Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 47
alla helgina! MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________________LAUGARDAGUR 4, MARS 2000 47 MARGMIÐLUN Hringlanda- háttur Microsoft EKKI ER gott að henda reiður á því hvert stefnir í útgáfum á Wind- ows-stýrikerfinu, enda hafa stjórar Microsoft skipt nokkrum sinnum um skoðun á síðustu árum. Sem stendur eru þrjár útgáfur af Wind- ows á markaði, 98, 2000 og CE, og eiga fátt sameiginlegt nema nafnið og útlitið. I vændum er einföldun á framleiðslulínunni. Alla tíð hafa Microsoft-menn farið frjálslega með heiti Windows- notendaskilanna og síðar stýrikerf- isins út á við, en sé gáð undir húddið má sjá að þar er merkingin raunhæfari. Þannig leysti Wind- ows 95 Windows 3.x af hólmi, en ef menn kíktu á útgáfunúmerið í kerfislykli í stjómborði mátti sjá að þar stóð 4. Síðan komu fleiri út- gáfur og nú síðast Windows 98, sem er 4.10 ef gáð er á sama stað. Eins er því farið með NT, því í stað útgáfu 4.5 kemur Windows NT 5, sem kallast Windows 2000 á markaðsmáli. 2000-nafnið er reyndar þannig til komið að fyrir nokkrum árum ákváðu Microsoft-stjórar að láta renna saman í einn flaum heimilis- stýrikerfið, Windows 9x, og skrif- stofustýrikerfið, Windows NT. Sú útgáfa átti að heita Windows 2000 og eftir það væri fyrirtækið aðeins með eina gerð af stýrikerfi fyrir borðtölvur á sinni könnu sem myndi einfalda mjög alla starfsemi þess. Þegar nær dró áttuðu menn sig á því að þetta væri hægara sagt en gert, ekki síst þar sem þarfir heimilisnotenda og fyrirtækja eru mjög ólíkar og þótt hinir fyrr- nefndu geti sætt sig við óstöðugt stýrikerfi til að keyra leiki og þvælast á Netinu, myndu fyrirtæki ekki vilja nema stýrikerfi sem aldrei þyrfti að hugsa um. Því var ákveðið að halda aðskilnaðinum áfram og vinna hófst við tvær nýj- ar gerðir, Neptúnus og Ódysseif. Varla voru menn þó komnir af stað fyrr en mannabreytingar urðu í æðstu stjórn stýrikerfisdeildar Microsoft og í kjölfarið var ákveðið að hætta við að hætta við að láta kerfin tvö renna saman. Betaþróun nýrrar gerðar Internet Explorer var frestað og ákveðið að slaufa Neptúnusi og Ódysseif, en leggja hins vegar allt kapp á að smíða út- gáfu af Windows, Whistler, byggða á NT-kjarnanum sem leysa myndi af hólmi Windows 98 og 2000. Reyndar er væntanleg ný útgáfa af Windows 98 og kallast Windows Me, eða Windows Millennium Edition, þúsaldarútgáfa. Það verð- ur þó ekki nýtt stýrikerfi, heldur svonefnd kommuútgáfa, viðhalds- útgáfa, af Windows 98 (Windows 4.x) og kemur út síðsumars. Einnig er væntanleg viðhaldsútgáfa af Windows 2000, svokallaður þjón- ustupakki, sem kemur út fljótlega. Vinna við Whistler markast af breyttum áherslum í þróunarferli hugbúnaðar innan Microsoft því auka á uppfærsluhraða og sveigj- anleika ekki síst í ljósi þess að TOLVUKAUPAU FuJflSU Nældu þér f kaupauka með 500MHz Pentium III töh/urisafii BT.Gildirtil SIEMENS 9. mais eða á meðan birgðir endast • 4 bls á min I svörtu • 2,5 bls á min I lit • 720 pát prentun. • 2ja hylkja prentarí I Ijósmyndagæðum. Pappír og skemmti- legur hugbúnaður frá Corel fylgir með. VCr SideWinder 3D Pro Precision & Fiight Sim 2000 • A-4 Myndlesarafiötur • 600 X1200 pát upplausn • 19200 páthugbúnaðar upplausn • 36 bita litadýpt > Prentaraportstengdur > Myndvinnslu og textainnlestursforrit fylgja Gildir með Fujitsu Siemens 500MHz. Gíkfir til 9. mars eða á meðan birgðir endast Genius Vivid Pro II 15% afsláttur af fylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm. Stöðug afturför Windows 2000/NT 5 var fjögur ár í smíðum. Þannig á alfaútgáfa af Whistler að vera tilbúin þegar í apríl og fyrsta beta að koma út í júlí. Þegar eru menn farnir að prófa frumgerðir stýrikerfisins innan Microsoft, en það á að vera tilbúið í byrjun næsta árs. Þegar að því kemur á sérstök heimilisútgáfa af Whistler að leysa Windows Me af hólmi. Einnig verða fáanlegar Server, Advanced Server og Datacenter útgáfur, en stýrikerfið verður hægt að fá í 32 bita og 64 bita útgáfum. Ari síðar kemur svo enn ný útgáfa sem kall- ast nú Blackcomb. Lengra undan er svo enn ein útgáfan af Windows sem Microsoft kallar næstu kyns- lóð stýrikerfisins, NGWS, en fátt er um það vitað sem stendur, utan hluti þess verður á vefnum. Að sögn hyggst Microsoft kynna það á sérstökum fundi í maí næstkom- andi. Þó fjölmörg fyrirtæki hafi ef- laust beðið eftir nýrri útgáfu af Windows NT telja markaðsfræð- ingar að menn eigi eftir að fara sér hægt við uppfærsluna. Þeir spá því að um fjórðungur fyrirtækja eigi eftir að Ienda í vandræðum með þann hugbúnað sem þau nota í dag við það að skipta yfir í Windows 2000, en einnig muni mörg fyrir- tæki bíða eftir viðhaldsútgáfum, ekki síst eftir að spurðist að í Win- dows 2000 séu 63.000 böggar eða ófrágengin atriði varðandi virkni eða stöðugleika. Af þessum 63.000 atriðum teljast 21.000 böggar og stór hluti þeirra alvarlegir að mati Microsoft og um 27.000 áminningar til forritara eru enn í frumkóðanum. Að sögn Microsoft hefur enginn hugbúnað- ur verið prófaður eins rækilega og Windows 2000, enda tóku 750.000 þátt í betaprófunum Leikjaserían Cool Boarders varð nýlega einum leik stærri, sökudólg- arnir eru hópur manna innan leikjafyrirtækisins Idol Minds, er framleiðir seríuna. Leikur fyrir PlayStation. COOL BOARDERS eitt vakti mikla athygli í leikjaheiminum. Þrátt fyrir afar fáar hreyfingar og takmörkuð gæði grafíkur leiksins sló hann í gegn og hóf snjóbrettaleikjaæði fyr- ir PlayStation. Idol Minds ákvað að fylgja vel á eftir og gaf út CB2 og CB3, leiki sem áttu töluverðri vel- gengni að fagna og ruddu veginn fyrir nýjasta sköpunarverk fyrir- tældsins: Cool Boarders 4. í raun hefur ekki margt breyst frá síðasta leik. Spilendur geta nú valið um alvöru atvinnumenn á snjó- bretti og brettin sem þeir nota í raun og veru, einnig er hægt að búa til sína eigin persónu og sitt eigið bretti. Fötin hafa batnað mjög á milli leikja og þó að þau séu enn Ijót eru að minnsta kosti engir bleikir þröngir stuttermabolir lengur. Stór villa hefur orðið við að stað- setja trén í sumum brautunum því oft klessa spilendur aðeins á loft þegar reynt er að komast framhjá þeim. Stjóm leiksins er afar slök og var að mati greinarhöfundar betri í fyrsta leiknum. Þetta er sérstaklega vandamál í half-pipe-braut leiksins þar sem varla er hægt að komast upp veggina, hvað þá gera einhver trikk. Grafíkin er lítið sem ekkert breytt frá Cool Boarders 3 og er þess vegna enn léleg. Snjórinn er að sögn Idol Hands ótrúlega breyttur og vel gerður en fæstir sjá einhvem mun í raun og vem. Allar hreyfingar era afar illa gerðar og þá sérstak- lega afturábak og áfram-heljar- stökk. Einnig era öll grip illa teikn- uð og óraunveruleg, sérstaklega þau sem hægt er að „tvíka“ mikið. Hljóð leiksins er fáránlegt. Grein- arhöfúndur hefur stundað snjó- brettarennsli undanfarin 5-6 ár og hefúr aldrei heyrt neitt sem líkist hljóðunum sem snjórinn gefúr frá sér í leiknum. Eins er farið með tónlistina; einhvers konar þýsk teknóblanda sem vafi er á að nokkur íslenskur „rider“ hlusti á. Cool Boarders 4 er leikur sem enginn ætti að gera sér ferð til að prófa. Ef viðkomandi er einhvem tí- mann að labba framhjá PlayStatiop-^ spilakassa sem kostar ekki neitt í er kannski í lagi að taka einn leik ef það er slökkt á tónlistinni. Annars borgar sig að labba beint framhjá. Ingvi M. Árnason Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum og klæðaskápum. Opið: laugardag 10-17 VANTAR R\iM(M FYR R FLE R RUM LYSTADÚN SNÆIAHD Skútuvogi 11* Sími 568 5588 BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - 5: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.