Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samstarfsvettvangur um heilbrigðistækni A að treysta undirstöð- ur þekkingariðnaðarins Morgunblaðið/Ái’ni Sæberg Frá stofnfundi samstarfsvettvangsins í gær. F.v.: Sveinn Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, Ulfar Steindórsson, framkvæmdastjdri Nýsköpunarsjdðs, Valgerður Sverrisddttir, Ingibjörg Pálmaddttir, Vilhjálm- ur Lúðvíksson frá Rannsdknaráði og Þdrður Helgason frá Heilbrigðistæknifélaginu. Stofnfundur sam- starfsvettvangs um heil- brigðistækni fór fram á Vífílsstaðaspítala í gær. Verkefnið er m.a. að stuðla að aukinni þróun og útflutningi lausna á sviði heilbrigðistækni. STOFNAÐILAR samstarfsvett- vangsins eru heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti, iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannsóknaráð Is- lands, Samtök iðnaðarins og Heil- brigðistæknifélag Islands. A stofnfundinum í gær var markmið vettvangsins kynnt, en það hefur verið skilgreint svo: „Að stuðla að aukinni þróun og útflutn- ingi heilbrigðistæknilausna frá Is- landi og um leið koma til móts við þarfir heilbrigðiskerfisins fyrir hag- kvæmari og betri lausnir til að bæta lífsgæði og lífslíkur sjúklinga." Ör vöxtur fyrirtækja Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðarins lýsti aðdraganda stofn- unar vettvangsins og því næst héldu Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Úlí'ar Stein- dórsson, framkvæmdastjóri Ný- sköpunarsjóðs stutt ávörp. Kom í máli þeirra allra fram mikil ánægja með að þetta skref hefði verið stigið og að þau byndu miklar vonir við starf vettvangsins í framtíðinni. Benti Ingibjörg Pálmadóttir m.a. á þann öra vöxt sem einkenndi fyrir- tæki og rannsóknir hér á landi í heil- brigðisvísindum og nefndi máli sínu til stuðnings fyrirtæki á borð við Össur, Flögu, íslenska erfðagrein- ingu, Delta, Tölvumiðlun og Urði, Verðandi, Skuld. Valgerður Sverrisdóttir sagði að atvinna framtíðarinnar byggðist að mestu upp á þekkingu og mannauði. Það væri hinn svonefndi þekkingar- iðnaður, þótt hún tæki fram að með því vildi hún ekki gera lítið úr tveim- ur helstu atvinnugreinum þjóðar- innar til þessa; sjávarútvegi og landbúnaði. „Til þess að þekkingar- iðnaðurinn geti vaxið áfram hér á landi og dafnað þurfa undirstöðurn- ar að vera í lagi. Möguleikarnir eru óþrjótandi og gefa ótal tækifæri til að virkja það afl sem býr í unga fólk- inu til framtíðar," sagði Valgerður. Að því loknu var skrifað undir samkomulag um stofnun samstarfs- vettvangsins, en það nær til næstu þriggja ára og tryggir vettvangnum 13,4 milljónir á ári. Aukinheldur er ætlunin að leita til ýmissa aðila eftir fjárframlögum, hér á landi sem er- lendis, svo og um þátttöku og sam- starf í smæiri og stærri verkefnum. Framkvæmdastjóri vettvangsins hefur ekki verið ráðinn, en fram kom á stofnfundinum að staða hans yrði augiýst laus til umsóknar á næstunni. Framtíðarsýn í fimm þáttum Fi-am kom á fundinum að það er samdóma álit þeiiTa sem tengjast heilbrigðistækni hér á landi að Is- lendingar eigi mikil sóknartækifæri á því sviði. Heildarvelta í greininni hér á landi nam um fjórum milljörð- um árið 1998 og fer ört vaxandi. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um veltuna á síðasta ári. Stofnun samstarfsvettvangsins er þannig til komin að árið 1997 leituðu Heilbrigðistæknifélag íslands og Samtök iðnaðarins til Rannsókna- ráðs íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis með það að markmiði að mynda breiðari samstöðu um úrbætur á starfsum- hverfí, eflingu nýsköpunar og upp- byggingu fyrirtækja í heilbrigðis- tækni. Varð úr að gera skyldi úttekt á stöðu greinarinnar og móta mark- vissa stefnu og framtíðarsýn varð- andi uppbyggingu hennar. Verkefnið hófst í ársbyrjun 1998 með skipun verkefnisstjórnar sjö aðila og ráðinn var verkefnisstjóri. I framhaldi af því sóttu 30 aðilar tveggja daga ráðstefnu í Hvera- gerði um stefnumótun og eftir að niðurstöður hennar lágu fyrir hefur verið unnið að fjármögnun verkefn- isins. Framtíðarsýn fyrirtækja, stofn- ana og ráðuneyta á sviði heilbrigð- istækni var kynnt á fundinum og er henni skipt í eftirfarandi fímm flokka: Aukin hagkvæmni, skilvirkni og gæði í heilbrigðisþjónustu á grund- velli nýrra lausna, upplýsingatækni og fjarvinnslu. Sterk og sérhæfð fyrirtæki sem byggja á lykilþekkingu og færni. Islendingar í fremstu röð í tækni, hönnun og smíði tækja og búnaðar fyrir heilbrigðiskerfið (heilbrigðis- tækni). Góður árangur í markaðssetningu íslenskrar heilbrigðistækni á al- þjóðlegum markaði. Öflugt íslenskt heilbrigðiskerfí til fyrirmyndar á alþjóðamarkaði fyi'ir skilvirkni, gæði og hagkvæmni. Fjölmörg afmörkuð verkefni Hugmyndin að sérstökum sam- starfsvettvangi varð einnig til í kringum stefnumótunarvinnuna. Er hann hugsaður fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki í greininni til að koma á og vinna að samstarfí inn- anlands og erlendis um þróunar- og markaðsmál á sviði heilbrigðis- tækni. A vettvangnum á þannig að vera unnt að vinna að mati og fjármögn- un samstarfsverkefna þar sem leit- ast er við að styrkja veikar hliðar verkefna og nýta tækifærin sem fel- ast í styrkleikanum. Þar á einnig að vera unnt að bæta aðstæður þessara aðila til að geta stundað árangurs- ríkt þróunarsamstarf. Hópurinn sem vann að stefnu- mótuninni benti einnig á fjölmörg afmörkuð verkefni sem tengst gætu samstarfi vettvangsins og stuðlað að bættum skilyrðum til samstarfs. Meðal þeirra má nefna skilgrein- ingu og mótun samstarfsverkefnis um uppbyggingu og þróun upplýs- ingatækninets fyrir heilbrigðiskerf- ið, og um uppbyggingu og mótun fjarlækningakerfa og skipulags til prófunar nýrra lækningatækja og aðferða í samstarfi við innlenda og erlenda aðila, að koma á skipulagi fyrir vöruþróunarsamninga milli fyrirtækja og stofnana, að virkja nemendur og unga frumkvöðla til samstarfs, að veita fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og upplýsingar um möguleika og lausnir með því að reka upplýsingabanka á Netinu og að efna til ráðstefna, námskeiða og umræðu um málefni á þessu sviði. Þrjú ár til að byrja með Á fundinum kom fram að sam- komulag um stofnun vettvangsins tekur til þriggja ára til að byrja með. Að þeim tíma liðnum er ætlun- in að endurmeta starfsemina í Ijósi árangurs. Styrkir verða veittir til verkefna og forverkefna, en einnig kemur annað form stuðnings til greina, m.a. hlutafjármögnun og vinnu- framlag. Áætlað er að stuðningur geti numið um 50% af heildarkostn- aðiverkefna. Á fundinum kom fram að með stofnun samstarfsvettvangsins væri ekki ætlunin að byggja upp nýjan sjóð eða stofnun. Um verkefna- bundið fyrirkomulag væri að ræða, þar sem í ljósi árangurs væri unnt að færa verkefnið inn í þá sjóði eða stofnanir sem best væru í stakk búnar að taka við hugmyndafræð- inni þegar fram í sækti. Bent var á að sl. fjögur ár hefði verið starfræktur samstarfsvett- vangur sjávarútvegs og iðnaðar með mjög góðum árangri. Þar hefðu um 50 verkefni hlotið fyrirgreiðslu á einn eða annan hátt og fengið styi'ki á bilinu 100 þúsund til 1 milljón króna. Nokkur þessara verkefna hefðu hreinlega slegið í gegn og margborgað það fjármagn sem lagt hefði verið í starfsemi sjóðsins í formi verðmætasköpunar. Aðilar innan sjávarútvegsins og iðnaðarins hefðu lýst yfir mikilli ánægju með starfsemi vettvangsins - gefið hon- um 9 af 10 mögulegum í meðalein- kunn, sem segði sína sögu. PÁLL Sigurðsson, rakarameistari í Reykjavík, lést síðast- liðinn sunnudag, átta- tíu og tveggja ára að aldri. Páll fæddist í Reykjavík 4. janúar 1918 og voru foreldrar hans Halldóra Jóns- dóttir húsmóðir og Sig- urður Ólafsson rakara- meistari. Hann lærði rakaraiðn hjá föður sínum, á rakarastofu Sigurðar Ólafssonar, sem rekin var í húsi Eimskipafélagsins. Þar starfaði Páll að námi loknu, tók síð- ar við rekstri stofunnar og annað- ist hann til ársins 1987 er hún var flutt. Frá árinu 1989 bjó Páll á Hrafnistu í Reykjavík en þar hélt hann áfram störfum við iðn sína í nokkur ár og bauð þjónustu sína þar tvo eftirmiðdaga í viku. Samningar RSÍog IÚ ekki born- ir upp NÝGERÐUR kjarasamningur Raf- iðnarsambandsins og Islenska út- varpsfélagsins var ekki borinn upp í gær eins og áætlað hafði verið. Eng- inn fundur var haldinn um kjara- samninginn í gær, en fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Hafliði Sívertsen, formaður Fé- lags tæknifólks í rafiðnaði, segii' að ýmsar ástæður hafi orðið þess vald- andi að ekki var fundað um málið í gær. „Við ræðum þetta á fimmtudag og ákveðum þá framhaldið," sagði Hafliði og nefndi að sú hugmynd hefði komið fram að greiða atkvæði um samninginn bréflega. Heimildir Morgunblaðsins herma að ástæður tafarinnar séu þæi' að meðal félagsmanna RSÍ hjá íslenska útvai'psfélaginu sé ríkur vilji til að bíða með atkvæðagreiðslu um samn- inginn þar til niðui'staða er ljós í at- kvæðagreiðslu Flóabandalagsins um kjarasamninginn við SA. ------------- Fengu aðstoð til byggða TVÆR björgunarsveitir, Ingunn á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi, aðstoðuðu ellefu ferðamenn frá Ferðafélaginu Útivist aðfaranótt sl. mánudags. Björgunarsveitarmenn frá Ingunni voru kallaðir út til að huga að ferðafólkinu sem var á gönguskíðum og ætlaði að ganga frá Skjaldbreið að Laugarvatni. Mikil ís- ing var og kuldi og fólkið ekki nægi- lega vel búið. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ferðamennina og komu allir til byggða um kl. 3 um nóttina. Páll gegndi margs konar félags- og trún- aðarstörfum. Hann var meðal annars for- maður Meistarafélags hárskera um árabil og hvatti til samstarfs og sameiningar félaga hái'skera- og hár- greiðslumeistara. Hann var einn af stofnendum almenns lífeyrissjóðs iðnaðar- manna og sat í bankaráði Iðnaðar- bankans. Þá var hann heiðursfélagi Meist- arafélags hárskera. Kona Páls var Kristbjörg Her- mannsdóttir en hún lést í nóvem- ber 1970. Börn þeirra voru þrjú: Kolbeinn Hermann, Vigdís Val- gerður, bæði búsett í Reykjavík, og Sigurbjörg, sem búsett er í Eng- landi. Áður átti Páll soninn Brynjar. MARSHALL B. COYNE LATINN er í Banda- ríkjunum Marshall B. Coyne, athafnamaður í Washington, og mik- ill Islandsvinur. Hann var 89 ára að aldri er' hann lést 16. mars síðastliðinn. Marshall B. Coyne fæddist í New York en flutti til Washing- ton á fimmta áratugn- um. Hann var um- svifamikill verktaki og fékkst að lokinni heimsstyrj öldinni einkum við byggingar stórhýsa í höfuðborg Bandaríkjanna. Hann Marshall B. Coyne reisti þar meðal annars lúxus- hótel, The Madison, og rak það í mörg ár. Þar gerði hann Islend- ingum kleift að búa á sérstökum kjörum. Margir listmuna hans prýddu hótelið. Mars- hall B. Coyne var tví- kvæntur. Báðar dætur hans af fyrra hjóna- bandi eru látnar en af- komendur hans eru fimm barnabörn og eitt barnabarnabarn. Marshall B. Coyne kom alloft til íslands, ekki síst til laxveiða, og átti þar til vina að sækja. Andlát PÁLL SIGURÐSSON Páll Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.