Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 58
,58 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Forvitnilegar bækur miss wyommg I Coupland- inu góða Titill: Miss Wyoming. Höf.: Douglas Coupland. Útg.: Flamingo, 2000. 311 blaðsíður. KANADAMAÐURINN Douglas Coupland er líklega þekktastur fyr- ir fyrstu bók sína þrátt fyrir að hún hafí hvorki verið góð né selst sér- staklega vel. En titill hennar, Gen- eration X, var gripinn á lofti og svo jaskað út í fjölmiðlum á næstu ár- um. Síðan hefur Coupland verið tal- inn nokkurskonar guðfaðir X-kyn- slóðarinnar og sinnt því hlutverki samviskusamlega. Þær sex bækur sem hann hefur sent frá sér hafa allar fjallað um þessa kynslóð með einum eða öðrum hætti. Annað- hvort er hún að hressast eða Coup- j»land að verða sterkari höfundur því 'baekurnar hans verða stöðugt betri. Skáldsagan Miss Wyoming rekur til skiptis ævi smástirnisins Susan Colgate og kvik- myndaframleið- andans John Johnson. Hún er undir hælnum á metnaðarfullri móður sem dregur hana á milli feg- urðarsamkeppna og svífst einskis til að tryggja dóttur- inni sigur. Þegar Susan loksins sigr- ar afsalar hún sér krúnunni, hleypst %vo að heiman og hefur stefnulaust flakk um Bandarík- in. A meðan er John að framleiða hvern smellinn á eftir öðr- um en fær svo nóg af heimskunni í Holly- wood og ákveður að láta sig hverfa eitt- hvað út í buskann. Og auðvitað hljóta þau að hittast. Líklega er ein- faldast að lýsa söguþræðinum sem samblandi af kvikmyndunum Drop Dead Gorgeous og Paris, Texas. Sagan flakkar fram og aftur í tíma og hefur þau áhrif að les- ■íandinn verður á köflum jafn ringl- aður og aðalpersónurnar tvær. Hinsvegar er hún dálítið hefluð og pússuð og það vantar í hana leikinn sem hefur einkennt bækur Coup- lands fram að þessu. En fáir eru jafn næmir á samtímann og hann eða meiri sérfræðingar í hræsni, doða og andlegum gjaldþrotum. Persónur hans eru aldrei sterkar eða stórar heldur meira áttavilltir plottræflar og að drepast úr leið- indum. Engu að síður furðulega áhugaverðar. Hinsvegar hefur -^Coupland verið gagnrýndur fyrir að velta sér upp úr andleysinu en koma aldrei með neinar lausnir. Annaðhvort hefur hann hlustað á það eða er orðinn leiður á leiðanum því í síðustu bókum sínum hefur hann gerst stöðugt móralskari og bendir á nokkrar útgönguleiðir í Miss Wyoming. Þær eru ágætar. i Huldar Breiðfjörð RITHÖFUNDURINN ALEX GARLAND LANDSLAG ER MÍN PARADÍS SKÁLDSAGAN Ströndin eða „The Beach“ er sú fyrsta úr smiðju Alex Garlands og viðtökurnar hljóta að hafa komið rithöfundinum, sem er um þrítugt, í opna skjöldu. Það bara hlýtur að vera. Fyrst taka gagnrýnendur henni með kostum og kynjumj í Washington Post er bókin sögð þróast svo hratt og af svo miklum móði að fæstir eldri höfunda gætu ekki haldið í við hana nema í dagdraumum sínum. I ofan- álag ákveður leikstjórinn Danny Boyle, sem gerði eina eftirminni- legustu kvikmynd síðasta áratugar, Trainspotting, að ráðast í að gera mynd eftir skáldsögunni og fær Leonardo DiCaprio í aðalhlut- verkið. Leitað að paradís Segja má að ævintýrið hafi byij- að með flakki Garlands um Asíu þar sem hann fékk hugmynd að sögu um ungan Breta á bakpokaferða- lagi um Tafland, sem ákveður að leita að vel hulinni paradisarströnd ásamt frönsku pari. Þar verður fyr- ir þeim samfélag sem virðist eins og draumaveröld á yfirborðinu, en undir niðri er togstreita sem brýst út þegar vandamál steðja að. Skáldsagan kom fyrst út árið 1997 og hefur selst í yfir fimm millj- ónum eintaka. Onnur skáldsaga Garlands, Tesseract, kom út í júlí í fyrra og hefur selst yfir milljón eintaka. Hann vinnur um þessar mundir að handriti að sjónvarps- mynd fyrir BBC, en er mátulega bjartsýnn á að hún verði framleidd. „Ef ekki verður haf- ist handa við gerð myndar- innar næstu tólf mánuði verður ekkert úr því,“ seg- ir hann. Hand- ritið að kvik- mynd- inni _____ Strönd- Alex Garland inni er skrifað af John Hodge, þeim hinum sama og skrifaði handritið að Trainspotting eftir skáldsögu Irvine Welsh. Hann gerði ýmsar breytingar á sögunni og Ieikur blaðamanni forvitni á að heyra hvað Garland finnst um það. „Ég lít svo á að skáldsagan og kvik- myndin séu algjörlega aðskilin fyr- irbæri," svarar hann. Þakklátur fyrir að ráða engu „Þannig á það líka að vera. Ég seldi réttinn á sögunni til kvik- myndagerðarmanna, Dannys, Johns og Andrews [MacDonalds, framleiðanda] sem vinna eftir fast- mótaðri aðferðafræði. Ef kringum- stæðunum hefði verið snúið við hefði ég ekki viljað að þeir segðu mér fyrir verkum. Mér fannst við hæfi að þeir fengju að ráða eigin verkefni. Auk þess fannst mér þægilegt að líta svo á að engin tengsl væru á milli bókarinnar og myndarinnar; umgjörð myndarinn- ar var svo stór og þátttakendurnir svo áhrifamiklir að maður hefði verið fljótur að tapa áttum ef manni hefði ekki verið haldið utan við allt saman. í Iokin varð ég í raun þakk- látur fyrir breytingarnar vegna Alex Garland hefur gerst svo frægur að heimskunnur leikstjóri byggði veröld á hvíta tjaldinu úr orðum hans í skáldsög- unni Ströndinni. Pétur Blöndal talaði m.a. við hann um breytingarnar á sög- unni, aðalleikarann Leonardo DiCaprio og tölvuleiki. Leonardo DiCaprio og leikstjórinn Danny Boyle við tökur Strandarinnar. þess að fyrir vikið öðlast bókin nýtt líf í gegnum þremenningana, Leo, Tildu [Swinton] og alla þá sem komu að gerð rnyndarinnar." Þú ferðaðist vítt og breitt um Asíu; fannstu þessa strönd sem þú lýsir íbókinni? „Ströndin var eiginlega byggð á tveim ströndum, önnur þeirra var ekki í Taflandi. Hin var aftur á móti í Taflandi og það þarf ekki að leita lengi til að finna hana. Ég leit svo á að hún væri framlenging á eyja- klasa, sem ég ferðaðist um, þar sem greinilegt er að samfélögin eru á mismunandi þróunarstigum. Ég reyndi að ímynda mér næsta stig og skrifa um það. Mér fundust þessar eyjar heillandi, því fyrir aðeins tutt- ugu árum var ein þeirra alvcg ósnortin og ég fylgdist með því þeg- ar fólk byrjaði að ferðast þangað; það vakti andúð heimamanna sem sögðu það slæma þróun, þrátt fyrir að þeir sjálfir stæðu fyrir því að laða að ferðamennina. Ströndin er því skáldskapur en hana er engu að síður að finna í Taflandi, ef fólk bara skyggnist um.“ Eins og vinningur í happdrætti Hvað fannstþér uni að fá DiCaprio íhlutverk Richards? „Ég hafði aldrei ncinar áhyggjur vegna þess að ég bar fullkomið traust til aðstandenda myndarinn- ar,“ svarar hann. „Þetta var aðeins orðrómur þegar ég frétti fyrst af þessu til að byija með og smám saman varð mér Ijóst, m.a. eftir samtöl við Andrew, að DiCaprio ætlaði að taka að sér hlutverkið. Það kom mér því aldrei beinlínis i opna skjöldu. Mér leið dálítið eins og mér hefði verið réttur happa- drættismiði með vinningsnúmerum. Það rann upp fyrir mér að myndin ætti eftir að hala inn mikla fjár- muni, að hún gæti orðið gríðarstór í Bandaríkjunum og að við það myndu seljast, ótal eintök af bók- inni. Ég get ekki neitað því að svona hugsanir brutust mestmegnis um í kollinum á mér.“ Þú lýstir paradís i bókinni; hver cr þín paradís? „Landslag,“ svarar hann án þess að hugsa sig um. „Þar spilar fólk ekki stóra rullu. Ég elska landslag af öllu tagi, fjöll, skóga og strandir. Þegar ég var krakki var mamma með mynd á eldhúsveggnum af fólki sem var annaðhvort á leið til himnaríkis eða helvítis; ég veit það ekki. I bakgrunninum voru sólar- geislar og fjöll og það fannst mér frábært. Ég er ennþá jafn hrifinn.“ Skiptar skoðanir um tölvuleikinn Hluti af myndinni er gerður að tölvuleik, þrátt fyrir að þannig sé það ekki í skáldsögunni? Finnst þér það vera í anda sögunnar? „Forvitnileg spurning," svarar hann liugsi. „Tölvuleikir koma fyrir í sögunni, þótt það sé hálfgerð of- skynjun, að hluta til raunverulegt og að hluta til draumur. Svo ætli það ekki. Af einhverjum ástæðum fannst mér það atriði í myndinni samt aðeins eiga heima þar. Ef til vill vegna þess að áhrifin verða svo sterk í myndinni, atriðið er svo stuðandi fyrir áhorfendur, en í bók- inni er það óráðnara og draum- kenndara. Maður veit ekki alveg hvort persónan er sturluð eða upp- dópuð. Þetta er athyglisverð sena í myndinni vegna þess að fólk hefur mjög skiptar skoðanir á henni; sum- um líkar hún alls ekki á meðan aðr- ir eru mjög hrifnir." Hvað fannst þér? „Ég er á báðum áttum,“ svarar hann. „Þau atriði sem eru í eftirlæti hjá mér í myndinni eru þegar sam- félagið á eyjunni snýst gegn ein- staklingum, hvort sem tennurnar eru rifnar úr þeim eða þeir eru fluttir inn í frumskóginn. Það finnst mér vera hryllingurinn og burðar- aflið í myndinni. Ég hef sjálfur spil- að ótal tölvuleiki um ævina og þeg- ar ég horfði á atriðið [sem er eins og tölvuleikur] var ég í og með að velta því fyrir mér hvaða leikur þetta væri, hvort það væri Sega eða Nintendo. Að lokum, gætirðu hugsað þér að gerast handritshöfundur og fylgja bókum þínum sjálfur eftir? „Nei.“ Forvitnilegar bækur Saga Guðs A History of God eftir Karen Arm- strong. Vintage gefur út 1999. 511 síðna kilja í litlu broti. Kostar um 2.200 krónur í Máli og menningu. HIN rúmlega 4 þúsund ára gamla hugmynd um tilvist guðsins Yahweh er einhver sú áhrifamesta sem skotið hefur upp kollinum í sögu manns- andans. Þrátt fyrir að þjóðfélag okk- ar í dag rétt eins og fyrirrennarar þess er að mörgu leyti afsprengi þessarar hugmyndar verður ekki sagt að fólk sé meðvitað um sögu hennar og hvernig hún hefur þróast í gegnum árþúsundin. Og það er sennilega þess vegna sem Karen Armstrong skráir þessa sögu á einkar aðgengilegan, en umfram allt heillandi, máta. Armstrong byijar á því að lýsa því með hvaða hætti guðinn Yahweh kemur til sögunar. Hann er stríðs- guð sem bjargar ísraelsmönnum úr ánauð og eftir það frækilega afrek hefst tilvistarkreppa hans sem hefur staðið með hléum síðan. Israels- mönnum þótti Yahweh góður stríðs- guð en hann var með öllu óreyndur á sviði frjósemi og landbúnaðar. Aðrir guðir voru kallaðir til tilbeiðslu á þeim sviðum - þangað til hann sýndi mátt sinn og sendi þeim langþráð regn. Eftir að Yahweh hafði sýnt fram á það að kraftar hans náðu til allra sviða hófst barátta fylgjenda hans íyrir því að laga hugmyndina um guð að hverju því samfélags- mynstri sem fyrir þeim varð. Þetta er mikil saga sem Armstrong rekur af þekkingu. Hún lóðsar hugmynd- ina um guð um tímabil sögunnar og sýnir fram á í sjóferð sinni hvernig hún hefur tekið stakkaskiptum við hverja þá breytingu sem hefur orðið á samfélögum manna. Áhugaverðustu kaflarnir í bókinni eru án efa um frumkristnina en þar sýnir Armstrong fram á með áhuga- verðum rökum að það hafí verið tölu- vert mál að sníða kristindómnum stakk eftir vexti. Hún rekur hvernig hugmyndir manna um Kiist rákust á við hina platónsku heimspeki sem var ríkjandi á á svæðunum við Miðjarðarhaf og hvaða málamiðlanir menn þurftu að gera á trúnni til þess að sameina hana heimspekinni. Kaflinn um Islam er einnig mjög áhugaverður og sennilega er hann mörgum þeim sem hafa fyrir því að velta fyrir sér alþjóðastjórnmálum góð lesning. Armstrong gerir skýra grein fyrir tengslum Islam við krist- indóminn og gyðingdóminn og út- skýrir að mörgu leyti hvers vegna Islam breiddist svo hratt út um heiminn. Hægt væri að rekja helstu efnis- atriði bókarinnar í lengra máli sem væri æskilegra þvi henni er lítill greiði gerður með svo stuttri um- fjöllun. Því skal fullyrt að lokum að bókin veitir mikla innsýn inn í þessa miklu sögu sem hefur haft svo ríku- leg áhrif á sögu mannsandans. Sennilega vekur hún fleiri spurning- ar en hún svarar. Ætti lesning henn- ar þvi að vera kveikja að ítarlegri könnun á þessu áhugaverða efni - og það ætti að vera öllum nauðsynlegt því fátt skýrir sögu mannsins betur en saga hugmyndarinnar um guð. Örn Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.