Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 27 Dönsk ungmenni eiga met í áfengisneyslu Koch-Wes- er skipt út? GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, leitar nú álits ráða- manna annarra ríkja Evrópu- sambandsins (ESB) á hvað gera skuli, eftir að Caio Koch-Weser, aðstoðarfjármálaráðherra Þýzkalands og frambjóðandi ESB í embætti framkvæmda- stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), náði ekki meirihluta- stuðningi meðal stjómarfulltrúa sjóðsins í tilraunaatkvæða- gi’eiðslu sem fram fór í fýrra- dag. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hefur lýst því yflr að Bandaríkjastjóm sé í sjálfu sér fylgjandi því að Þjóðverji taki við starfinu af Frakkanum Michel Camdessus, en hafni Koch-Weser á þeim forsendum að hann skorti viðeigandi starfs- reynslu. Schröder er í vanda, þar sem flokkur hans var svo lengi frá völdum í Þýzkalandi að fáum úr hans röðum hefur gefízt færi á að komast í embætti sem afla mönnum alþjóðlega viður- kenndrar starfsreynslu á vett- vangi fjármála. Enda hefur stjómarandstaða Kristilegra demókrata skorað á Schröder að hætta við Koch-Weser. Flokkur Aznars með forystu JOSE Maria Aznar og hinn borgaralegi Lýðflokkur hans mun að líkindum ná að halda völdum er þingkosningar fara fram á Spáni hinn 12. þ.m., en mun þó ekki takast að ná að mynda meirihlutastjóm frekar en eftir síðustu kosningar. Þetta mátti lesa út úr niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt var í gær. Samkvæmt könn- uninni, sem Félagsvísindastofn- un spánska ríkisins gerði, nýtur Lýðflokkminn 41,6% fylgis, fimm prósentustigum meira en helzti keppinauturinn, Sósíal- istaflokkurinn. 45 ára stríðs- glæpadómur STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í gær króatíska hers- höfðingjann Tihomir Blaskic í 45 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, drýgða í Bosníustríðinu á áranum 1992- 1995. Þetta er lengsti fangelsis- dómur sem dómstóllinn hefur kveðið upp frá því hann tók til starfa árið 1993. Lögmaður Blaskics sagði að dómnum yrði áfrýjað. Banvænar býflugur SMÁBARN, sem í gær var lagt inn á sjúkrahús í Sydney í Astralíu, var nær dauða en lífi eftir að hlotið yfir 200 býflugna- stungur. 38 ára gömul móðir bamsins, Maryanne Savor, lét lífið úr því sem læknar töldu vera ofnæmisviðbrögð við bý- flugustungum. Stór býflugnasveimur réðst á mæðgurnar fyrir utan heimili þeirra í bænum Stanmore og varð móðirin fyrir þúsundum stungna er hún reyndi að skýla bami sínu, sem er 12 mánaða. Þær vora staddar úti í garði þegar eitthvað kveikti árásar- gimi býflugnanna, sem komu úr hunangsbúi í nærliggjandi bíl- skúr. Móðirin reyndi að hlaupa með dótturina inn í húsið en hné niður við dymar og dó þar, þak- in þúsundum flugna. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EVRÓPSK könnun um áfengis- neyslu meðal krakka á því skóla- stigi, sem samsvarar 10. bekk á Islandi, sýnir að dönsk ungmenni drekka meira en aðrir krakkar í Evröpu. Á þessuári hafa 82 prós- ent krakka á þessu bekkjarstigi verið full. Um leið og könnunin var kynnt hleyptu Margarethe Vestager kennslumálaráðherra og Sonja Mikkelsen heilbrigðis- ráðherra af stokkunum nýrri her- ferð til að draga úr drykkjuskap krakka, sem hingað til hefur far- ið vaxandi. I yngri aldurshópum hefur bann á sölu áfengis til krakka undir fímmtán ára aldri þó haft áhrif, því neysla þar hef- ur farið minnkandi. I rannsókn á áfengisneyslu unglinga 1996 höfðu um tíu prós- ent danskra unglinga verið drukkin að minnsta kosti þrisvar sinnum á mánuði. Nú eru það hins vegar tíu prósent krakk- anna, sem hafa verið drukkin sex sinnum á mánuði. Meðan 82 prós- ent danskra unglinga í 10. bekk hafa verið drukkin einhvern tí- mann á ári er meðaltalið í Evrópu 48 prósent. I Danmörku hafa 34 prósent strákanna og 30 prósent stelpnanna verið drukkin að minnsta kosti tiu sinnum á ári. í Frakkland er þessi tala fjögur og eitt prósent. Þessi aukning veldur áhyggjum danskra heilbrigðis- og skólayfir- valda, sem hafa því hafíð herferð gegn drykkju unglinga. Herferð- in verður rekin í gegnum skólana og foreldrastarfíð þar. Markmiðið er að vekja foreldra til umhugs- unar um áfengisnotkun barna sinna, því það hefur sýnt sig vera öruggasta leiðin til að stemma stigu við henni. Rannsóknir sýna að krakkar, sem eru farnir að drekka við tólf ára aldur, eiga mun frekar á hættu að lenda í vandamálum af einhverju tagi. Hagvöxtur eykst í Þýskalandi Frankfurt. AFP. HAGVÖXTUR hélt áfram að aukast í Þýskalandi á síðasta fjórðungi lið- ins árs. Samkvæmt upplýsingum frá þýsku þjóðhagstofunni var hagvöxt- ur síðustu þrjá mánuði liðins árs 0,7% meiri en á þriðja ársfjórðungi og 2,3% meiri en á síðasta ársfjórð- ungi 1998. Þýskir hagfræðingar og fulltrúar atvinnu- og fjármálalífsins fögnuðu þessum tíðindum og segjast búast við áframhaldandi vexti og það styrki gengi evrunnar. Meira úrval - betrf kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.