Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLADIÐ Minnsta atvinnuleysi í febrúar frá 1988 ATVINNULEYSI var 1,7% af mannafla á vinnumarkaði í febr- úarmánuði síðastliðnum. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur síðan í febrúar 1988 þrátt fyrir að tekið sé tillit til árstíða- bundinna sveiflna. Atvinnuleysi í febrúar í fyrra var 2,3% og 3,7% í febrúarmánuði árið 1998. Atvinnuleysið í febrúar jafngild- ir því að 2.366 hafi verið að meðal- tali á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um, 1.008 karlar og 1.358 konur. Atvinnuleysið er mest á Norður- landi vestra 2,4% og Norðurlandi eystra 2,3% en minnst á Vestur- landi 1,1% og Suðurnesjum 1,3%. Samkvæmt spá Vinnumálastofn- unar má gera ráð fyrir að atvinnu- leysi í marsmánuði verði á bilinu 1,6-2%. í síðasta mánuði voru 57 at- vinnulausir á Isafirði, 56 í Skaga- firði, 36 á Ólafsfirði, 31 á Húsavík og 64 í Árborg. f Reykjavík voru 1.146 atvinnulausir og 187 á Akur- eyri. Niðurstaða talningar v. boðunar verkfalls hjá aðildarfélögum VMSÍ-Li Félögin Fjöldi á kjörskrá Atkvæði greiddu Já Nei Auðir og ógildir Verkfall samþykkt Vlf. Akraness ^ ^ 398 144 36% 91 63% 52 36% 1 Já Vlf. Hörður, Hvalfirði Niðurstöður hafa ekki borist Vlf. Borgarness 305 105 34% 79 75% 25 24% 1 Já Vlf. Snæfellsbæjar 254 119 47% 82 69% 28 24% 9 Já Vlf. Stjarnan, Grundarfirói 102 48 47% 15 31% 32 67% 1 Nei Vlf. Stykkishólms 101 42 42% 8 19% 33 79% 1 Nei Vlf. Valur, Búðardal 35 1 3% 0% 0% Nei VI. oq sjóm.f. Grettir Ákveðið að fresta því að taka ákvörðun um atkvæðagreiðslu Frestað Vlf. Baldur, ísafjörður Ákveðið að fresta því að taka ákvörðun um atkvæðagreiðslu Frestað Vlf. Bolungarvíkur 81 41 51% 29 71% 10 24% 2 Já Vlf. Hólmavíkur Ákveðið að fresta því að taka ákvörðun um atkvæðagreiðslu Frestað Vlf. Hrútfirðinga Niðurstöður hafa ekki borist Stéttarfélagið Samstaða 448 207 46% 171 83% 31 15% 5 Já Vlf. Fram, Sauðárkrók 208 94 45% 80 85% 12 13% 2 Já Vkf. Aldan, Sauðárkrók 74 32 43% 27 84% 4 13% 1 Já Vlf. Vaka, Siglufirði 178 115 65% 96 83% 19 17% 0 Já Eining-lðja 2.562 1212 47% 966 80% 206 17% 40 Já Vlf. Húsavíkur 469 287 61% 236 82% 44 15% 7 Já Vlf. Öxarfjarðar 97 42 43% 35 83% 7 17% 0 Já Vlf. Raufarhafnar 121 59 49% 53 90% 6 10% 0 Já Vlf. Þórshafnar 87 50 57% 49 98% 1 2% 0 Já VI. oq sjóm.f. Vopnafj. oq Skeqqjastaðarhr. 105 87 83% 70 80% 14 16% 3 Já Vlf. Fljótsdalshéraðs og Borqarfjarðar 191 49 26% 30 61% 15 31% 4 Já Vmf. Fram, Seyðisfirði 99 43 43% 22 51% 20 47% 1 Já Vlf. Norðfirðinga 134 94 70% 82 87% 10 11% 2 Já Vlf. Árvakur, Eskifirði 153 114 75% 93 82% 19 17% 2 Já Vlf. Reyðarfjarðar 97 31 32% 21 68% 10 32% 0 Já VI. og sjóm.f. Fáskrúðsfjarðar 123 63 51% 26 41% 34 54% 3 Nei Vökull stéttarfélaq 337 173 51% 156 90% 12 7% 5 Já Vlf. Samherjar, Klaustri Niðurstöður hafa ekki borist Vlf. Víkingur, Vík Niðurstöður hafa ekki borist Vlf. Vestmanneyja - Vkf. Snót 532 139 26% 55 40% 82 59% 2 Nei Vlf. Rangæingur 221 75 34% 64 85% 10 13% 1 Já j VI. og sjóm.f. Bjarmi 48 11 23% 9 82% 2 18% 0 Já Vlf. Báran-Þór 909 293 32% 197 67% 94 32% 2 Já VI. og sjóm.f. Boðinn 511 ~ 116 23% " 66 57% 49 42% 1 Já Vlf. Grindavíkur 447 70 16% 40 57% 27 39% 3 Nei VI. oa sióm.f. Sandaerðis 287 112 39% 63 56% 48 43% 1 Já Verkfallsboðun sam- þykkt af 74% þeirra sem greiddu atkvæði MIKILL meirihluti félagsmanna verkalýðsfélaga innan Verkamanna- sambands íslands og Landssam- bands iðnverkafólks á landsbyggð- inni samþykkti að boða til verkfalls til að fylgja eftir kröfum félaganna í viðræðum við atvinnurekendui-. Alls- herjarverkfall skellur því á víða á landsbyggðinni aðfaranótt 30. mars næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 38 verkalýðsfélög innan Verka- mannasambandsins og Landssam- bands iðnverkafólks eru í samfloti í viðræðunum við atvinnurekendur, en það eru öll félög innan VMSI fyrir utan Eflingu í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur, en þessi fé- lög hafa þegar samið. Sex félög hafa fellt verkfallsboðun I þessum 38 félögum eru um 16.600 félagsmenn en hluti þeirra vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og tók ekki þátt í verkfallsboðun. Þrjú félög á Vestfjörðum ákváðu að fresta því að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls þar til niðurstöður úr atkvæðagreiðslu annarra félaga væru kunnar. í gærkvöldi lá fyrir að verkfall hafði verið samþykkt í 25 félögum en fellt í sex, eins og fram kemur í með; fylgjandi töflu. Starfsmenn VMSÍ höfðu ekki fengið upplýsingar um niðurstöðuna í fjórum félögum. Verkfallsboðun var samþykkt í flest- um stærstu verkalýðsfélögunum, meðal annars í Einingu-Iðju í Eyja- firði. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvennafélagið Snót í Vest- mannaeyjum, en talið var saman í þessum félögum, og Verkalýðsfélag Grindavíkur eru stærstu félögin sem felldu verkfallsboðun. Tillagan var einnig felld í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Fáskrúðsfjarðar, Verkalýðsfélaginu Stjömunni í Grundarfirði, Verkalýðsfélagi Stykkishólms og Verkalýðsfélaginu Val í Búðardal, en í síðastnefnda fé- laginu tók aðeins einn félagi þátt í at- kvæðagreiðslunni. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni er að meðaltali betri en oft áður, sam- kvæmt upplýsingum frá Verka- mannasambandinu. Á kjörskrá í þeim félögum sem skilað höfðu nið- urstöðum í gærkvöldi eru 9.714 fé- lagsmenn og greiddu 42% þeirra at- kvæði. Já sögðu 3.011, eða 74%, en 956 voru á móti verkfalli eða 24%. Útgerðir vilja skaðabætur vegna afnáms úreldingarreglna 6,5 milljarðar í úreldingu á þremur árum ÚTGERÐARMENN greiddu allt að 6,5 milljarða króna fyrir rúmmetra til úreldingar á fiskiskipum á árun- um 1996 til 1998 samkvæmt lögum þar lútandi en lögin voru afnumin í kjölfar dóms Hæstaréttar í Valdi- marsmálinu svokallaða. Isfélag Vestmannaeyja hf. hefur þegar höfð- að mál á hendur ríkinu þar sem kraf- ist er skaðabóta vegna kaupa á úr- eldingu fyrir 145 milljónir króna og Ijóst er að margar útgerðir bíða dóms í því máli. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu keyptu íslenskar útgerðir um 108 þúsund rúmlestir í tengslum við úr- eldingu fiskiskipa á árunum 1996, 1997 og 1998. Verð á rúmmetra var lengst af á þessum tíma um 35 þús- und krónur en verðið fór hæst í 85 þúsund krónur árið 1997. Ef miðað er við að meðalverðið hafi verið um 60 þúsund krónur á tímabilinu má áætla að alls hafi útgerðarmenn greitt um 6,5 milljarða króna fyrir rúmmetra til úreldingar á tímabil- inu. Greiddu 145 milljónir fyrir 2.000 rúmmetra ísfélag Vestmannaeyja hf. flutti fyrir þremur ái-um nýtt skip til landsins, Antares VE, og keypti um 2.000 rúmmetra endurnýjunarrétt til úreldingar á móti skipinu sem flutt var inn, samkvæmt reglum sem þá giltu um endurnýjun fiskiskipa, fyrir um 145 milljónir króna. Eftir að reglur um úreldingu fiskiskipa voru afnumdar með dómi Hæstaréttar og ekki þurfti lengur að kaupa úreld- ingu á móti nýju skipi höfðaði ísfé- lagið mál á hendur ííkinu og krafðist skaðabóta vegna afnáms reglnanna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Isfélagsins, er ekki ljóst hvenær niðurstaða fæst í málið en hann gerir ráð fyrir að það muni fara alla leið fyrir Hæstarétt. Margir bíða niðurstöðu Ljóst er að hópur útgerðarmanna mun fylgjast með framvindu mála, enda vörðu fjölmargar útgerðir tug- um og hundruðum milljóna króna í kaup á rúmmetrum vegna endurnýj- unar. Ljóst er að um miklar upphæð- ir er um að ræða verði ríkið dæmt skaðabótaskylt en hins vegar er óljóst hyersu langt aftur í tímann skaðabótaskyldan myndi ná. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnað kröfu SR-mjöIs um ógildingu kaupa á veiðileyfi og úreldingan-étti af Fisk- iðjunni Skagfirðingi hf. Þess ber þó að geta að SR-mjöl höfðaði málið gegn Fiskiðjunni Skagfirðingi á nokkuð öði-um forsendum en ísfélag Vestmannaeyja, þar sem SR-mjöl taldi sig ekki hafa fengið þau réttindi sem greitt var fyrir þegar dómurinn féll. Morgunblaðið/Sverrir S Utför Inga R. Helgasonar Utför Inga R. Helgasonar lög- fræðings var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær að við- stöddu fjölmenni. Málmblásarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands blésu utan við kirkjuna og strengjasveit úr Sinfóníuhljóm- sveit Islands lék við athöfnina. Séra Sigurjón Einarsson jarðsöng, organisti var Douglas Brotchie, félagar úr Schola Cantorum sungu og Inga Jóna Backman söng einsöng. Líkmenn voru Ingi Ragnar Ingason, Sigurmar Al- bertsson, Guðrún Agnarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Olafur B. Thors, Axel Gíslason, Hilmar Páls- son og Steingrímur J. Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.