Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 36
.^6 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Leikur er
mótleikur
Um leið og eitthvað gerist, önnurpers-
óna birtist fer keðja viðbragða ígang,
sem gengur síðan koll afkolli allt til
enda verksins.
IÞEIRRI leikhúsbylgju sem
gengur yfir hina íslensku
þjóð og veldur því að
gamla ákallið um brauð og
leiki verður lífsstíl heillar þjóðar,
þar sem enginn telst almennilega
fylgjast lengur með nema hann
fari reglulega í leikhús, lesi frétt-
ir um nýjustu upphlaupin í leik-
húsinu og hafi skoðun á því hver
eigi að stjórna einstökum leik-
húsum í borginni og hvaða leik-
arar eigi að fá að túlka persónur
leikbókmenntanna, nýrra og
gamalla...er kannski við hæfi
að velta því fyrir hvað ein vesöl
leikpersóna er „for noget“.
í því umhverfi leikins efnis
sem við búum við, þar sem stöðl-
uð persónusköpun blasir við okk-
ur í sjónvarpi, kvikmyndum og
leikhúsum (já stundum), verður
stundum
VIÐHORF
Eftir
Hávar
Sigurjónsson
býsna djúpt á
þeirri hugsun
að pers-
ónusköpun
leikarans sé
i
frumsköpun en ekki hermilist.
Við þekkjum nánast alltaf pers-
ónuna sem birtist úr einhverju
öðru verki úr öðru samhengi og
þær eru gjarnan skilgi'eindar
með þeim hætti; að þessi sé al-
veg eins og þessi sem var í
myndinni, manstu.....
„Acting is reacting" sagði ein-
hver vís leiklistarspekingur fyrr
á öldinni (eða fyrr) og hefur
þetta nánast orðið að trúarbrögð-
um í sumum kreðsum leiklistar.
Þetta má vissulega til sanns veg-
ar færa og felur í sér þann sjálf-
sagða sannleik að leikarinn túlk-
ar persónu sína með viðbrögðum
við því sem sagt er eða gert
gagnvart henni. Kannski mætti
snara þessari setningu á eftir-
farandi hátt: Leikur er mótleik-
ur. An mótleikara verður enginn
leikur, enginn persóna skapast í
tómarúmi því hafi hún ekkert að
bregðast við, ekkert áreiti, þá er
enginn persóna heldur bara hlut-
laus búkur leikarans á sviðinu.
Um leið og eitthvað gerist, önnur
persóna birtist fer keðja við-
bragða í gang, sem gengur síðan
koll af kolli allt til enda verksins.
Eða þannig.
Vandi höfundar sem skrifar
texta fyrir leikhús er oft sá að
skilja ekki þessa grundvallar-
forsendu og í stað þess að hugsa
samtöl og samskipti persóna á
þennan hátt, fellur hann kannski
í þá gryfju að láta persónur sínar
tala til skiptis án þess að efnið sé
á nokkurn hátt tilfinningalegt
framhald þess sem áður var sagt
eða gjört. Vandi leikarans verður
augljós, hann hefur enga persónu
til að byggja framsögn sína á og í
stað þess að tvær persónur mæt-
ist í tilteknu rými eru þarna tveir
vansælir leikarar sem flytja orð
höfundar án sýnilegs leikræns
tilgangs.
Mótleikurinn er viðbragð við
því sem sagt var eða hugsað, því
sem var sagt eða ekki sagt, því
sem liggur í loftinu, spennunni
sem skapast á milli tveggja pers-
óna í ljósi þess sem á undan er
gengið. Hljómar mjög einfalt en
er vafalaust með því erfiðara sem
höfundar takast á hendur. Ekki
að ástæðulausu sem svo fá vel
samin leikrit koma fram á hverj-
um tíma. Undantekingarnar frá
þessari þumalputtareglu eru auð-
vitað mýmargar. Harold Pinter
er meistari þeirrar aðferðar að
láta persónur sínar tala þvert á
hverja aðra. í fljótu bragði virð-
ist sem þær tali til skiptis. Lest-
ur slíkra leikrita skilar litlu af
því sem undir býr. Því það er
einmitt undir sem hið raunveru-
lega efni lúrir. Þegar texti Pint-
ers er kominn í munn leikara
kviknar líf. Leikararnir geta ekki
skýrt það en þeir finna að við-
brögð þeirra við því sem sagt er
og eru falin að baki því sem þeir
segja eru kjarni verksins. Pers-
ónan talar þvert um hug sér, hún
forðast að svara, hún svarar út í
hött en hugsunin er ljós, og fyrir
áhorfandann verður leikritið að
spennandi glímu um hver af
þessum persónum muni hafa
mest úthaldið, hver þeirra geti
sem best dulið hugsun sína, hver
þeirra muni áður en lýkur hafa
yfirhöndina. Persónan skapast af
því sem hún segir ekki og af því
hvernig aðrar persónur þregðast
við með því að segja ekki hvað
þeim býr í brjósti heldur eitthvað
allt annað. Það sem mótar pers-
ónur verksins er undirtextiinn,
það sem ekki er sagt en verður
lesið á mílli línanna.
Önnur leið og mun einfaldari
er að persónunrnar lýsi sjálfum
sér og hinum persónunum jafn-
framt. Þannig fær áhorfandinn
fullt af upplýsingum um pers-
ónurnar bæði frá þeim sjálfum
og hinum. Þetta getur verið jafn
leiðinlegt og það getur verið
skemmtilegt. Þegar vel tekst til
verður þetta að eins konar púsl-
uspili þar sem raða verður upp-
lýsingunum upp eftir sannleiks-
gildi. Segir persónan sannleikann
um sjálfa sig? Segja aðrar pers-
ónur sannleikann um hana? Villir
hún á sér heimildir með því að
Ijúga til um innræti sitt? Þetta er
alþekkt aðferð og erfitt í dag að
finna flöt á nýrri nálgun ef það
er þá eitthvert markmið í sjálfu
sér.
Hvað með einleikinn, þetta
furðulega form leikhússins sem
þrátt fyrir að vera í raun and-
stæða þess sem að ofan er talið
er þó furðu lífseigt. Þó fremur
meðal leikara en áhorfenda.
Hann fær engan mótleik. Þá er
heldur ekki um neinn leik að
ræða. Leikur er mótleikur. At-
hygli áhorfandans byggist
kannski einmitt á því að hann
lendir í hlutverki mótleikarans.
Leikarinn leikur á móti áhorf-
endum. Talar við þá, bregst við
þeim, byggir upp samband við
þá. Nýtir sér viðbrögð þeirra.
Hvað með hið vinsæla uppistand?
Er það ekki einleikur með mót-
leik áhorfendanna?
Eða dramatískan einleik þar
sem leikarinn verður að finna
mótleikarann innan þess ramma
sem textinn setur honum. Getur
ekki leitað beint til áhorfenda?
Þá leikur hann á móti ímynduð-
um persónum, leikur fleiri en
eina persónu, leikur á móti sjálf-
um sér. Grípur hluti af sviðinu og
leikur á móti þeim. Gerir með
öðrum orðum allt til að standa
ekki einn á sviðinu. Einleikur er
ekki síður mótleikur þegar allt
kemur til alls.
AP
Rétta skúlpt-
úrsins leitað
TRAFALGAR Square er einn af
miðpunktum Lundúnarborgar og
kannast margir við Nelson’s Col-
umn og gosbrunninn sem eru
meðal kennileita torgsins.
Fjórði sökkullinn á Trafalgar
Square hefur hins vegar lengi vel
staðið auður en skartar nú
skúlptúr listamannsins Bill
Woodrows. Verkið ber nafnið
„Regardless of history“, sem má
útleggja sem „Hvað sem sögunni
líður“ og er það einn fjölmargra
skúlptúra sem skreytt hafa sökk-
ulinn undanfarið vegfarendum til
ómældrar ánægju.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvert þessara verka verður valið
til að hljóta varanlegan sess á
sökklinum, en bronsskúlptúr
Woodrows vegur 11 tonn, er sjö
metrar að hæð og telst eitt flókn-
asta verk hans til þessa.
Tannlæknir
fer á taugum
KVIKMYIVDIR
„The Whole Ni
Yards“^-A'
n e
Háskólabíó, Laugarásbíó
Leikstjóri: Jonathan Lynn. Handrit:
Michael Kapner. Aðalhlutverk:
Matthew Perry, Bruce Willis, Kevin
Pollack, Michael Clarke Duncan og
Amanda Peet. Framleiðendur:
David Willis og Allan Kaufman.
Warner Bros. 2000.
BANDARISKA gamanmyndin
„The Whole Nine Yards“ er sauð-
meinlaust og hæfilega ómerkilegt
ærslagrín um taugaveiklaðan tann-
lækni sem kemst í kynni við leigu-
morðingja og líf hans tekur óskap-
legum breytingum. Það mátti svo
sem við því vegna þess að líf hans
var að koðna niður í kolómögulegu
hjónabandi en spennan sem hann
upplifir I kringum leigumorðingj-
ann vekur hann aftur til meðvit-
undar og gerir mann úr honum.
Söguþráðurinn í þessu ójafna
tannlæknagríni er varla merkilegri
en hver annar tannþráður en það
er ágætlega raðað í rullurnar fyrir
þá sem hafa ánægju af ærslagríni
Matthews Perrys (úr Vinum) eða
granítsvipnum á Bruce Willis þeg-
ar hann vill láta okkur halda að
hann sé að leika. Einnig er Mich-
ael Clarke Duncan (Græna mílan)
voldugur sem lífvörður leigumorð-
ingjans, rumur með barnsandlit.
Gamanið er allt byggt upp á
svörtum húmor en það er sama
hversu oft Matthew Perry hleypur
á glerhurðir eða fellur um sjálfan
sig í taugaæsingi, honum tekst
ekki að fela þá staðreynd að það er
í raun ekki mikið af góðum brönd-
urum í handritinu og það býður
upp á furðulega slappar lausnir.
Spurningin er alltaf hver er að
plata hvern en það verður aldrei
neinn sérstakur leyndardómur í
kringum það og svo er einu pers-
ónunni í myndinni sem vekur sam-
kennd með áhorfendum stútað án
þess að það þjóni sýnilegum til-
gangi.
Það má hafa nokkurt gaman af
myndinni á sinn hátt enda fram-
leiðslupakkningin aðlaðandi og
stendur að nokkru leyti fyrir sínu
en það hefði ugglaust mátt gera
bitastæðari mynd með þessu liði
öllu með snjallara handriti.
Arnaldur Indriðason
Nýjar bækur
• DJÖFLARNIR er eftir Fjodor
Dostojevskí í þýðingu Ingibjargar
Haraldsdóttur.
Bókin kom út á árunum 1871-2 og
er þriðja skáldsagan í röðinni af
fimm stórvirkjum Dostojevskís - og
jafnframt umdeildasta meistaraverk
hans.
I Djöflunum byggir Dostojevskí á
raunverulegu sakamáli, hroðalegu
morðmáli þar sem við sögu kom hóp-
ur stjórnleysingja undir forystu
Nétsjajevs nokkurs, sem var ungur
byltingarsinni og handgenginn sjálf-
um Mikhaíl Bakúnín, helsta foringja
anarkista á 19. öld. Þetta morðmál
varð höfundinum tilefni til að gera
upp sakirnar við þær hugmyndir
sem hvarvetna voru á sveimi í Rúss-
landi á þessum árum og hann áleit
hina raunverulegu djöfla: hugmynd-
ir um sósíalisma, stjórnleysi og guð-
leysi.
Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar
formála að þýðingunni, en auk þess
er í bókinni eftirmáli Arna Berg-
mann um verkið.
Undanfarið hefur Leikfélag
Reykjavíkur sýnt leikgerð Alexeis
Borodins af Djöflunum í Borgar-
leikhúsinu.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 650 bls., prentuð í Svíþjóð.
Kápumynd gerði Robert Guille-
mette. Verð: 4.480 kr.
Fyrirlest-
ur um
listaverk
ÞÝSKI málarinn Karin Kneff-
el, prófessor við Listaháskól-
ann í Bremen og gestakennari
við málaradeild LHÍ, flytur
fyrirlestur um eigin verk á
morgun, fimmtudag, kl. 12.30 í
stofu 24 á Laugarnesvegi 91.
Steidl gefur út
Brotahöfuð
VAKA-HELGAFELL hefur
gengið frá samningum við
Steidl Verlag í Þýskalandi
um útgáfu á skáldsögunni
Brotahöfði eftir Þórarinn
Eldjám. Steidl Verlag gef-
ur meðal annars út verk
eftir Nóbelsskáldin Halldór
Laxness og Giinter Grass.
Brotahöfuð kom fyrst út
hér á landi 1996. Sagan
hefur einnig verið gefin út í
Finnlandi, Bretlandi og Banda-
ríkjunum og fengið lofsamlega
una: „Mjög góð og sérstak-
lega skemmtileg." Gagn-
rýnandi Publishers Weekly
ritaði: „Afar eftirminnileg
og einstaklega raunsönn."
Skáldsagan Brotahöfuð
var tilnefnd til Aristeion-
verðlaunanna, Bók-
menntaverðlauna Evrópu,
1998 og komst þar í úr-
slitasæti. Hún var þar að
auki lögð fram af Islands
Þórarinn
Eldjárn
hálfu til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs sama ár.
dóma. Bandaríska tímaritið Kirkus
Reviews skrifaði t.d. um skáldsög-
Brotahöfuð kemur út í Þýska-
landi í haust.