Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 78
MORGUNBLAÐIÐ 78 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 FÓLK í FRÉTTUM Gæsahúð fram undir morgun Nýbreytni hjá Sjónvarpinu Neglur landsmanna verða vafalaust nagaðar upp í kviku að lokinni dagskrá 3. Sj ónvarpsins í kvöld því í vændum er heljar hrollvekjukvöld. Skarphéðinn Guðmundsson er búinn að kaupa poppmaísinn og safna kjarki. varpið og því verði að beita öðrum herbrögðum í orustunni um áhorf- endurna. Stöð 2 hefur löngum boðið upp á margar kvikmyndir í röð um helgar og hlýtur þetta að teljast í fyrsta sinnið síðan samkeppni stöðvanna hófst sem Sjónvarpið bregst við á þennan máta, með svo stóraauka framboð kvikmynda sama kvöldið. Ennfremur hefur dagskrá sjón- varpsins ekki staðið svo lengi fram eftir nóttu nema í sérstökum und- antekningartilvikum, þegar mikið hefur legið við. MARGIR hafa rekið upp stór augu þegar þeim er litið á dagskrá Sjón- varpsins í kvöld. Það er ekki nóg með að kvöldið beri yfir- skriftina hrollvekjukvöld, en slíkar myndir hafa verið æði fáséðar á rík- isstöðinni okkar, heldur verður ekki bara boðið upp á eina mynd, ekki tvær, heldur heilar FIMM kvikynd- ip þannig að dagskráin stendur Tangt fram undir morgun! Vakið mikinn áhuga Hér er því augljóslega um tals- verða stefnubreytingu að ræða. En hvað veldur? Hvað kemur til að Sjónvarpið gerir svo róttæka breyt- ingu á uppbyggingu dagskrár sem haldist hefur nánast óbreytt frá upphafi göngu sinnar? Að sögn Eggerts Gunnarssonar hjá inn- kaupadeild erlends dagskrárefnis hjá Sjónvarpinu er stefnubreyting- in að hluta tilkomin vegna manna- breytinga. Síðustu áramót hafi orð- ið yfirmannaskipti í deildinni. Þá hafi Hinrik Bjamason vikið úr sæti eftir áratuga langt starf og við tekið Laufey Guðjónsdóttir. Slíkar mannabreytingar hefðu ætíð í för með sér áherslubreytingar og hroll- vekjukvöldið sé því einfaldlega eitt fyrsta og augljósasta merkið um það. Eggert segir hugmyndina á bak við kvöldið einungis eina af mörgun sem stefnt er á að hrinda í fram- kvæmd á næstunni og láta á reyna: „Við höfum þegar fundið fyrir mik- illi spennu vegna þessarar ný- breytni hjá okkur og hún virðist ætla að mælast mjög vel fyrir.“ Eggert segir Sjónvarpið búa við annað innkaupaumhverfi en helsti keppinauturinn Stöð 2. Sem lokað áskriftarsjónvarp hafi Stöð 2 kost á mun nýrri myndum en opið Sjón- Reyna að skapa stemmningu Eggert útilokar ekki að framhald verði breytingum í þessa átt og boð- ið verði upp á fleiri þemakvöld eins og hrollvekjukvöldið, þótt ekkert sé enn komið á hreint í þeim efnum. „Með svona þemakvöldi erum við að reyna að skapa ákveðna stemmn- ingu í kringum kvikmyndasýningar okkar,“ skýrir Eggert. Þau Hjálm- ar og Hera Björk í „Stutt í spun- ann“ hafa séð um að kynna viðburð- inn undanfarna daga með góðum árangri og gefur það ákveðnar vís- bendingar um að þáttur þeirra muni að einhverju leyti koma sjónvarps- áhorfendum í rétta hrollvekjugírinn áður en sjálf myndaveislan hefst. Það verða eins og áður segir fimm kvikmyndir sýnda sem allar teljast á sinn máta hrollvekjur. Sýn- ing fyrstu myndarinnar „Múmíunn- ar“ hefst strax á eftir „Stutt í spun- HOTHING TMT MM 60HE BIFOHC CAH COMPARE WITH TMII’ Baos. BBIKC TCU THf HRST TIATUIH MOBUUO ST A MAJOO ATUDIO IH 30! WarherColor Svona leit veggspjald House of Wax út, en sú mynd var upprunalega þrí- víddarmynd. Brad Pitt leikur aðalhlutverkið í „Á tali við vampíru" á móti Tom Cruise og Antonio Banderas. ann“ eða klukka hálf níu í kvöld og mun maraþonið standa allt til klukkan hálf sex í fyrramálið. Fjölbreyttar myndir „Við teljum myndirnar fimm allar mjög fínar og fjölbreytilegar," segir Eggert. „Fyrsta myndin á dagskrá er „Múmían", saklaus draugasaga íyrir alla fjölskylduna. „Á tali við blóðsugu" er tiltölulega ný mynd. Svona stóra og vinsæla myndin í hópnum með frægum stjörnum inn- anborðs. „Ulfur" er önnur nokkuð ný mynd með góðum leikurum. Síð- an koma tvær myndir sem eru ætl- aðar harðari hrollvekjuunnendum; „Saklaust blóð“ og Vaxmyndasafn- ið, sem að mínu mati er rúsínan í pylsuendanum." Vaxmyndasafnið er líka „ekta hrollvekja“ ef svo má segja, löngu orðin sígild og skartar í aðalhlut- verki konungi hryllingsmyndanna Vineent Price enda ekki hægt að bjóða upp á hrollvekjuveislu án þess að þeim snillingi sé boðið. Uppruna- lega var myndin sýnd sem þrívídd- armynd í kvikmyndahúsum og ber hún skýr og skemmtileg einkenni þess. Það verður því vel þess virði að vaka fram undir morgun með stanslausa gæsahúð, spara nokkrar neglur og negla síðasta naglann í líkkistuna með því að horfa á þessa mögnuðu skrímslamynd. Verslunin Vínlist hefur opnað verslun á Netinu, vinlist.is Gerðu pöntun á Netinu! Fáðu vínþrúguna þína senda heim! Það verður ekki þægilegra. Verdltinin VínlLit Laugavegi 178, Reykjavík, sími 562 5870. Haíinargötu 25, Keflavík, sími 421 7414.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.