Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ yfir sér glæsibrag velmegandi stór- borgar í Evrópu. Vissulega býr verulegt hlutfall þjóðarinnar enn við bág kjör, þau bágu kjör minna hins vegar meira á aðstæður í Suður-Evrópu en í þró- unarríkjum. Þessi velmegun er líka ein helsta ástæða þess að stór hluti þjóðarinnar er tregur til að for- dæma Pinochet. Menn viðurkenna að margt ljótt hafi átt sér stað í skjóli hennar en þakka henni jafn- framt þau lífskjör, sem fólk býr við. I augum margra er Pinochet eins konar landsfaðir. Skammast sín fyrir ímynd landsins Handtaka Pinochets virðist hafa farið í taugarnar á mörgum frekar en að valda þeim reiði. Nokkrir við- mælendur minntu á að Chile hefði búið við mikla einangrun á alþjóða- vettvangi, sem hefði bitnað á öllum. Menn skammast sín fyrir þá ímynd að vera vanþróað „bananaiýðveldi" þar sem herforingjar í glæsilegum búningum, ofhlöðnum heiðursorð- um, fara með völd. Sú ímynd á að mati Chilebúa við um nágrannaríki þeirra norðar í álfunni fremur en Chile, þar sem aðstæður eru mun evrópskari og löng lýðræðishefð til staðar. „Erlendis er Pinochet það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar minnst er á Chile. Við erum af- greidd sem einræðisríki," segir einn viðmælandi, ungur háskóla- menntaður maður. Þessi hópur vill loka þessum kafla sögunnar og horfa fram á við. „Við munum berjast fyrir réttlæti“ Ekki geta þó allir gleymt hinu liðna. í bakhúsi í miðborg Santiago hafa aðsetur samtök ættingja þeirra þúsunda er hurfu á tímum herforingjastjómarinnar, flestir á fyrstu árunum eftir valdatöku hers- ins. Hópur kvenna sat þar hljóður og fylgdist með útsendingu af heim- komu Pinochets. Þegar ég kom þar inn var ég kysstur á báða vanga og þakkað fyrir að sýna baráttu þeirra áhuga. Allar bera þær í barmi sér myndir af horfnum ættingjum: mökum, systkinum og börnum. Vivian Diaz, leiðtogi samtakanna, gengur um og hughreystir konum- ar; verið er að undirbúa mótmæli fyrir utan La Moneda, forsetahöll- ina. „Ég trúi því ekki að hann sé veikur,“ segir ein yngsta konan í hópnum með þjósti, hún missti föð- ur sinn. „Hann þarf engan hjólastól, þetta er allt sjónarspil." Afsíðis situr gömul kona, hrörleg með vinalegt bros. Á hennar spjaldi era fimm myndir. Hún segist heita Carmen Vivanco og hefur staðið í eldlínu baráttunnar lengur en flest- ar aðrar. Carmen bendir á mynd- irnar: Eiginmaður hennar, sonur, bróðir, mágkona og systursonur. Allt hvarf þetta fólk á valdatíma Pinochets og hefur ekki heyrst frá síðan. „Mér finnst ég svo máttlitil og getulaus," segir Carmen þar sem hún horfir á mannfjöldann fagna fyrir utan hersjúkrahúsið sem flog- ið var með Pinochet á. „Við munum berjast fyrir réttlæti," skýtur yngri kona inn í. „Við munum halda áfram að mótmæla þangað til að réttlæt- inu hefur verið fullnægt." Málið látið niður falla í kyrrþey? Margir efast þó um að Pinochet verði látinn svara til saka í Chile. Lögfræðingar hans munu benda á að í Evrópu hafi yfirvöld eftir langa yfirlegu komist að þeirri niðurstöðu að Pinochet væri ekki sakhæfur af heilsufarsástæðum. Það sama hljóti að gilda í Chile. Þar að auki nýtur Pinochet friðhelgi sem öldunga- deildarþingmaður en í þá stöðu skipaði hann sig sjálfur ævilangt. Jafnvel þótt hann verði sviptur þingmennsku hefur Edvardo Frei, fráfarandi forseti, í undirbúningi frumvarp um að hann muni halda forréttindum sínum, launum og friðhelgi. Sumir fréttaskýrendur í Chile telja nær öraggt að gert hafi verið samkomulag á bak við tjöldin um að láta málið niður falla í kyrrþey. Stuðningsmenn August- os Pinochets fögnuðu ákaft komu hans til Chile í gær. Steingrim- ur Sigurgeirsson er í Santiago og fylgdist með heimkomu Pin- ochets og viðbrögðum við henni. IBÚAR Chile era allajafna ró- legt og yfírvegað fólk, á mæli- kvarða spænskumælandi þjóða, sem lætur ekki auð- veldlega koma sér úr jafnvægi. Það var því vart við því að búast að fagnaðarlæti eða mótmæli vegna heimkomu Augusto Pinochets myndu fara úr böndunum. Það fer ekki á milli mála að Pin- ochet nýtur enn mikillar virðingar og vinsælda í Chile. Allt frá því að tilkynnt var að Jack Straw, innan- ríkisráðherra Bretlands, hafði ákveðið að leyfa Pinhochet að halda heim, eftir að honum hafði verið haldið í stofufangelsi í rúma sextán mánuði, hafa stuðningsmenn Pin- ochets verið ósparir við að láta ánægju sína í ljós. Ákaft var fagnað í Pinochetsstofnuninni, sem hefur aðsetur í myndarlegu húsi við ró- lega götu í Viticura, glæsihverfi í útjaðri Santiago. Á fjölmörgum götuhornum birtust skyndilega sölumenn er gengu á milli bifreiða og buðu ökumönnum að kaupa fána, þar sem auk chileska þjóðfánans var að finna mynd af Pinochet og upphrópanir honum til stuðnings. Eftir því sem leið á daginn fjölg- aði bifreiðunum, sem skreyttar voru fánum, og margir teygðu sig út um glugga þeirra, veifuðu fánum á meðan bílstjórar þeyttu flautur og keyrðu hring eftir hring um götur borgarinnar. Litlir fánar vora festir á ljósastaura á helstu breiðstrætum Santiago og minnti andrúmsloftið helst á að Chile hefði unnið þokka- lega mikilvægan knattspyrnuleik. „Bretar rændu Pinochet“ Fjölskylda Pinochets virðist fyrst og fremst vera fegin. í hádeginu á fimmtudag söfnuðust börn hans og aðrir nánir ættingjar saman á „Coco“, besta sjávarréttaveitinga- húsi Santiago, til að halda upp á að Pinochet hefði lagt af stað. Fagnað- arlætin vora hins vegar á lágu nót- unum og urðu aðrir matargestir lít- ið varir við hópinn. Alfonso Marques de La Plata, forstöðumaður Pinochetstofnarinn- ar og fyrrum ráðherra, var hins vegar ekki að skafa utan af hlutun- um er hann ræddi við Morgunblaðið í gær. „Ég er himinlifandi yfir því að þessari óréttlátu og ólögmætu stöðu hefur verið hnekkt. Bresk stjórnvöld rændu í raun Pinochet." De La Plata sagði erfitt að spá um hvort réttað yrði yfir Pinochet í Chile. „Það er pólitískt mál. Margir mundu ekki hver staðan var. Her- inn batt á sínum tíma enda á félags- lega tilraunastarfsemi er hafði leitt til upplausnar. Sósíalistar hafa aldrei gleymt því. Þeir vilja hefnd.“ Hann sagðist hins vegar telja að Ricardo Lagos, sem brátt tekur við embætti forseta, væri gáfaður mað- ur sem myndi horfa til framtíðar en ekki fortíðar. „Við höfum of miklu að tapa.“ De La Pata var í hópi þeirra er fögnuðu Pinochet er Boeing 707-vél chileska flughersins lenti á herhluta Santiago-flugvallar skömmu fyrir hádegi að staðartíma. „Við komum þangað vinir hans, helstu yfirmenn hersins, flotans, flughersins og lög- AP Stuðningsmenn Augustos Pinochets fögnuðu honum þegar hann var fluttur með þyrlu á hcrsjúkrahús í Santiago í gær. Hann kom þá aftur til Chile eftir að hafa verið í stofufangelsi í Bretlandi í 16 mánuði. Telja að gert hafi verið samkomulag á bak við tjöldin um að láta málið niður falla í kyrrþey reglunnar til að sýna honum að við stæðum með honum. Við vildum að hann sæi að hann myndi aldrei standa einn.“ Hvað heilsu öldungadeildarþing- mannsins varðar segist hann hafa heimsótt Pinochet þrívegis til Bret- lands og séð hvernig heilsu hans hefði greinilega hrakað daglega. „Þetta er maður sem ávallt hefur verið kraftmikill og unnið af hörku. Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hafði að loka hann inni í litlu húsi þar sem hann gat ekkert gert.“ Flestum virðist standa á sama Flestum virðist þó standa alveg á sama og þeir láta allt húllumhæið í kringum Pinochet fram hjá sér fara. Það er algengt viðkvæði þegar fólk er spurt álits á Pinochet-mál- inu að það vilji helst gleyma því. Menn rifja upp hversu eldfimt ástandið hafi verið á valdatíma Salvadors Allendes, efnahagur landsins í upplausn og stjórnmála- deilur harðar. „Lýðræðið var komið út á ystu nöf í Chile. Stjórnmálaafl, sem einungis hafði hlotið um þriðj- ung atkvæða í kosningum, ætlaði að kollvarpa stjórnarskránni og koma á marx-lenínísku stjórnskipulagi,“ sagði maður einn sem rætt var við. Kona með áratugalanga reynslu í utanríkisþjónustu Chile lýsti því hvernig fjölskyldu hennar, foreldr- um og átta systkinum, hefði einung- is verið skammtaður einn kjúkling- ur á viku undir lok Allende-tímans. „Fólk var farið að henda korni í hermenn á götum úti, kalla þá hæn- ur og hæðast að þeim fyrir að þora ekki að grípa í taumana." Mikil velmegnn Stór hluti þjóðarinnar ber greini- lega virðingu fyrir hinni „styrku“ og öguðu stjórn herforingjanna. Ekki síst þakka menn henni að hafa útrýmt spillingu og staðið vel að Æðsti yfirmaður hers Chile, Ricardo Izurieta, fylgir Augusto Pinochet (fyrir miðju) úr flugvél hans við komuna til flugvallar í Santiago í gær. stjórn efnahagsmála. Maður þarf ekki að dveljast lengi í Chile til að skynja þá miklu velmegun sem meirihluti þjóðarinnar býr við. Tveggja stafa hagvöxtur ár eftir ár um langt skeið hefur skilað sér til margra. Háhýsi hafa sprottið upp eins og gorkúlur, og borgin hefur Margir efast um að Pin- ochet verði saksóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.