Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
•JB-----------------------
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hver getur læknað kramið hjarta?
Evrópu eru of mörg „kramin"
hjörtu. Grikkir reykja mest, þar eru
hjarta- og æðasjúkdómar algengast-
ir í Evrópu. Portúgalir hreyfa sig lít-
ið, þar er hæsta dánartíðni vegna
heilablóðfalla í Evrópu. írar neyta
lítils grænmetis og ávaxta, þeir eru í
mikilli hættu að deyja vegna hjarta-
og æðasjúkdóma.
Ef þú ert að leita evrópskum
draumaprinsi skaltu beina spjótum
þínum að Fransmanninum. Hann er
í bestri líkamlegri þjálfun og hefur
heilbrigðasta hjartað.
Ofangreindar staðreyndir eru
^íengnar frá Evrópsku hjartasamtök-
unum og eru miðaðar við fólk yngra
en 75 ára. Hægt er að koma í veg
fyrir eða draga úr hjarta- og æða-
sjúkdómum fólks á þessum aldri
með heilbrigðum lífsstfl.
Forvamir á þessu sviði er besta
lækningin. Prátt fyrir heilbrigðan
lífsstfl komum við ekki í veg fyrir að
einhverjir einstaklingar fá hjarta- og
æðasjúkdóma. Sumir áhættuþættir
eru þess eðlis að það er ekki í okkar
valdi að breyta þeim. Þeim mun mik-
ilvægara er að einbeita sér að þeim
þáttum sem hægt er að hafa áhrif á.
Framfarir og bætt meðferð á sviði
læknavísinda í hjarta- og æðasjúk-
dómum hafa átt stóran
þátt í lækkun á dánar-
tíðni.
Heilsufrömuðir,
stjómmálamenn o.fl.
frá flestum löndum
Evrópu héldu fund
fyrr á þessu ári í
Brussel. Hann var
haldinn undir yfir-
skriftinni: Happa-
hjörtu- aðgerðir og
átak fyrir heilbrigðari
Evrópu. Lýst var yfir
mikilvægi þess að
grípa til róttækra að-
gerða. Að beita öflug-
um tóbaksvörnum, að
fæða þessara íbúa
verði hollari og fólk á öllum aldri
hreyfi sig meira. Almenn hreyfing
verði hluti af athöfnum daglegs lífs.
Að fólk á öllum aldri hreyfi sig sam-
tals 30 mínútur daglega.
Rekja má nærri helming dauðs-
falla í Evrópu til hjarta- og æðasjúk-
dóma. Um 4 milljónir Evrópubúa
deyja árlega vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma. Áhættuþættir eins og of-
fita og sykursýki hrjá sífellt fleiri
manneskjur. Þáttur reykinga vekur
vemlegan ugg. Jafnvel þótt tíðni
reykinga séu almennt
að minnka í flestum
löndum Evrópu fer
þeim reykingamönnum
fækkandi sem hætta að
reykja. Konur reykja
nánast jafnmikið og
karlmenn í flestum
löndum Evrópu og
unglingsstúlkur reykja
meira en unglingspift-
ar.
Samkvæmt skoðana-
könnun sem Evrópsku
hjartasamtökin stóðu
fyrir hjá embættis-
mönnum í 13 Evrópu-
löndum virðist vera
skilningur á mikilvægi
þess að leggja áherslu á forvamir.
Könnunin leiddi aftur á móti í ljós að
þegar velja þarf á milli þess að nota
fjármuni í meðferð og tækninýjung-
ar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma
eða í forvarnir á þessu sviði þá virð-
ist sem að forvarnir hafi minna vægi.
Þrýstingur á að lækna það sem kom-
ið er virðist vera sterkari en að koma
í veg fyrir að sjúkdómurinn fái að
þróast. Þannig er meira fjármagn
notað til að lækna hjarta reykinga-
mannsins heldur en að koma í veg
Hjartavernd
Ef þú ert að leita
evrópskum drauma-
prinsi skaltu beina sjón-
um þínum að Frans-
manninum. Astrós
Sverrisddttir segir að
hann sé í bestri líkam-
legri þjálfun og hafí
heilbrigðasta hjartað.
fyrir að unglingurinn byrji að reykja
eða að reykingamaðurinn hætti að
reykja.
Evrópsku hjartasamstökin (Eur-
opean Heart Network) kalla eftir
auknum forvörnum á sviði hjarta- og
æðasjúkdóma. Aðgerðir verða að
vera sniðnar að ákveðnum markhóp-
um. Þannig ætti að beina tóbaks-
vörnum til kvenna og unglings-
stúlkna þar sem sá hópur virðist
draga minna úr tóbaksnotkun en
aðrir hópar. Hvatning um að hreyfa
Ástrós
Sverrisdóttir
sig meira ætti að ná til fólks á miðj-
um aldri og yfir, þar sem að sá hópur
hreyfir sig minna en aðrir. Átak
Hjartaverndar er í takt við tilmæli
Evrópusamtakanna. Niðm-stöður
Hjartaverndar um skaðsemi reyk-
inga hafa leitt í Ijós að einn Islend-
ingur deyr að meðaltali á dag af
völdum reykinga. Þessar niður-
stöður eru svo sláandi að ekki er
hægt að horfa á þær án þess að gera
eitthvað róttækt.
Hjartavemd hefur tekið saman 8
bls. bækling um efnið. Skilaboð þar
til reykingamanna eru að hætta að
reykja og til hinna sem ekki reykja
að byrja aldrei. Bæklingi Hjarta-
vemdar, Kryddlegin hjörtu, verður
dreift dagana 6.-8. mars inn á hvert
heimili og fyrirtæki í landinu.
Styrktaraðilar hafa gert Hjarta-
vernd kleift að framkvæma þetta
stóra og dýra verkefni. Þeir hafa
sýnt skilning á mikilvægi þess að
verja fjármunum í forvarnir. Þeir
era: íslandspóstur, Landsbanki ís-
lands hf, Lyf og heilsa hf, Pharmaco
hf, Prentsmiðjan Oddi hf. og Tób-
aksvarnanefnd.
Hver getur læknað kramið
hjarta? Reykleysi getur læknað
kramið hjarta.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og starfar sem fræðslufulltrúi
hjá Hjartavernd.
Gagnagrunn-
urinn og ég
ÉG hef átt því láni að fagna að vera
heilsuhraustur en þó hef ég hitt all
marga lækna um dagana og komið á
Jieilbrigðisstofnanir. Enginn í heil-
Örigðisstétt hefur sagt mér frá því
að ég væri að byggja upp verðmæta
gagnagrunna sem trúnaðaraðilar
varðveita ásamt nöfnum og kenni-
tölum.
Móðgandibréf
Mér barst, varðandi gagnagmnn
minn, bréf og mjög
smáletrað skjal til und-
irritunar, en margur
segir að varasamt geti
verið að skrifa undir
slíka pappíra, því það
leynist oft mikil hætta í
smáa letrinu sem betra
sé að forðast. Enda fór
það svo að stækkunar-
%lerið mitt dugði engan
veginn til að gera bréf-
ið læsilegt. Hins vegar
var hægt að geta sér
þess til af fréttum
hvaða boðskap það
hafði að flytja. Það átti
að fá mig til þess
óþurftarverks að und-
irbúa sölu á gagna-
granni mínum. Eg vissi nú ekki til
þess að hann væri mér mikils virði
en geti hann gert sjúkum gagn þá
gef ég hann með glöðu geði og
mundi engan ótta bera þótt kenni-
talan fylgdi með. Ég get ekki fundið
að það mundi skaða mig því vilji ein-
hver leita að einhverju neikvæðu
Jkim mig þá era margar leiðir auð-
veldari en gagnagrannur á heil-
brigðissviði.
Trúnaður
Fólk í heilbrigðisstéttum þarf að
gæta trúnaðar. Það þarf fólk einnig
að gera á mörgum öðram sviðum
samfélagsims. Starfsfólk íslenskrar
erfðagreiningar hefur skyldur til að
gæta trúnaðar. Ég hefi aldrei haft
ástæðu til að vantreysta trúnaði
fólks í heilbrigðistéttum og ég
treysti á sama hátt starfsfólki ís-
Jenskrar erfðagreiningar til að
^■ækja sína trúnaðarskyldu. Hvaða
ástæða er til að ætla annað? Ég hefi
sjálfur mætt hjá því fólki til rann-
Þekking
Sýnum sjúkum þann
samhug, segír Páll V.
Danfelsson, að leggja
aukinni þekkingu á heil-
brigðissviði lið.
*
mbl.is
sóknar og á móti mér
var tekið af hlýju og
alúð á sama hátt og
þegar ég kem á heilsu-
gæslustöð eða lækna-
stofu.
Hjá íslenskri erfða-
greiningu svaraði ég
ýmsum spurningum
skriflega og munnlega
um mig, foreldra mína
og fleiri í þeirra ætt.
Einnig skrifaði ég
undir notkunarheimild
minna gagna eftir að
mér hafði verið bent á
Páll V. ýmsar takmarkanir
Daníelsson sem ég gæti gert m.a.
eyðingu gagna minna.
Ég staðfesti hina almennu skilmála
án takmarkana og vona að minn
gagnagrannur megi nýtast sem
best.
Leitin að þekkingu
Alla tíð hefur maðurinn verið að
leita þekkingar. Margt fólk á við
heilsubrest að stríða. Þekking á
hvers konar sjúkdómum er mikil en
þarf að aukast og það hratt. Ef við
sem eigum gagnagranna látum þá
af hendi til vísindanna þá getum við
lagt lóð á vogarskálina og komið
sjúkum til hjálpar. Ég er ekki svo
harður af mér að ég vildi hafa sagt
mig úr gagnagranni og lagt þannig
stein í götu vísindanna ef fólk, og
jafnvel mínir nánustu, ættu lífsvon
sína undir þeirri þekkingu sem leita
þarf að. Á henni getum við þurft að
halda, hvort sem við höfum stutt
gagnagrunninn eða ekki. Sumir
geta þó að vísu sagt ég sáði og upp-
skar ríkulega en aðrir ég sáði ekki
en uppskar samt. Hvor skyldi verða
sælli þegar upp er staðið?
Sýnum sjúkum þann samhug að
leggja aukinni þekkingu á heilbrigð-
issviði lið. Slíkur náungakærleikur
verður aldrei til peninga metinn.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Börn á rítalín og
fullorðnir á prozac
MIKHD hefur verið rætt að undan-
förnu um geðræna sjúkdóma, svo sem
ofvirkni barna, þunglyndi og sjálfs-
vígshugleiðingar.
Umræðan er af hinu
góða. Við eram farin að
skflja að þetta era sjúk-
dómar sem hver sem er
getur fengið sé hann
ekki á varðbergi. En era
geðlyf lausnin? Já, þau
eru það fyrir flesta
lækna, því sjóndeildar-
hringur þeirra nær
varla út fyrir þeirra
lyfjavæna og takmark-
aða háskólanám.
Hvað okkur sjálf
varðar ættum við þó að
vera það vel upplýst að
geta leitað okkur betri
og öraggari úrlausna.
Við verðum bara að opna augun og
hætta að fylgja straumnum og ktjúpa
á kné fyrir óupplýstum læknum sem
hafa ekki önnur úrræði en lyf. Lyf era
skyndi- og bráðabirgðalausnir, en ef
uppræta á vandann, hver sem hann er,
þarf ætíð að leita að orsökinni og upp-
ræta hana.
Þegar við andlega sjúkdóma er að
etja, er það yfirleitt margþætt og sýn-
ist mér nú læknar gjaman átta sig á
því.
Það, sem flestir þeirra hafa hins-
vegar komist upp með að hundsa, er
sú staðreynd, að andlegir sjúkdómar
geta stafað af efnaskorti eða óþoli. Of-
virknihegðun hjá bömum, t.d., ber að
líta á sem hróp þeirra á hjálp, eða vís-
bendingu um að eitthvað sé að hjá
þeim sem þarfnist leiðréttingar.
Sérfræðingar, sem hafa gert rann-
sóknir á ofvirkum börnum, segja, að
ofvirkni stafi mestmegnis af óþoli í
hefla gagnvart ákveðnum fæðuteg-
undum. Algengustu óþolsvalda telja
þeir vera: Hvítan sykur, koffein-
drykki, fitusprengda mjólk, mildð
saltaðan mat og litar- og rotvamar-
efni. Þau börn sem hafa verið mikið á
fúkkalyfjum eru gjamari á að vera
haldin óþoli en önnur börn.
Talið er að það sé fjóram til fimm
sinnum algengara að drengir séu of-
virkir en stúlkur. Ástæðuna fyrir því
telja sérfræðingar m.a. geta verið van-
getu drengja tfl að mynda ákveðið
prostaglandín, en nútímafæði inni-
heldur yfirleitt verulegt magn trans-
fitusýra, sem hindra myndun glandíns
úr ákveðnum fæðutegundum. Þar get-
ur verið komin skýringin á því hvers
vegna breytt mataræði og aukin bæti-
efnagjöf geta oft læknað þessi böm.
B3-, B6- og C-vítamín, zink, magnes-
íum og kvöldvorrósarolía sem inni-
halda mikið magn glandíns hafa
læknað mörg bömin af
ofvirkni og vansælu.Ta-
lið er að drengir þurfi
sérstaklega á glandíni
að halda. Spumingin er
hvort það er möguleflri
á samhengi mflli tíðra
sjálfsmorða ungra karl-
manna og skorts þeirra
á prostaglandíni E.l.
Læknar hafa stund-
að það að ávísa rítalíni
sem er stórvarasamt og
ávanabindandi lyf eða
dóp til saklausra bama
sem geta ekki borið
hönd fyrir höfuð sér. I
P.D.R. (sem er tímarit
fyrir fagaðila í lyfja-
gjöfum) era skráðar 25 aukaverkanir
vegna notkunar þess. Alvarlegustu
aukaverkanimar sem komið hafa
fram eru ofsóknaræði og ofskynjanir.
Eftir að töku þess hefur verið hætt:
Þunglyndi, svefnleysi, kvíðatilfinning,
geðofsi og sjálfsmorðshugleiðingar.
Bandaríska lyfjaeftirlitið - F.D.A.
hefur varað við lyfinu og flokkar það
Lyf
Geðlyfjaneysla er orðin
að nokkurskonar lífsstíl,
segir Birna Smith, sem
telur að marga geðræna
sjúkdóma megi rekja
til efnaskorts eða óþols.
með morfíni og ópíum, sem era
ávanabindandi fíkniefni, enda er lyfið
afbrigði amfetamíns. Það er því víta-
vert kæraleysi lækna að ávísa þessu
fíkniefni á böm og unglinga og hvet
ég foreldra til að vakna til ábyrgðar
og leita annarra úrlausna ef eldri á að
hljótast stór skaði af. Ætluðum við
ekki að vinna að forvömum fikniefna?
Geðlyfjaneysla er orðin að nokkurs
konar lífsstfl í hinum vestræna heimi í
dag og eram við þar á toppnum.
Prozac er vinsælast hjá fullorðnu
fólki. Þótt það sé ekki eins hættulegt
og rítalín, er það engin framtíðar-
lausn fyrir fólk sem þjáist af þung-
lyndi eða kvíðaröskun. Það virðist í
mörgum tilfellum heldur ekki nægja
eitt og sér.
Rannsóknir hafa sýnt, að sennilega
stafar þunglyndi og aðrir geðrænir
sjúkdómar oftast af því að eithvað fer
úrskeiðis í þeim efnaferlum sem
verða við röskun á myndun og flæði
ákveðinna ensíma eða boðefna í heila,
sérstaklega boðefnanna serotóníns og
noradrenalíns, því þá á maðurinn það
á hættu að fara úr andlegu jafnvægi.
Noradrenalín tengist lífsorku og
virkni einstakhngsins. Hrapi nor-
adrenalínmagn líkamans undir eðli-
leg mörk stuðlar það að því, að við-
komandi skortir kraft, framkvæði og
áhuga á lífinu, sem oft eru birtingar-
myndir þunglyndis.
Streita
eyðir bætiefnum
Væri ekki skynsamlegast fyrir
lækna að benda skjólstæðingum sín-
um á að líta á geðlyf sem skyndilausn
og athuga hvað það geti verið sem
raskar myndun þessara boðefna og
vinna þannig með orsökina fyrst og
fremst til að geta upprætt hana. Það
er margt sem getur verið orsök þess
að eitthvað fer úrskeiðis í efnaferlum í
heila. Við langvarandi streitu, álag,
koffein-, áfengis- og lyfjaneyslu eða
efnaskort og óþol gagnvart ákveðn-
um fæðutegundum myndast t.d. adr-
enalín og noradrenalín í miklu magni
og þessi efni valda eitran ef of mikið
er af þeim í líkamanum.
Við streitu, álag og óreglu göngum
við á forða ákveðinna bætiefna sér-
staklega B3-, B6-, C- og E-vítamína
og prostaglandíns. Komið hefur í ljós
við rannsóknir, að séu nægjanleg ox-
unarvamarefni (áðumefnd bætiefni)
til staðar sem styrkja vamarkerfið,
verður lítil röskun á boðefninu nor-
adrenalíni, þó um streitu sé að ræða.
Aminósýran tryptófan sér einnig
um að viðhalda eðlflegu serótínmagni
í heflanum og hefur þannig róandi
áhrif á heilann. Tryptófan er hægt að
auka með fiskneyslu auk bætiefna.
Þau efni sem komið hefur í ljós að
virka vel til þess að viðhalda andlegu
jafnvægi eru auk áðurnefndra efna
þessi: Kvöldvorrósarolía, picnogenól,
inisitól, zink og magnesíum ásamt
jurtunum jónsmessurunna, kava
kava og garðabrúðu en þær eru
stranglega bannaðar á Islandi. Böm-
in á rítalín og fullorðnir á prozac; og
að meina okkur svo um upplýsingar
um hvaða virkni bætiefni og jurtir
hafa, eða banna þau, er algjör jám-
tjaldsstefna, sem spumingin er hverj-
um er í hag?
Höfundur er í nefnd Heilsuhringsins.
Birna Smith