Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Hún bakar til dæmis rúsínubollur, múslíbollur, grófar bollur, ítalskar bollur og kardimommubollur Morgunblaðið/Jim Smart Vigdís lagði vatnsdeigsbakstur á hilluna fyrir mörgum árum og bak- ar nú í staðinn ótel tegundir af öðruvísi bollum. Finnst lítið mál að baka 700bollur Á mánudafflnn er bolludagur og margir ætla að baka um helgina þó ekki verði bollurnar kannski jafn margar og hjá Vigdísi Stefánsdóttur * g hef alltaf haft gaman af því að baka en lengi bakaði ég bara kökur,“ segir Vigdís Stefánsdóttir. „Bolludagur hefur líka alltaf verið í uppáhaldi hjá mér því mér þykir gott að fá rjómaboll- ur, með sætu kremi og sultu. Fljót- lega eftir að ég fór að búa sjálf fór ég að prófa mig áfram með bollur og aðallega vatnsdeigs- og lyfti- duftsbollur sem ég þekkti úr barn- æsku.“ Meðalforstj óralaun „Ég féll fljótlega frá vatnsdeigs- bollubakstri en tók ástfóstri við pressugersbakstur. Ég komst að því að með slíkum bakstri sparaði ég stórar fjárhæðir. Við vorum sex í heimili og munurinn á því að baka brauð og kaupa var svo mikill að ég hafði tímakaup á við meðalforstjóra með því að baka sjálf og hef gert það síðan.“ Vigdís segir að fyrstu bolludag- ana hafi hún gert ráð fyrir 2-3 boll- um á mann og lengi vel setti hún á þær rjóma, sultu og súkkulaði. „Þegar umsvifin jukust og kröfum- ar urðu meiri um úrval sá ég í hendi mér að einfaldara væri að baka bara bollumar og setja svo meðlæt- ið á borð fyrir hvem og einn að ná sér í eftir því sem smekkurinn bauð.“Hin síðustu ár segist Vigdís án þess að roðna hafa bakað 400- 700 bollur fyrir bolluveisluna og haft „opið hús“ fyrir góða vini og vandamenn sunnudaginn fyrir bolludag. Bollumar segir hún vera af ýmsum toga og nefnir ostabollur, kúmenbollur, muslibollur, sesam- bollur, kardimommubollur, rúsínu- bollur, hveitibollur, kornbollur, eplabollur, skinkubollur, pizzaboll- ur og oreganobollur.Hún heldur svo áfram og upplýsir að meðlætið sé að sjálfsögðu jafn fjölbreytt og hver og einn noti það eftir smekk. „Ég er með jarðarbeijarjóma, súkkulaðirjóma og venjulegan þeyttan rjóma. Þar að auki er á borðum súkkulaðibráð, jarðar- berjabráð, flórsykur, kókos, sítr- ónu- og appelsínubráð og kara- mellubráð." Hún gleymir ekki heimatilbún- um sultum bláberjasultu, kræki- berja- og rifsberjasultu og rabarb- arasultu. Til að kóróna þetta bætir hún við að svo búi hún alltaf til ým- iss konar frómas og búðinga sem sumum þyki gott að setja inn í boll- umar. Fer ekki eftir uppskriftum Vigdís segist ekki fara eftir upp- skriftum en hún hefur hins vegar búið til „smáuppskriftabanka“ til að geta sagt fóÖri hvað það á að gera ef það vill baka . „Grunnurinn er svipaður í flestar brauðbollumar og aðferðin sú sama við þær allar. Eg er mikið á móti því að setja olíu eða smjörlíki saman við vatnið og gerið því mér finnst það draga úr lyftingunni og bollur em jú auðvit- að betri ef þær eru léttar og mjúk- ar. Ég nota nær eingöngu lifandi pressuger sem ég fæ núna í Fjarð- arkaupum í Hafnarfirði í 500 g kubbum. Ef notað er þurrger eða perluger má vatnið vera heldur heitara og stundum er tekið fram að þurrgeri eigi að strá í hveitið en ekki setja það í vatnið. Ég hef hins vegar haldið þeirri reglu að setja allt ger í vatnið, hverju nafni sem það nefnist.“ Glúteninnihaldið skiptir máli Vigdís segir að í brauðbollur og gerbrauð yfirleitt skipti máli að nota brauð með miklu gluteninni- haldi og hún kaupir brauðhveiti eða 5 stjömu hveiti frá Komax. Hins vegar segir hún að það sé í lagi að nota annað hveiti í lyftiduftsbollur og það má alls ekki nota brauð- hveiti í fínni kökur eða vatnsdeigs- bollur. f þannig bakstur er betra að gluteninnihaldið sé lágt. „Vatn er ágætur vökvi í brauðbollur en auð- vitað má nota annað eins og til dæmis ávaxtasafa, mysu eða mjólk. Eplasafi er til að mynda ágætur í þungar og grófar muslibollur og mjólk eða undanrenna í ijómaboll- ur eða kardimommubollur. Best er að vökvinn sé um það bil 37°C ef baka á bollurnar sama daginn, en ef deigið má lyfta sér yfir nótt má vökvinn vera kaldur. Bollumar er best að baka á næstu rim íyrir neð- an miðju eða í miðju og hitastigið má vera 200-220 °C eftir ofninum. Tímalengd er misjöfn, frá 12-20 mínútur eftir tegundum. Ég nota alítaf mína tryggu hrærivél til að hnoða en það er ekk- ert því til fyrirstöðu að komast í nánari snertingu við deigið og hnoða það frá upphafi í höndum. Það má að ósekju sleppa sykrinum í upphafi, en þá er gott að strá ofur- litlu hveiti í vatnið á meðan pressu- gerið er að freyða. Uppskriftimar eru fyrir 20 bollur. Ef deigið er of þurrt (það á að vera viðkomu eins og leir) má bæta við vatni en hveiti efþaðer ofblautt. Sesambollur 50 g pressuger eðo 1 bréf þurrger 6 dl vökvi, vatn hentar vel (37°C) 1 tsk. sykur 1 dl olía (bragSlaus) I bolli sesamfræ 1 bolli hveitiklíð (má sleppa) ___________900 g hveiti________ 2 tsk. salt Látið vökvann í skál ásamt sykri og pressugeri. Leyfið gerinu að freyða (það tekur um 5 mín.). Setjið þá hveiti, salt, sesamfræ og hveiti- klíð saman við og byrjið að hnoða saman. Hellið olíu saman við og ljúkið við að hnoða. Látið deigið lyfta sér þar til það hefur tvöfaldast , sem tekur um klukkustund. Skipt- ið því í 20 stykki og mótið bollur. Ef vill má dýfa hverri bollu í vatn, und- anrennu eða mjólk og að því búnu í sesamfræ. Látið bollumar á bökun- arplötu og leyfið þeim að lyfta sér aftur í um það bil 20 mín. Bakið við 200-220°C í um 15-18 mínútur. Þessar eru góðar með osti. Kúmenbollur 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger 6 dl vökvi, vatn hentar vel (37°C) __________1 tsk. sykur________ ________1 dl olía (brggðlaus)_ ________4-5 msk. kúmen________ __________900 g hveiti________ __________2 tsk, salt_________ Vinnið á sama hátt og sesamboll- ur. Þeim sem hafa hollustuna í fyr- irrúmi er ráðlagt að bæta við hveiti- klíði, 1-2 bollum, og minnka hveitið í staðinn. Gott er að hafa kúmen of- an á bollunum og þá er einfaldast að dýfa þeim í mjólk eða vatn og svo í kúmen í skál. Það er að minnsta kosti þægilegri leið en að pensla hverja bollu og strá yfir hana kúm- eni. Múslibollur 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger 6 dl vökvi, vatn eða eplasafi hentar ___________vel (37°C)___________ ___________1 tsk. sykur_________ ___________400 g Muesli________ ___________500 g hveiti________ __________1 bolli rúsínur_______ ___________1-2 rifin epli______ ___________2 tsk. salt__________ ___________1 dl olía____________ Vinnið á sama hátt og sesamboll- ur. Það er gott að bæta við rifnum hnetum líka, en passa þarf að fólk með hnetuofnæmi fái ekki þessar bollur. Með ítölskum blæ Þessar eru góðar með bjór eða pilsner. Henta ekki beint með kaffi. ____________900 g hveiti__________ 1 dós sólþurrkaðir tómatar í olíu _______1 lítil dós tómatkrgftur___ ____________2 tsk. salt___________ __________1 tsk. oregano__________ ____________1 tsk. timian_________ ____________1 tsk. basil__________ _______Annað krydd eftir smekk.___ _______1 dl olía of tómötunum_____ __________1 bolli hveitiklíð______ 1 tsk. salt __________6 dl vatn 37°C__________ Setjið vatn, sykur og pressuger í skál. Látið freyða. Setjið hveiti, hveitiklíð og krydd út í og hnoðið aðeins. Bætið við smátt skomum tómötum, tómatkrafti og olíu. Hnoðið vel. Látið lyfta sér fyrst þar til rúmmálið hefur tvöfaldast. Það tekur mislangan tíma. Hnoðið aftur og skiptið í bollur eða lítil brauð. Látið lyfta sér og penslið með olíu. Skerið í bollumar og bakið við 200°C í um það bil 15-20 mín. Það er gott að strá grófu salti ofan á þessar bollur áður en þær em bak- aðar og þeir sem vilja geta sett ólíf- ur saman við. gj— Kardimommu- bollur Þessar bollur urðu til einhvern tíma íyrir afmæli sem snúðar en deigið er gott í bollur. Það er vin- sælt að dýfa þeim í súkkulaði og svo í kókosmjöl en þær geta líka verið góðar einar og sér. Sumir vilja smyrja þær og það er líka í lagi. 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger ó dl mjólk eða undanrenna 37°C __________2 dl sykur______ 1 tsk. salt 2 tsk. kardimommur (steyttar) 100 g smjör eða smjörlíki bróðið (olíu __________má líka nota)___ 2 egg (má sleppa) 1,2 kg hveifi (minna ef eggjum er sleppt) Rúsínurefvill Setjið vökvann í skál og pressu- gerið út í. Stráið smávegis af sykri yfir og látið freyða. Setjið að því loknu þurrefnin og eggin ef þau em notuð og hnoðið létt. Hellið feitinni saman við og ljúkið við að hnoða. Þetta deig á að vera létt og lyfta sér vel. Það gæti þurft að bæta við hveiti ef það er blautt. Skiptið í boll- ur, sennilega era þetta um 24-28 bollur því þær mega ekki vera stór- ar. Fletjið þær ofurlítið út á plöt- unni og penslið með bræddu smjöri eða þeyttu eggi ef vill. Látið lyfta sér aftur og bakið við 220°C í 12 mín.Fylgist vel með þeim því þær eru fljótar að brenna. Þetta em ekta rjómabollur. Eplabollur 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger ________ó dl vatn eða mjólk_____ ____________1 dl olía___________ ____________1 tsk. sykur________ _____________1 tsk. salt_______ ____________900 g hveiti______ _____________2 rifin epli_______ ______1 tsk. kanill (má sleppa)_ Vinnið á sama hátt og kardi- mommubollur. Eplin gefa gott bragð og þessar bollur era eins konar millistig á milli sætabrauðs og brauðs. Það er líka gott að hafa ekki kanil í deigið en pensla með mjólk og dreifa kanil ofan á fyrir bakstur. Án eagja og mjolkur Sumir era með eggjaofnæmi og aðrir era með mjólkurofnæmi. Ein- staka era með hvort tveggja. Þess- ar bollur era léttar og góðar og henta vel sem rjómabollur. 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger ________ 2 dlsykur______________ ____________1 tsk. salt_________ ________2 tsk, kardimommur______ 2 dl olíg (ath. tegund ef um ofnæmi er að ræða og ekki nota brggðsterkg ol- _______________íu) ____________900 g hveiti________ 6 dl vatn 37°C (mjólk eða undan- ______renng fyrir þá sem mega)__ Deigið hentar líka vel í venjuleg- ar hveitibrauðsbollur en þá er syk- urinn minnkaður í 1 tsk. og saltið aukið í 2 tsk. Setjið vökvann í skál og pressugerið út í. Stráið smáveg- is af sykrinum yfir. Látið freyða. Setjið hveiti, kardimommur og syk- ur út í og hnoðið. Bætið olíunni við og hnoðið vel. Látið lyfta sér þar til deigið hefur tvöfaldast að rúmmáli. Skiptið í bollur og látið lyfta sér aft- ur. Penslið með bræddu smjöri eða smjörlíki ef vill. Bakið við 210°C í um það bil 12-15 mín. Setjið þeytt- an gervirjóma eða rjóma inn í ásamt öðra því sem tilheyrir rjóma- bollum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.