandið á nokkrum áratugum orðið að stærsta efna- hagssvæði heims og lífskjör íbúa þess er með því allra besta sem þekkist í heiminum. Klúbburinn sem vai- stofnaður í kringum sex ríki álfunnar hefur vaxið og dafnað og níu ríki bæst í hópinn. í efnahagslegu tilliti hefur innganga ríkja í ESB reynst þeim öllum mikið heillaspor og hagsæld þeirra aukist. Til dæmis má nefna að með inngöngu í ESB hafa ríki eins og írland, Spánn, Portúgal og jafnvel Finnland brotist frá fátækt til bjargálna. Besti vitnis- burðurinn er þó kannski falinn í þeirri staðreynd að ekkert ríki hefur ljáð máls á úrgöngu úr sambandinu. Þvert á móti knýr nú fjöldi ríkja Suð- ur- og Austur-Evrópu ákaft dyra og verða væntanlega 11 þeirra tekin inn í nokkrum skrefum á næstu áratug- um. Þessi ríki sjá hag sínum best borgið innan lýðræðisbandalags Evrópu. Með inngöngu í ESB mynd- um við Islendingar njóta góðs af efnahagskerfi sambandsins auk þess sem tollar af unnum sjávarafurðum, Eiríkur Bergmann Einarsson Hafís sem hitamælir OKKUR finnst oft- ast að hafís boði kulda og óþægindi. Það er hárrétt þegar ísland og strandlengja þess á í hlut. En hafísinn segir okkur líka sögu, horfi menn til útbreiðslu hans og breytinga á henni. Fyrir nokkru skrifaði ég smágrein í Morgunblaðið um nið- urstöður áratugalangra mælinga á þykkt haf- íssins á norðurslóðum. Kom þar fram að greinileg þynning á sér stað. Varast ber að draga of glannalegar ályktanir af mælingaröðum 3-5 áratuga þegar stórfelldar breytingar á veðurfari eiga í hlut. En þegar saman fer þynn- ing hafíss á feiknastórum svæðum, hæg hækkun meðalhita á jörðinni, aukning koltvíoxíðs samkvæmt mæl- ingum í öllum heimshlutum og loks hæg sjávarborðshækkun við strend- ur landa, þá má a.m.k. taka slíkt sem viðvörun. Fyrir skömmu var hér staddur virtur bandarískur vísindamaður, Martin W. Miles, sem starfað hefur við Háskólann í Bergen að hafísrann- sóknum. Hann vinnur með norskum og rússneskum vísindamönnum að því að nota fjarkönnunartæki gervi- tungla til þess að mæla og meta út- rbreiðslu hafíss á norðurhveli jarðar. Athuganimar ná aftur til 1978. Frá þeim sagði hann í fyrirlestri á vegum Veðurstofunnar. Aðferðafræðin er vel grunduð og þykir nægilega áreiðanleg til þess að draga megi þær ályktanir nú að heildarflatarmál haf- ísbreiðunnar hefur minkað um u.þ.b. 610.000 ferkílómetra á 20 árum, eða sem svarar 3% á ári. Hafís skiptist í nýmyndaðan 1. árs ís og þykkari, eldri ís (nokkurra ára). Rannsóknirn- ar leiddu í Ijós að gamli ísinn minnkar óþægilega hratt. Magn hans 1998 er 14% minna en það var 1978. Ef æ minni flötur hafsvæða norð- ursins er hulinn hafís hefur það margvísleg áhrif á orkubúskap loft- hjúps og sjávar. ísbreiðan stýrir um margt veðurfari. Til dæmis breytist endurvarp sólgeislunar á yfirborðinu (hvítt endurvarpar miklu betur en Ari Trausti Guðmundsson dökkur flötur). Varma- skipti milli lofts og sjáv- ar og uppgufun breytist líka. Frysting og bráðn- un í efsta lagi sjávarins hefur áhrif á lagskipt- inguna og á sinn þátt í að mynda hafstraum- ana. Minni hafísmynd- un getur t.d. breytt lóð- réttri blöndun sjávar. Erfitt er að spá fram- vindunni eða tengja breytingamar á hafís öðrum breytingum í lofthjúpi jarðar eða í sjó. Vissulega benda niðurstöðurnar til þeirrar hlýnunar sem margir tengja auknum gróðurhúsaáhrifum að hluta. Breytingamar varða íslend- inga miklu og minna á hve mikilvæg- ar hafísarannsóknir eru og þá helst þær alþjóðlegu. Þær ná að draga upp stóm drættina í myndina sem okkur er öllum nauðsyn á að þekkja. í stuttri frétt í Frankfurter Al- gemeine Zeitung (23. okt. 1999) segir 20% afslattur Kynning laugaraag og sunnudag í Blómavali kl14 -17 Fa’dubótðrt'fnid som folk talar um! NATEN sem nú nema allt að 20%, myndu falla niður. Þetta harðbýla land myndi væntanlega njóta ríkulegs góðs af áætlunum ESB á sviði landbúnaðar og byggðamála og 350 milljón manna heima- markaður myndi opn- ast fyrir íslenskar land- búnaðarafurðir. Sjávarútvegnr E E S-samningurinn var frá upphafi hugsað- ur sem einskonar milli- skref að fullri aðild að ESB, enda hafa flest ríki EES nú gengið í Evrópusam- bandið. Þá var samið um langflest þau atriði er felast í fullri aðild að ESB og lagabálkar íslands lagaðir að Evrópsambandinu. I raun standa einungis sjávarútvegsmálin útaf samningaborðinu. Andstæðingar að- ildar hafa kappkostað við að telja þjóðinni trú um að útilokað sé fyrir okkur að fá viðunandi samning um þann málaflokk. Þó er ekkert sem bendir til þess að svo þurfi að vera. Skoðum málið nánar: Sjávarútvegur er undirstaða lífs á íslandi en smá- málaflokkur hjá ESB, og það er meg- in forsenda hjá Evrópusambandinu að ganga ekki gegn grundvallarhags- munum aðildarríkjanna. Frá upphafi*C hafa 9 þjóðir gengið til liðs við ESB og allar hafa fengið undanþágur útfrá skilgreindum grundvallarhagsmun- um sínum, en þess má geta að aðild- arsamningar einstakra ríkja hafa sömu réttarstöðu innan ESB og sjálf- ur Rómarsáttmálinn. Áður en Sví- þjóð og Finnland sömdu sig inn í ESB var því til að mynda haldið fram að þau fengju ekki varanlega undan- þágu frá sameiginlegu landbúnaðar- stefnunni. í samningum varð þó til hugtakið „heimskautalandbúnaður“, sem landbúnaður Svía og Finna var felldur undir, og felur í sér varanlega * - undanþágu frá lanbúnaðarstefnu ESB. Hinni Sameiginlegu fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins var kom- ið á til að koma böndum yfir nýtingu sameiginlegra fiskistofna Evrópur- íkjanna sem höfðu þar að auki gagn- kvæma veiðireynslu í lögsögu hvers annars. Evrópusambandið hefur engan sögulegan rétt til fiskveiða í ís- lenskri lögsögu og saman nýtum við enga sameiginlega fiskistofna, því gilda hér allt önnur lögmál en annar- staðar í álfunni. Höfundur er stjómmálafræðingur. Vorferðir Heimsferða til Hafísrannsóknir Breytingarnar varða —7--------------------- Islendinga miklu, segir Ari Trausti Guðmunds- son, og minna á hve mikilvægar hafísa- rannsóknir eru. frá því að svissneskir jöklar minnka nú með ári hverju (með einni undan- tekningu). Þannig hefur flatarmál þeirra allra minnkað úr 1.800 í 1.300 ferkílómetra á 150 árum. Árið 1998 var hið hlýjasta síðan 1860. Einnig svona upplýsingar segja svipaða sögu og hafísinn. Höfundur erjarðeðlisfræðingur og ráðgjafi í hlutastarfi hjá Línuhönnun hf. Costa del Sol .Benidorm 24. og 25. apríl ira hr. 39.955 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar ( 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol, þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann, og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Vorin eru fallegasti tími ársins á suður-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þessum yndislega heimshluta og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Timor Sol Costa del Sol Verð frá kr. 46.355 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Ei Pinar, 25 nsetur. E1 Faro Benidorm Verð frá kr. 39.555 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára með 10 þús. lcr. afslætti, E1 Faro. Verð kr. 57.990 Verð kr. 49.990 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 24. apríl, 25 nætur. Völ um aukaviku. M.v. 2 í ibúð, El Faro, 21 nótt, 25. aprfl með 10 þús. kr. aíslætti. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.