Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 25 Páfi hvetur til friðar í Landinu helga Jerúsalcm. AFP. SÖGULEG heimsókn Jóhannesar Páls II páfa til Israels hófst í gær og hann notaði tækifærið til að hvetja til sátta milli Israela og araba. Páfi, sem verður í fimm daga í ísrael og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna, hyggst ferðast um söguslóðir Biblíunnar og skoða merka staði í lífi Krists. Hann hvatti til friðar og sátta milli kristinna, múslima og gyðinga í Miðausturlöndum. „Við vitum öll hversu brýnt það er að tryggja frið og réttlæti, ekki aðeins fyrir fsra- ela, heldur allar þjóðirnar í þessum heimshluta," sagði páfi við komuna til Ben Gurion-flugvallar í Tel Aviv. Páfi kyssti skál með ísraelskri mold sem þrjú börn frá Nasaret færðu honum. Eitt þeirra var krist- ið, annað múslimi og hið þriðja gyð- ingur. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, bauð páfa velkominn til Landsins helga. Páfi viðurkenndi að margt hefði breyst í samskiptum Páfagarðs og Israels frá síðustu páfaheimsókn- inni til Landsins helga árið 1964. Páll VI páfi var þá aðeins í ellefu klukkustundir f Israel og neitaði að ræða við leiðtoga gyðinga. Páfa- garður viðurkenndi ekki ísrael fyrr en árið 1994. Ezer Weizman, forseti ísrael, fór lofsamlegum orðum um baráttu páfa gegn gyðingahatri. Páfi hyggst meðal annars skoða minnisvarða um sex milljónir gyð- inga sem létu h'fið í helför nasista og ræða við trúarleiðtoga gyðinga. Páfi var fluttur með þyrlu til Jer- úsalem og borgarstjórinn, Ehud Olmert, tók á móti honum með orð- unum: „Velkominn til Jerúsalem, höfuðborgar ísraels." Páfagarður hefur þó aldrei viðurkennt Jerús- alem sem höfuðborg Israels. Bað fyrir „réttlátum og varanlegum friði“ Páfi sendi Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, skeyti úr flugvél sinni, kvaðst hlakka til heimsóknarinnar til sjálfstjórnar- Jóhannes Páll páfi heilsar patríarka grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Jerúsalem, Díodoros I, á flugvellinum í Tel Aviv. svæðanna og bað Guð að blessa þjóðirnar í Miðausturlöndum og koma á „réttlátum og varanlegum friði“ á svæðinu. Ferð páfa hófst í Jórdaníu á mánudag og hann skoðaði þá Nebófjall, þar sem Móses horfði fyrst yfir fyrirheitna landið sam- kvæmt Bibh'unni, og ána Jórdan, þar sem Kristur lét skíra sig. Alþjdðlega vatnsráðstefnan í Haag Vatn er sameiginleg arf- leifð og verður það áfram Haag. Morgunblaðið. ÞRIÐJA Alþjóðlega vatnsráðstefn- an verður haldin í Japan árið 2003. Þetta tilkynnti dr. Muhamoud Abu Zeid, forseti Alþjóða vatnsráðsins, í gær, á Alþjóðlegu vatnsráðstefn- unni sem lýkur í dag í Haag. Jafn- framt var tilkynnt að Japanir munu á næstunni bjóða vatnssér- fræðingum á ráðstefnu þar sem samræma á fyrirhugaðar aðgerðir sem koma eiga í veg fyrir að flóðin í Mósambík muni endurtaka sig. Við setningu tveggja daga Al- þjóðlegrar ráðherraráðstefnu um vatn, í Haag í gærmorgun, sagði Vilhjálmur Alexander Hollands- prins m.a. að Alþjóðlega vatnsráð- stefnan hefði heppnast framar vonum. Tekist hefði að koma þeim skilaboðum áleiðis að þau vanda- mál sem steðjuðu að vatnsbúskap heimsins kæmu öllum við. Til ráð- stefnunnar var boðið vatnssér- fræðingum og stjórnmálamönnum en einnig fulltrúum umhverfis- verndasamtaka og almennings í löndum þriðja heimsins. „Ef allir eiga að hafa aðgang að hreinu vatni og hreinlæti er það ekki ein- ungis vandamál sérfræðinga held- ur alls heimsins.“ Prinsinn sagði jafnframt að þátttakendur á vatnsráðstefnunni hefðu tekið misvel í tillögur Al- þjóðlegu vatnsnefndarinnar um einkavæðingu vatnsþjónustu. „Enginn hefur í huga, jafnvel ekki alþjóðlega vatnsnefndin, að koma eigi á einokun einkaaðila að vatns- þjónustu. Því fer fjarri sanni. Á ráðstefnunni hefur verið lögð áhersla á að vatn er sameiginleg arfleifð og mun vera það áfram.“ Ráðstefnan mikilvæg Mið-austurlöndum Shimon Peres, fyrrverandi for- sætisráðherra Israels, sagði á blaðamannafundi í gær að vatns- ráðstefnan hefði verið ríkjum í Miðausturlöndum sérlega mikil- væg. Á henni hefðu fulltrúar ísra- els, Palestínu og Jórdan, haft tök á að ræða um sameiginlegar vatns- auðlindir. „Þær deilur um vatn sem nú standa yfir endurspegla einungis það ástand sem ríkir í samskiptum ríkjanna. Ef okkur tekst að leysa þau átök munu samningar um aðgang að sameig- inlegum vatnsauðlindum leysast í kjölfarið." íslendingur skrifar um vatn Alþjóðlegur dagur vatns er í dag og í tilefni þess hefur verið gefin út bók á vegum Junior Chamber International. Þar lýsa 25 höfund- ar, alls staðar að úr heiminum skoðun sinni og viðhorfum til vatns. Einn höfunda er Ingibjörg E. Björnsdóttir verkfræðingur. I bókinni lýsir hún á huglægan hátt vatnsbúskap á norðlægum slóðum. .mm ^ I * \ |'j ICl k' E | I I .. .. Jg: ^ I f* í stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Vanir kennarar. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593. Hernaður Rússa í Tsjetsjníu Vígi skæruliða í Komsomol- skoye fallið Moskvu, Nizhny Novgorod. AFP, AP. FIMM dögum fyrir forsetakosning- arnar í Rússlandi lýstu stjórnvöld í Moskvu því yfir í gær að allt væri með kyrrum kjörum í Tsjetsjníu, nærri hálfu ári eftir að rússneskur her gerði innrás í sjálfstjórnarhér- aðið sem var á valdi uppreisnar- manna. Rússneskir herforingjar höfðu áð- ur tilkynnt að öll mótspyrna skæru- liða Tsjetsjena í bænum Komsomol- skoye í Suður-Tsjetsjníu hefði loks verið brotin á bak aftur. Bærinn er í rústum eftir hálfs mánaðar linnu- lausar loft- og stórskotaliðsárásir Rússa. Að sögn heimildarmanna Inter- fax-fréttastofunnar í rússneska hernum féllu um 50 hermenn í átök- unum um Komsomolskoye, en skæruliðarnir misstu 600 menn. Staðfesting fékkst ekki á þessum mannfallstölum. Interfax hefur efth’ talsmanni hersins að stórir hópar skæruliða hafi gefizt upp í gær- morgun. Pútín Ijær óvænt máls á samningum Vladimír Pútín, starfandi forseti Rússlands, sem virðist eiga sigur í kosningunum um helgina vísan, fór óvænt með hljóðfrárri herþotu til tsjetsjnesku héraðshöfuðborgarinn- ar Grosní í fyrradag og lét þar þau orð falla að hann væri tilbúinn til við- ræðna við leiðtoga skæruliða, að uppfylltu því skilyrði að þeii1 hættu skæruhernaðinum. Yfirlýsingin kom á óvai’t þar sem Pútín hefur hingað til neitað að semja við skæruliðana, hótað að tortíma þeim og hætta ekki hernaðaraðgerðunum fyrr en herinn hafi náð öllu héraðinu á sitt vald. Skoðanakannanir benda til þess að Pútín hafi mikið forskot á aðra fram- bjóðendur í forsetakosningunum og rússnesk stjórnvöld leggja nú mikla áherzlu á að koma í veg fyrir að skæruliðarnir geri mannskæðar árásir í Tsjetsjníu eða nágrannahér- uðunum fyrir kosningarnar. „Það er stöðugt verið að vara okk- ur við árásum í kringum kosningarn- ar,“ sagði Sergej Jastrzhembskí, sérskipaður talsmaður Moskvu- stjórnarinnar í málefnum Tsjetsjníu, á blaðamannafundi í gær. Sagði hann ríkisstjómina enn vera að íhuga hvort setja skyldi Tsjetsjníu undir beina tilskipunarstjórn forsetans eft- ir að kosningarnar væru afstaðnar. Fjöldasjálfsvígið í Úganda Börnunum var smal- að inn í kirkjuna Kampala, Kanungu. AP, AFP. MEÐLIMIR sértrúarsafnaðarins Endurreisn boðorðanna tíu, voru jarðaðir í fjöldagröf nærri þorpinu Kanungu í Úganda í gær og hefur kirkja þeirra verið jöfnuð við jörðu. Yfirvöld í landinu líta á málið sem fjöldasjálfsvíg, en sl. föstudag létu hundruð meðlima safnaðarins lífið, þegar þeir kveiktu í kirkju sinni eftir að hafa byrgt bæði dyr og glugga. Rannsókn stendur enn yfir og leita yfirvöld nú þeirra safnaðarmeðlima sem ekki létu lífið í eldinum. „Við höfum rætt við fólk sem yfirgaf söfn- uðinn fyrir einu til tveimur árum og við notfærum okkur þá vitneskju," sagði Assuman Mugenyi, talsmaður lögreglunnar. Edward Rugumayo innanríkisráðherra segir alls hafa greinst 330 lík í kirkjurústunum, en endanleg tala látinna verði ekki stað- fest vegna öskumagns í kirkjunni. Alls greindust 78 börn í hópi hinna látnu og hafði lögregla eftir sjónar- votti að börnum hefði verið skipað inn í kirkjuna áður en eldurinn kviknaði. Börnin hafi verið að leik fyrir utan, en safnaðarleiðtogar kom- ið og skipað þeim inn rétt áður en eldsins varð vart. Bjartir dagar með vor- og sumarlitunum frá LANCÖME Komdu og láttu farða þig með nýju litunum. Ráðgjafi á staðnum í dag og á morgun. Stórglæsileg taska fyrir förðunarvörur og snyrtibudda fylgja kaupum. Gullbrá Nóatúni 17, simi 562 4217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.