Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 1
54. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Pinochet kominn heim til Chile
Fögnuður
og mótmæli
í Santiago
Santiago, London, París. AP, AFP, Reuters.
STUÐNINGSMENN Augustos
Pinochets, fyrrverandi einræðis-
herra í Chile, fögnuðu honum sem
hetju er hann sneri heim aftur í gær
en andstæðingar hans og þeir, sem
misstu ástvini sína í 17 ára valdatíð
einræðisherrans, hétu að gefast ekki
upp við að fá hann dæmdan. Fjöl-
miðlar í Evrópu sögðu í gær, að
ávinningurinn af Pinochet-málinu
væri sá, að fyrrverandi einræðis-
herrar gætu ekki lengur notið lífsins
lystisemda í Evrópu án þess að eiga
á hættu að vera dregnir fyrir dóm-
arann.
Hljómsveit chileska hersins lék
hergöngulög er Pinochet var borinn
út úr flugvélinni, sem flutti hann til
Santiago, en opinbera móttökuat-
höfnin var á lágu nótunum. Inni í
borginni höfðu um 3.000 manns
safnast saman til að fagna honum en
skammt þar frá efndu um 1.500
manns, mannréttindasamtök og
fólk, sem missti sína nánustu í valda-
tíð Pinochets, til mótmæla. Um 60
mál hafa verið höfðuð á hendur Pin-
ochet í Chile og sumir telja hugsan-
Hjálpar-
starfið
aukið
Genf, Maputo. AP, AFP, Reuters.
ERLEND ríki hafa heitið
aukinni aðstoð við nauðstadda
í Mósambík en talið er, að allt
að ein milljón manna hafí
misst heimili sitt í flóðunum.
Óttast er, að fellibylurinn
Gloria auki enn á hörmung-
arnar.
Talsmenn hjálparstarfsins í
Mósambík sögðu í gær, að
kæmi fellibylurinn Gloria inn
yfir landið myndi það hafa
skelfilegar afleiðingar. Fjöldi
manna hefðist enn við uppi á
húsþökum, uppi í trjám eða á
stöðum, sem upp úr vatninu
standa, og enn meiri úrkoma
og flóð gætu gert að engu
vonir um að bjarga sumum
þeirra.
Bandaríkin, Bretland og
önnur ríki Evrópusambands-
ins hafa heitið stóraukinni að-
stoð við hjálparstarfið í
Mósambík en hingað til hefur
það að mestu mætt á Suður-
Afríku. Suður-Afríkustjórn
vísaði í gær breska hjálparlið-
inu á burt en það hefur haft
bækistöð í s-afrískri herstöð.
Var sú skýring gefin, að þar
hefði lent bresk herflugvél án
tilskilinna leyfa.
legt, að sú friðhelgi, sem hann veitti
sér í raun sjálfur, verði afnumin.
Evrópskir fjölmiðlar voru sam-
mála um það í gær, að þótt Pinochet
hefði verið sleppt hefði það áunnist,
að fyrrverandi harðstjórum yrði
hvergi fritt hér eftir. Bresku fjöl-
miðlamir gagnrýndu þó ríkisstjórn-
ina og framgang hennar í málinu
mjög harðlega. Aætlaður kostnaður
við 17 mánaða dvöl Pinochets í Bret-
landi er á bilinu 7 til 17 milljarðar ísl.
króna.
■ Margir efast/28
Keuters
Chileski herinn var með nokkurn viðbúnað og viðhöfn er Pinochet kom til Santiago en eftir komuna var hann
strax fluttur til læknisskoðunar á sjúkrahúsi.
Tsjetsjenar segja að skæruhernaðurinn sé hafínn
Felldu tugi rússneskra
hermanna við Grosní
Moskvu, Lissabon. AFP, Reuters, AP.
HAFT var eftir rússneskum hers-
höfðingja í gær að 20 hermenn a.m.k.
hefðu fallið í árás skæruliða úr laun-
sátri í grennd við Grosní, höfuðstað
Tsjetsjníu. Skæruliðar sögðust einn-
ig hafa náð þremur þorpum á sitt
vald, þar af einu nálægt Grosní, en
rússnesk stjómvöld neituðu því.
Valerí Fjodorov, aðstoðarinnan-
ríkisráðherra Rússlands, sagði að
skæruliðar hefðu ráðist á bílalest
sérsveitar rússneska innanríkis-
ráðuneytisins við borgarmörk
Grosní í fyrradag. Skæruliðarnir
komu hermönnunum í opna skjöldu
og Rússar vora minntir óþyrmilega á
að stríðinu er ekki lokið.
Rússar sögðust hafa hrakið alla
skærahðana frá Grosní og nágrenni
fyrir mánuði og fréttin um mannfall-
ið olli því miklum titringi í rússnesku
fjölmiðlunum sem kröfðust svara við
því hvemig svo mannskæð árás gat
átt sér stað.
Skömmu fyrir árásina hafði herinn
lýst því yfir að hann myndi uppræta
síðustu skæraliðana í Tsjetsjníu innan
viku en árásin í íyrradag bendir til
þess að hemaðurinn dragist á langinn.
Fréttamenn sögðu að Tsjetsjen-
arnir hefðu fyrst varpað sprengjum á
fremsta og aftasta bíl sérsveitarinn-
ar, þannig að hinii- bílarnir komust
hvergi. „Við bjuggumst aldrei við svo
harðri árás á Grosní-svæðinu," sagði
einn sérsveitarmannanna eftir átök-
Leikjatölvufár í Tókýó
Tókýó. Reuters.
HÁLFGERT upplausnarástand
ríkti í Akihabara-hverfinu í Túkýó í
gær, „Rafurþorpinu" sem svo er
kallað, en þar höfðu þúsundir
manna safnast saman fyrir utan
raftækjaverslanimar. Er ástæðan
sú, að nú í morgun átti að hefjast
sala á nýju PlayStation2-leikjatölv-
unni frá Sony.
Margir höfðu komið sér fyrir
með viðlegubúnað á gangstéttunum
og mannþröngin var orðin svo mikil
í gærkvöldi, að lögreglan neyddist
til að grípa í taumana. Reyndi hún
að stugga við fólkinu en það vék sér
bara undan og safiiaðist jafnharðan
saman aftur við verslanimar.
Nýja PlayStation2-Ieikjatölvan
er sögð taka fyrirrennara sfnum
langt fram og einkanlega með afar
raunverulegri grafík. Þá er hún
cinnig gerð fyrir DVD-diska eða
Biðröðin við eina verslunina í gær en sala á PlayStation-leikjatölvunum
átti að hefjast í morgun. f Japan kostar tölvan 27.000 ísl. kr.
kvikmyndir og stefnt er að því, að
síðar verði hún búin nettengingu.
Býst Sony við að selja a.m.k. eina
milljón tölva á tveimur dögum en
það er bara eins og dropi í hafið
miðað við lfklega eftirspurn í Jap-
an.
Til stendur, að PlayStation2
komi á markað f Bandaríkjunum og
Evrópu með haustinu.
in sem stóðu í fjórar klukkustundir.
„Þeir skutu úr öllum áttum og við
reyndum að verjast þar til liðsauki
barst.“
Talsmaður skæraliðanna sagði í
gær að þeir hefðu hert hernað sinn
og náð þorpinu Alkhan-Kala, tæpum
15 km frá Grosní, og tveimur þorpum
við mikilvægan þjóðveg að fjöllunum
í suðurhluta landsins á sitt vald.
Hernaður Rússa gagnrýndur
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og fulltrúar
Evrópusambandsins í utanríkismál-
um gagnrýndu hemaðaraðgerðir
Rússa harkalega á fundi með Igor
ívanov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, í Lissabon í gær.
„Ástandið í Tsjetsjníu var efst á
baugi á fundinum og við töluðum
enga tæpitungu," sagði Albright.
„Ági'einingurinn er djúpstæður og
við fordæmdum harðlega hvemig
staðið hefur verið að hernaðinum og
kröfðumst ítarlegrar rannsóknar á
trúverðugum fréttum um grimmdar-
verk og mannréttindabrot."
Vladímír Pútín, starfandi forseti
Rússlands, hefur skipað rússneskan
„umboðsmann" sem á að rannsaka
ásakanir um mannréttindabrot í
Tsjetsjníu og fallist á að tveir
evrópskir eftirlitsmenn aðstoði hann.
MORGUNBLAÐIÐ 4. MARS 2000
5 69090
0 090000