Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 31 LISTIR Spýtustrák- urinn Gosi ✓ I dag verður frumsýnd brúðuleiksýning um Gosa eftir Helgu Arnalds í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það eru brúðuleikhúsið Tíu fíngur og Leikfélag Akureyrar sem standa sameiginlega að sýningunni. Hávar Sigurjóns- son ræddi við Helgu um sýninguna og samstarfið við Leikfélag Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Gosi í góðum höndum Helgu Amalds. Morgunblaðið/Kristján Gosi í slæmum félagsskap. „ÞETTA er brúðusýning með blandaðri tækni,“ segir Helga Arn- alds um sýninguna sem nýtir sér öll tiltæk meðul leikhússins. Helga hefur um nokkurra ára skeið rekið brúðuleikhúsið Tíu fingur og sýnir yfirleitt ein með brúður sínar við alls kyns aðstæður en sjaldnast í til þess gerðu leikhúsi. Leikhús úr engu „Eg er orðin svo vön þvi að búa til leikhús úr engu að í fyrstu ætl- aði ég að beita sömu aðferð hér í Samkomuhúsinu á Akureyri. En það gengur ekki að búa leikhúsið til þegar maður stendur á miðju sviði með allt til alls í kringum sig. Eg hef því óspart nýtt alla tækni- möguleika, bæði ljós og hljóð og svo hef ég tvo ágæta aðstoðar- menn í sýningunni, sviðsmanninn Þórarin Blöndal og hvíslarann Herdísi Jónsdóttur, sem nú gegna allt öðrum hlutverkum því þau leika mörg hlutverk með grímur og stjórna brúðum,“ segir Helga. Sýningin á Gosa er samvinnu- verkefni milli Leikfélags Akureyr- ar og Tíu fingra og eru fyrirhugað- ar 20 sýningar í Samkomuhúsinu nyrðra. „Eftir það á ég sýninguna og hef hugsað mér að bjóða hana til sýninga á höfuðborgarsvæðinu frá næsta hausti. Ég þarf að ein- falda hana talsvert svo ég geti leikið hana ein og án tæknimanna. Þeir Kristján Edelstein tónlistar- maður og Ingvar Björnsson ljósa- meistari leggja sýningunni mikið til og hafa nóg að gera meðan á henni stendur. Tæknilega er sýn- ingin mjög flókin og á tímabili hafði ég svolitlar áhyggjur af því að tæknin væri að vaxa okkur yfir höfuð en þetta hefur allt náðst í gott jafnvægi." Helga segist heppin með sam- starfsfólkið sitt. „Eg hef líka haft einn reyndasta leikstjóra landsins með mér, hann Þórhall Sigurðs- son, en hann er þaulkunnugur brúðuleikhúsi og leikstýrði t.d. sýningunni Bannað að hlæja með Leikbrúðulandi fyrir nokkrum ár- um.“ í fyrra leikstýrði Þórhallur Helgu í sýningunni Ketils saga Flatnefs sem notið hefur mikilla vinsælda hvarvetna sem Helga hefur sýnt hana. Skemmtilegl ævintýri Sagan af spýtustráknum Gosa eftir ítalska höfundinn C. Collody er vel þekkt ævintýri sem Helga segist hafa farið frjálsum höndum um. „Sagan birtist upphaflega sem vikuleg framhaldssaga í dagblaði og er firnalöng. Hún gerist á mörgum stöðum og býður upp á mikla möguleika. Eg hef kosið að leggja áherslu á samband Gosa við pabba sinn, hvernig Gosi þroskast frá því að vera uppi á móti öllu sem pabbi hans vill og til þess að bjarga lífi hans í lokin. A þeirri leið lendir Gosi í ýmsum hættum og það er refurinn sem er skúrk- urinn í sýningunni okkar, hann birtist aftur og aftur og reynir að tæla Gosa til fylgilags við sig til að græða á honum. Ég held að lang- flestir krakkar skilji samhengið þarna á milli án þess að það þurfi að vera á kostnað ævintýrsins, því fyrst og fremst er sagan stórkost- lega skemmtilegt ævintýri," segir Helga. Takmarkaður sýningafjöldi Hún bætir því við að undirtónn- inn sé sá að allar gjörðir manns hafi afleiðingar, góðar eða slæmar eftir atvikum, „...bæði fyrir mann sjálfan og þá sem manni þykir vænt um“. Sem áður sagði verða sýningar á Gosa í Samkomuhúsinu á Akureyri og verður sýnt þar daglega fram til 15. mars en þá lýkur sýningum. „Við verðum með tvær sýningar á dag á skólatíma á virkum dögum fyrir nemendur Grunnskóla á Norðurlandi en þær tvær helgar sem um ræðir verða sýningar fyrir almenning." Það er því rétt að bregða skjótt við fyrir þá sem vilja tryggja sér sæti á Gosa. Sýningin er 40 mínútur að lengd til að falla að stundaskrá nemenda sem ein kennslustund. Að sögn þeirra barna sem þegar hafa fengið að sjá sýninguna á forsýningum hefði þeim ekki þótt verra að sýningin væri talsvert lengri og betri með- mæli er vart hægt að hugsa sér. „Píanóleikari tónleikasalarins“ Morgunblaðið/Kristinn ítalski pianólcikarinn Domenico Codispoti heldur tónleika í Tíbrár- tónleikaröðinni í Salnum í Kópavogi í dag og Ieikur á Isafirði á morgun. ITALSKI pianóleikarinn Domenico Codispoti leikur verk eftir Schu- mann, Janácek og Chopin á tónleik- um í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, í dag kl. 16 og í Hömrum á Isafirði á morgun, sunnudag, kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við Stofnun Dante Alighieri á íslandi og Tónlistarfélag ísafjarðar en tónleikarnir í Salnum eru í Tí- brá, röð 1. Áður en hann settist við flygilinn í Salnum til að æfa sig í gærmorgun gaf Codispoti sér smástund til að tala við blaðamann Morgunblaðs- ins, með dyggri aðstoð Thors Vil- hjálmssonar, forseta Stofnunar Dante Alighieri á íslandi, sem túlk- aði samtalið. Sálarnauð og Ieit að hinum innri manni Sameiginlegan þráð í öllum verk- unum á efnisskránni segir Codisp- oti vera ákveðna sálarnauð, óvissu og leit að hinum innri manni. Fyrst á efnisskránni er Davids- biindlertiinze op. 6 eftir Schumann. Þar segir píanóleikarinn að spili sarnaii æskan og hin rómanti'ska hetja í leit að sínu eigin sjálfi, en verkið endi í spurn og gefi ekki ákveðið svar. Sónata 1.10.1905 „Á götunni" eft- ir Janácek var upphaflega í þremur þáttum en tónskáldið ákvað á síð- ustu stundu að sleppa þriðja þættin- um og brenndi handritið. Janácek fleygði raunar einnig fyrstu tveim- ur þáttunum að loknum frumflutn- ingi, en flytjandinn hafði afritað verkið og bjargaði þvf frá glötun. Verkið er skrifað í minningu tékk- neska verkamannsins Frantisék Pavlik, sem lét lífið í óeirðum við háskólabygginguna í Brno 1. októ- ber 1905. Yfirskrift fyrri þáttarins er Hugboð og hins síðari Dauði. „Verkið endar í angist,“ segir Cod- ispoti. Lokaverkið á tónleikunum er Sónata í h-moll op. 58 eftir Chopin, sú síðasta af þremur píanósónötum tónskáldsins. Verkið er samið 1844 þegar Chopin var á hátindi ferils sins en sama ár lést faðir hans. I tónleikaskrá segir að upphaf fyrsta þáttar minni um margt á verk Chopins frá fyrri tíð. Annað stefið sé með því fegursta sem frá hendi hans kom og hljómræn blæbrigði þáttarins ótrúleg. „Annar þáttur- inn, Scherzo, er sveipaður töfrum, þriðji þátturinn eins konar eintal, draumkennt næturljóð og loks hefðbundið Rondo, en á því lýkur verkinu á einkar glæsilegan máta,“ ritar Jónas Ingimundarson í tón- leikaskrá. Undir þetta tekur Codispoti, segir sónötuna hefjast í mikilli angist cn Ijúka í hetjumóði. Margverðlaunaður og eftir- sóttur konsertpíanisti Domenico Codispoti er fæddur í Catanzaro í Calabriahéraði á Suð- ur-ftalíu árið 1975. Hann lærði hjá í'talska pi'anóleikaranum Bruno Mezzena í Pescara og útskrifaðist með láði úr Tónlistarháskóla Pescara, þar sem hann hlaut jafnan hæstu einkunnir. I fréttatilkynn- ingu kemur fram að Codispoti er þegar margverðlaunaður og eftir- sóttur konsertpi'anisti í Evrópu og á Ítalíu. „Undanfarið hefur hann ver- ið mjög virkur í tónleikahaldi á Ital- íu og víðar um Evrópu. Hann fær jafnan góða dóma gagnrýnenda og ekki síður áheyrenda," segir enn- fremur í fréttatilkynningunni. Tónlistin tungumál án landamæra Codispoti hefur aðeins leikið inn á einn geisladisk, enda hefur hann verið kallaður „píanólcikari tón- leikasalarins" vegna hins góða sam- bands sem hann nær við áheyrend- ur sína. Hann segir tónlistina tungumál án landamæra, hún hjálpi fólki að ná saman, óháð þjóðerni og tungu, og skapi þegar best lætur samvitund með þeim sem hlusta. „Það er svo heillandi að fara milli landa og hitta fólk og geta talað við það á sama máli í ólíku umhverfi við ólíkar aðstæður. Jafnvel þó að þetta séu gjörólíkir staðir og fólk sem fæst við ólika hluti, reyni ég að ná sambandi við það þannig að það skapi eitthvað sameiginlegt - og að lokum er fólk jafnvel farið að spyija sömu spurninganna. Þá er tilganginum náð,“ segir píanóleik- arinn. Yerk Hauks Dórs í Grafar- vogskirkju SÝNINGIN Föstudagurinn langi er yfirskrift sýningar á verkum Hauks Dórs sem opnuð verður í Grafar- vogskirkju á morgun, sunnudag. Myndir Hauks eru af pínu og dauða Krists. Túlkun listamannsins er hvorki hátíðleg né kurteisleg; segir í fréttatilkynningu, en hún er í anda tjáningarfullrar myndlistar- hefðar sem hófst með þýska lista- manninum Grúnewald, sem dró upp næstum óhugnanlega mynd af lík- amlegum þjáningum Krists. Ennfremur segir: „Fyrir Hauki Dór er Kristur staðgengill okkar allra á krossinum, því er angist hans og niðurlæging meir en við getum nokkurn tímann ímyndað okkur. Gagnvart slíkri angist og niðurlæg- ingu dugir ekki hófstilla og yfirveg- un hefðþundinna myndlistar, heldur einungis bernskt og einlægt mynd- mál tilfinninganna.“ Djasskvöld Múlans GUITAR Islancio leikur á djass- kvöldi Múlans í Sölvasal Sólons ís- landus annaðkvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Tilóið skipa Gunnar Þórðarson á gítar, Björn Thoroddsen einnig á gít- ar og Jón Rafnsson kontrabassaleik- ari. Þeir leika djass í léttari kantin- um og í anda Django Reinhardt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.