Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 57
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 5 7 UMRÆÐAN Innleiðing „Búlg- aríutanna“ á Islandi EIN meginrökin fyr- ir því að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um ný starfsrétt- indi tannsmiða eru þau að með því verði tannsmiðum með meistararéttindi tryggð sjálfsögð starfs- réttindi til að vinna sjálfstætt í munnholi sjúklings án afskipta tannlæknis. Tannsmið- ir hafa þá lært öll stig tannsmíðinnar íyrir ut- an máttökuna, sem er einföld. Nóg sé að Þórir senda þá á mánaðar- Schiöth langt námskeið til Dan- merkur til að fá fullgild réttindi. Hvað er athugavert við þetta? í fyrsta lagi kveða lög um tann- lækningar á um það að tannlæknar hafi einir rétt til að vinna í munnholi manna. Lögin voru sett með hags- muni sjúklinga að leiðarljósi. Gervi- tennur eru yfirleitt hlutskipti aldr- aðra einstaklinga, oft með margslungin heilsufarsleg vanda- mál. Það þarf læknisfræðilega menntun til að vinna í munnholi þess- ara sjúklinga. Oft þarf að taka rönt- genmyndir áður en smíði hefst til að greina rótarbrot eða tennur sem ekki hafa komið upp. í könnun sem gerð var á öldrunarstofnun í Reykjavík kom í Ijós að 42% vistmanna höfðu slímhúðarbólgur undir gervitönnum, oftast vegna sveppasýkingar. Hönn- un og ábyrgð hvílir á herðum tann- læknisins, ekki tannsmiðsins sem annast tæknifræðilega grunnvinnu við smíðina. Ljóst er að ef minna menntuðum einstaklingum verður falin ábyrgðin mun það bitna á gæð- um. Er það stefna yfirvalda gagnvart þeim sem lokið hafa starfsskyldum sínum við þjóðfélagið? Verður það hlutskipti aldraðra? Alþjóðasamtök tannlækna og fleiri aðilar hafa varað við áætlunum íslenskra stjórnvalda. Ónóg menntun Aukin réttindi tannsmiða verða að grundvallast á nægilegri menntun. Allir tannsmiðir sem útskrifuðust fyrir 1991 hafa enga menntun á eftir- töldum sviðum: - Þekking á skoðun og greiningu sjúkdóma í munnholi áður en smíði fer fram. - ítarleg þekking á líffærafræði tyggingarvöðva og annara líffæra sem tengjast munnholi. - Þekking á meinafræði munns, m.a. til greiningar sveppasýkingar, sem eru mjög algengar undir gervi- tönnum, og til að greina krabbamein í munnholi, en milli 5 og 10 tilfelli greinast árlega hér á landi. - Þekking á því hvemig dauðhreinsa á útbúnað og tæki sem notuð em að staðaldri í munnholi sjúklinga. Vamir gegn alnæmi og bráðsmitandi lifrar- bólgu. Ekki leið Dana A Islandi er einungis ein stétt tannsmiða. Hún tilheyrir iðnstétt. I Danmörku er þær tvær; iðnstétt, með svipuð réttindi og sú ís- lenska, og heilbrigðis- stétt klínískra tannsm- iða sem hefur réttindi til gervitannasmíði. Tannsmiðir fá ekki að smíða gervitennur í Finnandi og Noregi. íslenska tannsmiðafmm- varpið gerir ekki ráð fyrir því að hér verði heilbrigðisstétt tannsmiða. Iðnstéttin íslenska hefur nánast enga þekkingu á skoðun og grein- Tannsmíði Tannsmiðafrumvarpið, segir Þórir Schiöth, er hluti af deilu tannlækna við heilbrigðisyfírvöld. ingu sjúkdóma eins og heilbrigðis- stétt danskra tannsmiða, sem má þó þrátt fyrir það ekki hefja vinnu við parta eða brýr nema tannlæknir hafi áður staðfest heilbrigði munnholsins. Þeir hafa heldur ekki þekkingu á sóttvörnum og eða dauðhreinsun áhalda. Með frumvarpinu fylgir yfirlit yfir stutt námskeið fyrir íslenska tann- smiði í Danmörku. Sérfræðingar ytra hafa nú viðurkennt að gleymst hafi að bæta við kröfúm vegna sótt- vama. Einungis hafi verið tekið Ijós- rit af gömlu námskeiði sem haldið var á ámnum 1970-80 eða fyrir 20 til 30 ámm! Hún byggist á þekkingu á líffæra- fræði munnhols, á því hvar vöðva- festur liggja og hvernig vöðvar hreyfast og á því hvar taugar liggja. Ef mát er ekki rétt tekið kemur djúpt sár í munnslímhúð tveimur dögum eftir að einstaklingur fær nýj- ar gervitennur. Kunna tannsmiðir að bregðast við slíkum aðstæðum? Hvað um sýkingarvarnir? Hvað um landlækni? Á landlæknir að taka iðnstétt und- ir eftirlit sitt? Landlæknir hefur þeg- ar sagt að iðnaðarmenn eigi ekki að stunda lækningar. Hver á að greina það hvort munnhol sjúklingsins er heilbrigt eða ekki? Án skoðunar tannlæknis verður einfaldlega smíð- að yfir krabbamein sé það til staðar. Hver er þá ábyrgur? Samkvæmt framvarpinu verður það tannsmiður- inn. Ég geri hér með iðnaðarráð- herra ábyrgan. Auglýsingastríð! Verði tannsmiðaframvarpið að lögum verður heilbrigðisstéttinni tannlæknum og iðnstéttinni tannsm- iðum sköpuð ólík staða. Tannsmiðir sem iðnstétt mega auglýsa þjónustu sína en tannlæknar ekki, frekar en aðrir heilbrigðisstarfsmenn. Afleið- ingin verður stríð milli stéttanna. Margir tannlæknar hafa einnig meistararéttindi í tannsmíði. Þeir munu auglýsa gervitannasmíði eins og tannsmiðir gera. Aðrir tannlækn- ar munu ganga inn á starfsvettvang tannsmiða. Fleiri vandamál koma upp: Tann- læknar era háðir þagnarskyldu og reglum um sjúkraskráningu, en tannsmiðir ekki. Margs konar vanda- mál koma upp í þessu sambandi og lögsóknum mun fjölga. Ætlun yfirvalda með framvarpinu er að spara útgjöld til heilbrigðis- mála. Heildarútgjöld TR vegna gervitannasmíði tannlækna era um 50 milljónir á ári. Með aukinni sam- keppni tannlækna og tannsmiða á að nást 10-16% sparnaður; 5-8 milljónir króna. Það era smápeningar í sam- anburði við það hvílíkum skaða fram- varpið mun valda. Auk þess mun ætl- aður sparnaður aldrei nást því einungis örfáir tannsmiðir munu fara inn á þessa braut sökum lítillar eftir- spurnar. TR gerði á sínum tíma ólög- legan samning við tannsmiði um gervitannagerð. Tannlæknafélag Is- lands stefndi tannsmiðnum og neyddist TR til að fara að lögum. Hæstiréttur bannaði tannsmiðum að vinna í munnholi. Fagleg sannfæring Tannsmiðaframvarpið er hluti af deilu tannlækna við heilbrigðisyfir- völd, sem hafa nú þegar skorið niður fjármagn til forvarna og ætla nú að innleiða lélegar „Búlgaríutennur" að nýloknu ári aldraðra. Það er glæsi- legt, eða hitt þó heldur! Ljóst er að siðferðileg ábyrgð hvílir á þeim flokkssystram iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra. Tannlæknar munu standa á faglegri sannfæringu sinni og hvika hvergi frá fagmann- legum vinnubrögðum. Fólk mun áfram geta treyst á vandaða vinnu tannlækna. og/ nmður Tannlæknafélags Islands. Islensk erfða- greining o g læknastéttin SAMKVÆMT lög- um er trúfrelsi á Is- landi. Auðvitað! Hins vegar eru engin lög sem tryggja hugsana- og skoðanafrelsi. Auð- vitað ekki! Þessi rétt- ur þykir svo sjálfsagð- ur að ekki sé orðum á hann eyðandi. Eða hvað? Ein er sú starfs- stétt á landinu sem tel- ur sig þess umkomna að hafa „vit fyrir“ mönnum í mikilvægu máli sem snertir landsmenn alla - og ráðskast þannig með hugsana- og skoðana- frelsi samborgara sinna. Þetta er auðvitað læknastéttin. Öllum landsmönnum er heimilt að segja sig úr gagnagranni ÍE. Auðvitað! Þrátt fyrir alla dulkóðun o.s.frv. er ekki unnt að útiloka að upplýsingar úr gagnagranninum „leki út“ og verði misnotaðar. Þetta er möguleiki; hugsanlegur mögu- leiki a.m.k. Því er eðlilegt að ein- staka sjúklingur notfæri sér rétt sinn og skrái sig úr gagnagrunnin- um. Þetta eru þeir sjúklingar sem orðið hafa að takast á við erfiða sjúkdóma og líta á sjúkrasögu sína sem einkamál. Á hinn bóginn ætti ekki að vera óheimilt - eða a.m.k. illkleift - að skrá sig ekki úr gagnagranninum. Skyldi maður ætla! Maður skyldi ætla að hér væri um einkamál hvers og eins að ræða. Til dæmis hefur aldrei hvarflað að mér að segja mig úr gagnagrunni IE. Ég er þeirrar skoðunar að ÍE eigi eftir að vera 1) mikil lyftistöng fyrir íslenskt at- vinnulíf, 2) vettvangur fyrir rann- sóknir í læknavísindum sem von- andi eiga eftir að nýtast um heim allan. Segir mér svo hugur að mikill meirihluti landsmanna samsinni mér í þessu máli. Ennfremur er rétt að ítreka eftir- farandi: Sú staðreynd að ég hef ekki sagt mig úr gagnagranni IE táknar að í reynd hef ég komið þeim boðum til skila að viljá mínum sam- kvæmt eigi allar þær sjúkraskýrsl- ur sem mig varða að fara beinustu leið í téðan gagnagrann. Erfitt er að skilja hvernig nokkur aðili getur talið sig þess umkominn að setja stein í mína götu í þessu máli. Hér - sem og endranær - gildir sú regla að þögn er sama og samþykki. Eða með öðrum orðum: Með þögn minni - þeirri staðreynd að ég hef ekki sagt mig úr grunninum - hef ég fyr- ir mitt leyti samþykkt starfsemi gagna- grunnsins. Þessi þögn mín er einkamál mitt. Skyldi maður ætla! Ennfremur er þessi þögn mín mjög svtf* „upplýst“ þögn. Eg tel mig vita upp á hár hvað ég er að gera með þessari ákvörðun minni. Ég þarf ekki á aðstoð einhverra sjálf- skipaðra „mannvernd- armanna" að halda til þess að taka ígrundaða Þór afstöðu í þessu máli. Rögnvaldsson Ég vil ennfremur árétta að persónulega stendur mér öldungis á sama hvort nöfn einstaklinga séu _ afmáð og kennitölur dulkóðaðar. Ég hef ekki trú á að neinar þær upplýsingar finnist í sjúkrasögu minni sem hugsanlega eigi eftir að skaða mig i'4 Læknastéttin Hvaða rétt hafa læknar til þess, spyr Þór Rögnvaldsson, að gera sig að sjálfskipuðum millilið á milli almenn- Er í lagi að ljúga að fólki? ÍSLANDSSÍMI auglýsti í vikunni sím- töl til útlanda. „Nú geta allir íslendingar hringt ódýrt til út- landa. Frímínútur bjóða símtöl til útlanda á allt að 40% lægra verði en nú þekktist." Fólk er hvatt til þess að skrá sig, þótt engin þjónusta sé í boði. Eng- in verðskrá var birt þrátt fyrir fullyrðingu um lægri verð. Það er lögbrot. Daginn eftir (fimmtudag) birti ísl- Hallur andssími loks verð- Hallsson skrá. Þá komu rang- færslur í auglýsingu Íslandssíma í ljós. Íslandssími kveðst bjóða „40% lægri verð en nú þekkist". Það er rangt. Frjáls fjarskipti bjóða mun ódýrari símtöl en Íslandssími hefur boðað síðar á árinu. Hjá Frjálsum fjarsk- iptum kostar símtal til Bretlands 23.00 krónur á mínútu allan sólar- hringinn en kr. 28.00 hjá Islandssíma á dag- inn og kr. 23,70 að kvöld- og næturlagi. Hjá Frjálsum fjarsk- iptum kostar símtal til Bandaríkjanna 23 krónur allan sólar- hringinn en kr. 29,75 hjá Islandssíma og kr. 26,80 að kvöld- og næt- urlagi. Hjá Fijálsum fjarskiptum kostar sí- mtal til Ástralíu 23 krónur allan sólar- hringinn en kr. 56.10 hjá íslands- síma á daginn og kr. 50,50 að kvöld- og næturlagi. Það era þrjú fyrirtæki sem veita eða stefna að því að veita almenna símaþjónustu. Landssíminn, Frjáls Samkeppni Við munum kappkosta að standa við orð okkar um að bæta hag fólksins í landinu, segir Hallur Hallsson, meðþvíað lækka símkostnað heim- ila og fyrirtækja. fjarskipti og Íslandssími. Frelsi er að hefja innreið sína og mikilvægt að vel takist. Þess vegna verður að gera kröfur á hendur ábyrgum fyrirtækj- um að almenningi sé sagt satt og rétt frá. Það gerir Íslandssími ekki. Þar á bæ stunda menn rangfærslur. Frjáls fjarskipti hafa kært þessar rangfærslur til Samkeppnisstofnun- ar. Það er mikilvægt að stofnunin grípi strax í taumana. Það getur ekki verið í lagi að ljúga að fólki. Fyrir utan Landssímann era Frjáls fjarskipti eina fyriilækið sem í dag býður símtöl til útlanda af full- um gæðum. Frá áramótum hefur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sín- um ódýr símtöl til útlanda. Mun ódýrari en samkeppnisaðilar. Þar á bæ láta menn verkin tala og fjölmargir viðskiptavinfr hafa skráð sig frá áramótum.Svo margir að við eigum fullt í fangi með að anna eftir- spurn. FF strengdi heit um áramótin; að bjóða Islendingum ódýrastu símtöl á markaðnum. Við munum kappkosta að standa við orð okkar um að bæta hag fólksins í landinu með því að lækka símkostnað heimila og fyrir- tækja. Höfundur er stjórnarformaður Fijálsra íjarskipta. ings í landinu og IE? ^ framtíðinni. Ég er auk þess þeirrar skoðunar að velflestir landsmenn hugsi líkt og ég hvað þetta varðar. Einungis lítill minnihluti lands- manna hefur skráð sig úr gagna- granninum. Sú staðreynd rennir stoðum undir þetta álit mitt. Sjúkraskýrslur landsmanna hafa hvort eð er legið á glámbekk á sjúkrastofnunum landsins í áratugi. Þetta er opinbert leyndarmál - hvað sem læknar segja! Opinberlega skýra læknar af- stöðu sína með skírskotun í hefð- bundið trúnaðarsamband á milli læknis og sjúklings. Spurningin er hins vegar eftirfarandi: Stjórnast? læknar í þessu máli eingöngu af löngun til þess að verja hagsmuni sjúklinganna? Er ekki sannleikur- inn sá að starfsemi ÍE ógnar sér- stöðu lækna? Trúnaðarsambandið mikilvæga er ekki lengur - svo að segja - einkaeign þeirra. Læknum finnst m.ö.o. vegið að valdastöðu sinni og virðingu. Er þetta ekki mergurinn málsins? Ég spyr: Hvaða rétt hafa læknar til þess að gera sig að sjálfskipuð- um millilið á milli almennings í landinu og ÍE? Með hvaða rétti þykjast læknar þess umkomnir að neita að láta sjúkraskýrslur mínar í hendur ÍE? Hvenær hef ég gefið læknum umboð til að koma þannigC fram í mínu nafni? Hvenær hefur þjóðin gefið læknum umboð til þess að koma þannig fram í sínu nafni? Á íslandi er hugsana- og skoðana- frelsi. Hvað sem hver segir! Að endingu þetta: Nú hafa nokkrir skrautlegir pótintátar kom- ið fram á sjónarsviðið og boðist - náðarsamlegast - til að gerast fjár- haldslegur milliliður á milli lands- manna og ÍE - fyrir „væga“ þókn- un; að sjálfsögðu! Ekki er öll vitleysan eins! -------------------------------fe Höfundur kennir heimspeki og listir við hönnunarbraut Iðnskólans i Reykjavík. Súrefiiisvörur Karin Herzog Oxygen face 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.