Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 84
Netþjónar
og tölvur
COMPAd
JRtifgtiiilPlftfeifr
Er búiö aö leysa
máliö? Er lausnin
föst í kerfinu?
Það er dýrt að láta starfsfólkið bíðai
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUSNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Viðgerðum
á raflínum
lokið
'STARFSMENN RARIK luku í
gærkvöld við að koma straumi á
raflínuna milli Hvolsvallar og Víkur
sem skemmdist mikið f ísingarveðri
tveimur sólarhringum fyrr. Þar
með var hægt að hætta keyrslu dís-
ilvéla. Fyrr um daginn var lokið við-
gerð á þeim sveitalínum sem höfðu
rofnað og rafmagn komið á alla
bæi. Kristján Jónsson rafmagns-
veitustjóri segir að tjón RARIK
nemi allmörgum milljónum króna.
■ Rafmagn komið/42
------------
Mannbjörg
^ er lítill bátur
fórst út af
Vestfjörðum
TVEIMUR mönnum var bjargað er
bátur þeirra, Birta Dís, sökk úti fyrir
Vestfjörðum um klukkan níu í gær-
kvöld. Mennimir sendu út neyðar-
kall um klukkan átta og þegar bátur-
inn Hrönn kom að maraði báturinn
hálfur í kafi að sögn lögreglunnar á
v,feafirði. Birta Dís var stödd 16-17
sjómílur út af Rit, sem er nesið á
milli ísafjarðardjúps og Aðalvíkur.
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/Sigurgeir
Keikó fær meira rými
HVALURINN Keikó náði mikil-
m^ ægum áfanga á leið sinni til lífs
í óhaminni náttúrunni þegar hon-
um var hieypt út út kvínni í
Klettsvík í gær. Klettsvíkin hefur
nú verið girt af með 260 metra
löngu neti sem nær niður á 33
metra dýpi, er haldið föstu með
rúmlega sextiu tonna keðju og
nokkrum 10 tonna akkerum,
ásamt því sem það er fest við
klettaveggina með stálboltum.
MITSUBISHI
5PRCE STRR
MITSUBISHI
- demantar i umferb
HEKLA
-IJóryrtaiánárriöUI
Reynsluaktu Space Star í febrúar - þú gaetir endab í Portúgal!
Samningar Flóabandalagsins og vinnuveitenda
Viðræðum haldið
áfram um helgina
VIÐRÆÐUM Flóabandalagsins og
Samtaka atvinnulífsins verður
haldið áfram um helgina. Á fundi í
gær var gengið frá samkomulagi
um starfsmenntamál og lífeyrismál.
Unnið var að því að ná samkomu-
lagi um breytingar á veikindarétti.
Lítið var rætt um launalið samn-
inga, en launabreytingar verða
ræddar í dag og á morgun.
Halldór Björnsson, formaður
Eflingar, sagði að enn hefði ekki
tekist endanlegt samkomulag um
tryggingar. Tillaga lægi fyrir um
orðalag á tryggingaákvæði þar sem
væri tenging við almenna launaþró-
un og einnig væri komið inn á
verðlag.
Hann sagði að enn væru nokkur
atriði ófrágengin í sérkjaramálum.
Halldór sagðist vonast til að þeg-
ar menn kæmu til fundar í dag
yrðu flest mál frá önnur en sjálfar
launabreytingamar. Enn hefði þó
ekkert heyrst frá ríkisstjórninni
um breytingar á skattalögum.
Hann sagðist ekkert hafa heyrt frá
stjóravöldum og því gæti óvissa um
skattamálin farið að trufla viðræð-
umar.
Úrvalsvísitalan nið-
ur fyrir 1.700 stig
Úrvalsvísitala Aðallista Verðbréfa-
þings íslands lækkaði um 2,46% í
gær og var 1.692,2 stig við lok við-
skipta en lækkun vísitölunnar
nemur nú 10,4% frá því hún náði
sögulegu hámarki um miðjan febr-
úar.
Alls námu hlutabréfaviðskipti
373 milljónum króna á VÞÍ í gær.
Mest viðskipti voru með hlutabréf
í FBA fyrir 56 milljónir króna en
gengi bréfanna lækkaði um 2,38%
frá deginum áður. Þá voru 53
milljóna króna viðskipti með bréf
Skýrr og lækkaði gengi þeirra um
2,54% eða 1,79% sé tillit tekið til
15% arðgreiðslu sem samþykkt
var á aðalfundi.
Hlutabréf Eimskips lækkuðu
mest af þeim sem skráð eru á
ÚRVALSVÍSITALA HLUTABRÉFA frá áramótum 31. des. 1997 = 100
1850 1800
\ J\
1. 392,246
Janúar Febrúar Mars
Aðallista, um 6,8%, en hlutabréf í
Össuri hækkuðu mest, um 10,2%. Á
Vaxtarlista hækkuðu hlutabréf
Loðnuvinnslunnar um 20,8% en
hlutabréf Stáltaks lækkuðu um
16,7%. Alls lækkaði verð hlutabréfa
25 félaga í gær en verð hlutabréfa í
8 félögum hækkaði.
Hlutabréf Flugleiða hafa lækkað
um rúmlega 21% í vikunni, þ.e. frá
lokum viðskipta á Verðbréfaþingi
síðastliðinn mánudag til lokunar í
gær, föstudag, en Flugleiðir
kynntu afkomu félagsins á þriðju-
dag og var hún talsvert undir
væntingum markaðarins. Markaðs-
virði félagsins hefur því lækkað úr
um 11,56 milljörðum í um 9,1 millj-
arð á nokkrum dögum, eða um
rúma 2,45 milljarða króna.