Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 1
54. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pinochet kominn heim til Chile Fögnuður og mótmæli í Santiago Santiago, London, París. AP, AFP, Reuters. STUÐNINGSMENN Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, fögnuðu honum sem hetju er hann sneri heim aftur í gær en andstæðingar hans og þeir, sem misstu ástvini sína í 17 ára valdatíð einræðisherrans, hétu að gefast ekki upp við að fá hann dæmdan. Fjöl- miðlar í Evrópu sögðu í gær, að ávinningurinn af Pinochet-málinu væri sá, að fyrrverandi einræðis- herrar gætu ekki lengur notið lífsins lystisemda í Evrópu án þess að eiga á hættu að vera dregnir fyrir dóm- arann. Hljómsveit chileska hersins lék hergöngulög er Pinochet var borinn út úr flugvélinni, sem flutti hann til Santiago, en opinbera móttökuat- höfnin var á lágu nótunum. Inni í borginni höfðu um 3.000 manns safnast saman til að fagna honum en skammt þar frá efndu um 1.500 manns, mannréttindasamtök og fólk, sem missti sína nánustu í valda- tíð Pinochets, til mótmæla. Um 60 mál hafa verið höfðuð á hendur Pin- ochet í Chile og sumir telja hugsan- Hjálpar- starfið aukið Genf, Maputo. AP, AFP, Reuters. ERLEND ríki hafa heitið aukinni aðstoð við nauðstadda í Mósambík en talið er, að allt að ein milljón manna hafí misst heimili sitt í flóðunum. Óttast er, að fellibylurinn Gloria auki enn á hörmung- arnar. Talsmenn hjálparstarfsins í Mósambík sögðu í gær, að kæmi fellibylurinn Gloria inn yfir landið myndi það hafa skelfilegar afleiðingar. Fjöldi manna hefðist enn við uppi á húsþökum, uppi í trjám eða á stöðum, sem upp úr vatninu standa, og enn meiri úrkoma og flóð gætu gert að engu vonir um að bjarga sumum þeirra. Bandaríkin, Bretland og önnur ríki Evrópusambands- ins hafa heitið stóraukinni að- stoð við hjálparstarfið í Mósambík en hingað til hefur það að mestu mætt á Suður- Afríku. Suður-Afríkustjórn vísaði í gær breska hjálparlið- inu á burt en það hefur haft bækistöð í s-afrískri herstöð. Var sú skýring gefin, að þar hefði lent bresk herflugvél án tilskilinna leyfa. legt, að sú friðhelgi, sem hann veitti sér í raun sjálfur, verði afnumin. Evrópskir fjölmiðlar voru sam- mála um það í gær, að þótt Pinochet hefði verið sleppt hefði það áunnist, að fyrrverandi harðstjórum yrði hvergi fritt hér eftir. Bresku fjöl- miðlamir gagnrýndu þó ríkisstjórn- ina og framgang hennar í málinu mjög harðlega. Aætlaður kostnaður við 17 mánaða dvöl Pinochets í Bret- landi er á bilinu 7 til 17 milljarðar ísl. króna. ■ Margir efast/28 Keuters Chileski herinn var með nokkurn viðbúnað og viðhöfn er Pinochet kom til Santiago en eftir komuna var hann strax fluttur til læknisskoðunar á sjúkrahúsi. Tsjetsjenar segja að skæruhernaðurinn sé hafínn Felldu tugi rússneskra hermanna við Grosní Moskvu, Lissabon. AFP, Reuters, AP. HAFT var eftir rússneskum hers- höfðingja í gær að 20 hermenn a.m.k. hefðu fallið í árás skæruliða úr laun- sátri í grennd við Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu. Skæruliðar sögðust einn- ig hafa náð þremur þorpum á sitt vald, þar af einu nálægt Grosní, en rússnesk stjómvöld neituðu því. Valerí Fjodorov, aðstoðarinnan- ríkisráðherra Rússlands, sagði að skæruliðar hefðu ráðist á bílalest sérsveitar rússneska innanríkis- ráðuneytisins við borgarmörk Grosní í fyrradag. Skæruliðarnir komu hermönnunum í opna skjöldu og Rússar vora minntir óþyrmilega á að stríðinu er ekki lokið. Rússar sögðust hafa hrakið alla skærahðana frá Grosní og nágrenni fyrir mánuði og fréttin um mannfall- ið olli því miklum titringi í rússnesku fjölmiðlunum sem kröfðust svara við því hvemig svo mannskæð árás gat átt sér stað. Skömmu fyrir árásina hafði herinn lýst því yfir að hann myndi uppræta síðustu skæraliðana í Tsjetsjníu innan viku en árásin í íyrradag bendir til þess að hemaðurinn dragist á langinn. Fréttamenn sögðu að Tsjetsjen- arnir hefðu fyrst varpað sprengjum á fremsta og aftasta bíl sérsveitarinn- ar, þannig að hinii- bílarnir komust hvergi. „Við bjuggumst aldrei við svo harðri árás á Grosní-svæðinu," sagði einn sérsveitarmannanna eftir átök- Leikjatölvufár í Tókýó Tókýó. Reuters. HÁLFGERT upplausnarástand ríkti í Akihabara-hverfinu í Túkýó í gær, „Rafurþorpinu" sem svo er kallað, en þar höfðu þúsundir manna safnast saman fyrir utan raftækjaverslanimar. Er ástæðan sú, að nú í morgun átti að hefjast sala á nýju PlayStation2-leikjatölv- unni frá Sony. Margir höfðu komið sér fyrir með viðlegubúnað á gangstéttunum og mannþröngin var orðin svo mikil í gærkvöldi, að lögreglan neyddist til að grípa í taumana. Reyndi hún að stugga við fólkinu en það vék sér bara undan og safiiaðist jafnharðan saman aftur við verslanimar. Nýja PlayStation2-Ieikjatölvan er sögð taka fyrirrennara sfnum langt fram og einkanlega með afar raunverulegri grafík. Þá er hún cinnig gerð fyrir DVD-diska eða Biðröðin við eina verslunina í gær en sala á PlayStation-leikjatölvunum átti að hefjast í morgun. f Japan kostar tölvan 27.000 ísl. kr. kvikmyndir og stefnt er að því, að síðar verði hún búin nettengingu. Býst Sony við að selja a.m.k. eina milljón tölva á tveimur dögum en það er bara eins og dropi í hafið miðað við lfklega eftirspurn í Jap- an. Til stendur, að PlayStation2 komi á markað f Bandaríkjunum og Evrópu með haustinu. in sem stóðu í fjórar klukkustundir. „Þeir skutu úr öllum áttum og við reyndum að verjast þar til liðsauki barst.“ Talsmaður skæraliðanna sagði í gær að þeir hefðu hert hernað sinn og náð þorpinu Alkhan-Kala, tæpum 15 km frá Grosní, og tveimur þorpum við mikilvægan þjóðveg að fjöllunum í suðurhluta landsins á sitt vald. Hernaður Rússa gagnrýndur Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og fulltrúar Evrópusambandsins í utanríkismál- um gagnrýndu hemaðaraðgerðir Rússa harkalega á fundi með Igor ívanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í Lissabon í gær. „Ástandið í Tsjetsjníu var efst á baugi á fundinum og við töluðum enga tæpitungu," sagði Albright. „Ági'einingurinn er djúpstæður og við fordæmdum harðlega hvemig staðið hefur verið að hernaðinum og kröfðumst ítarlegrar rannsóknar á trúverðugum fréttum um grimmdar- verk og mannréttindabrot." Vladímír Pútín, starfandi forseti Rússlands, hefur skipað rússneskan „umboðsmann" sem á að rannsaka ásakanir um mannréttindabrot í Tsjetsjníu og fallist á að tveir evrópskir eftirlitsmenn aðstoði hann. MORGUNBLAÐIÐ 4. MARS 2000 5 69090 0 090000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.