Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 43 f MORGUNBLAÐIÐ lu nemur mörfflim milljónum króna Morgunblaðið/RAX Línunicnn splæsa saman rafmagnsvír sem síðan er dreginn í staurana í heimtauginni að bænuni Skagnesi í Mýrdal. Geðdeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík menn RARIK að ljúka við að tengja sveitabæina og vinnuhópur var í mýr- inni við Brekkur að reisa nýja staura og voru bjartsýnir á að þeim tækist að ljúka viðgerð fyrir nóttina og að raf- magn kæmist þá að vestan inn á kerfið í Mýrdalnum á nýjan leik. Gekk það eftir, luku þeir verkinu í gærkvöldi. Eftir er þó að vinna að frágangi enda var sumt gert til bráðabirgða svo straumur kæmist sem fyrst á. Við störf í Mýrdalnum, við Brekkur og lagfæringar á heimtaugum, voru þá 20 starfsmenn RARIK, frá Borgar- nesi, Selfossi og Hvolsvelli, auk tveggja björgunarsveitarmanna sem voru að berja klaka af línum. Höfðu þeir unnið hvíldarlítið frá því aðfara- nótt fimmtudags. Þá unnu 6-8 starfs- menn RARIK frá Höfn í Homafirði að því að koma rafmagni á bæi í Álftaveri og Meðallandi. Til skoðunar að leggja í jörð Rafmagnsveitur ríkisins verða fyrir umtalsverðum kostnaði við viðgerðir á raílínunum í Vestur-Skaftafellssýslu. Fjöldi manna er þar við störf, auk þess sem kaupa þarf að vélavinnu, efni í staura og línur og keyra dísilvélar. Kiistján Jónsson segir ekki búið að meta kostnaðinn en segir ljóst að hann nemi allmörgum milljónum króna. Raflínur hafa oft brotnað vegna óveðurs og ísingar í Mýrdalnum og fólk er orðið vant þeirri röskun á daglegu iífi sem það hefur í för með sér. Sumar lín- umar hafa rofnað á 6 til átta ára fresti. Kristján Jónsson rafmagnsstjóri segir að á hverju ári séu lögð hundruð kílómetra af línum í jörð. Áhersla hefur verið lögð á staði þar sem tjón hafa verið tíð vegna ísingar, mest á Norðurlandi en einnig nokkuð á Suðurlandi. Reynslan af því sé góð, mikið hafi dregið úr truflunum og rekstarkostnaður lækkað. Mýrdalur- inn hefur hins vegar ekki verið talinn mikið ísingarsvæði. Kristján segir að sú reynsla sem fáist af tjóninu nú verði notuð við mat á því hvar næst skuli bera niður. Mýrdalurinn komi vissu- lega til skoðunar í því efni. Kristján segir að einkum séu sveita- línur með 19 kílóvolta spennu lagðar í jörðu. Mun dýrara sé að grafa niður flutningslínur, eins og línuna frá Hvolsvelli til Víkur, en það komi vissu- lega einnig til skoðunar í ljósi fenginn- ar reynslu. HÖRÐ viðbrögð hafa orðið við tillögum um 100 millj- óna króna skerðingu á fjárframlögum til geð- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur á ár- sgrundvelli. Margir hafa að vonum lýst miklum áhyggjum sínum af þeirri fyrirætlan. Fyllsta aðhalds hefur ver- ið gætt undanfarin ár í rekstri geð- deilda sjúkrahúsanna í Reykjavík og á sl. ári tókst að halda þeim báðum inn- an þess fjárhagsramma sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Á undanfömum árum hefur sólarhrings- innlögnum fækkað, legu- tími styst og umtalsverð aukning orðið á nýtingu dagdeilda. Eins og fram kom í grein í Morgun- blaðinu 29. febrúar sl. var rúmum fækkað á geðdeild SHR á árinu 1997 og vaktahlutfall lækkað. Spamaðar- og aðhaldsaðgerðir hafa verið árvissar á geð- deildunum undanfarin ár sem og í öðrum þátt- um í rekstri sjúkrahús- anna. í kjölfar þess að Reykjavíkurborg dró sig alfarið út úr rekstri SHR hefur það ekki komið á óvart, að ríkið, sem nú er eigandi beggja sjúkrahúsanna, vilji freista þess að ná fram hagræðingu með skýrari verkaskiptingu og aukinni skilvirkni í rekstri. Hugmyndir um 100 milljóna króna samdrátt í starf- semi geðdeildar SHR hefðu hins veg- ar þýtt að meginhluta af starfsemi deildarinnar hefði verið hætt í núver- andi mynd. Slík breyting hefði ekki verið í neinu samræmi við hlutverk SHR sem aðalbráðasjúkrahúss lands- manna. I ljósi þessa vom settar fram tillögur sem vora m.a. kynntar í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. Tillög- urnar gerðu ráð fyrir að á Sjúkrahúsi Reykjavíkur yrði áfram öflug mót- tökugeðdeild, en að leitað yrði frekari hagræðingar með aukinni samvinnu geðdeildanna, samnýtingu á aðstöðu og mannafla, sem gæti að auki leitt til bættrar þjónustu við sjúklinga. Geðdeild SHR SHR er deildaskipt sjúkrahús og því augljóst að geðdeild gegnir þar mikilvægu hlutverki enda teljast geð- lækningar eitt af þremur meginsvið- um læknisfræðinnar, þ.e. auk lyf- og handlækninga. Sú staðreynd að SHR er aðalbráðasjúkrahús landsmanna með öfluga sjúkra- og slysamóttöku hefur það í för með sér að við sjúkra- húsið verður að vera móttökugeð- deild. Ekki hafa enn komið fram áætl- anir um endanlega verkaskiptingu sjúkrahúsanna í Reylqavík, enda vandasamt verk og sameiningarferlið verður eflaust flókið. Hugmyndir um háskólasjúkrahús þar sem þjónustu- og fræðasvið spanna bæði sjúkrahús- in er að mörgu leyti áhugaverð. Við slíkar skipulagsbreytingar er þó nauðsynlegt að faglegar forsendur fái sem mest ráðið um innra skipulag þjónustunnar. Við upphaf hugsan- legrar sameiningar sjúkrahúsanna væri því óráðlegt að gera óafturkræf- ar breytingar á aðstöðu og umfangi í þjónustu geðdeildanna, sérstaklega ef slíkar breytingar hefðu í för með sér lakari aðstöðu til bráðamóttöku geð- sjúkra. Aukið samstarf og hagræðing Það er augljóst að nýta þarf tak- markaða fjármuni heilbrigðisþjónust- unnar sem best til hagsbóta fyrir sjúklingana. Þó rekstrarleg sjónar- mið séu þýðingarmikil mega þau aldrei verða ráðandi varðandi þá þjón- ustu semhægt er að veita sjúklingum. Æskilegast væri að aukin skilvirkni og hagræðing leiddi til aukinna fram- laga til bættrar þjónustu. Geðdeildir Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspít- ala era mjög sambærilegar að því er varðar bráðaþjónustu og móttöku en aðstaða til sértækrar- og stoðþjón- ustu er með nokkuð ólíkum hætti. Þannig hefur geðdeild SHR á að skipa öflugum deildaskiptum dagspítala á Hvítabandi við Skólavörðustíg en undanfarið hafa sjúkra- húsin lagt aukna áherslu á að veita þjónustu á dagdeildum. Mjög góð aðstaða er til iðjuþjálf- unar í geðdeildarbygg- ingu á Landspítala og þar er einnig góð aðst- aða til móttöku á göngu- deild en takmörkuð göngudeildaraðstaða hefur háð starfsemi geð- deildar SHR. Á Klepps- spítala er þýðingarmikil aðstaða til starfsþjálfun- ar í Bergiðjunni og gæti sú aðstaða nýst betur báðum deildum, einkan- lega til nauðsynlegrar eflingar á endurhæfingu geðsjúkra. í Gunnarsholti á Rangár- völlum er vistheimili fyrir vímuefna- sjúklinga. Erfitt hefur reynst að koma við nægilegri faglegri þjónustu vegna fjarlægðar og svo hins að aukinn fjöldi yngri vímuefnaneytenda krefst bættrar aðstöðu til endurhæfingar. Á Arnarholti á Kjalarnesi hefur ein Fyrir sextán árum tóku föst fjárlög við af daggjaldakerfí sjúkra- húsanna, segir Hannes Pétursson, og hafa að mati margra runnið sitt skeið á enda. þriggja sjúkradeilda verið lokuð und- anfarin ár vegna fjárskorts. í Arnar- holti vistast m.a. einstaklingar sem vegna líkamlegra kvilla þyrftu á vist- un að halda á hjúkranardeildum fyrir aldraða. Hugsanlega mætti bæta nýt- ingu Arnarholts veralega með sam- starfi geðdeildanna og um leið auka möguleika á faglegri þjónustu og öfl- ugri endurhæfingu sjúklinga. Áhersluatriði íþjónustu Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hér á landi er með því besta sem ger- ist og þýðingarmikið að svo verði áfram. Lögð hefur verið áhersla á bráðaþjónustu sem opin er á báðum geðdeildunum allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ennfremur hefur verið lögð aukin áhersla á þjónustu á göngu- og dagdeildum í samræmi við þarfir sjúklinga. Eftir sem áður era innlagnir á sólarhringsdeildir oft eina raunhæfa úrræðið og því nauðsynlegt að sú aðstaða skerðist ekki frekar en orðið er. Á undanförnum 2-3 áram hefur heilbrigðisráðherra stutt sérstakt átak til að efla starfsemi barna- og unglingageðdeildarinnar. í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um úr- bætur vegna heilbrigðisþjónustu fyrir unglinga er verið að ganga frá úrbót- um á unglingadeild BUGL við Dal- braut sem mun efla bráðamóttöku deildarinnar. í því sambandi er stofn- að til aukins samstarfs við Barna- verndarstofu en einnig hefur verið rætt um að efla samstarf við SÁÁ vegna þeirrar skörunar sem er á þjón- ustu umræddra stofnana. Áukin áhersla á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn er einnig í samræmi við aukinn skilning á áhættuþáttum geðsjúk- dóma almennt, m.a. hjá fullorðnum, og nauðsyn þess að greina þá sem' fyrst og meðhöndla til að reyna að koma í veg fyrir langvarandi veikindi. Einnig er mjög brýnt að efla sam- skipti geðdeildanna við heilsugæsluna og aðra þá aðila sem fást við geðheil- brigðisþjónustu utan sjúkrahúsanna. Þar má m.a. nefna samtökin Geðhjálp og Geðvemdarfélagið. Geðheilsa, forvarnir og fræðsla Eiginlegar orsakir flestra geðsjúk- dóma era enn lítt þekktar en era í flestum tilvikum taldar flókið samspil líffræðilegra og sálfélagslegra þátta eins og í flestum örðum sjúkdómum. Vegna þessa er erfitt að koma við eig- inlegum forvörnum í mörgum tilvik-- um en þvi meiri ástæða til að efla vit- und og skilning almennings á geðsjúkdómum. Landlæknir efndi nýlega til átaks í þessu sambandi og varð áþreifanlega vart við aukna þjón- ustueftirspurn á bráðaþjónustum og göngudeildum geðdeildanna í kjölfar þess. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Evrópusambandið leggja áherslu á bætta geðheilsu og forvarnir gegn geðsjúkdómum á komandi misserum. Heilbrigðisráðuneytið hefur sent full- trúa sinn á fundi þessara aðila en víða í nágrannalöndunum hafa verið gerð- ar ráðstafanir í þessum efnum m.a. til að bæta greiningu og meðferð þung- lyndis, draga úr fordómum og bæta félagslega stöðu geðsjúkra. Það er sérstakt ánægjuefni að Geðhjálp hef- ur nú nýverið ráðið tvo fræðslufull- trúa í þessu sambandi og era miklar væntingar bundnar við þeirra störf. Mjög þýðingarmikið er að efla fræðslu um geðsjúkdóma og geðheil- brigði í skólum og á vinnustöðum eins og m.a. hefúr komið fram í grein Kristins Tómassonar, yfirlæknis hjá Vinnueftirliti ríkisins, í Mbl. 25. febr- úar sl. Lokaorð Stjórnendur geðdeilda sjúkrahús-* anna höfðu bent á að 100 milljóna króna samdráttur væri óraunhæfur og lögðu þunga áherslu á að geðdeild SHR yrði áfram starfrækt. Á þessi sjónarmið var fallist og jafnframt yrði stefnt að 40-50 milljóna króna hag- ræðingu í rekstri með þeim hætti að ekki kæmi til skerðingar á þjónustu. Þetta verður m.a. gert með aukinni samnýtingu á aðstöðu og mannafla, tilfærslu á starfsemi og aukinni áherslu á bráða- göngu- og dagdeild- arstarfsemi. Slíkar áherslubreytingar era í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað og miðast að þvi að geta veitt hverjum einstaklingi þá meðferð sem best henta hverju sinni. Fyrir sextán áram tóku föst fjárlög við af < daggjaldakerfi sjúkrahúsanna og hafa að mati margra rannið sitt skeið á enda. í grein sem Anna Lilja Gunnarsdóttir, forstöðumaður þróun- ar- og hagdeildar Ríkisspítala, skrif- aði í Morgunblaðið nú nýlega er lagt til að tekið verði upp blandað fjár- mögnunarkerfi, þ.e. að hluta föst fjár- lög en einnig að hluta breytilegar fjár- veitingar. Það er flestum orðið löngu ljóst að nauðsynlegt er að fjármagn fylgi sjúklingingum a.m.k. upp að vissu marki þannig að tryggt sé að sjúkrahúsin geti veitt nauðsynlega þjónustu án þess að slíkt leiði sjálf-* krafa til hallareksturs stofnana með tilheyrandi aðhaldsaðgerðum seinni hluta árs, eins og verið hefur nánast árvisst í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík. Höfundur er læknir, prófessor igeð- læknisfræði við læknadeild Háskóla •, íslands. Morgunblaðið/RAX tir á Giljum og Guðrún Einarsdóttir á Suður-Götum hituðu kaffi og súpu á gasi agnsleysinu, en sögðust ekki hafa lent í neinum teljandi erfiðleikum. n. Þetta væri þó erfitt verk. t þetta skrítið, enda vanar ; þefað mikið af sér. isar leiðir til að bjarga sér eru með sérstaka mótora við mjaltavélarnar en þeir eru oft of litlir. Þá hafa þeir möguleika á að tengja haugsugur inn á mjaltakerfin en svo stóð á á Litlu-Heiði að haugsugan var ekki heima við og þurfti því að handmjólka. Hannes Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.