Morgunblaðið - 04.03.2000, Side 67

Morgunblaðið - 04.03.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 67 Fyrirlestur um ást og aga í uppeldi FYRIRLESTUR verður í Foreldra- húsinu að Vonarstræti 4b, bakhúsi, mánudaginn 6. mars kl. 20:30. Fyrir- lesturinn heitir „Ást og agi í upp- eldi“. Farið verður yfir mikilvægi aga og aðferðir fyrir foreldra til að ná stjóm á bömum sínum á upp- byggilegan hátt. Fjallað verður um atriði eins og sjálfstraust, hlutverk foreldra í því sambandi og það sem kalla má „einkenni á árangursríku uppeldi" og einnig algengustu mis- tök í uppeldi. Fyrirlesari er Sæ- mundur Hafsteinsson, sálfræðingur, kennari og félagsráðgjafi með sér- menntun í fjölskylduráðgjöf. Hann starfar sjálfstætt, en hefur langa reynslu af sálfræðistörfum t.d. innan bamavemdar- og félagskerfisins og kennslu í ýmsum skólum og nám- skeiðahaldi. Allir velkomnir. Að- gangseyrir er 500 kr. -------------- Fylgist með dýrunum DÝRAVERNDARSAMBAND ís- lands hefur beðið blaðið um að birta eftirfarandi tilkynningu: Nú em jarðbönn um allt land og daglega berst fjöldi ábendinga og fyrirspurna um húsdýr, sem virðast vera í bjargarleysi úti á víðavangi. Aðallega er um hesta að ræða. Þar sem fólk virðist alveg ráðalaust í slíkum tilvikum viljum við benda á eftirfarandi. I lögum um dýravemd nr. 15/1994 segir: Lögreglunni ber að hafa eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði dýra. Þar segir einnig: Hver sem verður var við sjúkt, lemstrað eða bjargarlaust dýr skal veita því umönnun eftir föngum og gera lögreglu eða dýralækni við- vart svo fljótt sem unnt er. -----*-♦-♦---- Námskeið fyrir barn- fóstrur REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins gengst fyrir bamfóstru- námskeiði fyrir nemendur fædda 1986-1988. Markmiðið er að þátttak- endur fái aukna þekkingu um böm og umhverfi þeirra og öðlist þannig aukið öryggi við bamagæslu. Fjallað er um æskilega eiginleika bamfóstm, þroska bama, leikfanga- val, mikilvægi fæðutegunda, matar- hættí, aðhlynningu ungbama, pela- gjöf, slys í heimahúsum og veikindi. Leiðbeinendur eru Unnur Hermanns- dóttir, leikskólakennari, Ragnheiður Jónsdóttir og Kristín Vigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingar. Kennt verður fjögur kvöld frá kl. 18-21 í Fákafeni 11, 2. hæð. Haldin verða 8 námskeið. Næsta hefst miðvikudaginn 8. mars. Fjölskyldu- samkoma við Holtaveg FJÖLSKYLDUSAMKOMA verður í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg sunnudaginn 5. mars kl. 17. Ungur félagsmaður, Heiðar Þór Jónsson, mun lesa úr Biblíunni og hafa vitnisburð og bæn. Kór Kristí- legra skólasamtaka mun syngja. Stjómandi kórsins er Ólöf Inger Kjartansdóttir. Miðbæjarprestur KFUM og KFUK, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, hugleiðir Guðs orð með allri fjölskyldunni í tílefni dagsins. Létt og fjörug lög verða sungin. Stjómendur samkomunnar verða feðgamir Þorkell Gunnar og Sigur- björn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Eftir samkomuna geta viðstaddir fengið keypta máltíð. Búnaðarþing sett á sunnudag BUNAÐARÞING 2000 verður sett sunnudaginn 5. mars kl. 14 í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið verð- ur opnað kl. 13.30. Ávörp flytja: Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna og Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra. Þá ávarpar dr. Sigmun- dur Guðbjarnason, prófessor, þingið í tilefni setningarinnar. Barnakór Biskupstungna syng- ur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, leikararnir Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son og Erlingur Gíslason flytja þátt úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Afhent verða land- búnaðarverðlaunin 2000. Að lokinni setningarathöfn verður Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra og Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, afhent álit nefndar um þátttöku hesta og hestamanna í opinbemm móttök- um og landslið hestamanna fylkir liði við Hótel Sögu. Allri velunnarar landbúnaðar á íslandi em boðnir velkomnir. Fuglaskoðun í Fossvogi FUGLAVERNDARFÉLAG ís- lands gengst fyrir fuglaskoðun og vettvangsfræðslu sunnudaginn 5. mars. Kl. 14 verða sérfróðir leiðsögu- menn við botn Fossvogs að sunnan- verðu, niður af Sæbólsbraut og Mar- bakkabraut, fólki til leiðbeiningar, halds og trausts. Litið verður á vetrarfugla en þama getur oft að líta margar tegun- dir anda, vaðfugla og ýmsar óvæntar tegundir. Jafnvel er hugsanlegt að sjá fyrsta farfuglinn. Fólk er beðið að taka með sér sjónauka en fjarsjár verða á staðn- um. Hekluferð á morgun , FERÐAFÉLAG íslands efnir til Hekluferðar sunnudaginn 5. mars. Farið verður á jeppum og stærri bíl- um og er stefnt að því að aka fólki al- veg að hraunkantinum. Jarðfræðing- amir Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson sjá um leið- sögn. Farið verður frá Mörkinni 6 kl. 10 á sunnudagsmorgun. Þar sem bfla- fjöldi verður sniðinn að farþega- fjölda er nauðsynlegt að kaupa mið- ana íyrirfram og verður skrifstofa F.I., Mörkinni 6, opin vegna miða- sölu kl. 11-14 í dag, laugardag. ^ Áformuð heimkoma er milli 22 og 23 á sunnudagskvöld. Ariö 2030 munt þú geta gert ’ ótrúlegustu Vertu viss um aö þú hafir efni á því framtíðin bíðuneftirþér Landsbankans Lífeyrisbók Landsbankans: ?,?% viöbótarlífeyrissparnaöur Fjárvörslureikningar Landsbréfa: 2,2% viöbótarlifeyrissparnaöur íslenski lífeyrissjóöurinn: 2,2% viöbótarlífeyrissparnaöur Islenski lífeyrissjóðurinn: 10% lögbundiö lágmarksiögjald Lífís lífeyríssöfnun: 2,2% viðbótarlífcyrissparnaöur i Ifá II 1 il 19 Fjölbreytt val í lífeyrissparnaði Landsbankinn Betri banki www.landsbref.is I ANDSHRI-I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.