Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 64
Heimavörn
SECURITAS
Sími: 580 7000
Dro9um næst
24. mars
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
MORGUSBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5fi91181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ(íi MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTII
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Snjóbretta-
mót á
Arnarhóli
Keppendur svifu yfir Arnarhóli í
gærkvöldi þar sem fram fór keppni
í stökki á snjóbrettum. Ingólfur
kippti sér ekki upp við atganginn í
ungviðinu sem tók þátt i keppninni
af lífi og sál. Keppnin er hluti af
Vetrariþróttahátíð Iþróttabanda-
lags Reykjavíkur og er landnáms-
maðurinn verndari mótsins. Er
þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er
haldið innan borgarmarkanna.
^iCinkavæðingarnefnd falið að undirbúa sölu Landssímans
Erlendir bankar
sýna mikinn áhuga
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hefur falið framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu að hefja
undirbúning að sölu Landssíma Is-
“ Eldurí
flugvél í
flugskýli
ELDUR kom upp í fjögurra
sæta flugvél sem stóð í flug-
skýli við Reykjavíkurflugvöll,
svokölluðum Fluggörðum, um
klukkan hálftíu í gærkvöldi.
Eigandi flugvélarinnar hafði
slökkt eldinn með handslökkvi-
tæki þegar slökkvilið Reykja-
víkurflugvallar kom á vettvang.
Einhverjar skemmdir urðu á
” vélinni en samkvæmt upplýs-
ingum slökkviliðsins eru elds-
upptök ókunn.
Aðrar vélar voru ekki taldar í
hættu.
lands hf. Hreinn Loftsson, formaður
framkvæmdanefndarinnar, segir að
vart hafi orðið við mikinn áhuga á
þessu máli að undanförnu.
„Við höfum meðal annars orðið
varir við mikinn áhuga erlendra
bankastofnana og annarra á að koma
að þessu máli með einhverjum hætti.
Petta þykir greinilega mjög áhuga-
vert mál,“ sagði Hreinn.
I bréfínu felur samgönguráðherra
einkavæðingamefnd að gera tillögu
um hvemig staðið skuli að sölu
hlutafjár í Landssímanum. Nefnd-
inni era ekki sett nein tímamörk í
þeirri vinnu en að sögn Hreins Lofts-
sonar hefur nefndin þegar aflað sér
gagna og kynnt sér þessi mál í öðr-
um löndum.
Um næstu helgi mun nefndin kalla
til sín fulltrúa ýmissa fyrirtækja, s.s.
Landssímans, Samkeppnisstofnunar
og samkeppnisfyrirtækja á fjai'-
skiptamarkaði.
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir að
nefndin komi ekki beint að hugsan-
legri sölu Landssíma Islands nema
hvað varðar ráðstöfun söluhagnaðar.
Hann segir að ekkert verð liggi fyrir
enda ráði markaðurinn því og verðið
fari líka eftir því hvort fyrirtækið
verði selt í einu lagi eða hlutum, en
rætt hafi verið um tugi milljarða.
„Menn hafa fleygt á milli sín tölum
um 40 milljarða en ég vil ekki stað-
festa að það sé viðmiðunarverð,“
segir Jón og bætir við að málið sé í
höndum einkavæðingamefndar og
ekki sé búið að leggja fram framvarp
um söluna.
Skoða kosti og galla á sölu á
umtalsverðum hlut til eins aðila
í bréfi samgönguráðherra til
einkavæðingarnefndar er lögð
áhersla á að nefndin skoði fjóra þætti
sérstaklega. í fyrsta lagi að tiyggja
starfsfólki kauprétt á hlutafé. I öðru
lagi að ákveðinn hluti verði seldur í
almennri dreifðri sölu, sérstaklega
símnotendum. I þriðja lagi á nefndin
að skoða kosti og galla þess að selja
umtalsverðan hlut til eins aðila og
loks er henni falið að meta hag-
kvæmni þeirra hugmynda sem fram
hafa komið um að skilja að einstaka
þætti í starfsemi fyrirtækisins.
I Undirbúningur/6
Morgunblaðið/Ásdís
BOÐAÐ verður til allsherjarverkfalls
verkafólks víða á landsbyggðinni að-
faranótt 30. mars næstkomandi ef
samningar nást ekki við vinnuveit-
endur fyrir þann tíma. I gærkvöldi lá
fyrir að félagsmenn í 25 félögum
höfðu samþykkt að boða til verkfalls
en í sex félögum var verkfalli hafnað,
þar á meðal í Vestmannaeyjum og
Grindavík.
Talin hafa verið atkvæði í atkvæða-
greiðslu meginhluta þeirra verka-
, Nðsfélaga á landsbyggðinni sem era
'j"Wnan Verkamannasambands íslands
i* og Landssambands iðnverkafólks,
það er að segja félaga utan höfuð;
borgai'svæðisins og Keflavíkur. í
gærkvöldi lá fyrir að verkfallsboðun
hafði verið samþykkt í 25 félögum,
þar á meðal mörgum þeirra stærstu,
en felld í sex félögum, meðal annars
verkalýðsfélögunum í Vestmannaeyj-
um og Grindavík. Þrjú félög á Vest-
fjörðum höfðu frestað því að taka
ákvörðun um atkvæðagreiðslu og
upplýsingar um niðurstöðu í fjóram
litlum félögum lágu ekki fyrir. Þegar
á heildina er litið greiddu 42% félaga
á kjörskrá atkvæði og 74% þeirra
samþykktu verkfallsboðun en 24%
vora á móti.
Skýr skilaboð
„Þetta er afgerandi niðurstaða og
skýr skilaboð. Fólk vill fylgja eftir
þeim kröfum sem það sjálft bjó til,“
sagði Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambandsins, í
gærkvöldi. Hann sagði að farið yrði
yfir málið í heild á fundi samninga-
nefndar VMSÍ í dag. Spurður um
stöðu þeirra félaga sem felldu verk-
fallsboðun sagði Bjöm Grétar að það
færi eftir vilja þeirra sjálfra hvort þau
tækju þátt í samflotinu. Hann sagði
möguleika á því að fresta verkfallsað-
gerðum til að þétta raðirnar og bjóst
við að þá hugmynd bæri á góma á
fundi forystumanna félaganna í dag.
Bjöm Grétar sagðist ekki geta
metið áhrif niðurstöðunnar á samn-
ingaviðræðurnar við atvinnurekend-
ur en sáttafundur er fyrirhugaðm- í
dag. „Við getum ekkert sagt til um
það. Við þurfum að vinna úr þessu og
tökum til þess þann tíma sem við
þurfum.“
Kom ekki á óvart
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagði að það
kæmi ekki á óvart að verkfallsboðun
væri víða samþykkt, það væri í sam-
ræmi við það sem búist hefði verið
við. Það vekti hins vegar athygli að
verkfallsboðun hefði verið felld í sex
félögum.
Hann sagði ekkert hægt að full-
yrða um áhrif niðurstöðunnar á
samningaviðræður. Kvaðst hann þó
vonast til að unnt yrði að ná vitræn-
um niðurstöðum áður en til verkfalls
kæmi. Minnti Ari á þá staðreynd að á
árinu 1997 hefði ekki komið til verk-
falls, nema hjá félögum á Vestfjörð-
um, þótt til þess hefði verið boðað.
■ 74% þeirra sem greiddu/4
Verkalýðsfélög víða á landsbyggðinni ákveða boðun verkfalls 30. mars
Samþykkt á 25 stöðum -
fellt í Eyjum og Grindavík
• Þú færð líka
ferðapunkta
aföllum
boðqreiðslum!
Icelandaír ftt ÍEE2ÍVISA ÍSLAND.
7 milljónir fyrir krókaleyfí
VERÐ á veiðileyfum í þorskafla-
hámarki hefur hækkað um allt að
500% í kjölfar stjórnarframvarps
sjávarútvegsráðherra um frestun
laga um afhendingu veiðileyfa á
nýja krókabáta.
Fjölmargir krókabátai' eru nú í
smíðum hérlendis og höfðu eigend-
ur þeirra reiknað með að fá veiði-
leyfi á þá 1. september nk. en gild-
istöku laganna hefur nú verið
frestað um eitt ár.
Spurn eftir veiði-
leyfum eykst
Að sögn Eggerts Jóhannesson-
ar, framkvæmdastjóra skipamiðl-
unarinnar Báta og búnaðar, sitja
margir uppi með nýja báta án þess
að fá á þá veiðileyfi á næsta fisk-
veiðiári. Því hafi spurn eftir veiði-
leyfum aukist mikið og verðið þar
af leiðandi.
Þess séu nú dæmi að greiddar
séu allt að 300 þúsund krónur fyrir
rúmmetra en verðið var um 50 þús-
und krónur áður. Þannig hafi
stærstu veiðileyfi verið seld á allt
að 7-8 milljónir.
Eggert segii' að frestun laganna
hafi einnig áhrif á verð veiðileyfa í
sóknardagakerfum þar sem bát-
arnir fá úthlutað 23 dögum. Dýr-
ustu leyfin seljist á 14 milljónir.
■ 500% hækkun/Bl