Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 JT UV 2W ___ '_V_____• r...., - ---- - ; ÍDAG FRÉTTIR André Bachman, forsvarsmaður söfnunarátaksins afhendir Jóhanni P. Jónssyni, deildarstjóra markaðsdeiidar Olíufélagsins, fyrstu snjóþotuna. Snjóþotur til styrktar Barna- spítala Hringsins EFNT hefur verið til söfnunar- átaks undir yfírskriftinni Barn- ið okkar sem samnefnt félag stendur að. Tilgangurinn er að safna fé til tækjakaupa fyrir hinn nýja Barnaspítala Hrings- ins sem mun rísa á lóð Land- spitalans. Meðal leiða til fjáröfl- unar er sala á norskum snjóþotum frá fyrirtækjum Hamars í Fredrikstad sem sel- “^ur þoturnar á framleiðsluverði. Eimskip gaf flutning á þeim frá Noregi. Leitað hefur verið til fyrir- Skíðaganga frá Bláfjöllum í Selvog FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn til skíðagöngu. Brottför er frá BSÍ kl. 10:30 og verður ekið upp í Bláfjöll. Þaðan verður gengið suður í Selvog og er áætlað að gang- > an taki um 6 klst. Þátttaka í dagsferðum Útivistar er öllum opin, en félagar greiða lægra fargjald. -----*-H----- Stúdentar fá WAP-aðgang VIÐ upphaf Framadags Háskóla Is- lands í gær gaf fulltrúi Dimons hug- búnáðarhúss stúdentum WAP-að- •’gang að helstu upplýsingakerfum Háskólans. Fyrst í stað munu nemendur HÍ geta skoðað einkunnir sínar og flett upp í netföngum og símanúmerum nemenda og kennara með WAP-sím- um en aðgangur að öðrum upplýs- ingakerfum háskólans s.s. tölvupósti . og námskeiðslýsingum mun fylgja í >kjölfarið. tækja og stofnana um að þau festi kaup á þessum snjóþotum og selji þær siðan til almenn- ings fyrir 1.000 kr. sem renna til Barnaspítalans. Aætlað er að selja 5 þúsund snjóþotur. Undirtekir fyrirtækja hafa ver- ið góðar. Olíufélagið hf. Esso hefur keypt 1.500 snjóþotur og auk þess má nefna að Nettó, Samkaup, Byko, Húsasmiðjan og fleiri fyrirtæki hafa keypt snjóþotur auk kaupfélaga um land allt, en hér er um lands- verkefni að ræða. Islenska út- varpsfélagið mun auglýsa þetta átak sérstaklega. Undirbúningur þessa verk- efnis er í samvinnu Barnaspít- ala Hringsins og stjórnar fé- lagsins. Stjórnina skipa André Bachmann, tónlistarmaður, Hákon Hákonarson, rekstrar- fræðingur, Magnús Stefánsson, rekstrarfræðingur og Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárgerðar- maður. -------FH--------- Komið til móts við þarfír foreldra FÉLAG áhugafólks um heimafæð- ingar hefur sent frá sér eftirfarandi: „Félag áhugafólks um heimafæð- ingar fagnar þeim breytingum sem yfirstjóm kvennadeildar Landspíta- lans ætlar að hrinda í framkvæmd á hausti komanda. Með þessari nýju fjölskylduvænu fæðingarstefnu er komið til móts við mismunandi þarfir væntanlegra for- eldra. Fleiri valkostir gera væntan- lega foreldra að virkari þátttakend- um og þeir axla meiri ábyrgð á fæðingu barna sinna.“ VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Erlendir ferðamenn á hestum um miðborgina NÝLEGA var frá því sagt í dagblöðunum að verið væri að kanna hvemig hægt væri að koma fyrir hestageymslu við Leifsstöð til að taka á móti erlendum gestum á þjóðlegan hátt. Þá skildi ég loksins hver er ástæða þess að ýmsar götur í Reykjavík hafa verið þrengdar svo að ekki er lengur hægt að aka þar hópferðabíl. Það er mjög sennilega til að auð- velda erlendum gestum (og væntanlega innlendum líka) að fara ríðandi um borgina. Síðasta dæmið er innakstur á Skólabrú frá Lækjargötu og áfram eftir Kirkjustræti. Búið er að helluleggja svæð- ið umhverfis Dómkirkjuna og búa til bogadregnar rennur svo að ekki er lengur hægt að aka með ferðamenn á hópferðabfl og sýna þeim Dómkirkjuna, Austurvöll og Alþingishúsið. Þetta vom síðustu göturnar í gamla miðbænum þar sem hægt var að aka um á hóp- ferðabíl, en nú er sá mögu- leiki úr sögunni líka. Ekki er um marga staði að velja til að stoppa hópferðabíl í borginni til að gefa ferða- mönnum möguleika á að versla. Fyrir þessu var ekki einu sinni hugsað við stækk- un Rringlunnar, þar er ekk- ert sérmerkt bflastæði fyrir rútur. Það er meira en lítið undarlegt að samtök versl- unareigenda skuli ekki sjá þessa annmarka. Við frá- gang á kirkjutorginu við Hallgrímskirkju var heldur ekki gert ráð fyrir að þang- að kæmu rútur með ferða- menn. A það hefur verið bent í áratugi að hvergi í borginni er sérmerkt bíla- stæði fyrir rútu. Fyrir 2 eða 3 ámm var loks gert eitt bíl- astæði í brekkunni fyrir of- an Höfðabakkabrúna, en þar stoppa mjög fáir vegna þess hvað svæðið er neðar- lega í brekkunni. Flestir stoppa enn við bensínstöð- ina hjá Asparfelli, en þar er útsýnið yfir borgina alveg stórkostlegt. Þeir sem vinna við það að hanna bílastæði, hvort sem það er í miðborg- inni eða í úthverfum, ættu að prófa að keyra 50 manna rútu eftir bogagöngunum sínum áður en þeir senda teikningamar frá sér. Samfélagið í vanda ÉG las um daginn að gleyptar væru fleiri þúsund gleðipillur hér á landi á dag. Þetta stingur í stúf við þær kannanir sem gerðar voru fyrir ekki löngu síðan, að við Islendingar værum ham- ingjusamasta þjóð í heimi eða felst hamingjan í pillu- átinu? Ég las einnig í blaði að sjálfsvígshættan væri veruleg, eitthvað er nú mik- ið að í samfélagi þar sem ungt fólk þjáist af lífsleiða - hraði, spenna alla daga. Fólk vinnur myrkranna á milli, sumir af fátækt og aðrir til að geta eignast öll finu heimilistækin, nýjan bfl, utanlandsferðir og guð má vita hvað. Það er sífellt verið að metast um hver eigi mest af veraldlegu skrumi. Þeir sem ekki geta eða vilja taka þátt í dansinum í kringum gullkálfinn eru álitnir aumingjar og hraktir út í hom. Staðreyndin er nú sú eins og oft áður að dauðir hlutir og endalausar skemmtanir skilja ósköp lít- ið eftir. Margt fólk er þreytt og má ekki vera að því að sinna bömum sínum sem skyldi. Hér áður áttu böm skjól hjá afa og ömmu, en þau era flest útivinnandi núna, eða upptekin af ein- hverju öðra. I þessu tækni- vædda samfélagi þar sem margt fólk er orðið há- menntað, gleymist eitt og það er hið mannlega gildi. Allir þurfa andlegt fóður og líka hlýju og skilning. Þegar það skortir verðum við óskaplega andlega fátæk. Margir eru leiðir núna og það er víst kallað að vera þunglyndur. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan var það kallað að vera slæmur á tauginni, hvað skyldi það vera kallað næst? Sigrún. Ruglukollar SVO nefnir í bréfi til mín í jan. sL, vel menntaður ísl. læknir á besta aldri, - sem er við framhaldsnám og störf á virtri stofnun erlend- is - þá hér heima sem fresta vilja afmælisdegi 10 ára barns, þar til það nær 11 ára aldri og fresta vilja alda- og árþúsundamótum um sl. áramót, þar til árin 2000 og 2001 mætast? í bréfinu seg- ir hann m.a: „Þeir sem vilja ragla einföld tímamót með svona snakki eru sannar- lega fólk sem „sjá ekki skóginn fyrir trjánum". Það er hægt að þvæla alla hluti þannig að einfóldustu hlutir verða óskiljanlegir. Ég held að þetta sé samsett af heimsku og þröngsýni, en eins og við vitum fylgist þetta oft að. Hvað með það, þá verðum við vitringamir að lifa lífinu og láta ekki alla þessa „ruglukolla" trafla okkur of mikið. Nóg um það, en ég bara varð að taka undir þetta hjá þér. Helga.“ - Hér í blaðinu 12. þ.m. sendir einn „kollur" mér kveðju sína í tilefni af pistli mínum hér 6. febr. I öllu skoðana- og tjáningafrels- inu, sem við búum við, er mönnum auðvitað frjálst að „ragla“ að vild fyrir eigin reikning - innan vissra marka þó. En eins og við vitum í landi, sem búið hef- ur við kristni í þúsund ár, er óráðlegt að byggja hús sitt á sandi. Svo er með skoðanir og fullyrðingar, einnigvarð- andi ofangreind tímamót Þau raglast ekki, hvað sem á gengur. Þau mót urðu er árin 1999 og 2000 mættust um sl. áramót. En nú á þessu merkisári, 2000, er þó aðal- atriðið að gleðjast og þakka fyrir hann, Guðssoninn/ Mannssoninn, sem okkur mönnum var sendur sem frelsari fyrir 2000 áram. Helga R. Ingibjargar- dóttir. Rútubflstjóri. Kærleikur til náungans ÉG lagði leið mína í Hag- kaup í Skeifunni nú fyrir stuttu til þess að gera inn- kaup. Þau urðu það mikil að ég hugðist fá þau send heim. Þegar ég kom að kassanum til að borga var mér tjáð að hætt væri að senda heim vegna ónógrar eftirspumar. Ég skildi það vel. Nú, ég var eitthvað að vandræðast þarna þegar ung kona sem var næst mér í röðinni spyr; „hvar áttu heima?“ Ég sagði henni það. Hún segir þá; „ég skal keyra þig heim því ég á heima rétt hjá þér.“ Kannski á hún heima í næstu götu, þótt ég þekki hana ekki, hugsaði ég. En þegar ég spurði hana sagð- ist hún eiga heima í Foss- vogi. Það var nú dálítill krókur fyrir hana en hún lét það ekki á sig fá. Hún kvaðst heita Ingibjörg og vera alin upp í Hlíðunum. Kannski þess vegna meðal annars, hefur hún látið Hlíðarbúann njóta þess. Kæra þökk, Ingibjörg, og gangi þér allt í haginn. Elín S. Kr. Víkveiji skrifar... REKUÐ þjóð í þrenglsum eða hnípin þjóð í vanda? Víkverji veit ekki hvort á betur við, nema hvort tveggja sé, eftir þá kostulegu uppákomu sem varð í Þrengslunum um síðustu helgi þegar fjöldi fólks varð veðurtepptur eftir að hafa farið í sunnudagsbíltúr, í vitlausu veðri, til að skoða gosið í Heklu. Hvað er eigin- lega að okkur íslendingum? Af hverju getum við aldrei verið eins og annað fólk? Víkverji fullyrðir að hvergi á byggðu bóli myndi sæmilega hugs- andi fólk láta sér detta í hug að æða í átt að gjósandi eldfjalli til að skoða það, jafnvel ekki að sumri til í glamp- andi sól. Hvað þá í blindbyl og for- áttuveðri, þegar öllum mátti Ijóst vera að ekkert myndi sjást til gossins fyrr en menn væru komnir ofan í gíg- inn. Venjulegt fólk reynir vitaskuld að koma sér sem lengst í burtu frá spúandi eldfjöllum, það liggur í hlut- arins eðli. Og venjulegt fólk reynir að vera sem minnst á ferðinni þegar veður eru válynd. En það virðist ekki gilda um okkur íslendinga heldur þvert á móti. Og það versta er að við lærum aldrei af reynslunni. Víkveiji þorir að leggja haus sinn að veði fyrir því að í næsta ofviðri verða jeppastrákamir aftur famir út að leika sér og vélsleðamenn roknir upp á fjöll til að grafa sig í fönn og láta leita að sér, með öllum þeim kostnaði og fyrirhöfn sem því fylgir. Sjálfsagt getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir þennan sí- endurtekna fíflagang, en Víkverji leggur til að í næsta skipti verði garp- arnir sjálfir látnir borga brúsann. xxx SJÁLFSAGT er að bera í bakka- fullan lækinn að halda áfram að fjalla um Heklugos og hamfarir, en Víkverji getur bara ekki á sér setið. Sjálfum finnst honum eldgos álíka óspennandi sjónvarpsefni og frétta- flutningur af mönnum í fjallgöngu eða pólfömm kjagandi yfir hvítan ís. Því var það fremur skondið að fylgj- ast með því hvernig sjónvarpsfrétta- menn rembdust við að glæða lang- dregnar myndir af hægfara fljótandi hrauni einhverju lífi, en höfðu ekki erindi sem erfiði enda vom þessir sjónvarpsfréttatímar af Heklugosinu einhverjir þeir leiðinlegustu í manna minnum. Það sem hins vegar stendur upp úr varðandi fréttaflutning af Heklugos- inu er að jarðvísindamenn skuli hafa séð gosið fyrir og komið þeim upp- lýsingum á framfæri áður en gosið hófst. Vxkveiji verður að játa að hann rak í rogastans þegar fréttaþulur Ríkisútvarpsins tilkynnti í kvöld- fréttum á laugardag að gos myndi hefjast í Heklu eftir fimmtán mínút- ur. Og ekki varð undran Víkveija minni þegar í Ijós kom að þetta hafði gengið eftir. Það em því íslenskir jarðvísinda- menn, Almannavamir og fréttadeild Ríkisútvarpsins (hljóðvarps) sem standa með pálmann í höndunum að loknu þessu Heklugosi. Þessi atburð- arás færir okkur heim sanninn um mikilvægi þessara aðila við að draga úr hættuástandi af völdum náttúm- hamfara. Vonandi eiga jarðvísinda- menn einnig eftir að þróa aðferð til að segja íyrir um jarðskjálfta. En til að slíkt komi að gagni verður almenn- ingur þá að bregðast rétt við og leita skjóls, í stað þess að rjúka á bílum sínum í átt að skjálftasvæðinu. XXX VINKONA Víkveija kom að máli við hann og bað hann um að koma á framfæri kvörtun til forráða- manna sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar vegna þeirrar ákvörðunar að sýna ekki leik ensku meistaranna Man- chester United og franska knatt- spymuliðsins Bordeaux í beinni út- sendingu síðastliðinn miðvikudag. Vinkonan benti réttilega á að ekkert erlent knattspymufélag ætti fleiri aðdáendur hér á landi en einmitt þetta fornfræga enska knattspyrnu- félag og að í aðdáendahópi Man- chester United væri fólk á öllum aldri og þar á meðal mörg ung börn. Fyrir barnafólk væri því bagalegt að þurfa að bíða fram yfir háttatíma til að horfa á leiki liðsins þegar kostur væri á að sýna þá fyrr, í beinni útsendingu. Víkverji tekur ekki afstöðu til máls- ins en kemur þessari kvörtun hér með á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.