Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 J------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Erlingur Geir Yngvason fædd- ist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. júlí 1994. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Oddný Garðarsdótt- ir, f. 14.2. 1956, og Yngvi Sigurgeirs- son, f. 6.12. 1955. -* Systkini Erlings Geirs eru Garðar Þorsteinsson, f. 28.3. 1975, Sigurbjörg Yngvadóttir, f.12.12. 1980, og Kári Yngvason, f. 23.5.1987. For- eldrar Oddnýjar eru María Gunn- þórsdóttir, f.20.1.1937, og Garðar Þorsteinsson, f. 9.10. 1932. For- eldrar Yngva eru Björg Agústs- dóttir, f.18.8. 1923, og Sigurgeir Kristjánsson, f. 30.7. 1916, d. 5.6. 1993. Útför Erlings Geirs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hinn 23. júlí árið 1994 fæddi móðir mín lítinn dreng. Þessi litli drengur var hinn mesti lífsins fengur. Strax mátti sjá að hann var gullmoli með góða sál. Svo greindur og fljótur að læra mannanna mál. Ég var svo lán- söm því hann var stór hluti af lífí mínu. Við hlustuðum saman á sögur áður en við fórum að sofa og þá kúrði hann í fangi mínu. Hann var svo full- kominn af manni að vera. Það var allt yndislegt sem bróðir minn hafði til að bera. Ég er þakklát fyrir ótal ynd- "felegar stundir sem við áttum saman en sorgmædd yfir því að svo verður ekki framar. Ég er fegin að vita af Guði og góðu fólki fyrir handan því að í nótt í rúminu þar sem hann lá hætti yndislega litla hjartað hans að slá. Honum var líklega ekki ætlað að vera lengur hjá okkur. Ég taldi að hérna ætti hann framtíð bjarta, en á örfáum tímum breyttist allt og nú veit ég bara að hann mun alltaf lifa í mínu hjarta. Sigurbjörg Yngvadóttir. Þegar við stöndum frammi fyrir slíkri raun verður okkur orða vant en til að minnast litla bróður okkar 4angar okkur til að birta tvær hend- ingar úr ljóði sem afí okkar, Sigur- geir Kristjánsson, orti eftir mág sinn: Ég veit hann átti þrek og dug og þor að þreyta leik við Ægi og sigla úr vör. Mér fannst öll hans ganga gæfuspor, en Guð einn ræður hvenær endar fór. Það falla við höfug tregatár í tímans rás, hjá hafsins vígða reit. Menn tala um að tíminn lækni sár og trúin gefi eilíf fyrirheit. Systkinin, Sigurbjörg, Garðar og Kári. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, ' hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. ____________________ Hann Elli litli er dá- inn. Lítill sólargeisli horfinn foreldrum sín- um, systkinum og fjöl- skyldu, aðeins fimm ára. Lítill drengur sem átti allt lífið framund- an. Eftir sitjum við með margar spumingar sem aldrei fást svör við. Elli litli var fullur af lífsþrótti, kátur og fjör- ugur og hafði þennan sérstaka blíðlega grall- arasvip í augunum. Gat yfirleitt aldrei setið kjur, þurfti alltaf að vera að gera eitthvað, var að sýna okkur hinum alls konar stökk og kollhnísa sem hann hafði lært. Var með pabba sínum á bryggjunum og í krónni, að hjálpa til eftir að pabbi kom í land til að sinna útgerðinni. Elli teiknaði mikið og sýndi okkur oft stoltur myndimar sínar. Hann var byrjaður að æfa frjálsar íþróttir og strax búinn að vinna verðlauna- pening. I vikublaðinu „Fréttir" sem kom út fimmtudaginn 24. febrúar sl. er mynd af litla frjálsíþróttakappanum ásamt öðram íþróttakrökkum þar sem hann stendur brosandi og stolt- ur í miðjum hópi, yngstur og lang- minnstur með verðlaunin sín. í hinni helgu bók segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Þetta er staðreynd lífsins. í vanmætti okkar getum við ekki skilið hvers vegna lítill fimm ára drengur er hrifinn á brott. Við sitj- um eftir með sorg í hjarta. Foreldr- ar, systkini og fjölskyldan eiga dýr- mætar minningar um yndislegan dreng. Við viljum minnast litla frænda með ljóði eftir Tómas Guð- mundsson: Og því var allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið, og enn ég veit margt hjarta, harmi Iostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei Ijúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð þvi sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. Elsku Yngvi, Oddný, Garðar, Sig- urbjörg og Kári. Harmur ykkar er mikill, megi Guð styrkja ykkur og varðveita. Guðbjörg og Pétur. Það var laugardaginn 26. febrúar sem okkur bárast þau hörmulegu tíðindi að Elli litli frændi okkar hafði dáið um nóttina, aðeins fimm ára gamall. Þó kynni okkar systra af Ella hafi ekki verið mjög mikil, þar sem hann bjó í Vestmannaeyjum og við ýmist í Reykjavík eða á Höfn, era samveru- stundir okkar með honum sterkar í minningunni. Fjölskyldan úr Eyjum hefur alltaf verið dugleg að fara austur á Breiðdalsvík í heimsókn til ömmu þeirra og afa, oftar en ekki komu þau við á Höfn. Það var ekki lengi verið að drífa sig heim þegar maður frétti af Oddnýju og fjöl- skyldu í heimsókn. Síðustu ár vora það aðallega Kári og Elli litli sem vora með í för og okkur barnagælun- um fannst sko gaman að fá þá frænd- ur í heimsókn. Það fór sko ekkert framhjá manni þegar Elli var á staðnum, þessi fallegi drengur með sinn grallarasvip sem mikil glaðværð ríktiyfir. Það var engin lognmolla yfir Ella og eflaust era til margar skemmti- legar sögur af honum. Þegar Oddný var stödd í Eyjum síðastliðið sumar var verið að galla Ella upp fyrir Dal- inn og hann var þama í þessum flotta Fubu-bol og í stóram „skeytara"- buxum. Þar sem buxurnar vora held- ur stórar varð hann að hafa axlabönd til að halda þeim uppi og það var honum mikið kappsmál að enginn vissi af þeim því alvöra „skeytari" notaði auðvitað ekki axlabönd. Síðasta minning okkar um Ella var núna í haust þegar fjölskyldan kom upp á land og við systur rák- umst á ykkur í Borginni, þá var að sjálfsögðu mikil gleði og ærslabelg- urinn og glaðværi drengurinn hann Elli vildi endilega láta okkur systur passa sig en það verður ekki héma megin. A svona stundu er manni hugsað um hve hver mínúta er dýrmæt í lífi hvers og eins. Ella var greinilega ætlað eitthvert miklu meira en okkur hinum og nú liggja leiðir þeima frænda og nafna saman sem ekki höfðu hist áður. Við vitum það öll að Elli litli er í góðum höndum hjá frænda sínum og við munum geyma minningu þeirra í brjósti okkar. Við systur minnumst Ella litla sem fallegs, glaðværs og skemmti- legs drengs og þá hlýju minningu munum við geyma um ókomna tíð. Við sendum elsku Oddnýju, Yngva, Garðari, Sigurbjörgu, Kára og öðram aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur sem syrgið svo sárt. Friðdóra og Oddný. í augum brosandi barns birtist hamingjan. Við sem þekktum Ella getum svo sannarlega tekið undir þessi orð. Því hver getur gleymt brosinu hans Ella eða hvernig hann hló? Þannig eigum við eftir að minn- ast hans. Erlingur Geir var yngsta barn for- eldra sinna og óhætt er að segja að hann hafi fært þeim, systkinum sín- um, ættingjum og vinum mikla ham- ingju. I kringum þennan fallega dreng var alltaf líf og fjör. Hann var mikill fyrir sér eins og oft er sagt um spræka stráka og skapaði foreldram sínum ærin verkefni. Skammarstrik- in vora ótal mörg og æði marga mar- bletti fékk hann á sinni stuttu ævi eftir byltur og brölt. Satt að segja er mesta furða hve sjaldan hann meidd- ist alvarlega miðað við hvernig hann gat látið. Jú, einu sinni braut hann putta og eina framtönnina vantaði. En hvað er það? Elli sprelli var stundum sagt við hann. Enda elskaði hann glens og grín og naut þess að vera í hóp með öðram þar sem hann oftar en ekki var miðpunktur athyglinnar. Hann var stríðinn og maður átti oft bágt með að skella ekki upp úr þegar hon- um tókst vel til. Enda ljómaði litla andlitið upp í skelmislegu brosi eftir vel heppnað at. Það er engin launung að oft þótti foreldram, systkinum og frændfólki hann stundum ganga ein- um of langt, en hvernig er hægt að vera reiður við barn sem átti svona fallegt bros. Ef hann hefði fengið að lifa lengur hefðu Hrekkjalómarnir í Vestmannaeyjum eignast öflugan liðsmann. Óhætt er að segja að Elli hafi ver- ið skapgóður. Hann gat orðið mjög reiður en eins og hendi væri veifað var hann aftur orðinn kátur og glað- ur eins og ekkert hefði ískorist. Hann hafði óþrjótandi orku og hafði til að bera skapfestu sem margir full- orðnir gætu verið vel sæmdir af. Þessir eiginleikar nýttust honum nýlega vel þegar hann tók stoltur við sínum fyrstu verðlaunum fyrir afrek í íþróttum. Hann keppti í hópi barna yngri en tíu ára og var þess vegna meðal yngstu keppenda en vann engu að síður til þriðju verðlauna í langstökki og kapphlaupi. I hlaupinu var hann lengi vel í öðra sæti en þá var hann svo óheppinn að detta og missti þá einn keppanda fram fyrir sig. Flestir þeir sem detta í miðju kapphlaupi era úr leik. En ekki hann Elli, því hann var fljótur að hugsa, stóð eldsnöggt upp og náði þriðja sæti. í haust dvaldi Elli hjá afa sínum og ömmu á Breiðdalsvík á meðan foreldrar hans vora í útlöndum. Nærvera hans lífgaði upp á heimilis- lífið á Selnesi þar sem allajafnan rík- ir nú ró og kyrrð eftir að börnin fluttu að heiman. Elli komst fljótt að því að Þórður afabróðir hans, sem býr á hæðinni fyrir ofan afa og ömmu, fór dag hvem í gönguferð um nágrennið. Honum þótti þessar gönguferðir frænda síns ákaflega merkilegar og svo fór að hann slóst í för með Þórði og gengu þeir frændur oft saman á meðan Elli dvaldi fyrir austan. Hann kom líka í skúrinn til Þórðar og sá þar marga fagra smíð- isgripi sem frændi hans hafði smíðað og leist honum vel á. Hann samdi svo við frænda sinn um að smíða fyrir sig bíl. Það er svo ekki að orðlengja það að þegar jólagjafirnar vora opnaðar á Helgafellsbrautinni að úr einum pakkanum kemur listilega smíðaður bíll. „Nei, bíll alveg eins og ég bað hann að smlða fyrir mig,“ sagði Elli og lét sér hvergi bregða því hann vissi að Þórður myndi standa við „samninginn". En foreldrar hans og systkini urðu aftur á móti hálfhissa því þau vissu ekki hvað þeim Ella og Þórði hafði farið á milli. Árið 1994 bættust við þrjú börn í barnahóp Selnesfjölskyldunnar, þar sem aldrei er nóg af börnum. Kannski vegna þess að áður hafa böm og ungt fólk dáið í þessari fjöl- skyldu og við vitum hve dýrmætt líf- ið er. Elli var einn af þessum þremur litlu einstaklingum, sem voru að verða svo stór í eigin augum. Þau era að hætta að vera litlu börnin og verða allt í einu stór, fara að byrja í skóla, missa tennur, sýna ákveðið sjálfstæði, fara ein út að leika, ein í heimsókn til vina sinna, ein út í búð og þykjast geta svo mikið og margt. Sem þau auðvitað geta. Þrátt fyrir nokkra fjarlægð hittust litlu frænd- systkinin af og til og þá var mikið fjör og glatt á hjalla. Og svo var það Elli sem átti „E“. En það vill oft gleymast hjá litlu bömunum þegar þau era nýbyrjuð að læra stafina hvernig þessi eða hinn stafurinn lítur út og ef spurt var: „Hvernig er E?“ var gjarnan svarað: ,jUveg eins og stafurinn hann Ella Geirs.“ Og þá rifjaðist samstundis upp fyrir þeim hvemig sá stafur er því Erlingur Geir átti sinn sess í huga frænd- systkina sinna þrátt fyrir að þau hitt- ust oft ekki mánuðum saman. Það er víst óhætt að fullyrða að það verður hljótt og tómlegt á Helgafellsbrautinni eftir fráfall Ella. Eftir sitjum við harmi slegin og ekk- ert sem vinnur með okkur nema tím- inn, sem mildar sorgina og söknuð- inn. En allar góðu minningarnar sem við eigum um Ella munum við varð- veita í hjörtum okkar. Þær era sá mikli auður sem við ein eigum sem þekktum Ella og þær getur enginn tekið frá okkur. Þannig sigrar lífið dauðann. Við sendum Oddu og Yngva og systkinunum Garðari, Sigurbjörgu og Kára okkar dýpstu samúðar- kveðjur og vonum að þeim veitist styrkur til að takast á við sorgina. Kveðja frá Selnesi. Hvernig á maður að skilja tilgang lífsins þegar ungur, glaðlegur sólar- geisli eins og Elli var er hrifinn svona hastarlega á brott? Maður sit- ur agndofa, starir út í tómið og reyn- ir að meðtaka slíka sorgarfrétt. Erlingur Geir Yngvason var yngstur í barnahópnum þeirra Odd- nýjar og Yngva, sá fjörugasti í hópn- um sagði Oddný stundum, maður kominn á gamalsaldur fær slíkan fjörkálf. Þrjú eldri systkinin snerast í kringum snáðann, enda var hann kátur, síbrosandi með skemmtileg og hnyttin tilsvör á reiðum höndum sem alla bræddu um leið eins og morgunsólargeislinn. Sum böm sem gestir koma sólríkandagumvor og brosið þeirra bjarta býrtíllítilspor í þjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Það er svo erfitt að skilja meðokkarveikuvöm ogengvafróaðfinna þegarfaralítilböm. Böm guðs sem gestír koma gleymum aldrei því í minningunni brosið bjarta býrhjartaokkarí ERLINGUR GEIR YNGVASON það gull sem geyma skulum og allt sem okkur er kært við vitum þegar birtu bregður bömguðsþásofavært. (Bubbi Morthens.) Elsku Oddný, Yngvi, Garðar, Sig- urbjörg og Kári, megi minningin um þennan sólargeisla hjálpa ykkur í gegnum þá miklu sorg sem á ykkur hvílir. Svanhildur,Jóhannes, Hjördís og Ólafur. Fráfall fimm ára barns er öllum mikill harmur sem erfitt er að skilja eða sætta sig við. Það er mikið áfall þegar lítill snáði veikist af sjúkdómi sem dregur hann í dauðann á örfáum tímum. Ég veit, litli vinur, að foreldrar þínir og fjölskylda eiga erfitt á þess- ari miklu sorgarstund. Ég bið guð að styrkja þau og varðveita í þessari miklu raun. Ég er þakklátur fyrir allar þær ánægjustundir sem ég hef átt með ykkur hérna í Hafnarfirði og heima í Eyjum, sérstaklega þó þegar pabbi þinn hefur komið með þig til mín á trésmíðaverkstæðið Gosa. Þær stundir mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna framtíð. Elsku Yngvi, Oddný og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Góði guð, lýstu þessum litla dreng veginn heim þar sem hann fær að hvíla í friði. Guð geymi þig, litli vinur. Hvert örstutt spor var auúnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að h'ta lítinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já, vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumamótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) Guðmundur Adolfsson. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótL Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Sofðu vært elsku vinur. Guðrún og Berglind Þóra. Skjótt skipast veður í lofti. Litli drengurinn hann Elli okkar var hrif- inn á brott á morgni lífsins. Elli byrj- aði á leikskólanum Sóla hér í Eyjum rúmlega tveggja ára. Það var engin lognmolla í kringum þennan bjarta, fagureyga dreng, og með auknum þroska varð hann smátt og smátt foringi í sínum aldurshópi. Þótt hann væri dálítill prakkari var hann alltaf ljúfur við yngri börnin. Elli átti það til að hrífa viðstadda með lifandi frá; sögnum af ýmsu sem fyrir bar. I fyrra vora það heimalingarnir Birta og Dimma sem vora í garðinum heima og hann hjálpaði til við að gefa og hlúa að. Dvöl hjá afa og ömmu á Breiðdalsvík, eða hvernig hann kenndi okkur að segja góðan dag á pólsku. Bömin og starfsfólkið hér á leik- skólanum eiga eftir að sakna hans Ella, en við geymum minninguna um hann í hjörtum okkar. Elsku Oddný, Yngvi, Sigurbjörg, Garðar og Kári. Guð fylgi ykkur og veiti ykkur styrk og von. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Kveðja, Börn og starfsfólk leikskól- ans Sóla í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.