Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________LAUGARDAGUR 4, MARS 2000 75 FÓLK í FRÉTTUM Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. Pelskápur eins og ekta regnkápur með hettu margar gerðir Opið laugardag frá kl. 10-16 Morgunblaðið/Kristinn Nœturgatinn I kvöld dansleikur með Stefáni Jökulssyni og Örnu Þorsteinsdóttur. ■w- Borðapantanir í síma 587 6080. — .. ... — w* Tónlistin sem aldrei deyr Það er óþarfí að leggja í langt ferðalag til að heyra afríska tónlist því ameríski trommu- leikarinn Yao Ababio er staddur hérlendis með „djembe“-trommurnar sínar. Sunna " 3 I Osk Logadóttir rann á hljóðið og fann Yao í Kramhúsinu. göngu acL,1c]jernpe“-trornmunum og ég komst að því að margir voru hrifn- ir afþeim.“ Yao hefur nokkrum sinnum farið til Airíku, bæði til að ferðast, læra og flytja tónlist sína. Hann hefur farið víða en hefur ennþá ekki komist til Suður-Afríku en segist mjög hrifinn af tónlist þaðan. „Það er mjög gaman að koma til Afríku. Menningin þar, söngurinn, dansinn og tónlistin er frábær. Ég nýt þess að vera þar. Hvar sem maður kemur er fólkið op- inskátt og víðsýnt og til í að kenna manni og hjálpa. Það er ólíkt Brook- lyn. Þar verður maður að sjá um sig sjálfur, vinna. En Brooklyn-búar eru hins vegar margir hverjir sterkir, KRAMHÚSIÐ fær árlega tíl sín gestakennara frá ýmsum löndum og var Yao Ababio fenginn hing- að til lands til að kenna hið vinsæla afró. Þar slær hann á „dj embe“-trommum- ar sínar og fær fólk til að hrista alla skanka í takt. Hann er nú staddur á íslandi í þriðja sinn og er orð- inn vanur veðrinu sem hann segir ekki svo ólíkt því sem hann á að venjast frá heima- slóðunum í Brooklyn- hverfi í New York. Tónlist frá Vestur-Afríku Yao spilar á svokall- aðar „Djembe“- trommur sem eru töluvert stærri en bongó-trommur sem flestir þekkja. „Tónlistin sem ég spila á ætth' að rekja til Vestur-Afríku og er frá 14. öld,“ segir Yao. „Ég hef kynnt mér vel slíka tónlist og lært hana; þetta er tónlistin sem aldrei deyr. Hún hefur gengið mann fram af manni í mörg hundruð ár og er enn stórkostleg og mjög öflug, heldur okkur sterkum.“ Yao hélt tónleika á Gauknum í síð- ustu viku og í kvöld spilar hann á Kaffi Thomsen ásamt Dj Margeiri. - Passar þessi tónlist vel með plötusnúðum? „Já, því hún er kannski gömul en hún er um leið mjög þróuð eða þroskuð. Það eru ekki allir sem geta spilað hana. Þessi tónlist er á öðru plani en nútímatónlist.“ -En hvenær byrj- aðirþú að tromma? „Eg hef leikið á trommur svo lengi sem ég man eftír mér,“ segir Yao og brosir. „Eg hef heyrt sögur um það að þeg- ar ég var lítill og fór í heimsókn til ömmu út í sveit spilaði ég víst á allt sem varð á vegi mínum. Kassa, blóma- vasa... nefndu það!“ - Hvenær fórstu fyrst að spila þá tónlist sem þú spilar aðallega núna? „Ég hef leikið afríska tónlist í mjög langan tíma. Ég byrjaði á því að spila tónlist sem er ættuð frá Ghana en þar eru margskonar trommur notaðar. í fyrstu spilaði ég ýmsa tónlist, fékk t.d. mikinn áhuga á tónlist frá Kúbu og Brasilíu á tímabili. Um fjórtán ára aldurinn fór ég að hallast nær ein- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Yao lék af innlifun á Gauknum í vikunni. sjálfstæðir og skapandi.“ Yao hefur atvinnu af því að tromma og er aðallega að koma fram og skemmta fólki en einnig að kenna líkt og hann gerir í Kramhúsinu. „Skemmtilegast af öllu finnst mér vera að segja fólki frá tónlistinni sem ég spila, hvaðan hún kemur og hvern- ig hún hefur þróast. Þá leik ég stutt- an lagbút og segi síðan frá því og einnig frá sögu dansins. Ég er mjög nátengdur tónlist minni, ég er hluti af henni, líkt og ballettdansmey sem gefur sig alla í dansverkið. Þess vegna vil ég að aðrir fái að njóta þess- arar tónlistar með mér.“ - Hvemig kanntu viðþigá Islandi? „ísland...“ segir hann hugsi og gjóar augunum á blaðamann sem bíð- ur spenntur eftir svari. „Jú, hér er in- dælt að vera. Ég á orðið marga góða vini héma því ég kom hingað fyrst ár- ið 1996 til að kenna. En ég sakna dóttur minnar.“ Skiljanlega, því dótt- irin er rétt eins árs og var farin að stíga fyrstu skrefin er Yao fór til ís- lands. Hann segist því varla geta beð- ið eftír að sjá hana en hann fer aftur heim 12. mars. TISKAN 12 Fólk í goshrakningum AUGL JÓST er og hefur lengi verið, að sjónvarp hefur yfirburði í frétt- um. Að flatmaga í hægindum heima hjá sér og horfa á og heyra til mann- lífsins fyrir utan toppar flest það, sem hægt er að bjóða upp á í frétta- þjónustu. Svo var um síðustu helgi, þegai' allt virtist ætla að gerast í einu, sem att getur fólki úr heimahægindum í langreisur um miðjan vetur, við eldgos og óstöðugt veður með hálku á vegum og veður- lýsingar varla nógu harðorðar og ákveðnar. Þá hefur ótrúleg jeppa- eign sett landann í fremstu röð ferðagarpa og raunar aldrei meiri garpa en síðan Hekla gaus hálf- gerðu leynigosi um siðustu helgi og hóf það af kurteisi á sjálfum frétta- tíma útvarpsins. Man ég ekki til að slíkt hafi gerst á útvarpssögulegum tíma, svo maður taki nú jarðfræði- lega til orða. Hefur þó Hekla verið að auka tíðni gosa kannski til að reyna að ná réttum fréttatíma. Vegna þoku og dimmviðris sást ein- ungis stopult til gossins í fyrstu. En um leið og fréttatímar sjónvarps byijuðu fór heldur betur að giilla í glóðir djöfsa, sbr. kenninguna um hlið heljar. Úti í Eyjum stóð maður frá CNN á vakt yfir Keikó, en Hekla gamla „moonaði" þennan sjónvarpsmann frá CNN svo svaka- lega, að gosið var orðin heimssfrétt eiginlega á meðan útvarpsfrétta- stofan var að basla við að tímasetja gosið; hvort það hófst kl. 18.15, 18.17 eða 18.20. Veðurfræðingar eru sparir á lýsingarorðin þessa daga, enda hefur aldrei þótt vitsmuna- legt að fara offari í orðum um veður- far. Deilt er um þessar mundir hvort nota eigi gamalt orðafar um veður eða poppað tal í sentimetrum og hefur metramælingin verið látin taka við af blíðuveðri eða stormi. Því eins og karlinn sagði þegar spurt var, um heyskapartíð, að ekki þyrfti að kvarta á meðan löðrandi blíða væri langt niður fyrir tún dög- um saman og var það orð að sönnu þótt ekki yrði góðviðrið mælt í cm. Nú veit enginn hvaðan á sig stendur veðrið við sentimetratal veðurfræð- inga, en það mátti margur reyna um síðustu helgi á neyðarvegi Vega- gerðarinnar - Þrengslavegi -. Sjón- vörpin sögðu ýtarlegar fréttir af strönduðu fólki, sem varð að ganga frá velsæld sinni, bílunum, í hundr- aða tali og skilja eftfr hross í aft- anívögnum, sem gefið var á garðann um miðja nótt meðan almenningur beið hjálparsveita og menn voru að villast á vélsleðum rétt hjá bílalest- unum. Ekkert spurðist af tófum. Sjónvarpið og aðrir fjölmiðlar höfðu varla sleppt talinu um gos- hrakninga á Þrengslavegi, þegar nýtt áhlaup gerði aðfaranótt fimmtudags. Þá lokuðust bæði Þregslavegur og Hellisheiði og Vesturlandsvegur við Mosfellsbæ. Enginn málsmetandi ferðalangur, nefndamaður og jeppaeigandi komst sem sagt spönn frá rassi. Veðurfræðingar voru sem fyrr að glugga í sentimetrana sína. Énginn minntist á slæmt veður, þótt það væri engu betra en veðrið um síð- ustu helgi. I raun erum við orðin svo „moderne“ að öllum búnaði, að við þolum veðurfar á íslandi verr en lausagöngumenn á nítjándu öld og eru þó heimildir um bága tíð hjá þeim. Eini maðurinn sem kunni að ferðast við vondai- aðstæður var Sigurður Ingjaldsson frá Bala- skarði, sem vandi sig á að liggja útí í öllum veðram. Hann átti engan jeppa, en þessi harðvítugi maður gafst upp á endanum og gerðist verkamaður í koparnámu í Kanada eftir að hafa lengið manna mest úti á fjöllum lungann úr æfinni. Indriði G. Þorsteinsson S JONVARPA LAUGARDEGI Yao Ababio spilar á Kaffi Thomsen í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.