Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 84
Netþjónar og tölvur COMPAd JRtifgtiiilPlftfeifr Er búiö aö leysa máliö? Er lausnin föst í kerfinu? Það er dýrt að láta starfsfólkið bíðai MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUSNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Viðgerðum á raflínum lokið 'STARFSMENN RARIK luku í gærkvöld við að koma straumi á raflínuna milli Hvolsvallar og Víkur sem skemmdist mikið f ísingarveðri tveimur sólarhringum fyrr. Þar með var hægt að hætta keyrslu dís- ilvéla. Fyrr um daginn var lokið við- gerð á þeim sveitalínum sem höfðu rofnað og rafmagn komið á alla bæi. Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri segir að tjón RARIK nemi allmörgum milljónum króna. ■ Rafmagn komið/42 ------------ Mannbjörg ^ er lítill bátur fórst út af Vestfjörðum TVEIMUR mönnum var bjargað er bátur þeirra, Birta Dís, sökk úti fyrir Vestfjörðum um klukkan níu í gær- kvöld. Mennimir sendu út neyðar- kall um klukkan átta og þegar bátur- inn Hrönn kom að maraði báturinn hálfur í kafi að sögn lögreglunnar á v,feafirði. Birta Dís var stödd 16-17 sjómílur út af Rit, sem er nesið á milli ísafjarðardjúps og Aðalvíkur. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Sigurgeir Keikó fær meira rými HVALURINN Keikó náði mikil- m^ ægum áfanga á leið sinni til lífs í óhaminni náttúrunni þegar hon- um var hieypt út út kvínni í Klettsvík í gær. Klettsvíkin hefur nú verið girt af með 260 metra löngu neti sem nær niður á 33 metra dýpi, er haldið föstu með rúmlega sextiu tonna keðju og nokkrum 10 tonna akkerum, ásamt því sem það er fest við klettaveggina með stálboltum. MITSUBISHI 5PRCE STRR MITSUBISHI - demantar i umferb HEKLA -IJóryrtaiánárriöUI Reynsluaktu Space Star í febrúar - þú gaetir endab í Portúgal! Samningar Flóabandalagsins og vinnuveitenda Viðræðum haldið áfram um helgina VIÐRÆÐUM Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram um helgina. Á fundi í gær var gengið frá samkomulagi um starfsmenntamál og lífeyrismál. Unnið var að því að ná samkomu- lagi um breytingar á veikindarétti. Lítið var rætt um launalið samn- inga, en launabreytingar verða ræddar í dag og á morgun. Halldór Björnsson, formaður Eflingar, sagði að enn hefði ekki tekist endanlegt samkomulag um tryggingar. Tillaga lægi fyrir um orðalag á tryggingaákvæði þar sem væri tenging við almenna launaþró- un og einnig væri komið inn á verðlag. Hann sagði að enn væru nokkur atriði ófrágengin í sérkjaramálum. Halldór sagðist vonast til að þeg- ar menn kæmu til fundar í dag yrðu flest mál frá önnur en sjálfar launabreytingamar. Enn hefði þó ekkert heyrst frá ríkisstjórninni um breytingar á skattalögum. Hann sagðist ekkert hafa heyrt frá stjóravöldum og því gæti óvissa um skattamálin farið að trufla viðræð- umar. Úrvalsvísitalan nið- ur fyrir 1.700 stig Úrvalsvísitala Aðallista Verðbréfa- þings íslands lækkaði um 2,46% í gær og var 1.692,2 stig við lok við- skipta en lækkun vísitölunnar nemur nú 10,4% frá því hún náði sögulegu hámarki um miðjan febr- úar. Alls námu hlutabréfaviðskipti 373 milljónum króna á VÞÍ í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í FBA fyrir 56 milljónir króna en gengi bréfanna lækkaði um 2,38% frá deginum áður. Þá voru 53 milljóna króna viðskipti með bréf Skýrr og lækkaði gengi þeirra um 2,54% eða 1,79% sé tillit tekið til 15% arðgreiðslu sem samþykkt var á aðalfundi. Hlutabréf Eimskips lækkuðu mest af þeim sem skráð eru á ÚRVALSVÍSITALA HLUTABRÉFA frá áramótum 31. des. 1997 = 100 1850 1800 \ J\ 1. 392,246 Janúar Febrúar Mars Aðallista, um 6,8%, en hlutabréf í Össuri hækkuðu mest, um 10,2%. Á Vaxtarlista hækkuðu hlutabréf Loðnuvinnslunnar um 20,8% en hlutabréf Stáltaks lækkuðu um 16,7%. Alls lækkaði verð hlutabréfa 25 félaga í gær en verð hlutabréfa í 8 félögum hækkaði. Hlutabréf Flugleiða hafa lækkað um rúmlega 21% í vikunni, þ.e. frá lokum viðskipta á Verðbréfaþingi síðastliðinn mánudag til lokunar í gær, föstudag, en Flugleiðir kynntu afkomu félagsins á þriðju- dag og var hún talsvert undir væntingum markaðarins. Markaðs- virði félagsins hefur því lækkað úr um 11,56 milljörðum í um 9,1 millj- arð á nokkrum dögum, eða um rúma 2,45 milljarða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.