Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nei, nei, ekki fara með hurðina Guðmundur minn, hún var ekkert með í samningnum.
Islandsflug hættir
Siglufj arðarflugi
ÍSLANDSFLUG hættir áætlunar-
flugi á Siglufjörð 27. apríl um leið og
hætt verður að fljúga á Gjögur en sú
leið var boðin út og fékk fyrirtækið
henni ekki úthlutað. íslandsflug mun
framvegis aðeins sinna áætlunar-
flugi frá Reykjavík til Vesturbyggð-
ar pg Sauðárkróks.
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri íslandsflugs, segir
litla flutninga á Siglufjarðarleiðinni
yíir sumarið og segir hann ákvörðun
um að hætta flugi á þeirri leið hafa
legið í loftinu hjá fyiirtækinu.
Akveðið hafi verið að tengja fram-
hald Siglufjarðarflugsins flugi á
Gjögur en þar sem ljóst sé að félagið
hætti því einnig 27. apríl í kjölfar út-
boðs hafi orðið ofan á að hætta einnig
við Siglufjörð. Verði leiðin boðin út
segir hann hugsanlegt að Islands-
flug myndi sýna því áhuga.
Flogið hefur verið virka daga milli
Siglufjarðar og Reykjavíkur með
viðkomu á Sauðárkrók. Einnig var
flogið til Siglufjarðar á sunnudögum.
Ómar segir áfram flogið til Sauðár-
króks kvölds og morgna og margir
Siglfirðingar noti sér það flug. Aætl-
unarflugi Islandsflugs verður nú
sinnt með Dornier-vél félagsins og
önnur slík vél er einkum notuð í
leiguflugi. Þrjár áhafnir geta sinnt
þessum verkefnum en halda hefði
þurft úti íjórðu áhöfninni vegna
Siglufjarðarflugsins.
Sérstaklega mjúk og vel bólstruð dýna með 544 gormum í Full XL stærð
og 608 gormar f Queen stærð. Góð kantstyrking, Vandaður gegnheill
trérammi með sérstakri styrkingu á álagsflötum í neðri dýnu.
Serenade
Full XL 135 x 203cm
kr. 61.900
Queen 153 x 203cm
Járngafl kr. 24,
700
Queen 153 x
Full XL 135 x 203cm
Full 135 x 190cm
Twin 97 x 190cm
Vel bólstruð millistíf dýna með 544 gormum í
Full XL stærð og 608 gormar f Queen stærð. Góð
kantstyrkfng, Vandaður gegnheill trérammi með
sérstakri styrkingu á álagsflötum f neðri dýnu.
kr. 48.900
Öll verð meö undirstöðum
Mexigafl kr. 22.800*
*Verð á gafli i Full stærð
SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 & 553 601 1
Rannsókn á starfi námsráðgjafa
Þörf á breytt-
um áherslum
Kristrún Guðmundsdóttir
MUN fleiri telja að
persónuleg ráð-
gjöf sé mikilvæg-
ari á grunnskólastigi held-
ur en náms- og starfs-
ráðgjöf. Þetta kemur m.a
fram í rannsókn sem
Kristrún Guðmundsdóttir
náms- og starfsráðgjafi
gerði í þeim grunnskólum í
Reykjavík þar sem náms-
ráðgjafar starfa. Rann-
sóknina gerði Kristrún í
tengslum við mastersnám
sitt nýlega. En hvers
vegna skyldu þátttakendur
í rannsókninni telja að
persónuleg ráðgjöf sé
nauðsynlegri en námsráð-
gjöf?
„Vægi uppeldishlut-
verksins í grunnskólum
hefur orðið æ meira á und-
anförnum árum og verkefnum
hefur fjölgað og samkvæmt
grunnskólalögum á skólinn að
gæta velferðar nemenda og undir-
búa þá undir líf og starf sem er í
stöðugri þróun. Auk hefðbundinn-
ar kennslu leggja fræðsluyfírvöld
áherslu á samstarf heimila og
skóla og samstarf skóla og ýmissa
stofnana, til dæmis varðandi for-
varnastarf og velferð nemenda al-
mennt. I rannsókn minni tóku þátt
skólastjórar, aðstoðarskólastjórar
og námsráðgjafar. Voru skóla-
stjóramir enn frekar á þeirri
skoðun að persónuleg ráðgjöf
væri mikilvægari en námsráðgjöf
á þessu skólastigi en aðstoðar-
skólastjórar og námsráðgjafar.
Þetta má ef til vill skýra með því
að það kemur oftast í hlut önnum
kafinna skólastjóra að leysa per-
sónuleg málefni nemenda og þess
vegna óska þeir eftir fleiri sér-
fræðingum til starfa við slík verk-
efni.“
- Hvað annað athyglisvert kom
fram írannsókn þinni?
„Til dæmis vil ég nefna að það
var lang algengast að náms- og
starfsráðgjöf og náms- og starfs-
fræðsla væri á stundatöflu nem-
enda í tíunda bekk enda þótt stórt
hlutfall þátttakenda telji að þessi
fræðsla eigi fremur að fara fram í
áttunda og níunda bekk. Hér er
því þörf á breytingum. Einnig
kom fram að mikill meiri hluti
þátttakenda telur mikilvægt að
námsráðgjafi taki viðtal við sér-
hvern nemanda í lok tíunda bekkj-
ar, samt sem áður segist aðeins
tæpur helmingur námsráðgjaf-
anna sem þátt tóku í rannsókninni
taka slík viðtöl. Hér virðist því
einnig vera þörf á breyttum
áherslum. Loks má nefna að hvað
varðar skólakynningar í lok tíunda
bekkjar þá telur meiri hluti þátt-
takenda að þær eigi að vera bæði
fyrir foreldra og nem-
endur og voru skóla-
stjórar og aðstoðar-
skólastjórar oftar á
þeirri skoðun en náms-
ráðgjafarnir. Skóla-
.stjórnendur voru einn-
ig oftar fylgjandi því en
námsráðgjafar að slíkar kynning-
ar færu fram á kvöldin í grunn-
skólunum.“
-Hvað felst í þeirri persónu-
legu ráðgjöf sem svo miídlvæg er
talin?
„Það má sem dæmi nefna ráð-
gjöf við nemendahópa sem eiga í
vandræðum t.d. vegna óreglu á
heimilum, og einnig vantar ráð-
gjöf sem miðar að því að styrkja
samband nemenda og foreldra.
Auk þess ber að nefna forvarna-
fræðslu í sambandi við fíkniefni.
Nær helmingur námsráðgjafanna
sem þátt tóku í rannsókn minni
nefndu að þeir vildu fá fræðslu í
► Kristrún Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík 1953. Hún
lauk prófi frá Fósturskóla ís-
lands 1980, BA-prófi íuppeldis-
og menntunarfræðum 1993 frá
Háskóla íslands, prófi í uppeldis-
og kennslufræði til kennslurétt-
inda frá sama skóla 1994 og prófi
í náms- og starfsráðgjöf frá HI
1997. Hún hefur stundað fram-
haldsnám í University of Strat-
clyde í Glasgow 1997 og lauk
mastersprófi frá þeim skóla
haustið 1999. Hún hefur starfað
siðan við sérdeild Ölduselsskóla
en þar hefur Kristrún unnið frá
1993, auk þess í hálfu starfi sem
náms-og starfsráðgjafi við
Menntaskólann í Reykjavík
skólaárið 1996 til 97. Kristrún er
gift Daníel Gunnarssyni skóla-
stjóra og eiga þau þrjú börn.
tengslum við forvarnir gegn ííkni-
efnum þegar þeir voru spurðir
hvaða námskeið þeir vildu sjá í
skólunum þar sem þeir störfuðu."
- Hvers vegna gerðir þú þessa
rannsókn?
„Aðaltilgangurinn var sá að
koma auga á meginviðfangsefni og
áherslur í starfi námsráðgjafa í
grunnskólastigi og athuga hvort
breyta þurfi áherslum í starfi
þeirra. Niðurstöður mínar sýna að
þess er þörf í ýmsu tilliti eins og að
ofan greinir. Þess má geta að
námsráðgjafar hafa sjaldnast
starfslýsingar við að styðjast í
sínu starfi og þess vegna er það
von mín að þessar niðurstöður
auðveldi samningu starfslýsingar
fyrir námsráðgjafa í einstökum
skólum. Námsráðgjafarnir sem
þátt tóku í rannsókninni voru sam-
mála um að best væri að starfs-
lýsing væri samin af skólastjóra,
aðstoðarskólastjóra og námsráð-
gjafa í sérhverjum skóla.“
- Greinir skóla-
stjórnendur og náms-
ráðgjafa á í viðhorfum
til starfs námsráðgjafa
samkvæmt könnun
þinni?
„Já, þar get ég nefnt
sem dæmi að á vorin
eftir að hefðbundinni kennslu lýk-
ur vildu námsráðgjafar oftar nota
tímann til að taka saman tölfræði-
legar upplýsingar um starf liðins
vetrar en aftur á móti vildu skóla-
stjórnendur að námsráðgjafarnir
tækju þátt í undirbúningi fyrir
næsta skólaár á þessum tíma. I
ágúst áður en skólar hefjast töldu
námsráðgjafar best að þeir sæktu
námskeið en þá vildu skólastjórn-
endur að námsráðgjafarnir leið-
beindu nýju starfsfólki í skólanum
og styddu kennara í þeirra starfi.
Þarna eru því dæmi um ólíkar
skoðanir hvað áherslur snertir í
starfi námsráðgjafa.“
Persónuleg
ráðgjöf talin
mikilvægari
en náms-
ráðgjöf