Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hart tekist á um fullgild- gea
ingu Schengen-samnings tJSf
VIÐ síðari umræðu um þingsályktun-
artillögu utanríkisráðherra um full-
gildingu samnings um framkvæmd,
beitingu og þróun Schengen-gerð-
anna, sem fram fór á Alþingi í gær,
lýstu tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins sig andsnúna samþykkt
hennar. Sagðist Einar K. Guðfinns-
son ætla að sitja hjá við afgreiðslu
málsins en Einar Oddur Kristjánsson
lýsti þvi yfir að hann væri alveg ófá-
anlegur til að styðja þetta mál enda
sæi hann ekki að það hefði neitt nema
kostnað í för með sér fyrir íslend-
inga.
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, og fomaður utan-
ríkismálanefndar, mælti í upphafi
umræðunnar fyrir áliti meirihluta ut-
anríkismálanefndar sem leggur til að
tillagan verði samþykkt. Sagði hann
m.a. ljóst að ef Island hefði eitt Norð-
urlandanna kosið að standa utan
Schengen hefði eftirlit á norrænum
landamærum verið tekið upp gagn-
vart íslandi.
Tómas Ingi sagði að utanríkismála-
nefnd hefði kannað sérstaklega hvaða
undfrbúningur hefði farið fram á
Keflavíkurflugvelli vegna málsins og
þannig t.d. farið í kynnisferð í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar af því tilefni.
Áætlaður heildarkostnaður við fram-
kvæmdir í Flugstöðinni væri nú met-
inn 3,6 milljarðar kr., en beinn kostn-
aðui- vegna aðildar íslands að
Schengen um 500-900 millj. kr.
Meirihluti nefndarinnai' teldi hins
vegar að ef vel tækist til í allri fram-
kvæmd gæti þátttaka í Schengen fal-
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks
lýstu andstöðu
ALÞINGI
ið í sér sóknarfæri íyrir íslenska
ferðaþjónustu til lengri tíma litið.
Einai' K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sem situr í utanrík-
ismálanefnd, lýsti hins vegar því yfir
að hann myndi sitja hjá við afgreiðslu
málsins. Vakti hann í nefndaráliti
sínu sérstaka athygli á því að Scheng-
en-samstarfið hefði í för með sér um-
talsverðan kostnað sem borinn yrði
uppi af skattborgurum eða þeim sem
ferðuðust um Schengen-svæðið og
eftir atvikum ílugrekendum á svæð-
inu. Jafnframt vakti hann athygli á
þeirri staðreynd að tvö ríki innan
Evrópusambandsins sem Islendingar
hefðu haft mikil samskipti við, írland
og Bretland, yrðu ekki aðilar að
Schengen-samstarfinu.
Sighvatur Björgvinsson, þingmað-
ur Samfylkingar, sem hlut átti að
meirihlutaáliti utanríkismálanefndar,
vakti athygli á því í andsvari að
sinni við málið
varaþingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins lýsti sig andsnúinn stjórn-
arfrumvarpi og velti Sighvatur því
fyrir sér hvort utanríkisráðhen'a og
formanni Framsóknarflokksins hefði
verið ljós andstaða í þingflokki sjálf-
stæðismanna. Spurði hann hvort
fleiri sjálfstæðismenn væru mótfalln-
ir aðild að Schengen.
Ófáanlegur til að styðja málið
Svar við því fékk Sighvatur þegar
Einar Oddur Kristjánsson lýsti því
yfir að hann væri alveg ófáanlegur til
að styðja þetta mál. Sagði Einar Odd-
ur að engin einustu rök fyndust í
nefndaráliti meh’ihluta utanríkis-
málanefndar íyrir því að ganga inn í
Schengen-samstarfíð. Taldi Einar
Oddur að það hefði verið ómaksins
vert að kynna sér afstöðu Breta og
íra í þessu efni. Eyþjóðin enska teldi
þannig enga þörf fyrir sig að treysta
öðrum þjóðum fyrir landamæra-
vörslu sinni og hið sama ætti við um
Islendinga og Ira, þótt öðru gilti e.t.v.
um meginland Evrópu.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, sem sæti á í utan-
ríkismálanefnd, sagði umhugsunar-
efni hversu lítil umræða hefði orðið
um mögulega aðild Islands í Scheng-
en-samstarfinu og gagnrýndi hann
þátt stjórnvalda í því efni. Steingrím-
ur sagði eðlilegt að spyrja hvort
markmið með Schengen-aðild væri
fyrsta skrefið í átt að ESB-aðild og
taldi því næst til kostnað málinu sam-
fara, en í því sambandi benti hann á
að allar tölur þar að lútandi væru
mjög á reiki. Fór Steingrímur í ítar-
legu máli yfir kosti og galla aðildar og
lagði síðan til að Alþingi staðfesti ekki
samninginn og felldi þingsályktunar-
tillögu utanríkisráðheira. Þess í stað
yrði leitað eftir viðræðum um sér-
lausn fyiir Island.
Dýrt að vera ekki í Schengen
Halldór Asgrímsson utanríkisráð-
herra sagði það vissulega ljóst að
kostnaður vegna Schengen-aðildar
yrði mjög mikill þó að erfitt væri að
átta sig á því hversu mikill hann yrði.
Hann spurði hins vegar hvort menn
teldu virkilega að enginn kostnaður
yrði því samfara að vera ekki með í
Schengen-samstarfinu.
Halldór fullyrti að ferðamanna-
straumur til íslands yrði meiri og
auðveldari en áður færu Islendingar
inn í Schengen. Sagði hann einnig að
greiðara aðgengi milli landa myndi
liðka mjög fyrir viðskiptum, t.d. við
Evrópuþjóðimar. Hann sagði það
rétt að Schengen-aðild auðveldaði
hugsanlega inngöngu í ESB en hún
auðveldaði okkur ekki síður að vera
þar fyrir utan. Sagði Halldór það
jafnframt rangt að bera íslendinga
saman við Breta og íra, þessai' þjóðir
væru í ESB og aðstæður þeirra til
samninga því aðrar en okkar. Taldi
hann fullvíst að öll vandamál í tengsl-
um við Keflavíkurflugvöll, t.d. er
vörðuðu tengiflug, væru leysanleg.
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra mælti í gær fyrir
lagafrumvarpi sem felur í sér að
viðskiptabönkum og sparisjóðum
verði heimilt skv. sérstökum samn-
ingi að taka að sér að veita póst-
þjónustu fyrir hönd aðila sem leyfi
hefur til að veita slíka þjónustu. Tók
hún það þó sérstaklega fram að ekki
væri um það að ræða að viðskipta-
bankar og sparisjóðir öðluðust með
þessu sjálfstætt leyfi til póstþjón-
ustu. Valgerður sagði að hér væri
um afar þýðingarmikið mál að ræða
enda gæti samvinna um grunnþjón-
ustu af þessu tagi skipt sköpum um
hvort hún væri fyrir hendi eða ekki
í hinum dreifðu byggðum landsins.
Undir þetta tóku þau Svanfríður
Jónasdóttir, þingmaður Samfylk-
ingar, og Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og
sagði Einar ekkert óeðlilegt við það
að hægt væri að steypa saman þjón-
ustuformum sem vel ættu saman,
eins og hér væri ráð fyrir gert.
Svanfríður rakti tildrög þess að
málið væri komið inn á borð Al-
þingis og sagði hún að með þessum
hætti væri hægt að tryggja að
landsbyggðarfólk nyti eins góðrar
þjónustu og hugsanlegt væri miðað
við þær breyttu aðstæður sem nú
væru uppi. Þakkaði Valgerður
Svanfríði í seinni ræðu sinni það
frumkvæði sem hún hefði sýnt í
þessu máli, en fram kom að Svan-
fríður hefði ýtt við ráðherra að
þrýsta þessu máli fram er Valgerð-
ur tók við húsbóndavaldi í viðskipta-
ráðuneytinu.
Samkeppnislaga-
frumvarpi vel tekið
LAGAFRUMVARP sem felur í sér
veigamiklar breytingar á samkeppn-
islögum var vel tekið við fyrstu um-
ræðu á Alþingi í gær en Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
hafði mælt fyrir málinu. Voru þing-
menn á einu máli að frumvarpið yrði
til mikilla bóta og að með þeim
breytingum, sem það felur í sér,
væru gerðar bráðnauðsynlegar úr-
bætur á samkeppnislöggjöfinni.
í frumvai-pi viðskiptaráðherra er
skerpt mjög á samkeppnislöggjöf-
inni. Það felur m.a. i sér bann við
samkeppnishamlandi samstarfi fyr-
irtækja, bann við misnotkun á mark-
aðsráðandi stöðu og ennfremur eru
samrunaákvæði samkeppnislaga
styrkt til muna. Jóhanna Sigurðar-
dóttir og Lúðvík Bergvinsson, þing-
menn Samfylkingar, og Jón Bjarna-
son, þingmaður Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs, fögnuðu
því við umræðuna í gær að þetta
frumvarp væri framkomið og voru
sammála um að það bætti mjög
stöðu neytenda gagnvart hættunni á
fákeppni á markaði. Lýstu þau jafn-
framt þeirri ósk að þetta frumvarp
yrði að lögum sem fyrst.
Jóhanna gerði samrunaákvæði
fnjmvarpsins að sérstöku umtals-
efni og sagði mikilvægt að taka á
þeim málum. Kvaðst hún sannfærð
um að ýmis mál, sem komið hefðu
upp á síðustu misserum, hefðu farið
á annan veg ef Samkeppnistofnun
hefði haft þau úrræði sem henni
væru veitt með þessu frumvarpi
hvað varðaði samrunaferli fyrir-
tækja. Lúðvík fagnaði hins vegar
sérstaklega þeirri meginbreytingu,
sem í frumvarpinu felst, að horfið er
frá hinni svokölluðu misbeitingar-
reglu til svonefndrar bannreglu í
samkeppnismálum en í því felst sú
meginregla að nær allar samkeppn-
ishömlur séu bannaðar á meðan mis-
beitingarreglan felur ekki í sér slíkt
bann fyrirfram heldur aðeins mögu-
leika til að grípa inn í samkeppnis-
hömlur í einstökum tilvikum séu
þær taldar skaðlegar.
Jón Bjarnason taldi það hafa sýnt
sig að gildandi lög næðu ekki nægi-
lega langt til að vernda neytendur
með sómasamlegum hætti. Spurði
hann, rétt eins og Jóhanna, hvað liði
könnun á meintri fákeppni á mat-
vörumarkaði í líkingu við þá sem
Neytendasamtökin hafa farið fram
á. Svaraði Valgerður Sverrisdóttir
því til að eftir því sem hún vissi best
hefði Samkeppnisstofnun verið að
rannsaka þau mál, m.a. í samráði við
Neytendasamtökin.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafði í nógu að
snúast á Alþingi í gær og mælti m.a. fyrir fjórum frumvörpum.
Viðskiptaráðherra mælir fyrir frumvarpi um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði
Reglur skýrari og
ákvæði um menntun
Frumvarpið sagt ganga of skammt
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra mælti á Alþingi í
gær fyrir lagafrumvarpi um verð-
bréfaviðskipti og verðbréfasjóði en í
frumvarpinu er meðal annars kveðið
á um skýrari reglur og um nám
þeirra sem við verðbréfamiðlun
starfa, um viðskipti þein-a sjálfra og
fjölskyldna þeirra, auk þess sem að-
skilnaður einstakra starfssviða fyr-
irtækja í verðbréfaþjónustu er gerð-
ur skýrari með svokölluðum Kína-
múrum. Tveir þingmenn Sam-
fylkingar töldu hins vegar ekki
nægilega langt gengið í frumvarp-
inu.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar, lýsti í andsvari við
ræðu Valgerðar þeirri skoðun sinni
að horfa hefði átt í ríkari mæli til
þeirra ströngu reglna sem um verð-
bréfaviðskipti gilda í Bandaríkjun-
um. Sagði hann skynsamlegra að
leita í smiðju þeirra sem þekktu
þessa hluti hvað best fremur en að
vera að reyna að finna upp hjólið í
þessum efnum.
Jóhanna Sigurðardóttir tók hins
vegar mun dýpra í árinni en Lúðvík
og sagðist hún hafa orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum með frumvarp við-
skiptaráðherra. Kvaðst Jóhanna
hafa átt von á því að hraustlegar yrði
staðið að verki en þetta, miðað við
þær yfirlýsingar sem Valgerður
hefði gefið fyrr í vetur. Hún sagði
frumvarp viðskiptaráðhen-a að mjög
litlu leyti taka á þeim vandamálum
sem hefðu komið upp á verðbréfa-
markaðnum að undanförnu og þess
vegna mætti búast við að efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis þyrfti að
fara rækilega yfir málið áður en að
afgreiðslu þess kæmi. í seinni ræðu
sinni við umræðuna svaraði Valgerð-
ur Sverrisdóttir nokkrum þein-a
spurninga sem Jóhanna hafði lagt
fyrir hana. Sagði hún m.a. að vinna
væri í gangi í viðskiptaráðuneytinu
hvað varðaði ákvæði um meðferð
trúnaðarupplýsinga, og taldi hún
ekki útilokað að slík ákvæði yrðu
tekin inn í frumvarpið í meðförum
Alþingis, t.d. með heimild til reglu-
gerðarsetningar þar að lútandi.
RáðheiTann sagði einnig að bann
við kaupum starfsmanna á hluta-
bréfum í tiltekinn tíma eftir afkomu-
birtingu væri eitt af þeim atriðum
sem þyrfti að skoða nánar þó hún
teldi líklegt að hinir svokölluðu
Kínamúrar ættu að duga í því sam-
bandi.
Valgerður sagði að hvað varðaði
ýmis þau mál, sem komið hefðu til
kasta Verðbréfaþings og Fjármála-
eftirlits að undanförnu, þá væru
nokkur þeirra vissulega enn til um-
fjöllunar, að því er hún best vissi.
Það væri hins vegar ekki hennar að
greina frá niðurstöðum þeirra rann-
sókna, Fjármálaeftirlitið væri sjálf-
stæð stofnun og lyti ekki stjórn við-
skiptaráðherra.