Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
AF LISTSAMTÖKUM
í KAUPMANNAHÖFN
Eins og fram hefur komið eiga Danir heims-
met í virkum listamannasamtökum, sem á
fyrstu mánuðum hvers árs kynna ný verk
félagsmanna í aðalsýningarsölum Kaup-
mannahafnar. Bragi Ásgeirsson var á
vettvangi fyrir skömmu og segir hér frá
þeim, einnig lítillega af tveim slíkum sem í
------------7--------------------------
gangi voru. I næsta skrifí hermir af fleiri
merkum sýningarviðburðum í borginni við
sundið er sumir standa fram í maí.
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson.
Arne Haiigen Sörensen hefur málað Ledu og svaninn í ótal tilbrigðum.
Hér virðist eitthvað mikið ganga á.
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson.
Hinn nafnkenndi Lars Nörgaard var mættur með tvær stórar og litríkar
myndir og rötuðu rauðu miðarnir fljótt til hliðar við þær.
DANIR eiga það sem þeir
álíta sjálfir einsdæmi í
heiminum, sem eru hin
mörgu og grónu lista-
mannasamtök og er, Den Frie
Udstilling, í samnefndri byggingu
gegnt Osterport-járnbrautarstöð-
inni þeirra elst, eða frá 1891. Um er
að ræða sérstök samtök listamanna
sem standa fyrir árlegum sölusýn-
ingum á verkum meðlima sinna,
halda hópinn og ræða stöðuna á
vettvanginum. Bæta við sig meðl-
imum eftir því sem þurfa þykir en
hins vegar er ekki hægt að sækja
um aðild, þar að auki bjóða þau
gjarnan öðrum listamönnum að
taka þátt í árlegum framníngum, á
stundum heimsþekktum útlending-
um. Engin myndskoðun á sér stað
hvað sjálfa meðlimina snertir, en að
sjálfsögðu eru markaðar ákveðnar
reglur um vegg- og gólfrými. Hér
er öllu minna um að ræða að berj-
ast fyrir ákveðnum stílbrögðum og
stefnum í listinni, en viðgangi, lífs-
og athafnarými meðlimanna, sem
mun ótvírætt vera skýringin á
langlífi þeirra. Þrátt fyrir það er
þetta langlífi nokkur ráðgáta, því
stundum hefur illa árað, metingur
og innbyrðis sundurþykki hefur
lengstum verið fylgifiskur þeirra.
Den Frie var einmitt stofnað vegna
óánægju einstakra meðlima einkum
af yngri kynslóð, en fram að þeim
tíma hafði einungis verið um þrjá
möguleika á að koma verkum á
framfæri opinberlega; sýningu
Listakademíunnar á Charlotten-
borg, Vorsýninguna og Desem-
bersýninguna. Að vísu höfðu lista-
menn áður og fyrir eigið
frumkvæði staðið fyrir sýningum á
verkum sem dómnefndir á Char-
lottenborg-sýninguna höfðu hafn-
að, en þær vöktu takmarkaða at-
hygli. En þeir hugumstóru
listamenn sem stóðu fyrir stofnun
Den Frie gerðu það fyrir fleiri
ástæður og þær helstar, eins og
nafnið ber með sér, að berjast gegn
stöðnun og vera málsvarar frelsis
og nýrra viðhorfa. Meðal þeirra
sem höfðu átt erfitt uppdráttar á
Charlottenborgar-sýningunum
voru þeir J.F. Willumsen og Vil-
helm Hammershöi sem voru báðir í
liði stofnenda. Samtökin fengu
stormandi meðbyr og á fyrstu sýn-
ingu þeirra í listverslun Kleist á
Vesturbrúgötu, var aðsóknin slík
að langar biðraðir mynduðust við
innganginn, yfir 20.000 borgandi
gestir skoðuðu hana og hún skilaði
að auk drjúgum hagnaði, og þessi
uppgangur endurtók sig árið eftir.
Arið 1893 fengu samtökin eigin
timburskála á sjálfu Ráðhústorg-
inu, sem enginn annar en sá snjalli
hönnuður Thorvald Bindesböll
teiknaði, og sem dæmi um framsýni
upphafsmannanna var Willumsen
ekki með í það sinnið, en í stað þess
umfangsmikið úrval verka eftir þá
kumpána Paul Gauguin og Vincent
van Gogh (!), og vakti sýningin
gríðarlega athygli menningarsinn-
aðra borgarbúa. Hér voru Danir
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson.
Gestur Desembristerne í ár var
Englendingurinn Marc Quinn
með þessa undarlegu og illa
lyktandi höggmynd sem hékk í
rauðum þráð niður úr rjáfrinu.
Og að sjálfsögðu vakti hún
dijúga athygli.
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson.
Ekki vakti eftirgerð af Hermes
eftir Praxtiles minni athygli á
Desembristerne og ef vel er rýnt
í bak og fyrir geta menn sjálfir
uppgötvað af hverju.
sennilega fyrstir í heiminum að
kynna þessa tvo málara á veglegan
hátt og skýrir það í og með eign
danskra safna og einstaklinga á
verkum snillinganna. Árið 1898
gátu samtökin flutt í eigið hús, sem
Willumsen hafði teiknað og stóð í
Aborre-garðinum, en var flutt á nú-
verandi stað 1913.
etta var sem sagt upphaf-
ið, og verður ekki annað
sagt en að myndlistar-
menn hafí hugsað stórt í
lille Danmark á árum áður og gera
enn. En stórhugurinn smitaði þó
ekki út frá sér, heldur sannaðist
hér frekar að ungir eru ekki alltaf
ungir, og að byltingin étur börnin
sín, því næstu samtök voru stofnuð
vegna óánægju enn yngri meðlima
samtakanna og 1915 sauð uppúr og
markaði stofnun næstu samtaka,
Grönningen. Voru hér meðal
mætra listamanna þeir Harald
Giersing, P. Rostrup Böyesen og
Kai Nielsen, svo einhverjir þeir séu
nefndir sem Islendingar eiga að
þekkja. Kai Nielsen var kennari
Nínu Sæmundsson og Rostrup
Böysen margra íslenskra listspíra í
lok fimmta og upphafs sjötta ára-
tugarins, Giersing hins vegar einn
snjallasti málari Dana á tuttugustu
öld, áhrif hans víðtæk og skilupu
sér einnig að einhverju leyti til ís-
lendinga, sem seinna unnu að list
sinni eða stunduðu nám í Kaup-
mannahöfn, en snillingurinn lést
1927 aðeins 46 ára gamall. íslend-
ingar þekkja Grönningen vafalítið
best allra danskra listasamtaka þar
sem Jón Stefánsson og seinna
Svavar Guðnason voru meðlimir
þeirra um árabil og settu báðir
sterkan svip á allar þær sýningar
sem þeir á annað borð tóku þátt í.
Grönningen er risinn meðal
danskra listasamtaka með 54 með-
limi og yfirleitt vekja sýningar
þeirra hvað mesta athygli. Þá er að
geta Desembristerne er komu fram
1928, og helst fyrir þá sök að nú
voru bæði Den Frie og Grönningen
lokuð fyrir ungum hæfíleikamönn-
um (!) og sýningarsalir voru enn
sem komið var sárafáir í borginni.
Meðal stofnenda má nefna Sören
Hjorth Nielsen, seinna prófessor
við akademíuna, lærimeistara
margra Islendinga, og Holger J.
Jensen, lengi fagkennara í grafíska
skólanum og leiðbeinandi nokkurra
Islendinga. Hér voru meðal nafn-
kenndra meðlima, þeir Svend Wiig
Hansen, Henry Heerup, Færeying-
urinn Samuel .Joensen - Mikines,
Mogens Zieler og íslendingurinn
Sigurjón Olafsson, ásamt fyrri
konu hans, Tove Ólafsson, nema
hún hafi verið meðlimur Kammer-
aterne. A síðustu árum hafa Corn-
er-samtökin, sem sumir nefna há-
borg raunsæisins eða natúral-
ismans, veitt Grönningen harða
samkeppni einkum hvað sölu snert-
ir. Rætur Corner ná aftur til 1932
og meðal stofnanda var Victor
Brockdorff, seinna fyrsti sósíalreal-
isti á Norðurlöndum, en þrátt fyrir
það vinur heimsþekktra franskra
abstraktmálara eftirstríðsáranna,
einnig hliðhollur íslenzkum mynd-
listarmönnum sem tóku þátt í
Tvíæringnum í Rostock. Því miður
var Corner-sýningunni nýlokið er
mig bar að garði, einnig Kolorist-
erne sem komu upphaflega fram
sama ár. Sá natúralismi sem Corn-
er-meðlimirnir stunda er yfirleitt
nokkuð annar en hérlendir gætu
gert sér í hugarlund, teldist næsta
lítil stofulist, og meðal þeirra ekki
jafn miklir bógar á dönskum lista-
vettvangi og í Grönningen, en samt
hafa þeir sett hvert sölumetið á
fætur öðru síðustu árin, og nú í ár
var veltan yfir 30 milljónir! Loks er
að geta Kammeraterne, er komu
fyrst fram 1934 og sækja rætur í
þjóðfélagsraunsæi þriðja og fjórða
áratugarins. Við þekkjum helst til
þeirra fyrir þátttöku Jóns Engil-
berts á nokkrum sýningum og lau-
safréttir herma að þeir muni vera
að bera víurnar í Tryggva Ólafsson.
Þá eru upptalin elstu og helstu
listasamtök Kaupmannahafnar-
borgar, en þar hafa að auk um
langt árabil tíðkast árlegar og opin-
berar haustsýningar á Charlotten-
borg og vorsýningar á Den Frie og
teljast til mikilla viðburða. Dómn-
efndir velja þar úr innsendum
verkum sem geta skipt þúsundum.
Annars eðlis eru listhópar sem
stofnaðir hafa verið til fulltingis
ákveðnum listastefnum svo sem
Klingen, Linien, Helhesten, Höst-
udstillingen, Cobra, og í raun mun
fleiri. Ekki skal sjást yfir þann
mannlega breyskleika að einstakir
meðlimir hafa hlaupist undan
merkjum, eða af öðrum ástæðum
skipt yfir í önnur samtök, en það er
gömul saga og þó alltaf ný. Allt
þetta sem er Dönum til svo mikils
sóma væri þó ekki mögulegt ef ekki
kæmi til velvilji fjölmiðla sem beina
kastljósi sínu óspart að sýningum
listasamtakanna og ekki aðeins í
upphafi heldur fylgjast grannt með
gengi þeirra allan tímann. Og það
er á sýningum slíkra listasamtaka
sem söfn, listasjóðir og ráðuneyti
festa sér helst myndverk.
að sem fyrir mér vakir
með þessari úttekt á
dönskum listasamtökum,
er öðru fremur að opna
augu hérlendra fyrir mikilvægi op-
innar hlutlægrar listmiðlunar sem
hér er nánast engin. Eins og ailir
mega ráða af þessari upptalningu
hafa Kaupmannahafnarbúar stór-
um meiri möguleika til að fylgja
framvindu innlendrar listar frá ári
til árs en Reykvíkingar. Listmiðlun
er þannig á margfalt hærra og
hlutlægara plani í Danmörku en
hér á landi, sem gefur fólki tæki-
færi til að mynda sér sínar eigin
skoðanir án afskipta betui-vitandi
bendiprika, en þar erum við mjög
sennilega fremstir meðal jafninga
norðan sem sunnan Alpafjalla.
Það má líka vera auðséð að fólk
nálgast myndverk á annan og opn-
ari hátt í sýningarsölum Kaup-
mannahafnar en Reykjavíkur,
skoðar lengi og gaumgæfilega og
lætur ekki henda sig að snúa baki í
myndverk á opnunum sýninga full-
komlega út úr heiminum í orðræð-
um við Pétur, Pál og Pallesen.
Hlutlæg miðlun skiptir öllu og að
ekki sé talað niður til fólks með yf-