Morgunblaðið - 22.03.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.03.2000, Qupperneq 64
Heimavörn SECURITAS Sími: 580 7000 Dro9um næst 24. mars HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUSBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5fi91181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ(íi MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Snjóbretta- mót á Arnarhóli Keppendur svifu yfir Arnarhóli í gærkvöldi þar sem fram fór keppni í stökki á snjóbrettum. Ingólfur kippti sér ekki upp við atganginn í ungviðinu sem tók þátt i keppninni af lífi og sál. Keppnin er hluti af Vetrariþróttahátíð Iþróttabanda- lags Reykjavíkur og er landnáms- maðurinn verndari mótsins. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið innan borgarmarkanna. ^iCinkavæðingarnefnd falið að undirbúa sölu Landssímans Erlendir bankar sýna mikinn áhuga STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur falið framkvæmda- nefnd um einkavæðingu að hefja undirbúning að sölu Landssíma Is- “ Eldurí flugvél í flugskýli ELDUR kom upp í fjögurra sæta flugvél sem stóð í flug- skýli við Reykjavíkurflugvöll, svokölluðum Fluggörðum, um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Eigandi flugvélarinnar hafði slökkt eldinn með handslökkvi- tæki þegar slökkvilið Reykja- víkurflugvallar kom á vettvang. Einhverjar skemmdir urðu á ” vélinni en samkvæmt upplýs- ingum slökkviliðsins eru elds- upptök ókunn. Aðrar vélar voru ekki taldar í hættu. lands hf. Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, segir að vart hafi orðið við mikinn áhuga á þessu máli að undanförnu. „Við höfum meðal annars orðið varir við mikinn áhuga erlendra bankastofnana og annarra á að koma að þessu máli með einhverjum hætti. Petta þykir greinilega mjög áhuga- vert mál,“ sagði Hreinn. I bréfínu felur samgönguráðherra einkavæðingamefnd að gera tillögu um hvemig staðið skuli að sölu hlutafjár í Landssímanum. Nefnd- inni era ekki sett nein tímamörk í þeirri vinnu en að sögn Hreins Lofts- sonar hefur nefndin þegar aflað sér gagna og kynnt sér þessi mál í öðr- um löndum. Um næstu helgi mun nefndin kalla til sín fulltrúa ýmissa fyrirtækja, s.s. Landssímans, Samkeppnisstofnunar og samkeppnisfyrirtækja á fjai'- skiptamarkaði. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að nefndin komi ekki beint að hugsan- legri sölu Landssíma Islands nema hvað varðar ráðstöfun söluhagnaðar. Hann segir að ekkert verð liggi fyrir enda ráði markaðurinn því og verðið fari líka eftir því hvort fyrirtækið verði selt í einu lagi eða hlutum, en rætt hafi verið um tugi milljarða. „Menn hafa fleygt á milli sín tölum um 40 milljarða en ég vil ekki stað- festa að það sé viðmiðunarverð,“ segir Jón og bætir við að málið sé í höndum einkavæðingamefndar og ekki sé búið að leggja fram framvarp um söluna. Skoða kosti og galla á sölu á umtalsverðum hlut til eins aðila í bréfi samgönguráðherra til einkavæðingarnefndar er lögð áhersla á að nefndin skoði fjóra þætti sérstaklega. í fyrsta lagi að tiyggja starfsfólki kauprétt á hlutafé. I öðru lagi að ákveðinn hluti verði seldur í almennri dreifðri sölu, sérstaklega símnotendum. I þriðja lagi á nefndin að skoða kosti og galla þess að selja umtalsverðan hlut til eins aðila og loks er henni falið að meta hag- kvæmni þeirra hugmynda sem fram hafa komið um að skilja að einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins. I Undirbúningur/6 Morgunblaðið/Ásdís BOÐAÐ verður til allsherjarverkfalls verkafólks víða á landsbyggðinni að- faranótt 30. mars næstkomandi ef samningar nást ekki við vinnuveit- endur fyrir þann tíma. I gærkvöldi lá fyrir að félagsmenn í 25 félögum höfðu samþykkt að boða til verkfalls en í sex félögum var verkfalli hafnað, þar á meðal í Vestmannaeyjum og Grindavík. Talin hafa verið atkvæði í atkvæða- greiðslu meginhluta þeirra verka- , Nðsfélaga á landsbyggðinni sem era 'j"Wnan Verkamannasambands íslands i* og Landssambands iðnverkafólks, það er að segja félaga utan höfuð; borgai'svæðisins og Keflavíkur. í gærkvöldi lá fyrir að verkfallsboðun hafði verið samþykkt í 25 félögum, þar á meðal mörgum þeirra stærstu, en felld í sex félögum, meðal annars verkalýðsfélögunum í Vestmannaeyj- um og Grindavík. Þrjú félög á Vest- fjörðum höfðu frestað því að taka ákvörðun um atkvæðagreiðslu og upplýsingar um niðurstöðu í fjóram litlum félögum lágu ekki fyrir. Þegar á heildina er litið greiddu 42% félaga á kjörskrá atkvæði og 74% þeirra samþykktu verkfallsboðun en 24% vora á móti. Skýr skilaboð „Þetta er afgerandi niðurstaða og skýr skilaboð. Fólk vill fylgja eftir þeim kröfum sem það sjálft bjó til,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins, í gærkvöldi. Hann sagði að farið yrði yfir málið í heild á fundi samninga- nefndar VMSÍ í dag. Spurður um stöðu þeirra félaga sem felldu verk- fallsboðun sagði Bjöm Grétar að það færi eftir vilja þeirra sjálfra hvort þau tækju þátt í samflotinu. Hann sagði möguleika á því að fresta verkfallsað- gerðum til að þétta raðirnar og bjóst við að þá hugmynd bæri á góma á fundi forystumanna félaganna í dag. Bjöm Grétar sagðist ekki geta metið áhrif niðurstöðunnar á samn- ingaviðræðurnar við atvinnurekend- ur en sáttafundur er fyrirhugaðm- í dag. „Við getum ekkert sagt til um það. Við þurfum að vinna úr þessu og tökum til þess þann tíma sem við þurfum.“ Kom ekki á óvart Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að það kæmi ekki á óvart að verkfallsboðun væri víða samþykkt, það væri í sam- ræmi við það sem búist hefði verið við. Það vekti hins vegar athygli að verkfallsboðun hefði verið felld í sex félögum. Hann sagði ekkert hægt að full- yrða um áhrif niðurstöðunnar á samningaviðræður. Kvaðst hann þó vonast til að unnt yrði að ná vitræn- um niðurstöðum áður en til verkfalls kæmi. Minnti Ari á þá staðreynd að á árinu 1997 hefði ekki komið til verk- falls, nema hjá félögum á Vestfjörð- um, þótt til þess hefði verið boðað. ■ 74% þeirra sem greiddu/4 Verkalýðsfélög víða á landsbyggðinni ákveða boðun verkfalls 30. mars Samþykkt á 25 stöðum - fellt í Eyjum og Grindavík • Þú færð líka ferðapunkta aföllum boðqreiðslum! Icelandaír ftt ÍEE2ÍVISA ÍSLAND. 7 milljónir fyrir krókaleyfí VERÐ á veiðileyfum í þorskafla- hámarki hefur hækkað um allt að 500% í kjölfar stjórnarframvarps sjávarútvegsráðherra um frestun laga um afhendingu veiðileyfa á nýja krókabáta. Fjölmargir krókabátai' eru nú í smíðum hérlendis og höfðu eigend- ur þeirra reiknað með að fá veiði- leyfi á þá 1. september nk. en gild- istöku laganna hefur nú verið frestað um eitt ár. Spurn eftir veiði- leyfum eykst Að sögn Eggerts Jóhannesson- ar, framkvæmdastjóra skipamiðl- unarinnar Báta og búnaðar, sitja margir uppi með nýja báta án þess að fá á þá veiðileyfi á næsta fisk- veiðiári. Því hafi spurn eftir veiði- leyfum aukist mikið og verðið þar af leiðandi. Þess séu nú dæmi að greiddar séu allt að 300 þúsund krónur fyrir rúmmetra en verðið var um 50 þús- und krónur áður. Þannig hafi stærstu veiðileyfi verið seld á allt að 7-8 milljónir. Eggert segii' að frestun laganna hafi einnig áhrif á verð veiðileyfa í sóknardagakerfum þar sem bát- arnir fá úthlutað 23 dögum. Dýr- ustu leyfin seljist á 14 milljónir. ■ 500% hækkun/Bl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.